Morgunblaðið - 20.03.1981, Síða 23

Morgunblaðið - 20.03.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981 23 ótaldar þær stundir er við vorum saman innanbæjar sem 'utanbæj- ar. Við byrjuðum snemma á veiði- ferðum í bifreið Björns af gerðinni Gamli-Ford, sem var þannig til- komin, að farþegaskýli af Junk- ers-flugvél var komið fyrir á Fordinum, og síðan þeyzt um allar jarðir. Við vorum ungir þá og höfðum óstjórnlega gaman af þessu uppá- tæki okkar og hlutum verðskuld- aða athygli fyrir. Leiðir skildu, ég náði mér í konu. Alltaf hélst vináttan, sem aldrei féll skuggi á. Björn Eiríks- son giftist hinni ágætustu konu, Laufeyju Gísladóttur, en þeim varð ekki barna auðið. Laufey hefur mikið misst, en í langvar- andi sjúkdómi hennar var Björn henni afskaplega góður, og sýndi henni mikla natni. Það er margt, sem hægt væri að segja meira um Björn Eiríksson flugmann. Flugmannsnafninu hélt hann ætíð, en hér skal staðar numið. Okkur tekur það sárt þegar vinir okkar eru burt kvaddir skyndilega eins og átti sér stað með Björn, enda þótt við vitum, „að vinir berast burt með tímans straumi“. Ég og kona mín þökkum Birni fyrir samfylgdina. Hans munum við ávallt minnast sem einhvers hins tryggasta vinar sem við höfum átt. Laufeyju sendum við innilegustu samúðarkveðjur, og biðjum þess að hún hljóti styrk í hinni miklu sorg sinni. Sigurður Jónsson, flugmaður, p.t. Landspitala. Sigríöur Ingibjörg Jónsdóttir — Minning í dag verður til moldar borin Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir, sem lést í Borgarspítalanum þann 11. þ.m. Sigríður var fædd 11. júní 1943, dóttir hjónanna Agnesar Oddgeirsdóttur frá Hlöðum á Grenivík og Jóns S. Björnssonar, deildarstjóra í Útvegsbanka ís- lands, frá Laufási, en hann lést fyrir um hálfu ári. Móðir Jóns, Ingibjörg Magnúsdóttir, prestsfrú í Laufási, byggði ásamt börnum sinum árið 1926 húsið á Sólvalla- götu 17. Það var sannkallað fjöl- skylduhús, því þar bjuggu og búa enn börn Ingibjargar, tengdabörn og afkomendur þeirra. Þar ólst Dúda upp ásamt bróður sínum, Magnúsi, við ástríki og umhyggju- semi fjölskyldunnar, og þess hafa barnabörnin notið í ríkum mæli. Á hverju ári fóru þau Agnes og Jón ásamt börnunum til Grenivík- ur, en þar bjuggu foreldrar Agnes- ar þau Aðalheiður Kristjánsdóttir og Oddgeir Jóhannsson, útvegs- bóndi að Hlöðum. Agnes er elst af 12 börnum þeirra hjóna. Fjölskyldan á Sólvallagötu 17 var alltaf tengd æskustöðvunum sterkum böndum, og það var þeim tilhlökkunarefni að heimsækja æskustöðvarnar, dvelja þar með sínu fólki og taka þátt í daglegum störfum þess. Amma og afi á Hlöðum voru elskuð og virt og minningarnar frá þessum góðu Hafdís Viborg Georgs- dóttir — Minning Fædd 26. október 1964 Dáin 7. mars 1981 Við kveðjum vinkonu okkar með söknuði, en trúum jafnframt, að nú sé hún á himnum og líði vel. Hafdís Viborg Georgsdóttir var vinkona okkar. Okkar leiðir lágu saman í gegnum barnaskóla, fermingu og upp í gagnfræða- skóla. Við unnum með Hafdisi í barnastúkunni Eyjarósi, Skátafé- laginu Faxa, íþróttum og fleiri félagsstörfum og áttum mjög góð- ar stundir með henni. Hún var glaðvær stúlka, hamingjusöm og félagslynd, og öllum þeim er kynntust Hafdísi þótti ósjálfrátt vænt um hana. En er fram liðu stundir, dreifðist þessi stóri vina- hópur um landið og færri urðu eftir í heimabæ okkar, Vest- mannaeyjum. Þó að þeim stundum fækkaði sem við áttum saman, tengdu okkur þó alltaf sterk bönd, sem aldrei slitnuðu. Að kvöldi laugardagsins 7. mars var hún svo kölluð héðan af jörðu af völdum áverka sem hún hlaut tæplega sólarhring áður í umferð- arslysi. Guð hafði kallað hana til sin. Okkur finnst sárt, að svona ung stúlka sem Hafdís var, í blóma lífsins, skuli hverfa svo skyndilega af sjónarsviðinu, en við vitum þó, að öll eigum við eftir að hitta hana aftur þegar okkar tími kemur. Um leið og við kveðjum okkar ástkæru vinkonu, sem svo sannar- lega var vinur vina sinna, viljum árum eru eitt af því sem geymist en ekki gleymist. Eftir skólanám heima fór Dúda til Englands og dvaldi þar um tíma við nám. Eftir heimkomuna starfaði hún í Útvegsbanka Is- lands þangað til hún giftist árið 1964 eftirlifandi eiginmanni sín- um, Garðari Karlssyni. Þau hjón- in fóru til Bandaríkjanna árið 1967 þar sem Garðar lærði flug- virkjun. Þá höfðu þau eignast litla dóttur sem skírð var Agnes eftir móðurömmu sinni. Þau Dúda og Garðar áttu síðan heimili sitt í Reykjavík að undanskildum 2 ár- um sem þau bjuggu í Luxemborg. Árið 1969 fæddist þeim sonurinn Jón Sigurður, augasteinn afa síns og nafna og áttu þeir tveir saman margar góðar stundir. Það var því ekki lítið áfall fyrir fjölskylduna þegar þau, með hálfs árs millibili, hverfa héðan bæði, Jón og Dúda. Okkur verður hugsað til barn- anna, sem missa elskulega móður sína núna þegar þau eru á við- kvæmum aldri, en það er huggun harmi gegn að eiga minninguna um góða og umhyggjusama njóð- ur. Okkur verður hugsað til Agn- esar sem misst hefur svo mikið, og við biðjum Agnesi, börnunum, Garðari, Magnúsi og Boggu frænku blessunar Guðs og biðjum hann að gefa þeim styrk á erfiðum timum. L. og G. við votta foreldrum hennar, systk- inum, unnusta og öllum öðrum ættingjum og vinum hennar okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau i sorg sinni. Munum öll, að þeir, sem Guðirnir elska, deyja ungir hinum líkam- lega dauða, en sál þeirra lifir að eilífu. Blessuð sé minning Hafdís- ar. „Martfs er ad minnast. marRt er þér að þakka. Guði aé lof fyrir liðna tið. MarjfH er að minnast. marj(H er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú i friði. friður Guð« þÍK blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoHs þú hljóta skalt.“ (V. Briem) Vinkonur frá Vestmannaeyjum „Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, i Kristi krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt.“ (Ilallgr. Pétursson) Þann 7. þ.m. fórst af slysförum vinkona okkar, Hafdís Viborg Georgsdóttir. Ekki höfðum við þekkt Hafdísi lengi, er hún var kölluð frá okkur, en þökkum henni stutt og góð kynni. Hafdís var góður félagi, drengileg og einlæg. Oneitanlega kemur sú spurning upp í huga okkar, hvers vegna 16 ára stelpa, full af lífsþrótti, þurfi að hverfa frá okkur. Þessari spurningu verður vart svarað öðruvísi en: Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Ávallt var okkur vel tekið á heimili Hafdísar og Óskars, unn- usta hennar. Þar var gott and- rúmsloft og nú fyllist hugurinn minningum þaðan, minningum, sem okkur hlotnast ekki að endur- lifa, heldur lifa einungis áfram í huga okkar. Hafdís skilur eftir sig stórt skarð í vinahóp okkar. Þetta skarð verður aldrei fyllt að fullu, en við látum minningu hennar sitja þar og vottum fjölskyldu hennar og unnusta, Óskari Áxel Óskarssyni, okkar dýpstu samúð. Stína Porter Gummi Stina Gislad. Svanur Helga Þráinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.