Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981 COSPER Hann sagði að silfurborðbúnaðurinn okkar væri miklu fallegri en hennar Jóhönnu hérna i næsta húsi! ást er... ... að gera meira en gangaframhjá TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rights reserved • 1980 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Ég klára það, en ég er bara svo saddur núna í augnablikinu! HÖGNI HREKKVÍSI á Þá mundi allt breyt- ast til betri áttar Þorkell Hjaltason skrifar: „Það er löngu augljóst orðið öllum mönnum á íslandi, hver hinna fjögurra pólitísku þing- flokka sýnir mesta pólitíska glám- skyggni, sinnuleysi og afturhald í raforkumálum okkar. Það er þing- flokkur Alþýðubandalagsins. Þessi þingflokkur er mesti úrtölu- og stirðbusaflokkur á allar meiri háttar framkvæmdir í framfara- sókn þjóðarinnar til betri lífs- kjara. Auðvelt er að sanna þetta með nokkrum dæmum. Sá biti hefur reynst kommum of stór Alþýðubandalagið er á móti því, að vísitölunni verði í nokkru breytt til samræmis við kaupgjald líðandi stundar. Alþýðubandalag- ið er á móti því að hinni almennu vinnulöggjöf verði breytt til hag- ræðis fyrir alla aðila. Alþýðu- bandalagið er á móti orkufrekum iðnaði, stóriðju og meiri háttar virkjunum yfirleitt. Alþýðubanda- lagið er á móti vörnum landsins og Þorkell Hjaltason. vill hafa landið varnarlaust, sem mundi auðvelda Rússum að seilast hér til valda. Alþýðubandalagið vill tryggja sér neitunarvald í öryggismálum Islands, en sá biti hefur reynst kommum of stór til þess að þar geti verið um nokkurt samkomulag að ræða. Alþýðu- bandalagið er á móti flugstöðvar- byggingunni og byggingu olíu- geyma í Helguvík, þó að vitað sé, að mengun frá gömlu geymunum geti orðið stórhættuleg. Og Al- þýðubandalagið er á móti bygg- ingu sprengjuvélaskýlanna. Sá skaði verður óbætanlegur Öll þessi ofanskráðu verkefni eru að sjálfsögðu á hinum svart- asta bannlista kommanna. I einu orði sagt: Alþýðubandalagið er hinn hatrammasti afturhalds- og sérhagsmunaflokkur, sem því miður hefur tekist að hreiðra um sig í stjórnkerfi landsins og ná allt of miklum völdum til óheilla fyrir þjóðina. Sá skaði verður óbætan- legur. Og nú vil ég árétta þá skoðun mína, að utanríkisráð- herra standi fast á því, að fyrir- hugaðar framkvæmdir á Keflavík- urflugvelli verði þegar látnar koma til framkvæmda og byrjun- arframkvæmdir hefjist af fullum Sönn list er göfg- andi og mannbætandi Matthildur Guðmundsdóttir skrifar: „Hinn 11. þ.m. horfði ég á sjónvarpsþáttinn Vöku. Umsjón- armenn hans voru Atli Heimir Sveinsson og Magnús Pálsson. Þeir nefndu þáttinn „Nýlist". Mér varð svo heitt í hamsi við að sjá þennan óskapnað, sem þeir leyfðu sér að kalla list, að ég get ekki orða bundist. En nú er það tilgangslaust Guð hjálpi okkur íslendingum, ef við látum te!ja okkur trú um að svona nokkuð geti flokkast undir það göfuga hugtak. Eða hvað af þessu var list? Var það kannski að reisa spýtuna og standa með nefið við hana um stund? Eða að standa allsnakinn upp við vegg? Eða boða liggjandi mann upp úr rauðri málningu? Og hvað það var nú fleira, að ógleymdum þessum smekklega leik með tyggigúmmíið. Mér varð á að hugsa: Skyldi þetta unga fólk sem framdi þessa gjörn- inga ekki eiga börn? Skyldi það verða mjög stolt af því að sjá þau leika þetta eftir sér? Reyndar vissi ég, að tyggigúmmí skipar veglegan sess hjá þjóð minni í dag, en að það yrði notað sem tæki til listsköpunar, það datt mér aldrei í hug. Ég býst við, að allar mæður banni börnum sínum að nota tyggigúmmí út úr leikfélögunum. Én nú er það tilgangslaust, er þau hafa séð þennan spennandi leik. Það er stundum talað um, hvað sjónvarpið geti verið gagnlegt tæki við kennslu, en það er ekki lengur gagnlegt, þegar það er notað á svo neikvæðan hátt sem í þessum þætti. Ekki fundið upp hér á landi Það var líka annað sem kom fram í þessum þætti, sem ég býst við að flest hugsandi fólk vildi gjarna fá skýringu á: Hvernig geta kennarar og skólastjóri virtr- ar menntastofnunar lagt blessun sína yfir þessa gjörningalist. Ég veit reyndar að þetta er ekki fundið upp hér á landi, en ham- ingjan hjálpi okkur íslendingum, ef við eigum að tileinka okkur alla þá endemisvitleysu, sem er á boðstólum úti í hinum stóra heimi. Sönn list er göfgandi og mannbæt- andi, en hver gat fundið eitthvað slíkt út úr þessum þætti. Þessir hringdu . . . Hvað kosta kynningarþul- irnir? Sigríður Þórðardottir hringdi og bað Velvakanda að koma þeirri fyrirspurn á framfæri við sjón- varpið, hvað kostaði að hafa kynn- ingarþuli við útsendingar. — Þetta hlýtur að vera þó nokkur kostnaður, því að þulirnir eru a.m.k. fjórir, fyrir utan fréttaþuli. Mætti nú ekki spara eitthvað í þessum rekstrarlið hjá sjónvarp- inu, þegar að þrengir með fé? Óg e.t.v. eru það miklu fleiri svið sem athuga þurfti með sparnað í huga, þó að þetta blasi helst við notend- um. Reynið heldur að bæta að- stöðu Háskól- ans Margrét Jónsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja vegna fréttar um að nú þyrfti að tak- marka frekar aðgang að lækna- deild Háskóla íslands: — Mig langar til að segja þetta: Getið þið ekki reynt að finna önnur úrræði, svo að þetta nám verði ekki algjör forréttindi hinna ríku og heilsu- hraustu og auki enn á stéttaskipt- ingu í landinu. Ég þekki fátæka læknanema sem giftu sig og urðu að hverfa frá námi vegna álags og peningaskorts. Reynið heldur að bæta aðstöðu Háskólans. Það verða alltaf næg störf fyrir lækna og það verða ekki alltaf bestu læknarnir, sem hæstar fá ein- kunnirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.