Morgunblaðið - 09.04.1981, Page 24

Morgunblaðið - 09.04.1981, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintaklö. Frelsi í stað ríkisforsjár Þess var minnst á ársfundi Seðlabanka íslands í fyrradag, að 20 ár voru liðin frá stofnun bankans. Ákvörðunin um að koma hér á fót sjálfstæðum seðlabanka var liður í því efnahagsátaki, sem viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks beitti sér fyrir frá og með árinu 1959. Þá var brotið blað í efnahagsstjórn landsins og farið inn á nútímabrautir, sem dugað hafa til mestu framfarasóknar í sögu lands og þjóðar síðan. Fyrri helmingur þessa 20 ára tímabils einkenndist af sóknarhug og fram til ársins 1971 var skipulega unnið að því að leggja grunninn að enn stærri sigrum. Með vinstri stjórninni, sem mynduð var 1971, komust til valda menn, er töldu viðreisnarstefnuna af hinu illa og reyndu með einu eða öðru móti að skekkja grunn hennar. Til þessarar vinstri stjórnar má einnig rekja þá undanlátssemi gagnvart verðbólgunni, sem síðan hefur sett svip sinn á allt þjóðlífið. í stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar, 1974 til 1978, var spyrnt við fótum í efnahagsmálum og þá var einnig framkvæmd 200 mílna stefna Sjálfstæðisflokksins í landhelgismálinu, sem leiddi til fullra yfirráða okkar sjálfra yfir íslandsmiðum. Frá því að sú stjórn fór frá hefur undanlátssemin og hringlandahátturinn ásamt pólitískri upplausn sett svip sinn á landsstjórnina. I ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans rakti dr. Jóhannes Nordal þessa þróun og komst þannig að orði, að opnun hagkerfisins og frjálsari markaðsbúskapur á áratugnum 1960—1970 hafi greini- lega sýnt gildi sitt í auknum styrk og sveigjanleika atvinnustarf- seminnar. Seðlabankastjórinn nefndi sérstaklega þessu til stuðnings, að þrátt fyrir það mikla efnahagsáfall, sem fólst í hruni síldveiðanna og miklum samdrætti í framleiðslu á árunum 1967 og 1968 hafi þjóðarframleiðslan vaxið að meðaltali um 4,7% á ári þessi tíu ár. Jóhannes Nordal sagði einnig, að frá 1971 hefði verið meiri stöðugleiki í aflabrögðum og útflutningsframleiðslu heldur en áratuginn á undan. Á hinn bóginn hefði ekki tekist að koma í veg fyrir neikvæð áhrif vegna aukinnar verðbólgu erlendis og stóraukinna sveiflna í alþjóðaefnahagsmálum. Síðasta áratug hefur þjóðarframleiðslan vaxið að meðaltali um 4,6% á ári, í því samhengi er athyglisvert, að síðustu þrjú árin hefur orðið samdráttur í þjóðarframleiðslunni, á þeim tíma er hún að meðaltali aðeins 3,2%, enda þótt um hátt atvinnustig og aukna útflutningsframleiðslu hafi verið að ræða öll þessi ár. Þessi þróun síðustu ára er mikið áhyggjuefni, þegar haft er í huga, að á þeim nýtast íslandsmið að fuilu fyrir okkur sjálfa og bolfiskaflinn, verðmætasti hluti sjávarfangsins, hefur margfald- ast ár frá ári. Menn hljóta að velta því fyrir sér miðað við hið háa atvinnustig, sem verið hefur, hvort vinnuaflið fái nægilega arðbær verkefni við að glíma. í því tilliti er augljóst, að þvergirðingsháttur Alþýðubandalagsins og samstjórnarmanna þeirra, sem leggja stein í götu eðlilegrar nýtingar orkuliijda þjóðarinnar og stóriðju í tengslum við hana, leiðir til rýrnandi lífskjara og minnkandi þjóðarframleiðslu. Meginmarkmið viðreisnarstjórnarinnar í efnahagsmálum var að innleiða frelsi á sem flestum sviðum. Framkvæmd þeirrar stefnu fólst í því, að ríkisvaldið hefði ekki forsjá á öllum sviðum. Ríkisforsjármennirnir hafa farið með stjórn landsins síðan haustið 1978. Þeir einblína á íhlutun ríkisins í stórt og smátt og færa sig stöðugt upp á skaftið eins og fram kom til dæmis í millifærslutillögunum um síðustu áramót. Að eigin sögn er verðbólgan þeirra helsti óvinur, en hún hefur aldrei verið meiri en einmitt í stjórnartíð þeirra. Skipbrot þessarar stéfnu lýsir sér í minnkandi þjóðarframleiðslu. Frá henni verður að hverfa og treysta að nýju á dug og frumkvæði einstaklinganna, gefa þeim frjálsari hendur til að beita hugviti sínu. í því efni er nauðsynlegt að rýmka enn heimildir manna í gjaldeyrisviðskiptum og móta með skynsamlegum hætti almennar reglur, er miða að jafnræði, en hverfa frá leyfakerfi, er byggist á geðþótta stjórnmálamanna. Átökin milli verðlagsráðs og ríkisstjórnar síðustu daga sýna í hvert óefni er komið. Verðlagsstofnun býr sig undir að kæra hækkun Sementsverksmiðju ríkisins, sem ríkisstjórnin sam- þykkti, til Rannsóknarlögreglu ríkisins! Á áratugnum 1960—1970 vöndust íslendingar því, að stjórn- málamenn legðu línurnar um framtíðarmarkmið og hvettu menn til að vinna í samræmi við þau að eigin frumkvæði. Nú veit enginn, hver er stefna ríkisstjórnar í meiriháttar málum (enda segjast kommúnistar hafa um þau neitunarvald). Aðilar stjórnarinnar forðast að ræða önnur mál en þau, sem krefjast úrlausnar dag frá degi. Þetta slævir allt framtak og skapar óeðlilega spennu. Síst af öllu þolum við stöðnun og hún er óþörf, ef rétt er á málum haldið. Utanríkisráðuneytið birtir gögn um áform á Keflavíkurflugvelli: Ný flugstöð 14000 fyrir 250 milljónir BYGGINGARLÝSING nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflug- velli var birt opinberlega í gær. Þar kemur fram, að heildarupp- hæð útboðs byggingarinnar nemur 40 milijónum dollara eða um 250 milljónum króna. Sú byggingarnefnd, sem unnið hef- ur að undirbúningi málsins. hefur skorið stærð flugstöðvar- innar úr 23700 rúmmetrum í 13969 rúmmetra. Telja þeir, sem að þessum niðurskurði hafa unnið, áætlaða stærð flug- stöðvarinnar hafa náð lág- marki og ekki sé raunhæft að hefja byggingu nýrrar flug- stöðvar undir þessari stærð. í byggingarlýsingunni, sem er gefin út af þeim aðilum, íslensk- um og erlendum, er að undirbún- ingi hafa unnið, er sögu málsins lýst og þeim breytingum, sem hugmyndir um flugstöðina hafa tekið frá því fyrst var byrjað að huga að slíkum aðskilnaði al- mennrar flugstarfsemi frá starfsemi varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, en það var á árinu 1968. Af íslenskum aðilum hefur embætti húsameistara ríkisins haft forystu um tæknilegan und- irbúning í samvinnu við varn- armáladeild og utanríkisráðu- neytið. Um lokaáfanga í undirbúningi segir í byggingarlýsingunni: „Frágangi útboðsgagna ásamt kostnaðaráætlun lauk í árslok 1980. Þegar þau gögn lágu fyrir, í desember 1980, óskaði utanrík- isráðherra eftir því, að gerðar yrðu nokkrar breytingar á út- boðsgögnum til lækkunar á byggingarkostnaði. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar var lækk- un kostnaðaráætlunar um 12,2 millj. Bandaríkjadollara eða 76,1 millj. kr. á meðaltalsgengi Bandaríkjadollars 1.1. 1981. Var sumum atriðum hönnunar breytt, en önnur atriði felld úr framkvæmdaröðun á fyrsta byggingarstigi flugstöðvarinnar. Endurskoðun þessari lauk með framlagningu breyttra útboðs- gagna í febrúarlok 1981.“ Byggingarlýsing Heildarlýsing á hyggingunni er þessi: „Niðurstaða hönnunar liggur fyrir í aðalteikningum, í mkv. 1:10000/1:1000/1:200/1:100 og út- boðsgögnum, dags. í febrúar 1981. Skv. þeim teikningum verður aðalbyggingin tveggja hæða mæld í ytri brún útveggja, samtals um 12384 fm, 1. hæð 5963 fm og 2. hæð 6321 fm. Við það flatarmál bætist grunnflöt- ur nýtanlegs þakrýmis (loft- ræstihúnaður o.fl.) um 2450 fm og grunnflötur leiðslukjallara um 5963 fm, með takmarkaðri lofthæð og ófrágengnu gólfi. Rúmmál byggingarinnar með þakrými, en án leiðslukjallara, er samtals 94264 rúmmetrar. Flatarmál landgangs til flugvéla (fingur) verður í 1. áfanga um 366 fm á 1. hæð, en 1319 fm á 2. hæð, eða samtals um 8234 rúmmetrar. Aðkoma og brottför frá bygg- ingunni er um 1. hæð. Á þeirri hæð er farangursskáli fyrir miðju, en til vesturs afgreiðsla brottfararfarþega, og til austurs afgreiðsla komufarþega. Með þessu fyrirkomulagi er umferð að og frá brottfarar- og komu- afgreiðslu aðskilin. Fyrirkomu- lag þetta virðist henta vel þess- ari stærð flugstöðvar, og veita öllum þáttum starfseminnar jafna og eðlilega stækkunar- möguleika. Auk afgreiðslu fyrir farþega inn og út úr landi er einnig fyrirhuguð ýmis almenn þjónusta og aðstaða fyrir starfs- fólk á 1. hæð byggingarinnar. Á efri hæð er biðsvæðið (transit) fyrir miðju, en gengið verður beint af þeirri hæð um landgang út í flugvélar. Á efri hæð verða ennfremur skrifstofur og versl- Skýrsla Orkustofnunar: Blönduvirkjun bezti kosturinn, nema ... Orkufrekur iðnaöur í þremur 50 MW áföngum fram til 1990.— Þrír möguleikar um staðarval: Grundartangi, Eyjafjörður og Reyðarfjörður „Blönduvirkjun hagkvæm- ust í öllum tilvikum nema einu,“ segir í nýútkominni skýrslu Orkustofnunar um vinnslu og flutning raforku til aldamóta. Hið eina tilvik er, „að orkufrekur iðnaður rísi upp á Reyðarfirði, en þá er hagkvæmust virkjunarleið sem hefst á Fljótsdalsvirkjun“. Sultartangi er númer tvö, ef valin yrði virkjunarleiðin með Ðlöndu efsta á hlaði, en Blanda númer tvö, ef leið Fljótsdalsvirkjunar yrði fyrir valinu. í könnun þessari er reiknað með nýjum, orkufrek- um iðnaði, er komi í þremur 50 MW áföngum, 1986, 1988 og 1990, og varðandi staðsetn- ingu voru þrír möguleikar athugaðir, þ.e. Grundartangi, Eyjafjörður og Reyðarfjörður. Þá er einnig gert ráð fyrir, að hinn nýi orkufreki iðnaður verði allur á einum þessara staða. Eins og komið hefur fram í frétt Mbl., hefur Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra fullan hug á, að Fljótsdalsvirkj- un verði númer eitt og hefur hann haft í huga orkufrekan iðnað á Austurlandi. 200 millj. kr. fjárveiting er á fjárlögum ársins til undirbúnings slíks orkufreks iðnaðar. Mikill ágreiningur hefur verið innan stjórnarflokkanna um röðun þessa og hefur þessarar skýrslu Orkustofnunar, sem telur nokk- ur hundruð blaðsíður, verið beðið með nokkurri eftirvænt- ingu. í skýrslunni eru settir upp fjórir valkostir um virkjunar- leiðir og röðun þeirra fram til aldamóta. Kemur fram, að sú leið sem byrjar á Blöndu er hagkvæmari skv. tölfræði- legum matsreglum en leið sem byrjar á Fljótsdalsvirkjun eða Sultartanga með um 95% líkum eða meira, í öllum öðrum tilvik- un en ef stóriðju verður komið á fót á Reyðarfirði. í því tilviki er leið, sem byrjar á Fljótsdals- virkjun, með yfir 95% líkum og hagkvæmari en leið sem byrjar á Blöndu með 91% líkum. I könnun Orkustofnunar er gengið út frá, að raforkuþarfir landsmanna verði eins og áætl- að er í raforkuspá Orkuspár- nefndar 1978—2000. Að því er orkuþörf varðar, eru tekin til athugunar í fyrsta lagi orku- þörf almenna markaðarins og þess orkufreka iðnaðar sem samið hefur verið um orkusölu til og hins vegar einnig sú stóriðja sem þegar hefur verið samið um að viðbættum nýjum orkufrekum iðnaði, sem kæmi í þremur áföngum, og getið hefur verið hér að ofan. I skýrslunni segir, að niður- staða orkuspárnefndar á endur- skoðun raforkuspár frá 1978 hafi verið sú, að sú þörf fyrir raforku, sem því er samfara að tryggja þjóðinni fram til alda- móta lágmark efnahagslegra framfara, sem menn eru al- mennt sammála um að gera kröfu til, muni vera milli vissra nánar tilgreindra marka. Neðri morkin gera ekki ráð fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.