Morgunblaðið - 09.04.1981, Síða 10

Morgunblaðið - 09.04.1981, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 FASTEIGNA HÖLUN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐB/ER - HÁALEITISBRAUT 58 60 SÍMAR 35300&35301 Við Melabraut Sér efri hæð í tvíbýlishúsi. Skiptist í 3 svefnherb., stofur, eldhús, bað, þvottahús og búr innaf eldhúsi. Bílskúrsréttur. Laus nú þegar Viö Hraunbæ 4ra herb. mjög góð íbúð á 3. hæð ásamt herb. í kjallara. Við Kleppsveg 4ra herb. íbúö á 2. hæð ásamt herb. í risi. Viö Hringbraut 4ra herb. íbúö þar af 2 stórar stofur á 3. hæð. Laus nú þegar. Viö Jörfabakka 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Góö sameign. Suöur svalir. Viö Vesturberg 3ja herb. íbúö á 2. hæö. Blöndubakka 3ja herb. íbúð á 3. hæð ásamt herb. í kjallara. Við Hraunbæ 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Viö Ásbraut 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Ný eldhúsinnrétting. Ný teppi. Viö Smyrilshóla 3ja herb. glæsileg íbúö á 2. hæð. Þvottahús og búr inn af eldhúsi. Inn- byggður bílskúr á jarö- hæð. íbúöin er ný og fullfrágengin, en teppa- laus. Til afhendingar strax. Viö Kríuhóla 2ja herb. ibúö á 2. hæð. Laus fljótlega. Viö Gautland 2ja herb. mjög góð íbúö á jarðhæð. Viö Grettisgötu 2ja herb. íbúö á 2. hæö í steinhúsi. Við Álftamýri 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Suðursvalir. Laus 1. júlí. í SMÍÐUM Viö Ásbúö Einbýlishús aö grunnfleti 150 fm á einni hæð ásamt tvöföld- um bílskúr. Selst fokhelt til afhendingar nú þegar. Við Kambasel Endaraöhús á tveim hæöum með innbyggðum bílskúr. Selst fokhelt. Eigum á söluskrá einbýlishús og raðhús í vesturborginni og Mosfellssveit og Garöabæ. Teikningar á skrifstofunni. Fasteignaviöskipti Agnar Ólafsson, Arnar Sigurösson, Hafþór Ingi Jónsson hdl. Heimasími sölumanns Agnars 71714. ÞU AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \l GLYSIM. \ SI\IIN\ ER: 22480 Jón Laxdal fær góða dóma í Sviss MORGUNBLAÐINU hafa ný- lega borizt nokkrar úrklippur úr svissneskum blöðum, þar sem rætt er um leikritið „Heimssön)ívarann“ og höfund þess, Jón Laxdal. Leikrit þetta var sýnt fyrir áramótin síðustu á nokkrum stöðum í Svíss, í litlum leikhús- um eða veitingahúsum. Leik- stjóri er Jón Laxdal, og leikandi Jón Laxdal ásamt heimagerðri leikbrúðu. Blöðin geta þess, að Jón Laxdal sé þekktur fyrir túlkun sina á aðalhlutverki í sjónvarpsleikritinu Paradísar- heimt, þar sem hann hafi sannað leikhæfileika sína. Einnig er þess getið að leikrit hans „Heimssöngvarinn" hafi verið þýtt og gefið út á fjórum tungu- málum, og frumsýnt í Vestur- Þýzkalandi árið 1979. Um frum- sýninguna í Kaiserstuhl segir blaðið Sudkurier meðal annars: „Rúmlega 200 gestir komu að sjá og heyra hinn þekkta leikara og rithöfund Jón Laxdal í eins manns leikriti hans, Heims- söngvaranum ... Leikarinn var í essinu sínu: mitt á meðal áhorf- enda, í leikriti með bitru skopi, lífsvizku, sorg og gleði ...“ Fyrir frumsýninguna í Basel birtir Basler Zeitung viðtal við Jón Laxdal. Þar segir blaðamað- urinn, að Jón sé „mikill leikari", og félagi Schauspielhauses Zúr- ich, en nú vilji hann reyna sig í litlu leikhúsi, þar sem hann geti gert allt sjálfur. Öll blöðin rekja nokkuð feril Jóns Laxdal, sem búsettur hefur verið í Sviss um nokkurra ára skeið. Benda þau á, að með leikriti sínu vilji hann ná til annarra áhorfenda en þeirra, sem sækja stóru leikhúsin, og segja, að þessi tilraun hans sé sannarlega þess virði að sjá hana. Lækkun óbeinna skatta, niður- skurður opinberra framkvæmda, og hámark verðbóta á laun meðal þess sem aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins boðar Aðalmálefni aðalfundar mið- stjórnar Framsóknarflokksins sem haldinn var um síðustu helgi voru, að sögn Steingrims Her- mannssonar formanns flokksins á fréttamannafundi, efnahags- mál, stjórnarskrármálið og kosn- ingalög. Steingrimur sagði fund- inn hafa verið vel sóttan og að ekki hefði rikt þar eins mikil spenna og áður. Þá gerði Stein- grímur grein fyrir stjórnmála- ályktun, sem samþykkt var á fundinum. Fundinn sat einnig Tómas Árnason viðskiptaráð- herra. í stjórnmálaályktuninni segir m.a. að efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar hafi hlotið hinar bestu viðtökur, og þar er þess krafist að náð verði því markmiði að koma verðbólgunni niður í 40 af hundraði á þessu ári. Steingrímur sagðist fagna þeim hljómgrunni og sagðist fullviss að vilji væri hjá þjóðinni. Þá boðar ályktunin áframhald- andi nauðsynlegar efnahagsað- gerðir til að ofangreint markmið náist og má þar nefna eftirfar- 'andi: beitt verði opinberum að- gerðum til að koma í veg fyrir að hækkun framfærsluvísitölu verði yfir 8 af hundraði 1. maí. Til álita kemur að lækka óbeina skatta og auka niðurgreiðslur og mæta því m.a. með frestun opinberra fram- kvæmda. Þá er sagt, að vextir af óverð- tryggðum lánum eigi að lækka í samræmi við hjaðnandi verðbólgu. „Stuðlað verði að lækkun vöru- verðs, m.a. með lánum til hag- Ljósm. Mbl. Kristján. Tómas Árnason og Steingrímur Hermannsson á fréttamannafundin- um. Til vinstri er Þráinn Valdimarsson framkvæmdastjóri Framsókn- arflokksins. kvæmari vörukaupa. Dregið verði úr hækkunum á gjaldskrám opin- berra stofnana með ráðdeild í rekstri. Hækkun búvöruverðs og fiskverðs verði takmörkuð eins og frekast er kostur. Niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum verði auknar í samræmi við ákvæði stjórnarsátt- málans. Leitað verði nýrra leiða til að mæta stórauknum olíu- kostnaði fiskiskipa." Þá segir einnig: „Ef nauðsynlegt reynist verði leitað eftir samstöðu með launþegum um hámark verð- bóta launa 1. september og 1. desember nk., enda verði sú kaup- máttarskerðing sem því fylgir bætt á lægri laun með lækkun skatta, tolla eða hækkun fjöl- skyldubóta." Og „leitað verði eftir samkomulagi um almennar reglur varðandi útreikning vísitölu sem miða að því að draga úr hraða verðbólgunnar". Þá fjallar í stjórnmálaályktun- inni um framleiðslustefnu Fram- sóknarflokksins, mennta- og fé- lagsmál, utanríkismál, flugstöðv- arbygginguna á Keflavíkurflug- velli og stjórnarskrármál, en mið- stjórn felur þingflokki og fram- kvæmdastjórn að vinna að endur- skoðun stjórnarskrárinnar og leggur hún áherslu á eftirfarandi: „Miðstjórn telur fjölgun kjör- dæma koma til greina, þó verði í aðalatriðum haldið sömu kjör- dæmaskipan og verið hefur síðan 1959. Vægi atkvæða verði leiðrétt með hliðsjón af því hlutfalli, sem var, þegar núverandi kjördæma- skipan var ákveðin. Þetta verði gert með fjölgun kjördæmakjör- inna þingmanna og breyttum regl- um um úthlutun uppbótarþing- sæta. Fjölgun þingmanna verði þó takmörkuð eins og frekast er unnt. Kjördæmakjörnum þingmönnum verði ekki fækkað í neinu kjör- dæmi miðað við núverandi kjör- dæmaskipan." Þá var fjallað um persónu- bundnara kjör, eina málstofu Al- þingis, að kosningaréttur miðist við 18 ára og að sjálfstæði sveitar- félaga verði aukið. Raðhús við Hvassaleiti Var að fá í einkasölu vandað raöhús á eftirsóttum staö við Hvassaleiti. Á aöaihæö er: 2 rúmgóöar samliggjandi stofur, húsbóndaherbergi, eldhús meö borðkrók, skáli, snyrting og ytri forstofa. Á efri hæö er: 3 svefnherbergi, baö og gangur. í kjallara er: stórt herbergi meö innréttingum og parketi á gólfi, þvottahús, búr, snyrting og bílskúr. Húsiö er í góöu standi, innréttingar miklar og vandaöar og arin í stofu. Góöur garður. Mikiö útsýni. Teikningar til sýnis á skrifstofunni. Æskilegt er aö fá 4—5 herbergja íbúö upp í kaupin og má hún vera í blokk. Upplýsingar eru aðeins gefnar á skrifstofunni. Árnl Stefðnsson. hrl. Suðurgótu 4. Slmi 14314 Austurbæjarbíó frum- sýnir „Helförin 2000“ í DAG frumsýnir Austurbæjarbíó kvikmyndina „Holocaust 2000“. Leikstjóri er Alberto de Martino. í aðalhlutverkum eru Kirk Douglas, Simon Ward, Agostina Belli, Ant- hony Quayle og Virginia McKenna. I myndinni, sem gerð er í samvinnu af breskum og ítölskum aðilum, kemur fram hrollvekjandi framtíðarsýn, blandin fornum trúaratriðum og spádómum. Sýning Sigrúnar opin til 25. apríl NÚ STENDUR yfir sýning á collage-myndum eftir Sigrúnu Gísladóttur í verslun Kristjáns Siggeirssonar að Laugavegi 13. Sigrún sýnir þar 19 myndir. Sýningin er opin frá 9—6 alla virka daga og stendur til 25. þessa mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.