Morgunblaðið - 20.03.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981
15
Páfinn við verkamenn á ftalíu:
Haf ið rétt til að ber jast
fyrir réttlátum launum
Terni, italiu, 19. mars. AP.
JÓHANNES Páll páfi II heimsótti
stáliðju i bænum Terni á Mið-ítaliu
i d»K ok sauði i ræðu sem hann héit
þar fyrir verkamennina að þeir
hefðu rétt til að herjast fyrir
„réttlátum launum og þátttöku i
stjórnun að hluta til“.
„Berjast, já, en berjast fyrir rétt-
læti,“ sagði páfinn sem þótti mjög
alþýðlegur, borðaði m.a. með verka-
mönnunum.
Þegar verkamennirnir spurðu páf-
ann hvort hann hefði haft það í huga
að gerast verkalýðsleiðtogi þegar
hann vann í verksmiðju í Póllandi,
áður en hann gerðist prestur, svar-
aði hann:
„Ég hafði þá köllum að gerast
prestur. En það er göfugt að vera
verkalýðsleiðtogi eins og t.d. Lech
Walesa í Póllandi, leiðtogi Sam-
stöðu,“ sagði hann og áheyrendur
klöppuðu.
Reis
upp frá
„dauðum“
Stroud, Englandi, 19. mars. AP.
KONA nokkur, Jacqueline Ross-
er að nafni, fannst meðvitundar-
laus á heimili sínu á þriðjudag.
Hún hafði tekið inn of stóran
skammt af eituriyfjum. Læknir
sem var kvaddur til úrskurðaði
Rosser látna.
Farið var með Rosser í líkhús en
er aðstoðarmaður útfararstjórans
var að ganga frá líkinu fyrir
kistulagningu þennan sama dag
tók hann eftir því að hún andaði.
Að morgni næsta dags sat Rosser,
sem er 32 ára gömul, einstæð,
tveggja barna móðir, uppi í rúmi
sínu á sjúkrahúsinu í Stroud og
borðaði ristað brauð.
„Þetta er kraftaverk," sagði
faðir Rosser, Harry Harris. „Þetta
er svo stórkostlegt að við getum
varla trúað þessu.“
Læknirinn sem úrskurðaði
Rosser látna, Voss að nafni, hefur
ekkert viljað um málið segja, en
héraðslæknirinn segir þetta vera
mjög leiðinlegt slys. Fjölskylda
Jacqueline Rosser. Myndin er
tekin fyrir nokkru.
Rossers mun ekki ætla að krefjast
rannsóknar á málinu.
„Allt benti til þess að Jacqueline
væri látin. Við trúum því að Voss
hafi skoðað hana eins og honum
bar.“
Danmörk:
Verkbann á prentara
Frá Ib Björnbak,
fréttararitara Mbl. í
Kaupmannahöfn 19. marH
MIKIL vinnudeila hefur upphafist
i danska prentiðnaðinum. Sam-
band danskra atvinnurekenda hef-
ur boðað verkbann á prentara og
kemur það til framkvæmda 27.
mars nk. Allar prentsmiðjur lands-
ins i einkaeign munu lokast og
einnig munu mörg dagblöð stöðv-
ast. Reiknað er með að þessi deila
standi í minnst 2 mánuði en gæti
allt eins staðið i 4—5 mánuði.
Nokkur dagblöð í Danmörku
munu koma út þrátt fyrir verkbann-
ið. Er það vegna þess að eigendurnir
eru ekki í sambandi atvinnurekenda
eða vegna þess að þau hafa undan-
þágur einhverra hluta vegna. Meðal
þeirra blaða sem ekki stöðvast eru
Jyllandsposten, Aktuelt og Kristelig
dagblad.
Deila þessi er tilkomin vegna þess
að prentarar eru ekki reiðubúnir að
semja á sama grundvelli og aðrir
danskir launþegar sem þegar hafa
flestir samið um kaup og kjör.
Aðeins ríkir óvissa með samninga
við bankastarfsmenn.
Þó er það eitt af höfuðbaráttu-
málum prentara að komast að
samkomulagi við atvinnurekendur
um tæknimálin, samkomulagi sem
tryggir þeim atvinnu í framtíðinni.
Prentarar höfðu aðeins hótað
verkföllum vegna þess að þeir vildu
ekki hefta prentfrelsi og einnig
vegna þess að fyrri samningar
þeirra tryggja það að rauntekjur
þeirra geta ekki lækkað.
Atvinnurekendur vilja minnka
kostnaðinn við rekstur prentsmiðja,
að öðrum kosti sjá margir þeirra sér
ekki fært að halda rekstrinum
áfram.
Veður
víða um heim
Akureyri -9 anjóél
Amiterdam 5 rigning
Aþena 18 skýjaó
Berlfn 5 skýjað
Brttsael 10 akýjað
Chicago 2 snjókoma
Feneyjar 15 léttskýjaó
Frankfurt 3 akýjaó
Færeyjar -1 snjóél
Genf 5 skýjað
Helsinki 3 skýjaó
Jerúaalem 18 haióakírt
Jóhannesarborg 23 Skýjað
Kaupm.höfn 2 skýjað
Laa Palmas 21 lóttskýjaó
London 13 skýjaó
Loa Angeles 23 rigning
Madrid 14 skýjaó
Malaga 17 alskýjaó
Malforca 15 lóttakýjaö
Miami 27 skýjaó
Moakva -1 heiðskfrt
New York 4 snjókoma
Osló -1 skýjaö
Paría 8 skýjaó
Reykjavik -7 skýjað
Rfó da Janeiro 29 akýjað
Rómaborg 12 heióskírt
Stokkhólmur 0 snjókoma
Tat Avlv 28 heiðskfrt
Tókýó 19 heióskfrt
Vancouver 17 heióskírt
Vínarborg 8 skýjað
BENIDORM
PÁSKA-
FERÐ
Hótei: 11. apríl—23. apríl, 12 dagar
Lo« Pelicanos, 3ja stjörnu, 200 metra frá strönd, fullt fæöi. Verö pr. mann í 2ja manna herbergi
kr. 6.050,-
Don Pancho, lúxus hótel, 150 metra frá strönd, meö morgunmat. Verö pr. mann í 2ja manna
herbergi kr. 7.200.-
Lido, 2ja stjörnu, viö ströndina, meö fullu fæöi. Verö pr. mann í 2ja manna herbergi kr. 5.660.-
íbúóir:
Vera Cruz, viö ströndina, 2 svefnherbergi.
Verð miðaö viö
3 í íbúö
4 í íbúö
5 í íbúö
6 í íbúö
kr. 5.650,-
kr. 5.330.-
kr. 5.120,-
kr. 4.910,-
Bermudas, 1 svefnherbergi, 200 metra frá strönd.
Verö miöað við
2 í íbúð kr. 5.452,-
3 í íbúö kr. 5.362.-
4 í íbúö kr. 5.184,-
Öll verö eru miöuö viö verö á flugi og gengi miðað viö 10. marz 1981.
Staöfestingargjald kr. 800,- Barnaafsláttur 2—12 , kr. 1.650,00.-
FERÐASKRIFSTOFAN
Hótúni 4 — Reykjavík,
símar 29930 — 29830.
Sambyggt tæki
með toppgæði
SHARP SG-1H/HB:
Klassa steríó sam-
stæða í „silfur" eða|*
„brons“ utliti.
Breidd 390 mm. Hæð 746 mm / 373 mm.
Dýpt 330 mm.
# □□
DOLBY
fyrir betri upptökur.
• Útgangsorka
2x27 Wött
v/4 Ohm.
Reimdrifinn
hálfsjálfvirkur
plötuspilari
m. magnetic
pickup.
Rafeinda
móttökumælir.
e LM, MW
og FM bylgjur.
e Rafeinda
’Topp”
styrkmælir.
SG-1HB
A1ETAL
Stilling fyrir metal
kassettur.
SHARP CP-1H/HB:
Hátalarar, bassa og diskant (2 way), 25
Watta í „silfur" eða „brons" útliti.
Breidd 220 mm. Hæð 373 mm. Dýpt 18.3 mm.
Ant settið, Verð 6.320.-.
HLJOMTÆKJADEILD
(Itík KARNABÆR
LAUGAVEGI 66 SIMI 25999
\
Utsölustaðir: Karnabær Glæsibæ-Fataval Keflavík- Portiö Akranesi - Eplió Isafirði - Alfhóll Siglufiröi
Cesar Akureyri - Hornabær Hornafirði - Eyjabær Vestmannaeyjum - M M h/f. Selfossi
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
tP
Þl AL'GLÝSIR LM AU.T
LAND ÞEGAR ÞL ALG-
LYSIR I MORGLNBLAÐINL