Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 21 Aðalfundur Félags prentiðnaðarins: Nýir skattar á prentbúnað tef ja innreið nýrrar tækni Frá fundinum sl. laugardag. Framfarafélag Árbæjar- og Seláshverfis: Vilja ekki iðnaðar- hverfi við Hraunbæ HINN 27. mars 1981 var haldinn 10. aðalfundur Félags íslenska prentiðnaðarins. Fundurinn var fjolmennur og urðu miklar um- ræður um stöðu atvinnurekstrar á íslandi i dag og þá erfiðleika, sem prentiðnaðurinn á við að striða. í skýrslu formanns FÍP, Har- alds Sveinssonar, kom m.a. fram að nýbirt greinargerð iðnrek- enda um stöðu iðnrekstrar i landinu almennt getur i flestum tilfellum einnig átt við prentiðn- aðinn. A síðasta ári var mikil eftir- spurn eftir prentþjónustu inn- lendra fyrirtækja. Verðlagning fylgdi nokkurn veginn hinni al- mennu verðlags- og kaupgjalds- þróun í landinu. Enn er ekki vitað um, hver áhrif hinnar hertu verðs- töðvunar frá síðustu áramótum verða á íslenskan prentiðnað. Prentiðnfyrirtækin hafa lagt í miklar fjárfestingar undanfarin ár. Auk endurnýjunar á húsnæði og eðlilegrar endurnýjunar véla hefur verið leitast við að taka í þjónustu iðnaðarins hina nýjustu tækni með það að markmiði að auka framleiðni í iðngreininni og bæta samkeppnisstöðuna við er- lenda aðila. En í kjölfar EFTA- aðildarinnar féllu síðustu tollar af prentuðu máli niður um áramótin. Félag íslenska prentiðnaðarins telur íslensk stjórnvöld hafa yfir- leitt sýnt prentiðnaðinum skilning varðandi aðlögun að tollfrjálsu markaðskerfi EFTA- og EBE- landanna, enda hafa vélar til prentiðnaðarins verið tollfrjálsar síðustu árin. En með reglugerðar- breytingu um síðustu áramót var afnumin heimild til undanþágu aðflutningsgjalda af tölvubúnaði sem hluta af tækjum til setningar. Aðflutningsgjöldin eru um 70%. Þýðir þessi skattlagning í reynd, ef henni verður ekki aflétt fljót- lega, að ríkisvaldið tefur frekari innreið nýrrar tækni í setningu og þar af leiðandi nýja tækni við prentun. Með tilliti til þessarar þróunar gerði aðalfundur FÍP eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Félags íslenska prentiðnaðarins samþykkir að fela stjórn félagsins að beina þeim tilmælum til stjórnvalda, að endurskoðaðar verði reglur um álagningu tolla á tölvubúnað til notkunar við setningu í prentiðn- aðinum. Þá verði stjórn félagsins einnig falið að taka til athugunar þá óheillaþróun að vinnsla prent- verks flytjist úr landi í stórum stíl.“ Gerðar voru nokkrar fleiri ál- yktanir á aðalfundi FÍP, m.a. varðandi menntunarmál starfs- fólks í prentiðnaði, en menntun- armálin eru mjög í brennidepli í þeirri iðngrein. Við stjórnarkjör báðust tveir stjórnarmenn undan endurkjöri. Þeir eru Þorgeir Baldursson, sem gegndi störfum varaformanns fé- lagsins, og Óðinn Rögnvaldsson. Haraldur Sveinsson var endur- kjörinn formaður Félags íslenska prentiðnaðarins og Magnús I. Vig- fússon var kjörinn varaformaður. Aðrir í stjórn eru: Bragi Þórðar- son, Einar Egilsson, Geir S. Björnsson, Hörður Einarsson, Konráð R. Bjarnason, Páll Víg- konarson og Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvæmdastjóri FÍP er Grétar G. Nikulásson. (FrcttatilkynninK) Mikið á sig ÞEIR Iögðu mikið á sig fyrir stutta ökuferð, tveir tvítugir pilt- ar, sem lögreglumenn gómuðu i gær. Málavextir voru þeir, að pilt- arnir ætluðu í ökuferð á bifreið annars þeirra aðfaranótt sl. sunnudags. Bifreiðin var stödd í Sundunum en sá galli var á gjöf Njarðar að hún var númeralaus og hafði auk þess engan rafgeymi. Piltarnir dóu ekki ráðalausir því þeir stálu númeraplötum af bif- reið í nágrenninu og rafgeymi hirtu þeir úr annarri bifreið. Hófst nú ökuferðin en ekki voru menntaskóla- fólks ME NEMENDUR, kennarar og starfsfólk Menntaskólans á Eg- ilsstöðum. hafa sent frá sér ljóða- bók, sem ber nafnið Skáldfákur. í bókinni er að finna ljóð eftir 18 einstaklinga, bæði órímuð og rímuð. Tryggvi V. Líndal kennari ritstýrði, en Eðvarð Ingólfsson menntaskólanemi bjó til prentun- ar. Teikningarnar í bókinni gerðu Rakel Pétursdóttir og Eyþór Þor- bergsson. Höfundar gefa sjálfir bókina út. Héraðsprent sf. prent- aði. Fréttatilkynning FRAMFARAFÉLAG Árbæjar- og Seláshverfis boðaði til fundar sl. laugardag. þar sem til umf jöll- unar voru skipulagsmál hverf- anna. Ásmundur Jóhannsson, formaður félagsins, sagði i sam- tali við Mbi., að tilefni fundarins hefði verið, að Borgarskipulagið visaði til ibúanna í hverfunum hugmynd sinni að skipuleggja verksmiðjulóðir á auða svæðinu milli Bæjarháls og Hraunbæjar. nánar tiltekið á svæðinu, sem raflínan liggur um. „Þeir sáu, að þarna kæmi autt svæði, því ef byggt yrði niðri á Ártúnsholtinu, þá yrði að taka niður raflínuna, sem er mjög mikið fyrirtæki. Línuna yrði síðan að leggja með jörð,“ sagði Ás- mundur. piltarnir komnir lengra en á Kleppsveg þegar bifreiðin varð bensínlaus. Skildu þeir hana eftir á Kleppsveginum og lögðu af stað í bensínleit. Þeir voru ekki lengi að stela bensíni af nálægri bifreið en þegar þeir komu til baka var Ásmundur sagði ennfremur, að fundurinn hefði verið allvel sóttur og á honum hefði verið samþykkt ályktun. í ályktuninni er kveðið á um, að nýta beri þetta landsvæði í þágu íbúanna. „Við umræðurnar kom mjög skýrt fram hjá öllum ræðumönnum, að þeir vildu fá svæðið til nota fyrir íbúana, m.a. var bent á, að börnin hafa nýtt svæðið í gegnum árin, t.d. eru þarna dúfnakofar og fleira. Þá er mér minnisstæð spurning ungrar móður á fundinum: Þarf að skipu- leggja alla hluti, þannig að hvergi verði nokkurs staðár til drullu- pollur fyrir börnin? Þá kom það fram, að með aukinni byggð í Seláshverfinu og niðri á Ártúns- holtinu, þá þyrfti meiri þjónustu, sem þyrfti jafnvel að setja þarna niður," sagði Ásmundur. lögreglan komið í málið og var að fjarlægja bifreið þeirra. Piltarnir fóru í felur en í gær hafðist upp á þeim. Kom þá í ljós að þeir höfðu verið ölvaðir við aksturinn svo að enn eitt brotið bættist á syndalist- ann og það alvarlegasta brotið. ekki keppt við það verð sen nú ræður á markaðinum.“ Verður að standast erlenda samkeppni „Ef hægt er að fá svona verksmiðju til að bera sig hér, þá er náttúrulega ekkert nema gott um hana að segja. Eg hef ekki kannað neitt sérstaklega hvaða möguleika svona verksmiðja hefur hér á landi — en ég geri hins vegar ráð fyrir, að þeir, sem að þessu standa, hafi skoðað það vel,“ sagði Jón Snorrason, fram- kvæmdastjóri Húsasmiðjunnar hf. „Mér líst semsé vel á þetta með því skilyrði, að verksmiðjan verði samkeppnisfær, en þeir verða náttúrulega alltaf að standast samkeppni erlendis frá — ég geri ekki ráð fyrir, að þeir verði einráðir á markaðinum." En eru erlend fyrirtæki eins og t.d. Elkem ekki með undirboð á íslenskum markaði? „Nei, ég held, að það sé ekki hægt að segja að Elkem sé að dumpa inn á markaðinn hér. Sambandið hefur umboð fyrir Elkem hér og ég versla talsvert við þá. Ég versla einnig við aðra aðilja sem bjóða hliðstæð kjör, þannig að það er ekki hægt að segja að Élkem sé að dumpa verðinu. Elkem er alls ekki einrátt hér á steypustyrktarstál- markaðinum — markaðsverðið hefur einfaldlega verið lágt á þessu svæði um nokkurt skeið og það verða þeir að hafa í huga sem ætla að ráðast í að reisa þessa verksmiðju.“ Ilækkað verð kemur ekki neinum hús- hyggjanda til góða „Ég er nú bara ekki reiðubú- inn til að svara þessu. Ég hef ekkert kynnt mér þessa fyrir- huguðu verksmiðju ennþá," sagði Geir Zoéga hjá Sindrastáli hf. „En mér skilst þó, að þeir lofi strax hækkun á steypustyrktar- stáli, þegar verksmiðjan tekur til starfa, og það líst mér ekki vel á. Við höfum að undanförnu fengið steypustyrktarstál undir heimsmarkaðsverði, mér er vel kunnugt um það, en þó þeir hækki ekki verðið nema sem því nemur, þá hlýtur að verða verð- hækkun á markaðinum hér, það er ómögulegt annað. Og það kemur ekki neinum húsbyggj- anda til góða — og sem væntan- legur húsbyggjandi vildi ég held- ur hafa það sem þeir kalla „dumpingverð". En auðvitað veit maður aldrei hvenær norsku fyrirtækin, sem við verzlun aðallega við með þessa vöru, taka sig til og hækka verðið. Það er að sjálfsögðu allt undir hinum almenna markaði komið, en eftirspurnin hefur verið minni en framboðið að undanförnu á Evrópumarkaði. Þetta gæti hæglega breytzt á skömmum tíma.“ Sindri hefur flutt út verulegt magn af brotajárni til Elkem Spigerverket í Noregi er það ekki? „Við flytjum út brotajárn til margra aðilja erlendis. Við flutt- um síðast út til Elkem, það var í september sl. og það er í fyrsta skipti sem þeir hafa keypt brotajárn af okkur. Það voru um 3000 tonn og þeir buðu hagstæð- ustu samninga sem við gátum komist að á þeim tíma. Brotajárnið hefur annars ver- ið flutt út þangað sem markað- urinn hefur verið beztur, við höfum flutt út brotajárn til Spánar, Englands, Belgíu, Hol- lands, Danmerkur og Svíþjóðar eftir þvt hvar verðið hefur verið hæst á hverjum tíma.“ EINSTÖK MEÐALGÆÐAÚRA... fyrir nákvæmni, fjölbreytt úrval og gott verö. MICROMA SWISS úrin geta fáir keppt viö. Hvort sem þú vilt hörku karlmannsúreða tölvuúr meö 14 mismunandi upplýsingum fyrir unglinginn. Það finna allir sitt MICROMA úr — því er hægt að treysta. Alþjóða ábyrgð. örugg þjónusta fagmanna. Myndalisti. Póstsendum um land allt. FRANCH MICHELSEN ÚRSM ÍÐAM EISTARI LAUGAVEGI39 SÍM113462 lagt fyrir stutta ökuferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.