Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981 29 krafti strax á þessu ári. Og að sjálfsögðu ber Alþingi og ríkis- stjórn að virða þjóðarviljann í þessum efnum sem öðrum. Komm- ar geta þar engu um þokað, hvað fegnir sem þeir vildu. Þeirra einu úrræði verða bara síendurtekin 30 ára ofaníát fyrri fullyrðinga. „Vilji er allt sem þarí“ Margir álíta að Blöndu- og Sultartangavirkjun eigi að byggj- ast upp samhliða og svo strax á eftir komi Austfjarða- eða Fljóts- dalsvirkjun. Virkjunarsérfræð- ingar segja, að sérþjálfað starfslið sé þegar fyrir hendi til að byggja þessar virkjanir samtímis, og ætti því að vera hægt að fullljúka þeim fyrir árslok 1990. Ef orkuráðherra reyndi að hrista af sér slenið og láta af svefngöngu sinni, mundi allt breytast til betri áttar. Og enn gæti hann bætt um betur, ef hann flytti mál sitt þannig, að allir mættu skilja og hætti allri skrúð- mælgi í véfréttastíl til þess eins að fela staðreyndir. Sjálfsagt hefði ráðherrann gott af nokkrum vít- amínsprautum. Það er alveg bráð- nauðsynlegt að auka fram- kvæmdahraða orkumála a.m.k. um 50%, þá er helst von til þess, að þær þrjár mikilsverðu virkjan- ir, sem nú eru efst á blaði, verði fullbúnar á yfirstandandi áratug og það er vissulega mögulegt, ef allir eru samtaka. „Vilji er allt sem þarf.““ Finnast gjörðir ferðaskrif- stofunnar forkastanlegar Kristinn Jónsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Eg var að lesa grein sem birtist í Morgunblaðinu 10. þ.m. sem olli mér nokkurri umhugsun. Greinina ritar Eysteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Samvinnuferðir-Landsýn. Ég skil manninn mjög vel, því þegar ég geri eitthvað, sem ég fæ samviskubit yfir reyni ég alltaf að finna sökudólg til að kenna ákvörðun mína. Sagan vill helst strika yfir það Ég ætla ekki að taka upp hanskann fyrir Flugleiðir, en þar sem nafn ferðaskrifstofunnar er tengt Samvinnuhreyfingunni vil ég minna á fyrstu ár kaupfélag- anna, þegar þau áttu í höggi við rótgróna selstöðukaupmenn sem hikuðu ekki við að undirbjóða vöruverð kaupfélaganna ef það mætti verða til þess að mörland- inn hætti þessu sjálfstæðisbrölti. Alltaf urðu nokkrir íslendingar til að þiggja ölmusuna af ýmsum ástæðum, sem ekki skal farið út í frekar, en sagan vill helst strika yfir það atriði í lífi þessara manna. Gerir ASÍ enga athugasemd? Því finnst mér það nöturlegt þegar félag tengt samvinnuhreyf- ingunni fetar í fótspor þessara ölmusumanna og gleypir við und- irboðum fjársterkra útlendra fyrirtækja, sem fyrst og fremst hafa þann tilgang að koma á kné sjálfstæðri íslenskri flugþjónustu. Þessi útlendu auðfélög virðast alltaf geta fundið íslenska ein- staklinga eða félög, sem eru fús til að ganga erinda þeirra og þykjast gera það með hagsbætur við- skiptamanna sinna í huga, en hvað mundu íslendingar þurfa að borga í fargjöld ef þessi flugfélög næðu einkaaðstöðu með flug til og frá Islandi þegar búið væri að koma íslensku flugfélögunum á kné. Seinna nafnið á ferðaskrifstofu þessari mun vera tengt Alþýðu- sambandi Islands. Gerir það sam- band enga athugasemd við það að lagður sé grundvöllur að flutningi á útlendu atvinnuleysi til íslands? Að síðustu. Ég get ekki séð á auglýsingum að ferðakostnaður hjá þessari ferðaskrifstofu sé það lægri sem máli skiptir heldur en hjá þeim ferðaskrifstofum, sem nota íslensk flugfélög, en Samvinnuferðir-Landsýn hampa nöfnum þjóðlegustu samtaka Is- lands og þess vegna get ég ekki sætt mig við gjörðir ferðaskrif- stofunnar og finnst þær vera forkastanlegar.“ Gátan og lausnin Velvakanda finnst rétt að taka fram vegna gátu, sem birtist hér í dálkunum í fyrradag og lausnar á henni sem birtist í gær, að hvort tveggja var aðsent frá Hrútfirð- ingi og aðeins hugsað sem sak- laust gaman. 03? SlGeA V/öGA fi A/LVtRAK irumarkaðurinn hf. VÍÉ^lArm úla 1A, húsgagnadeild s. 86112. Furuhlaörúm 190x75 Furuhornskápar Einnig til í brúnu Furuskrifborð og hillur 14 geröir einstaklingsrúma 5 gerðir einstaklingssvefnbekkja Opið til kl. 8.00 föstudag og til hádegis laugardag Irumarkaðurinn hf. núla 1A, Húsgagnadeild s. 86112.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.