Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 13 Norræna húsið hefur í vetur eins og oft áður boðið upp á dagskrár þar sem kynnt hafa verið norræn skáld. Nýlega var hér á ferð, á vegum Norræna hússins, danska skáldið Uffa Harder ásamt konu sinni Maríu Giacobbe sem ættuð er frá Sardiníu. María Giacobbe sem einnig er skáld og yrkir bæði á ítölsku og dönsku flutti fyrirlestur í Norræna húsinu um heimabyggð sina, pólitískan og menningar- legan vanda Sardiníubúa. Uffe Harder aftur á móti talaði um danska ljóðlist og las úr eigin verkum. Hann er höfundur margra ljóðabóka, en hefur ekki síst getið sér góðan orðstír fyrir þýðingar sínar, einkum úr spænsku. Einnig hefur hann þýtt skáldsögur eftir Samuel Beckett. Bókmenntlp eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Hann er nú formaður danska PEN-klúbbsins Uffe Harder dró í spjalli sínu upp skýra mynd af skáldum og ljóðlist í Danmörku. Þótt skáldin hafi gerst samfélagsleg og látið fagurfræðina stundum liggja milli hluta hefur Uffe Harder alltaf verið Ijóðinu trúr eins og bækur hans Nu og nu (1978) og Verden som om (1979) eru til vitnis um. Meðal þess sem Uffe Harder gat um var athyglisverð þróun sem átt hefur sér stað í ljóðum skálds á borð við Thorkild Björnvig, en hann hefur jafnan verið talinn maður turnsins, fágað og menntað skáld ósnortið af dægurmálum. En í síðustu ljóðabókum sínum hefur Björnvig gerst eindreginn baráttumaður fyrir verndun um- hverfis og ljóð hans hafa breyst í samræmi við það, eru ekki lengur með jafn klassisku yfirbragði. Sjálfur hefur Uffe Harder orðið snortinn af hinum nýja játn- ingaskáldskap Dana þar sem einkalífið skiptir mun meira máli en áður, skáldið reynir ekki að dyljast lesendum sínum með purp- urakápu á herðum. Meðal nýlegra tíðinda í dönskum skáldskap er útkoma sálma eftir Ole Sarvig, einn af brautryðjendum nútíma- ljóðlistar í Danmörku. Dönsk nú- tímaskáld hafa yfirleitt verið þekkt fyrir annað en sálmaskáld- skap. Vagn Steen sem nú gistir Nor- ræna húsið kynnti sjálfan sig og skáldskap sinn mánudaginn 6. apríl. Það sem hefur sett svip sinn á skáldskap Vagns Steen er til- raunastarfsemi. Hann hefur átt þátt í að gera skáldskapinn virkan með ýmsum skrýtnum uppátækj- um, öllum í anda lífsgleðinnar, þeirrar skoðunar að ljóð þurfi ekki að vera leiðinleg og aðeins handa fáum. Meðal verka hans í þessum Sovétmenn hafa mikilla hags- muna að gæta í Eystrasalti. Hafa verður í huga, að um hafið þurfa þau skip að fara, sem sigla til einna mikilvægustu iðnhéraða Sovétríkjanna. Við Eystra- saltsströndina er einnig að finna mikilvægar sovéskar skipasmíða- stöðvar. Á hafinu stunda ný herskip Sovétmanna venjulega reynslusiglingar, þar eru ný vopnakerfi yfirleitt fyrst reynd og þar eru áhafnir þjálfaðar. Kæmi til átaka myndu skip í Eystrasalti vafalítið verða notuð til birgðaflutninga til liðssveita Varsjárbandalagsins, sem berð- ust í Mið-Evrópu. I norðurhluta Austur-Þýska- lands og í Póllandi eru um 14 herdeildir Varsjárbandalagsins, um helmingur þeirra eru skrið- drekasveitir, í hverri fótgöngu- liðadeild eru 10 til 12 þúsund menn en 9000 menn í hverri skriðdrekasveit. Talið er, að Var- sjárbandalagið hafi um 10 þús- und manna landgöngulið undir vopnum við Eystrasalt og sé unnt að flytja um 5000 þeirra til stríðsaðgerða samtímis. Þá sýn- ist flugvélakostur bandalagsins á þessum slóðum gefa til kynna, að það geti sent eitt eða fleiri 1200 manna herfylki til fallhlífaárasa á Danmörku. í herflota Varsjár- bandalagsins á Eystrasalti eru um 25 tundurspillar búnir eld- flaugum og venjulegum vopnum og þrjú beitiskip. Um 50 kafhátar bandalagsins eru þar og í þeim hópi eru sex Golf-kafbátar búnir þremur kjarnorkueldflaugum hver, sem draga að minnsta kosti 1200 sjómílur. Um 700 orrustu- vélar eru í Austur-Þýskalandi, Póllandi og vesturhluta Sovét- ríkjanna til stuðnings þessum liðsafla á sjó og á landi. Talið er, að um 200 þeirra yrði beint til árása á Danmörku. Varnir Danmerkur miðast við það að geta snúist gegn árás allra þessara vígtækja samtímis og til þess mundi að sjálfsögðu berast liðsauki frá öðrum NATO-lönd- um á hættutímum. I því skyni að auðvelda slíka aðstoð hefur verið komið fyrir birgðum fyrir banda- rískar flugvélar í Danmörku og til umræðu hefur verið, hvort einnig ætti að hafa þar birgða- stöðvar fyrir bandaríska landgönguliða eins og í Noregi, en það mál er enn á umræðustigi og óvíst um niðurstöðuna, sem ræðst af hernaðarlegu mati. Skýrslu leyniþjónustu danska hersins frá því í fyrra líkur á þeim orðum, að á þeirri stundu, sem hún er skrifuð, séu ekki miklar líkur á árás á varnarsvæði NATO og ekki sé heldur við því að búast, að gerð verði áras, sem miðist aðeins við Danmörku, eða gerð tilraun til að beita dönsk stjórnvöld þrýstingi. „Það verður þó að hafa í huga,“ segir í lok skýrslunnar, „að breytingar á stöðu öryggismála gætu skyndi- lega breytt forsendunum í þessu tilliti og gætu auk þess — allt eftir því hvernig Sovétríkin meta stöðuna — aukið líkurnar á því, að til einhverra þeirra árásarað- gerða, sem að ofan er lýst, yrði gripið." Sú spurning hlýtur að vakna, hvort atburðir í Póllandi gætu ekki „skyndilega breytt forsend- unum“ fyrir Dani. Hafa verður í huga í þessu sambandi, að Borg- undarhólmur lýtur danskri stjórn og eyjan er sá hluti Vesturlanda, sem næstur er Póllandi. Kæmi til innrásar í Pólland er ekki ólík- legt, að margir myndu reyna að flýja þaðan sjóleiðina baeði til Borgundarhólms og Svíþjóðar. Við innrás í Pólland myndi Eystrasaltið óhjákvæmilega breytast í hernaðarsvæði. Flota- æfingar Varsjárbandalagsins þar undanfarna daga eru gleggsti vitnisburðurinn um það, sem þar er í vændum, ef allt fer á hinn versta veg. Björn Bjarnason Stofna kvenfé- lag í Seljasókn STOFNFUNDUR kvenfélags í Seljasókn verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 9. apríl kl. 20:30 að Seljabraut 54, þar sem er aðstaða safnaðarstarfs- ins í Seljasókn. Konur í Selja- og Skógahverfi ákváðu fyrir nokkru að gangast fyrir stofnun kvenfélags er hefði það að markmiði að efla safnað- arstarf og stuðla að félags- starfsemi innan hverfisins. Sem fyrr segir er stofnfundurinn ráðgerður annað kvöld og á að hefjast kl. 20:30. kvíða verður að gefa öðrum hlutdeild í reynslu sinni, kannski getur hún hjálpað: Jeg vil lytte til mennesker med anicxt ok lave udsendelser som fortælier radiolytterne nogle vÍKtixe tinK om anKst. Hvem vil fortælle andre om anKsten? Vil stemmerne blive brækkede som min er hver formiddaK? Vil rummet om anxsten komme frem? Vil skrÍKet? I hvert fald er det nðdvendÍKt at tale om anKsten ok fá den frem. í ljóðinu Verden er smá daglige ting er bent á mikilvægi þess sem smávægilegt er oft talið, hið daglega líf, samskipti fólks. Sá sem yrkir hefur í depurð sinni látið þankana skyggja á gleði lífsins, en kemst skyndilega til meðvitundar um það sem lífið hefur að bjóða. Þessi nýja ljóðabók Vagns Steen er merkur áfangi í skáldskap hans, bók sem varðar alla, ekki síst þá sem farnir eru að efast um tilgang lífsins og þurfa á skilningi og hlýju að halda: Over halvtreds er jeg ene/med mine tanker og falelser./Er jeg lykkelig? Huggunin felst í loka- orðum þessa ljóðs, Over halvtreds ved jeg ikke meget, eða eigum við að trúa því? Min tid. mit milj«. min særhed. min RÍæde depression: jejf kan ikke gore det om. Je*f icræder — jejc har da icr&d. Hlutdeild í gleði og anda eru riv selv (1965), en bókin er þannig úr garði gerð að lesend- ur geta auðveldlega rifið úr þau ljóð sem eru ekki við þeirra hæfi. Síðan gaf hann út skriv selv (1965), bókin er eingöngu auð blöð handa lesendum að skrifa á sín eigin ijóð. Kverið Et godt bogöje (1969) er einnig skemmtilegt til- tæki. Lesandanum er storkað og bent eftirminnilega á nytsemdina sem er í því fólgin að bækur séu með götum. í Norræna húsinu sagði Vagn Steen frá þessum bókum og sýndi þær og minnist ég þess ekki að áheyrendur á ljóðadagskrá hafi skemmt sér jafn vel. Sjálfur hló Vagn Steen dátt og áheyrendur með honum. Vagn Steen er nú 52 ára að aldri. í því tilefni kom út ný ljóðabók eftir hann sem nefnist 52 ár, útg. Vindrose, 1981. Þessi ljóðabók er ólík öðrum bókum skáldsins, mun alvörugefnara verk en hann er vanur að senda frá sér, en líka með góðum dönsk- um húmor, stríðni í garð virðu- legra frænkna og sjálfhæðni. 52 ár er dæmigerð bók fyrir þá tilhneigingu til hispurslausrar sjálfslýsingar sem er svo algeng í dönskum skáldskap. En Vagn Steen hefur í þessari bók náð aðdáunarverðu jafnvægi í túlkun umhverfis síns og horfist í augu við sjálfan sig af einurð. Hann Vagn Steen varð í fyrra fyrir slysi sem olli því að hann varð að draga sig í hlé um sinn og fara sér hægt. Á sakleysis- legum degi, þegar hann var að hjóla á reiðhjólinu sínu kom vélhjólakappi á mikilli ferð og ók á skáldið. Afleiðingum slyssins lýsir Vagn Steen í lengsta ljóði bókarinnar: Om to timer kommer natten. Hann sem áður þekkti ekki kvíða er sífellt hræddur, dagarnir og næturnar gera hann æ óttaslegnari. Skáldið veit að án þess að tala við aðra um ástand sitt verður ekki sigur unninn. Það H0LLUW00D ^ni * * * Tm ★ * ★ HSLiyWOOD * Jf O / Til hamingju Hollywood meö nýju fötin mm ^KARNABÆR Laugavegi 66 — Giaesibæ AusTuiM' i v S«ni Ira skiDtibocAi 85055 LMgmrtgi 20. Simi fré akiptiborOi 21155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.