Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 20____________ Jón Stefánsson: Messías eftir Hándel „Ok vitanleKa er leyndardómur jfuðhræósl- unnar mikill: Hann sem opinberaóist i holdi, var réttlættur i anda; birtist entclum, boóaóur meó þjóóum. var trúaó i heimi, var hafinn upp i dýró. En i honum eru allir fjársjóóir spekinnar ok þekkinKarinnar íólKnir.“ (Timoteusar bréf 3,16 ok Kólossubréfiö 2,3.) Þessi orð úr Ritningunni valdi Charles Jennens sem formála að Textabókinni fyrir frumflutning óratoríunnar Messías 13. apríl 1741. Eitt glæsilegasta og vinsælasta kórverk allra tíma er Óratorían Messías eftir Hándel. Hann samdi þetta verk er hann var 56 ára gamall og það braust út hjá honum með þvílíku offorsi að helst má líkja við náttúruhamfar- ir. Á rúmum þrem vikum, eða frá 22. ágúst til 14. september 1741, samdi Hándel þetta stórbrotna verk, sem tekur^fir þrjá klukku- tíma að flytja. Utilokað er annað en að hann hafi unnið nær hvíld- arlaust og haft var eftir þjóni Hándels, að hann hafi varla snert á mat þeim er borinn var fyrir hann. Það er líka ástæðulaust að efast um sannleiksgildi sögunnar sem höfð er eftir hinum sama þjóni. Þjónninn hafði komið að Hándel társtokknum eftir að hann hafði lokið við Hallelújakórinn og Hándel sagði við hann til að skýra ástand sitt: „Ég held ég hafi séð fyrir mér alla himna og Drottin sjálfan.“ Verkið fjallar um Jesú Krist, saman sett úr frásögnum Ritning- arinnar, bæði spádómum Gamla testamentisins og frásögnum Nýja testamentisins. Textann valdi samstarfsmaður Hándels í mörg- um verkum, skáldið Charles Jenn- ens. Verkinu er skipt í þrjá hluta: 1. Spádómar um komu Messías- ar og fæðingu Jesú; 2. ævi og þjáningar og 3. upprisa og hug- leiðingar um von hins kristna manns um eilíft líf. Veturinn eftir að Hándel lauk við verkið dvaldi hann í Dublin þar sem honum hafði verið boðið að halda fjölmarga tónleika og einnig að frumflytja hið nýja verk. í mars var öllum sem keypt höfðu miða boðið að hlýða á æfingu. Eftir það breiddist fréttin um kynngi þessa verks út sem eldur í sinu og fyrir tónleikana var sýnt að ekki kæmust allir að sem vildu. Birtist þá í einu blaðanna í Dublin auglýsing, þar sem konur voru beðnar um að koma í fyrirferðar- litlum fötum og karlmenn án sverða. Á tónleikunum 13. apríl varð að vísa hundruðum manna frá og þeir 700 sem inn tróðust voru sem bergnumdir af þessu geislandi verki. Tónleikarnir voru endurteknir 3. júní áður en Hánd- el sneri aftur til London. Sigurgangan var hægari í Lon- don og verkið fyrst flutt í mars 1743. Síðan 1750 hefur það verið flutt reglulega og Hándel stjórn- aði sjálfur u.þ.b. þrjátíu uppfærsl- um. Síðasta verk hans var að stjórna Messías 6. apríl 1759 í Covent Garden og er hann kom heim til sín eftir stórkostlegar viðtökur, lagðist hann fársjúkur í rúmið og dó átta dögum síðar eða 14. apríl. Hándel var jarðaður í West- minster Abbey með viðhöfn að viðstöddum 3000 manns. Á gröf hans er minnismerki, Hándel lútir yfir borð með penna í hendi. Á borðinu er handritið af Messías og opin opna með upphafi aríunnar „I know that my Redemer liveth", Ég veit að lausnari minn lifir. Við flutning slíkra verka eru mörg vandamál, sem stjórnandi þarf að glíma við. Hándel var sjálfur sífellt að breyta sinni eigin tónsmíð. Stafaði það fyrst og fremst af því hvaða einsöngvara Hándel hann hafði hverju sinni. Stundum var hann t.d. með countertenór sem söng sumar altaríurnar, eða þá hann lét drengi syngja sópran- aríur. Stundum þótti honum fara betur að láta sópran syngja það sem hann hafði látið tenór syngja áður eða öfugt, eða þá að hann samdi upp á nýtt aríu fyrir bassa sem kannski sópran hafði sungið fram að því, o.s.frv. Þess vegna eru til frá Hándel sjálfum margar útgáfur af sumum köflum verks- ins, sem allar eiga nokkurn rétt. Annað vandamál er lengd verksins. Það er mjög fátítt að verkið sé flutt óstytt, enda tæp- lega greiði við áheyrendur að leggja það á þá að sitja í 3—4 klukkutíma. Við styttingu verks- ins þarf að taka tillit til þess að söguþráðurinn raskist ekki og jafnframt að taka tillit til sam- hengis tónlistarinnar. í handriti því sem Hándel stjórnaði sjálfur úr og geymt er á safni í London, er að finna dýr- mætar upplýsingar. T.d. hefur hann merkt mjög nákvæmlega inn að hann skipti hljómsveitinni í stóra og litla hljómsveit. Þetta skapar mjög skemmtilegar and- stæður í undirleiknum og gefur áheyrendum tærari mynd af tónsmíðinni. Eitt af því sem taka verður tillit til er að öll strengjahljóðfæri frá tímum Hándels voru gjörólík því sem gerist í dag. Þau voru með strengjum gerðum úr kattagörn- um í stað stálstrengja í nútíma- hljóðfærum. Þess vegna var tónn- inn mikið minni og verður stjórn- andi nútímans sem vill gefa sanna mynd af verkinu að taka tillit til þess og sníða stærð hljómsveitar- innar eftir því. Fyrir nokkrum árum komu fram á sjónarsviðið menn sem boðuðu „siðabót" í flutningi bar- okk-tónlistar. Þeir byggðu á rann- sóknum tónvísindamanna um það hvernig tíðkaðist að flytja tónlist á þeim tímum sem tónskáldin sömdu verk sín. Nokkrir þessara manna hafa „slegið í gegn“ og má þar nefna meðal annarra Austur- ríkismanninn Nicolaus Harnon- court, Gustav Leonardt frá Hol- landi og Frakkann Jean-Claude Malgoire frá Frakklandi. Þessir menn hafa sópað til sín megninu af þeim verðlaunum sem hægt er að vinna til fyrir plötuupptökur á barokktónlist og jafnframt gjör- breytt hugsunarhætti manna á flutningi þessarar tónlistar. Það sem er sameiginlegt með þeim öllum er það, að þeir leggja áherslu á gagnsæjan flutning, þannig að innri bygging verksins fái að njóta sín. Þeir skera jafn- framt upp herör gegn þeim flutn- ingsmáta sem víða hefur tíðkast, að nota sömu aðferðir við flutning þessarar tónlistar og notaðar eru t.d. við Beethoven, Brahms, Verdi og fleiri rómantísk tónskáld, sem semja fyrir sinfóníuhljómsveit í fullri stærð, sem krefst risastórs kórs. Slík uppfærsla á barokktón- list getur orðið að ófreskju, sem gleypir verkið í sig þannig að uppbygging þess drukknar í yfir- þyrmandi hávaða. Það er sameig- inlegt með öllum þessum mönnum, að nota litlar hljóm- sveitir, með gömlum uppruna- legum hljóðfærum og jafnframt litla kóra. Óhætt mun að fullyrða, að flutningur þessa verks telst til meiriháttar viðburða í tónlistar- lífi. Sérhver þátttakandi og áheyr- andi hlýtur að hrífast af hinni yfirnáttúrulegu snilli Hándels sem fram kemur í glæsileik og fegurð verksins. Raunar er ég persónulega sannfærður um að sá sem lærir að þekkja Messías, og önnur sambærileg verk, verður ekki samur og áður. Þau verða að dýrmætum fjársjóði, sem hægt er að taka af til æviloka, og raunar bæta í líka, því af nógu er að taka. Niðurlag Messías vil ég svo að lokum gera að mínu: „Hunum. som i há-sætinu situr uk lambinu sé lulKÍörðin uk hriðurinn uk dýrðin uk kralt- urinn um aldir alda. Amen." (Opinb. Júh. 5.13) Verður íslenzk stálverksmiðja samkeppnisfær? Rætt við Friðrik Daníelsson í Verkefnisstjórn iðnaðarráðu- neytisins og nokkra steypustyrktarstálsinnflytjendur SVO SEM kunnugt er af fréttum, hefur Stálfélagið hf. ákveðið að hefja hluta- fjárútboð til að reisa stál- verksmiðju hér á landi, er mun nýta innlent brota- járn til framleiðslu á steypustyrktarstáli. Verk- efnisstjórn á vegum iðn- aðarráðuneytisins hefur kannað rekstrargrundvöll verksmiðjunnar og er niðurstaðan í grófum dráttum sú, að slík verk- smiðja hér gæti borið sig, en þó varla selt steypu- styrktarjárn á jáfn lágu verði og erlendir aðiljar hafa selt það hingað til lands að undanförnu. Morgunblaðið hafði samband við Friðrik Daníelsson, sem er í Verkefnisstjórn iðnaðarráðu- neytisins, og var hann spurður, hvort það væri rétt, að verð á steypustyrktarstáli hérlendis myndi hækka með tilkomu verk- smiðjunnar eða hvort hún yrði samkeppnisfær við erlenda að- ilja. Skilyrði að stjórn- völd verndi starf- semina gegn undirboðum „Ef miðað er við verð á innfluttu steypustyrktarstáli eins og það var síðari hluta ársins 1980, er verksmiðjan ekki samkeppnisfær — ef t.d. er miðað við innflutningsverð eins og það var í september 1980, þá er munurinn allt að því 20 prósent á sumum tegundum," sagði Friðrik. „En í þessu sam- bandi verður að hafa í huga, að sveiflurnar á stálmarkaðinum eru miklar — það er ekki hægt að reikna með að þetta lága verð haldist, þetta var alger botn í stálverði í fyrrahaust. Dæmið lítur töluvert öðruvísi út, ef við miðum við meðalverð á steypustyrktarstáli hingað til Is- lands síðustu tvö árin — það er um 5 prósent lægra en áætlað framleiðsluverð verksmiðjunn- ar. Verð á steypustyrktarstáli hefur allt þetta tímabil verið lágt vegna offramboðs á mark- aðinum, en spár um verðþróun- ina á stálmarkaðinum, sem ég tel áreiðanlegar, segja, að jafn- vægi verði komið fyrir miðjan þennan áratug, þannig að ef verksmiðjan yrði komin í gagnið, þá myndi hún ná í næsta topp. Spárnar benda til að stálverð verði komið í hámark 1985, en hvenær það myndi svo byrja að lækka aftur er ómögulegt að segja til um. Hvað varðar innflutning á stáli hingað til landsins að undanförnu, er ekki annað hægt að segja en við höfum notið mjög góðra kjara. Fyrirtæki á Norður- löndum hafa selt hingað steypu- styrktarstál á verulega lægra verði en til heildsala heimafyrir og töluvert undir heimsmarkaðs- verði — t.d. var verð framleið- enda í Svíþjóð til heildsala þar í lok árs 1980 svipað og gert er ráð fyrir að verðið verði frá verk- smiðjunni til heildsala hérlendis fyrstu 15 árin sem hún starfar. Þessi stáliðjuver hafa verið með lélegan markað um árabil og eru að losa sig við umframfram- leiðslu. Við höfum þannig notið mjög góðra kjara hvað varðar þennan innflutning, en ég tel það alveg fyrirsjáanlegt, að þetta ástand mun ekki vara lengi enn. Forsendur fyrir að reisa þessa verksmiðju hér eru náttúrlega þær, að stjórnvöld verði reiðubú- in að vernda starfsemina tíma- bundið fyrir svona undirboðum erlendis frá, með því að tryggja verksmiðjunni sambærilegt verð og er á heimsmörkuðum er- lendra framleiðenda með undir- boðstollum eða öðrum ráðstöf- unum. En menn verða, held ég, að hafa í huga, að þessi öldúdalur í járnverði kemur ekki til með að haldast lengi enn og þegar verk- smiðjan byrjar að framleiða 1983, verður að öllum líkindum dýrara að flytja inn steypu- styrktarstál en að kaupa það af verksmiðjunni." « Morgunblaðið hafði samband við nokkra innflytjendur, sem flytja inn steypustyrktarstál, og voru þeir spurðir hvaða viðhorf þeir hefðu til þess að hér á landi yrði reist stálverksmiðja er framleiddi steypustyrktarstál úr innlendu brotajárni. Æskileg ef hún er samkeppnisíær „Vitaskuld er það æskilegt, ef íslensk iðnfyrirtæki geta séð okkur fyrir þeim vörum sem við þurfum," sagði Markús Stefáns- son, forstöðumaður bygginga- vöruverslunar Sambandsins. „En ég hef ekkert kynnt mér rekstrargrundvöll þessarar verksmiðju og get þar af leiðandi lítið um hana sagt — en svo framarlega sem þessi verk- smiðja gæti selt sína framleiðslu á verði sem væri samkeppnis- fært við heimsmarkaðsverð á hverjum tíma, þá er ekki nema gott eitt um hana að segja. Við fluttum til dæmis hér áður fyrr inn mikið magn af þakjárni, en eftir að Vírnet hf. í Borgar- nesi fór að framleiða þakjárn höfum við snúið okkar viðskipt- um þangað og hafa þau gengið mjög vel.“ ' „Erfitt að standast sam- keppnina erlendis frá „Ég er síður en svo á móti því að svona verksmiðja verði sett á stofn hér, en ég held, að það verði ákafíega erfitt hjá þeim að framleiða steypustyrktarstál á samkeppnisfæru verði," sagði Arnold Bjarnason, fram- kvæmdastjóri hjá Timbur og Stál h/f. „Elkem spigerverket, sem flytur inn í gegnum um- boðsaðilja sinn hér, Samband ísl. samvinnufélaga, hafa undirboðið flesta aðra og eru með um 95 prósent af allri steypustyrktar- stálsölu hér á landi. Elkem dumpar til íslands — ég kalla það dumping, þegar þeir selja hingað langt undir mark- aðsverði heima fyrir og töluvert undir heimsmarkaðsverði. Það hefur komið í ljós í stærri útboðum, að þeir eru alltaf lægstir. Ég held, að þessi undir- boð frá Elkem verði Islendingum ákaflega erfið — að það verði ekki hægt að framleiða á sam- keppnishæfu verði hérlendis. Hlutdeild Timburs og stáls í steypustyrktarstálmarkaðinum hér er aðeins 5—6 prósent, en við framleiðum og seljum eingöngu steypustyrktarmottur. Að sjálf- sögðu keppum við innflytjendur allir að því a ná sem hagkvæm- ustu verði erlendis frá og Sam- bandinu hefur tekist afar vel að því leyti. Ég hef ekki kynnt mér grundvöll þessarar verksmiðju, en óttast hins vegar, að hún geti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.