Morgunblaðið - 20.03.1981, Page 17

Morgunblaðið - 20.03.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981 17 Selás, Norðl- ið Rauðavatn 1. Byggð á svæði við Rauðavatn er háð breyttum vatnsvernd- unarmörkum en megin for- senda fyrir framkvæmdaröð- un skipulagsins er greinargerð vatnsveitustjóra, dags. 5.2. 1981. 2. Lega Ofanbyggðavegar verði ákveðin í samvinnu við Kópa- vogskaupstað. 3. Afmörkun landsvæðis Árbæj- arsafns verði endanlega ákveðin við gerð deiliskipulags Ártúnsholts. Sjá nánar kafla 4.2, bls. 113. 4. Hestamennska er orðinn snar þáttur í borgarlífinu. Benda má á verulegt samfélagslegt gildi hennar. Aðalskipulags- tillagan gerir ráð fyrir veru- legri uppbyggingu í nánd við aðalstöðvar hestamanna í Reykjavík. Nauðsynlegt er að taka tillit til þess við nánari úrvinnslu skipulagsins. Af- mörkun lands fyrir Hesta- mannafélagið Fák o.fl. verði því endanlega ákveðin við gerð deiliskipulags Selásshverfis. Sjá nánar kafla í greinargerð, 3.7, 3. bls. 5. Afmörkun golfvallarins verði ekki breytt á skipulagstíma- bilinu. Að öðru leyti vísast til greinargerðar kafla 2.5 bls. 52. 6. Endanleg staðsetning reið- leiða og göngustíga verði ákveðin í tengslum við endur- skoðun áætlunar um Um- hverfi og Útivist. 7. Afmörkun svæðis kirkjugarðsins verði ekki end- anlega ákveðin á þessu stigi, enda umráðaréttur borgarinn- ar yfir landinu ekki ljós. Skipulagsnefnd samþykkir að beina því til borgarráðs, að borgarverkfræðingsembættinu verði falið í samráði við Borg- arskipulag að undirbúa gerð áætlunar fyrir framkvæmd aðal- skipulagstillögunnar með megin- áherslu á næstu byggingarsvæði. Áætlun þessi taki til allra þátta fjárfestinga borgarinnar í nýjum hverfum, svo sem skóla, barna- gæslu, veitna, gatna, auk ann- arra framkvæmda og þjónustu- stofnana á vegum borgarinnar, þannig að vinna og fjármagn nýtist sem best og heildaryfirsýn fáist. Ennfremur verði gerð áætlun um úthlutun lóða næstu árin. Skipulagsnefnd vill í fram- haldi af afgreiðslu aðalskipulags Austursvæða vekja athygli á nauðsyn þess, að vandlega verði fylgst með þróun íbúafjölda borgarinnar á komandi árum og farið varlega í uppbyggingu nýrra og fjarlægari íbúðarsvæða við óbreytt ástand. Frekari út- þynning núverandi byggðar er að mati nefndarinnar mjög var- hugaverð og leggur nefndin af því tilefni til við borgaryfirvöld, að unnin verði sérstök samræmd áætlun um leiðir til að sporna við núverandi íbúaþróun borgarinn- ar og þeirri útþynningu byggðar, sem nú á sér stað og fyrirsjáan- leg er að öllu óbreyttu. I því sambandi leggur nefndin til, að áfram verði kannaðir möguleikar á flutningi Reykja- víkurflugvallar og hugsanlega nýtingu svæðisins undir aðra starfsemi. Telur nefndin hug- myndir Borgarskipulags í þessa átt verulega athyglisverðan kost í byggðaþróun borgarinnar í framtíðinni. Leggur nefndin því til, að Borgarskipulagi verði falið að fá sérhæfða aðila til að kanna nánar þá þætti greinargerðar Þróunarstofnunar frá nóv. 1979, er snerta hlut Reykjavíkur. Enn- fremur að leita samvinnu við hlutaðeigandi aðila á vegum ríkisins um samskonar könnun á öðrum þáttum greinargerðarinn- ar. Þá leggur skipulagsnefnd til, að hið fyrsta verði hafist handa við að endurmeta forsendur fyrir núverandi landnotkun og skipu- lagi nýs miðbæjar í Kringlumýri og gerðar tillögur um hugsan- legar breytingar í kjölfar þess. Skipulagsnefnd samþykkir, að aðalskipulag Austursvæða verði sent Skipulagsstofu höfuðborg- arsvæðisins til kynningar. Skipulagsnefnd samþykkir að fela Borgarskipulagi að kynna aðalskipulagstillöguna fyrir al- menningi. Tillaga meirihluta skipulags- nefndar var samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2 atkvæðum full- trúa Sjálfstæðisflokksins, þeirra Birgis Isl. Gunnarssonar og Hilmars Ólafssonar. Kettirnir, sem björguðu lífi konunnar og barnanna. Lífsreynsla UNG HJÓN misstu allt sitt í húsbruna i Vestmannaeyjum i fyrrinótt eins og skýrt var frá i Morgunblaðinu í gær. Það voru hins vegar kettir, sem björguðu lífi eiginkonunnar og tveggja barna þeirra, en þeir höfðu mikinn hávaða i frammi, sem vakti konuna. Konunni tókst að komst út með börnin við illan leik og voru börnin þá aðeins hálf- klædd, en úti voru 9—10 vindstig og 7—8 stiga frost. Meðan konan hljóp eftir hjálp skildi hún börnin eftir undir stafla af plaströrum. Ljós- myndari Mbl. í Vestmannaeyj- um Sigurgeir fór á stúfana i gærdag og myndaði lifgjaf- ana, þ.e. kettina. börnin tvö og staðinn, sem börnin hirð- ust á hálfklædd i nístings- kulda. >*»> Börnin tvö. Undir þessum plaströrastafla máttu börnin hirast i nístings- kulda hálfklædd. Hús hjónanna er lengst til hægri á myndinni. sem neyzluvatnsból. Við telj- um ekki nægilega traustan grundvöll fyrir þeirri ákvörð- un, enda rannsóknum ekki lokið. Mikil byggingarsvæði skv. þessari tillögu er á landi, sem er verndarsvæði vegna vatnsbóla við Bullaugu. Ekki hefur verið rannsakað nægi- lega vatnsmagn og rennsli Elliðaánna. Framtíð ánna sem veiðiáa kann því að vera í hættu. b) Veðurfar er erfiðara á þessu svæði, sbr. bls. 15 í „Greinar- gerð um veðurfar í nágrenni Rauðavatns" eftir Flosa Hrafn Sigurðsson. Svæðið verður því erfiðara og dýrara í rekstri. c) Við teljum eðlilegra að byggja fyrr meðfram ströndinni í átt til næsta þéttbýliskjarna (Mosfellssveit) í stað þess að teygja byggð allt að 130 metra upp í heiði í átt til fjalla. d) Kostnaður við veitur verður mun meiri á Rauðavatnssvæði en á byggðasvæði við Grafar- vog og mun hærri en útreikn- ingar Borgarskipulags gefa til kynna, sbr. greinargerð Gatnamálastjóra dags. 11.3. ’81. e) Aðalgatnakerfi Austursvæða, að svo miklu leyti sem það er sýnt, er órökrétt og gallað. Tenging þess við aðalgatna- kerfi höfuðborgarsvæðisins er ekki sýnd. Engin grein hefur verið gerð fyrir, hvaða áhrif byggð á þessum slóðum hefur á heildargatnakerfi höfuð- borgarsvæðisins. Engin grein er gerð fyrir strætisvagnaleið- um. Benda má m.a. á: Suðurhól- ar í Hólahverfi eru gerðir að mikilli umferðaræð (tengi- braut). Fækka má tengingum á Vesturlandsvegi, sbr. órökstudda tengingu þvert yf- ir Iand Keldna og tengingu við Bíldshöfða. Framlenging Höfðabakka krefst a.m.k. 10 m fyllingar yfir Grafarvog, sem myndar múr þvert yfir voginn. Gufunesvegur sem framleng- ing Suðurlandsbrautar er lagður niður en þar hefði mátt komast af með minni fyll- ingar. f) Við föllumst ekki á þau rök Borgarskipulags, að byggð við Rauðavatn tengist við „þjón- ustuheild" í Árbæjarhverfi. Enginn vafi er á því, að sjálfstæð þjónusta verður að koma upp á Rauðavatnssvæði sem og á öðrum nýjum byggðasvæðum. Þessi rök eiga því ekki við þegar mælt er með Rauðavatnssvæði umfram önnur svæði. Auk ofangreindra atriða vilj- um við á þesu stigi nefna nokkur atriði, sem við teljum mjög gagn- rýnisverð við þessa skipulagstil- lögu, eða þurfi nánari athugun. 1. Við Arbæjarhverfi meðfram Bæjarhálsi er gert ráð fyrir atvinnusvæði, þar sem nú liggja háspennulínurnar. 2. Gert er ráð fyrir ibúða- og stofnanabyggð neðan við Stekkjarbakka niður undir Elliðaár. Þessi tillaga er þvert ofan í hugmyndir um friðun Elliðaárdals. 3. Ekki er gert ráð fyrir því, að á skipulagstímabilinu verði nýtt þau atvinnusvæði, sem eru við Gufunes, en það verður að telja mjög varhugavert vegna nauðsynlegrar atvinnuupp- byggingar í borginni. 4. Við leggjum sérstaka áherzlu á að golfvellinum verði haldið og gæði hans ekki rýrð. 5. Við leggjum áherzlu á að tekið verði fullt tillit til athafna- svæðis hestamanna við Selás og í Víðidal og fullt samráð haft við samtök þeirra um endanlega afmörkun. 6. Við leggjum áherzlu á, að við afmörkun Árbæjarsafns verði tekið tillit til hugmynda um landsbyggðasafn og tæknisafn. 7. Við hefðum talið eðlilegt að skilgreina nánar, hverskonar atvinnustarfsemi rúmist inn í íbúðarhverfum sbr. reglan um 20% atvinnuhúsnæðis inni í íbúðarhverfum sbr. regluna um 20% atvinnuhúsnæðis inni í ákveðnum íbúðarhverfum. 8. Afmörkun stofnanasvæðis á Keldum miðast við „samkomu- lag“, sem hvergi hefur verið staðfest. Með tilvísun til þess, sem að ofan greinir greiðum við atkvæði gegn tillögu meirihluta skipu- lagsnefndar. Ýmis fleiri atriði varðandi þetta skipulag og vinnu- brögð í sambandi við það eru gagnrýnisverð og munu borgar- fullrúar Sjálfstæðisflokksins gera nánari grein fyrir því í borgarráði og borgarstjórn."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.