Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 AP-fréttaskýring London. AP. AP-FRÉTTASTOFAN kannaði það nú fyrir skemmstu hvernig öryggis þjóðarleiðtoga væri gætt og kom þá i ljós, að flestir lifa þeir lífi sínu umkringdir lífvörðum, skotheldu gleri og brynvörnum alls konar og eiga þessar ráðstafanir að koma i veg fyrir banatilræði eins og það, sem Reagan Bandarikja- forseta var sýnt á dögunum. Leonid I. Brezhnev, Sovétfor- seta, er ekið um götur Moskvu eftir sérstakri akrein, sem að- eins er ætluð félögum í stjórnar- nefnd flokksins, og gjarnan farið með miklum hraða. Á undan og eftir fer fjöldi ann- arra bíla og önnur umferð er stöðvuð á meðan. Ekki er mikið vitað um örygg- isgæsluna á heimili Brezhnevs og á skrifstofu hans, en vafa- laust er þar heill skari einkenn- isklæddra öryggisvarða, sem hafa vakandi auga með öllu sem fram fer. Öryggislögreglan, KGB, sér síðan um að fylgjast með pólitískum andófsmönnum og öðrum, sem hún telur líklega til að leita eftir lífi forsetans. Kínverskir leiðtogar eru ekki mikið á ferðinni innan um fólk og haft er fyrir satt, að þeir noti göng til að komast frá heimili sínu, sem er stranglega gætt, til Alþýðuhallarinnar. Þegar þeir hins vegar bregða sér í bílferð fara þeir í stórum glæsikerrum, sem eru brynvarðar í bak og fyrir og með skotheldu gleri. Ekki er allt á eina bókina lært hvað öryggisgæsluna snertir. Tom Adams forsætisráðherra Barbados-eyjar, fer flestra sinna ferða einn og óstuddur og kaupir gjarna sjálfur í matinn í stór- markaðnum í Bridgetown. Mauno Koivisto, forsætisráð- herra Finna, gengur til vinnu sve ASSOCIATED PRESS BREZHNEV — sérstök akrein fyrir ráðamenn THATCHER — treystir á tvo menn við gæsluna KOIVISTO — gengur í vinnuna GANDHI — heimilið eins og vel varið vígi DUVALIER — lífverðir og leynilögreglu- menn, hermenn og hallarverðir SCHMIDT — lífverðir bæði nær og fjær Hvernig er þjóðarleiðtoganna gætt?: Brynvarðir bílar og vopn- aðir menn í bak og fyrir sinnar á stjórnarskrifstofunum í Helsinki og Fritz Honeggar, efnahagsmálaráðherra Sviss- lendinga, fer með strætisvagnin- um í vinnulíav Þrátt fyrir þessar undantekningar má heita að reglan sé sú, að ekkert sé til öryggisgæslunnar sparað. Helmut Schmidt, kanslara Vestur-Þýskalands, fylgja ávallt lífverðir með skammbyssur inn- anklæða og fjær eru svo aðrir búnir vélbyssum. Sandro Pert- ini, Italíuforseti, og forsætisráð- herrann, Arnaldo Forlani, fara um í brynvörðum bifreiðum, sem vopnaðir menn gæta, og þótt Pertini kunni best við sig innan um fólk, þá er honum og öðrum enn í fersku minni morðið á Aldo Moro, fyrrv. forsætisráðherra, og því sættir hann sig við varúðarráðstafanir. Við fyrstu sýn virðist sem ekki sé höfð mjög ströng gæsla um Elísabetu Englandsdrottningu og frú Thatcher, forsætisráð- herra, en þar er ekki allt sem sýnist. Tveir vopnaðir menn gæta Thatchers og auk þess er gripið til ýmissa annarra ráð- stafana, sem ekki er látið uppi um, til að auka öryggi hennar og drottningar. Á Spáni er Juan Carlos kon- ungi ekið um götur í brynvörðum Mercedes-bíl, sem 16 öryggis- verðir gæta auk annarra, sem fara á undan konungsbílnum og eftir. í Japan gæta 1000 menn keisarans og 4000 menn úr óeirðalögreglunni í Tókýó ábyrgjast öryggi forsætisráð- herrans. Heimili Indiru Gandhi, for- sætisráðherra Indlands, er engu líkara en vel vörðu vígi. Vopnað- ir menn, einkennisklæddir sem óeinkennisklæddir, fylgjast með öllu ofan af múrnum, sem um- kringir húsið, og enginn fær að koma þar inn fyrir dyr nema að undangenginni rækilegri rann- sókn. Eins og fram kemur hér að framan er allt gert til að tryggja líf og limi þjóðarleiðtoganna og fer viðbúnaðurinn nokkuð eftir því hve mikið viðkomandi þjóðir eiga undir sér. Á þessu er þó sú undantekning, að líklega er einskis manns gætt jafn vel og Jean Claude Duvalier, forseta Haitis, smáríkis í Karabíska hafinu. Þegar Duvalier bregður sér af bæ fylgja honum jafnan nokkrir tugir lífvarða vopnaðir skammbyssum og rifflum, þeim til aðstoðar eru svo hermenn, hallarverðir og leynilögreglu- menn, sem flagga vélbyssum og þegar mikið er haft við, loft- varnabyssum líka. - Erlingur Gíslason og Helga Bachmann rabba saman. Haustiö í Prag Tveir tékkneskir einþáttungar á Litla sviði Þjóðleikhússins Haustið í Prag. Svo nefnist sýning Þjóðleikhússins á tveim- ur tékkneskum einþáttungum, sem frumsýndir verða í kvóld á Litla sviðinu. Leikirnir eru háðsk ádeila á valdhafa í TékkíV slóvakíu, en höfundarnir eru báðir kunnir af mannréttinda- baráttu þar í landi, og verk þeirra bönnuð þar. Leikþættirn- ir heita „Mótmæli“ eftir Václav Ilavel sem nú situr í fangelsi og „Vottorð“ eftir Pavel Kohout. sem nú dvelst í útlegð í Austur- ríki. Ilaustið í Prag Arthur Miller skrifaði svo eftir ferðalög sín til Tékkóslóvakíu 1968 og 1973: „Leynilögreglan hefur með skipulegum hætti farið inná heimili rithöfunda og lagt hald á handrit þeirra, ritsmíðar sem þeir eru að vinna að, og sópað saman ólíklegustu gögnum. Ýmsir rithöf- undar hafa sætt sig við að koma Ljóstn.: Emilía Leikhópurinn: Erlingur, Rúrik, Guðrún, Valur, Helga og Tinna. fysn. J fram í sjónvarpi til að gefa yfirlýsingar þar sem þeir afneita sínum fyrri skrifum: aðrir allt að því fremja sjálfsmorð með því að ítreka hollustu sína við land sem Tékkar stjórna í þágu Tékka, en ekki land sem Tékkar stjórna í þágu Rússa. Á einn eða annan hátt eru blóm vorsins, sem löngu er horfið, fótum troðin." Þetta er andrúmsloftið, sem Havel og Ko- hout semja verk sín í. Þeir Þjóð- leikhússmenn töldu þessa einþátt- unga sýna okkur það í nálægð, sem við lesum um í blöðum og snertir okkur tæplega, og að ádeila Tékkanna ætti ekki aðeins við um Tékkóslóvakíu, heldur alls staðar þar sem kúgunaröfl eru við völd, hverju nafni sem þau nefna sig. Höfundarnir og verkin Václav Havel hefur oftlega verið í fréttum seinni árin útaf mannréttindabaráttu í heima- landi sínu. Hann er til að mynda einn helstur forsvarsmanna Charta-77-hreyfingarinnar. Havel var þegar orðinn kunnur af leik- ritum sínum, þegar hann var settur á svartan lista eftir innrás herja Varsjárbandalagsins 1968. Síðan hefur hann oft verið fang- elsaður og sat í fangelsi þegar síðast fréttist. Leikrit hans öll eru bönnuð í Tékkóslóvakíu. „Mótmæli" Havels segir af tveimur rithöfundum, Stanek og Vanek. Stanek er í náðinni, en margt er honum þó andstætt, því samviskan lætur hann ekki í friði. Hann kallar til sín fornvin sinn Vanek, sem er „atvinnu-andófs- maður", eins og Stanek kallar þá menn, sem eru óhressir með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.