Morgunblaðið - 09.04.1981, Side 2

Morgunblaðið - 09.04.1981, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 Skreiðarverkun í Eyjum. Ljásm. Mhl. Siiíuriíoir. Karl Steinar Guðnason: „Þeir voru barðir nið- ur sem langaOi til að gera eins og 01afur“ „MENN botna ekkert í því, að Framsóknarflokkurinn sam- þykkir á miðstjórnarfundi skýra stefnu í þessum efnum, og svo hlaupa þeir allir niður á Austur- völl o>í svíkja þessa stefnu. Það fór nú að kvisast um miðjan daginn, hvernig þessi atkvæða- greiðsla mundi fara. Það munu hafa átt sér stað strangir fundir hiá Framsókn út af þessu máli, þar sem þeir voru barðir niður, sem langaði til að gera eins og Ólafur," sagði Karl Steinar Guðnason, er hann var inntur álits á atkvæðagreiðslunni í neðri deild Alþingis í gær um breyt- ingartillögu hans og Lárusar Jónssonar við frumvarp að láns- fjárlögum. „Ef ekki verður tekin ákvörðun mjög bráðlega um fram- kvæmdir við flugstöð á Keflavík- urflugvelli, þá er þessi flugstöð- varbygging alfarið úr sögunni. Þessi fjárveiting, sem Banda- ríkjamenn leggja fram, stendur ekki nema ákveðinn tíma. Ef ekki verður farið að gera eitthvað eða í allra síðasta lagi í október 1982, þá draga þeir þetta allt til baka. Það var rangt hjá þeim fram- sóknarmönnum, er þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu, að málið væri ekki nógu langt komið. Það er hægt að byrja útboð í fyrramál- ið,“ sagði Karl Steinar að lokum. Samið við stundakennara: Kennarar bæti upp verk- fallið með aukatímum SAMTÖK stundakennara sam- þykktu á fundi sínum i fyrra- kvöld að hætta verkfalli sinu við Háskólann og var því kennsla þar með eðlilegum hætti í gær- dag, að sögn Guðmundar K. Magnússonar háskólarektors. Tapaði um 1.500 kr. MAÐUR tapaði í gær peningum í Reykjavík á leiðinni frá horni Grettisgötu og Klapparstígs niður að rakarastofunni á Klapparstíg. Voru þetta um 1.500 krónur í stórri bréfaklemmu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 14393 og er fundarlaunum heitið. Guðmundur Magnússon sagði að þeim tilmælum hefði verið beint til kennaranna að bæta nemendum upp þá kennslu er fallið hefði niður með aukatímum og með því ætti að vera tryggt að hvorki nemendur biðu tjón af né kennarar fjárhagslega. Meðal samkomulagsatriða sagði rektor að væri t.d. að kennarar fengu viðurkenndan viðræðurétt og sam- þykktar hefðu verið ákveðnar greiðslur í jóla- og páskafríum til þeirra kennara er hefðu þetta að aðalstarfi og yrði einnig reynt að koma upp rannsóknaaðstöðu fyrir þá. Þá sagðist Guðmundur K. Magnússon vona, að í framhaldi af þessari deilu yrðu nú auknar umræður og aukinn skilningur ráðamanna fyrir þörf á fjölgun fastra kennara við skólann. Flugstöðvarmálið: Samkomulag næst ekki í þessari ríkisstjórn - er ályktun Ólafs Jóhannessonar „ÉG DEILI nú ekki við dómar- ann. Það eru komin úrslit i þessu máli og við þessu er ekkert að gera,“ sagði ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra Mbl. innti hann eftir við- er brögðum hans við úrslitum atkvæðagreiðslu i neðri deild Alþingis í gær um breytingar- tillögu Lárusar Jónssonar óg Karls Steinars Guðnasonar við frumvarp að lánsfjárlögum, en tillagan gerði ráð fyrir því að heimild yrði veitt til fimm milljóna lántöku vegna byrjunarframkvæmda við flugstöð á Keflavíkurflugvelli. Tillagan féll á jöfnum atkvæð- um. „O, ég stend það af mér,“ sagði Ólafur er hann var spurður hvernig honum litist á þá stöðu sem upp væri komin eftir at- kvæðagreiðsluna, þar sem for- sætisráðherra hefði gengið í lið með alþýðubandalagsmönnum og greitt atkvæði gegn utanrík- isráðherra og aðrir framsókn- armenn í deildinni einnig. Ólafur sagðist ekkert vilja segja um afstöðu framsóknar- manna í neðri deild, sem gengu gegn sínum gamla formanni, en vísaði til þess sem þeir sögðu er þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Þegar hann var spurður hvort flugstöðin á Keflavíkur- flugvelli væri úr sögunni í ljósi atkvæðagreiðslunnar, sagði Ólafur að menn yrðu að sjá til, málið ætti eftir að fara í gegnum neðri deild. Ólafur kvaðst þó ekki hafa hugmynd um hvort málið ætti eftir að koma þar upp. „Nei ekki hef ég gert ráð fyrir því,“ sagði Ólafur er hann var spurður að því hvort hann mundi segja af sér, í ljósi þeirrar andstöðu sem hann væri í innan ríkisstjórnarinnar og jafnvel innan Framsóknarflokksins. „Ég held að ég sé ekki í slæmri aðstöðu innan Framsóknar- flokksins. Samþykkt miðstjórn- araðalfundarins í flugstöðvar- málinu stendur," sagði Ólafur. „Ég fæ sjálfsagt stuðning fram- sóknarmanna ríkisstjórninni í þessu máli. Þeir vinna að málinu á grundvelli miðstjórnarsam- þykktarinnar. Þar voru ekki sett nern tímatakmörk að vísu.“ ólafur sagði að álykta mætti sem svo, að ekki næðist sam- komulag um flugstöðvarmálið í þessari ríkisstjórn, miðað við þær fortakslausu yfirlýsingar sem Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra hefði gefið við umræð- ur um heimildartillöguna. Ólaf- ur sagði að samið væri um það í stjórnarsáttmála, að einn ráð- herra gæti stöðvað framkvæmd- ir við flugstöð á Keflavíkur- flugvelli. Dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: „Auðvitað verður flugstöð byggð á Keflavíkurvelli66 „AUÐVITAÐ verður flugstöð byggð á Keflavíkurflugvelli áð- ur en langt um liður. Þetta mál hefur verið á döfinni i fjölda- mörg ár, og það skiptir engu máli hvort byrjað verður á henni einu ári fyrr cða síðar,“ sagði dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra er hann var spurður að því i gærkvöldi hvort flugstöðin á Keflavikur- flugvelli væri úr sögunni í ljósi úrslita atkvæðagreiðslunnar í neðri deild Alþingis. Forsætisráðherra var að því spurður, hvort ekki væru komnir fram þverbrestir í stjórnarsam- starfinu, þar sem hann hefði sjálfur gengið í lið með alþýðu- bandalagsmönnum og greitt at- kvæði gegn utanríkisráðherra sínum. Spurði dr. Gunnar þá blaðamann að því hverslags spurningar þetta eiginlega væru, og hvort ætlunin væri að spyrja hann fleira í þessum dúr. Dr. Gunnar var þá að því spurður hvort flugstöðvarbygg- ingin væri ekki úr sögunni með- an þessi ríkisstjórn sæti að völdum, miðað við þær yfirlýs- ingar sem gefnar höfðu verið við umræður um breytingartillögu Lárusar Jónssonar og Karls Steinars Guðnasonar. Kvað dr. Gunnar nei við því, og sagðist gera ráð fyrir því, að allir væru sammála um að það þyrfti að byggja nýja flugstöð áður en langt um liði. Að lokum var dr. Gunnar Thoroddsen spurður að því hvort afstaða Ólafs Jóhannessonar utanríkisráðherra væri hugsan- lega brot á stjórnarsáttmálan- um. Sagði Gunnar, að utanríkis- ráðherra hefði sjálfur tekið það skýrt fram, að ákvæði stjórnar- sáttmálans um, að ekki verði hafist handa við flugstöðvar- bygginguna nema með samþykki allra stjórnaraðila, stæði. Flugmannamál rædd í ríkisstjóm í dag: Tafir og röskun þótt ekki komi til verkfalls Annadagur hjá Flugleiðum og flugmenn á námskeiðum LJÓST er að frátafir og röskun verða á flugi Flugleiða næstu Lárus Jónsson: „Undarlegt hjá Framsókn að láta kommana beygja sig „MÉR FINNST þetta dálítið undarleg afstaða hjá Framsókn- arflokknum. rétt eftir að þeir eru búnir að samþykkja að standa að byggingu þessarar flugstöðvar, að láta kommana svo beygja sig svona,“ sagði Lárus Jónsson al- þingismaður er Morgunblaðið kannaði viðbrögð hans við úrslit- um atkva-ðagreiðslunnar i efri deild um breytingartillögu hans og Karls Steinars Guðnasonar við frumvarp að lánsfjárlögum, en tillagan fól í sér heimild til fimm milljóna króna lántöku vegna byrjunarframkvæmda við flug- stöð á Keflavíkurflugvelli. Upphafleg breytingartillaga þcirra gerði ráð fyrir 20 milljóna króna lántöku, en við þriðju umra'ðu var samþykkt breyt- ingartillaga frá þeim þar sem upphæðin var lækkuð i fimm milljónir króna. „Ég átti ekki von á neinu öðru frá honum en að hann stæði með sínum alþýðubandalagsmönnum" sagði Lárus er hann var spurður um afstöðu forsætisráðherra. Er Lárus var að því spurður hvort svo kynni að hafa verið að þau skilyrði hafi verið sett fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi, að tillagan næði ekki fram að ganga, sagði Lárus „Það er mjög sennilegt að það hafi verið mjög ákveðið til orða tekið af hálfu Alþýðubanda- lagsins í þeim efnum, því það er með ólíkindum að þessi atkvæða- greiðsla hefði farið svona öðru vísi. Það sem furðulegast er í þessu, er að þarna var ym heimildargrein að ræða. Fjármálaráðherra hefði ver- ið það í sjálfsvald sett hvort þessi heimild yrði notuð eða ekki. Og eins og utanríkisráðherra benti margsinnis á í umræðunum, þá var á engan hátt hallað á stjórnar- samninginn, því orðið hefði að framkvæma þessa heimild með samþykki allrar ríkisstjórnarinnar í samræmi við stjórnarsamning- daga jafnvel þótt ekki komi til verkfalls, þvi margir flugmeiui eru uppteknir á námskeiði og við erum ekki reiðubúnir að gefa eftir frá reglum okkar um vinnu- tima og orlof nema að farið sé að reglum FÍA varðandi manna- ráðningar, sagði Kristján Egils- son, formaður FlA, er Mbl. ræddi við hann í gær. Flugmenn og fulltrúar Flug- leiða sátu á fundi með sáttasemj- ara í gær og hefur annar fundur verið boðaður kl. 16 í dag. Deilan verður rædd á fundi ríkisstjórnar- innar í dag og Steingrímur Her- mannsson samgönguráðherra tjáði Mbl. að sér fyndist útilokað að láta deiluna afskiptalausa, en hann vildi þó vera bjartsýnn á að lausn mætti finnast. Verkfall á að hefjast á miðnætti og eins og fram hefur komið í fréttum fellur þá niður innan- landsflug Flugleiða og flug til Norðurlanda og Bretlands, þ.e. flug á B-727-þotum. Sveinn Sæ- mundsson blaðafulltrúi sagði að fyrirspurnum hefði rignt yfir fé- lagið í gær og fólk væri að reyna að flýta ferðum sínum áður en til verkfallsins kæmi. Reynt hefði verið að gera farþegum á leið til íslands viðvart. Flugleiðir fengu í gær leigðar vélar frá Arnarflugi, Sverri Þóroddssyni og Flugfélagi Norðurlands og yrði það trúlega einnig gert í dag og lögð yrði áhersla á að greiða götur farþega. Ljóst væri þó að margir hefðu hætt við að ferðast til landsins og við verkfallshótanir biði félagið ætíð tjón. Vikuna 14. til 21. apríl eru ráðgerðar 150 ferðir frá Reykjavík, þar af 6 með þotu til Akureyrar, og er það nálægt 100 ferðum fleira en venjulega. í gærkvöldi átti að nota þotu til að fara eina ferð til Akureyrar eftir að hún kæmi úr flugi til Kaupmannahafnar. Hætta varð við það þar sem þotan var í nótt í Osló, en brottför hennar frá Kaup- mannahöfn seinkaði mjög vegna veikinda og aðgerða flugumferðar- stjóra þar. Kemur hún til landsins kl. 9:30 í dag og heldur aftur utan klukkustund síðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.