Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 Nadia Comaneci vann 8 Kullverð- laun á Ólympíuleikunum í Mont- real. Biður um hæli í Bandaríkjunum Wa.shinKton. 8. apríl. AP. BELA Karoly, þjálfari rúmensku fimleikastjórnunnar Nadiu Coman- eci, kona hans Marta og Geza Pozar. aðal-æfinxahófundur lands- liðs Rúmeníu í fimleikum, hafa beðið um hali í Bandaríkjunum. I>au tilkynntu þessa ákvorðun sína á fundi i bandaríska utanríkisráðu- neytinu í (fair. Þau voru öll á ferð um Bandaríkin með kvennalandsliði Rúmena í fim- leikum og sötfðust hafa tekið ákvörð- un um flóttann 30. mars sl. er hópurinn var staddur í New York. Hafði heilsuleysi Begins áhrif á friðarsamninga? Jerúsalem. 8. apríl. — AP. í BÓK sem er að koma út eftir Ezer Weizman, fyrrverandi varn- armálaráðherra ísraels, segir hann að afleitt heilsufar Begins forsætisráðherra hafi haft áhrif á ákvarðanir hans í samhandi við friðarviðræðurnar við E(?ypta og að á þeim fundum hafi eftirtekt Begins nánast verið „á núll- punkti“. Blaðið Jerusalem Post birti kafla úr bók Weizmans í dag og þar segist Weizman telja að Begin sjái eftir að hafa skrifað undir áætlunina varðandi Vesturbakk- ann. Bók Weizmans hetir Baráttan fyrir friði, hún kemur fyrst í Bandaríkjunum og ísraelsk blöð munu birta samfellda kafla úr henni í júní rétt fyrir kosningarn- ar. Tengsl milli Richard- sons og Hinckleys? New York. 8. apríl. AP. BANDARÍSKA alríkislögreglan leitaði í dag að hugsanlegum tengslum milli John Hinckleys sem ákærður er fyrir að hafa reynt að myrða Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, og manns að nafni Edward M. Richardson sem handtekinn var í New York í gær með hlaðna skammbyssu. Hann hafði látið að því liggja að hann ætlaði til Washington til að „Ijúka ætlunarverki Hinckleys“. Embættismenn sögðu í dag að ekkert benti til þess að Hinckley og Richardson hafi gert með sér samsæri. Þó segir eitt dagblaða Bandaríkjanna að svo virðist vera sem þeir tveir hafi eitt sinn verið herbergisfélagar. Embættismenn sögðu hins vegar að margt virtist svipað með þeim Hinckley og Richardson. Richard- son virðist dá leikkonuna Jodie Foster jafn mikið og Hinckley. Hann gisti á hóteli í New Haven fyrir skömmu en Hinckley hafði áður búið á sama hóteli og í sama herbergi. Hótel þetta er rétt hjá Yale-háskólanum sem Foster stundar nám í. Richardson var nokkra mánuði hjá systur sinni í Lakewood í Colorado sem er 32 km frá heimili Hinckleys í Evergreen. Hinckley bjó síðar á hóteli tæpum 5 km frá heimili systur Richard- sons í Lakeville. Vildi fá Hinckley látinn lausan Richardson var handtekinn á strætisvagnastöð í New York. Hann var þá nýkominn frá New Haven. Þvottakona á hótelinu sem hann bjó á, gerði lögreglunni viðvart er hún hafði fundið bréf sem Richardson hafði skilið eftir og nokkrar byssukúlur. I bréfinu sem var stílað á „Fasistavaldið" stóð að Reagan yrði drepinn og landinu snúið til „vinstri". „Ef ég næ ekki til Reagans ætla ég að myrða annan hægrisinnaðan stjórnmálamann, Alexander Haig eða Jesse Helms, þingmann." Und- ir bréfið var ritað: Edward Rich- ardson, dómstóll alþýðunnar. Richardson hafði einnig skrifað bréf til Jodie Foster og undirritað það á sama hátt. Talsmaður bandarísku leyniþjónustunnar kvaðst ekki kannast við þessi samtök. Auk þess að skrifa til Jodie hafði Richardson hringt nokkrum sinn- um til hennar og haft í frammi hótanir. Meðal annars hafði hann hótað að sprengja svefnherbergi hennar í loft upp ef Hinckley yrði ekki látinn laus. Richardson á yfir höfði sér allt að 5 ára fangelsi. Eftir handtökuna sagði hann við embættismenn að ef hann yrði látinn laus gegn tryggingu færi hann rakleiðis til Washington til að drepa Reagan. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort Richardson verður látinn sæta geðrannsókn. Sagðist ætla að ryðja Carter úr vegi Edward Richardson er 22 ára frá Pennsylvaníu. Lögfræðingur hans segir hann vera samvinnuþýðan og kurteisan. Faðir hans segir hann hafa eitt sinn sagt a hann kynni vel við Reagan. Hann sagði einnig að sonur sinn hefði sinnt furð- ulegum störfum hér og þar en kvaðst ekki geta skilið hvað kom honum til að hafa þessa hótun i frammi. Richardson var rekinn úr starfi sínu hjá landslagsarkitekt í Drextel Hills í sl. viku. Félagi hans segir að þegar Carter forseti var á ferð í Drextel Hill í kosningabar- áttunni hafi leyniþjónustan yfir- heyrt þá báða án nokkurrar ástæðu. Síðar hefði Richardson bent á Carter og sagt „Ég ætla að ryðja honum úr vegi einhvern daginn.“ Albanir segja að skriðdrek- um hafi verið beitt í Kosovo Tirana. Alhaniu. 8. april. AP. ZERI I Populit, málgagn alb- anska kommúnistaflokksins sagði i dag að Júgóslavar hefðu beitt skriðdrekum gegn andófs- mönnum i Kosovo i síöasta mánuði og að mótmælaaðgerð- irnar ættu rót sina að rekja til bágs efnahagsástands, Júgó- slavíu. Júgóslavnesk stjórnvöld höfðu skýrt frá því að 11 hefðu látið lífið, 57 særzt og að 22 hefðu verið handteknir. Júgó- slavar sögðu að erlend afskipti hefðu komið óeirðunum af stað og munu þar hafa átt við Albani. í frétt Zeri I Populit sagði að nánast öllu lögregluliði Serbíu hefði verið beitt gegn andófs- mönnum í Kosovo og hefði verið sleginn hringur um svæðið og það lokað allri umferð meðan and- staðan hefði verið brotin á bak aftur. Hins vegar var því bætt við að Albanir vildu lifa í friði og sátt við Júgóslava og sérfræðingar segja að sáttfýsistón megi merkja í þessari grein miðað við þær greinir sem hafi orðið í landamærahéruðum Júgóslavíu þar sem fjöldi fólks af albönsku bergi brotið býr. Hvatti blaðið til að mál Albana í Júgóslavíu yrðu rannsökuð af sanngirni og rétt- læti. ASSOCIATED PRESS Ræna 13 ára drengjum o g senda þá á vígvöllinn FORELDRAR Mohammeds llashims héldu, að 13 ára drengnum væri óhætt að fara á markaðinn. Hann væri of ung- ur til þess að herinn hefði áhuga á honum. En þau höfðu ekki á réttu að standa. Drengurinn sagði síðar frá því, að hermenn hefðu gripið hann og komið honum í flugvél sem flaug með hann úr heima- héraðinu til herstöðvar í næsta héraði. bar var honum haldið föngnum í meira en mánuð. Þegar hermennirnir höfðu náð í nógu marga unglinga, var þeim komið fyrir i nokkr- um flugvélum og farið með þá til Suöaustur-Afganistan, til héraðsins Kandahar. Þar voru þeir færðir í einkennisbúninga og þeim fengnar byssur. Has- hims og öðrum félaga hans tókst að flýja til Pakistan og sögðu þeir, að oft væru þessir unglingar sendir til að berjast við frelsissveitir Afgana áður en þjálfun þeirra væri lokið. Vestrænn fréttamaður, sem ræddi við ungu flóttamennina tvo í Pakistan, sagði, að ástæðan til þess, að afganski herinn gripi til þeirra aðgerða að „ræna“ unglingum í herinn, væri sú, að hernum „héldi áfram að blæða út“ í baráttunni við frelsissveit- irnar. Þegar eftir innrás Sovét- manna í Afganistan í desember 1979 fréttist um liðhlaupa úr afganska hernum. Þá voru um 90.000 hermenn í afganska hern- um, en nú eru þeir aðeins 35.000 og er talið, að fáar hersveitir séu hliðhollar stjórninni, að sögn vestrænna heimilda í Islama- bad. Þessar fréttir um ástandið í Afganistan er ekki hægt að færa sönnur á, en þær koma frá vestrænum heimildamönnum. Leppstjórn Sovétríkjanna hefur lokað Afganistan fyrir flestum vestrænum fréttamönnum. Ein þessara heimilda segir frá tveimur atvikum, ^em undir- strika fréttir um óreiðu innan afganska hersins. Uppreist her- manna í Garrison, nærri höfuð- borginni Kabúl, og morð á afgönskum herforingja. Her- menn hans drápu hann eftir að hafa óhlýðnast skipun um að skjóta liðsmenn frelsissveitanna í austurhluta Afganistan. Hinir 85.000 sovésku her- menn, sem álitið er að séu í Afganistan, hafa ekki tekið við neinum Verkefnum afganska hersins í bardögunum, þrátt fyrir óreiðuna. „Það virðist vera svo, að sovésku hermennirnir séu að draga sig til baka frá sveitahér- uðunum," segir stjórnarerind- reki. Hann segir, að hermenn- irnir séu innilokaðir í ramm- girtum búðum í bæjunum og fari ekki út fyrir þær nema vel vígbúnir. Þetta háttalag má tengja bar- áttu Sovétmanna til að ná stuðningi meðal íbúa Afganist- an. Og heimildir herma, að þeim hafi orðið ágengt sums staðar. Fyrrum liðsmenn í frelsis- sveitum, sem sverja Babrak Karmal og ríkisstjórn hans holl- ustueið, eru velkomnir. Eldri borgarar fá peningagreiðslu og jafnvel riffla til að nota í baráttunni við „andbyltingar- sinna", að sögn heimildanna. Sovéskar árásarsveitir halda áfram að skjóta á þorp sem eru hliðholl frelsissveitunum, skjóta niður hús og brenna uppskeruna til að gera meðlimum sveitanna lífið sem erfiðast. Fleiri og fleiri flýja þessa eyðileggingu og fara til Pakistan. Um 140.000 flótta- menn frá Afganistan komu til Pakistan í janúar og þar með hafa 1,7 milljónir Afgana flúið þangað sem er 'h hluti afgönsku þjóðarinnar. Sumir fréttaskýrendur segja, að nýjar baráttuaðferðir Sovét- manna ásamt þeirri sundrung sem ríkir milli hinna ýmsu hópa frelsissveitanna geti orðið til þess, að öll andspyrna fari út um þúfur innan árs. Aðrir fréttaskýrendur eru ekki á þvi máli. „Meðlimir frelsissveitanna eru komnir á þá skoðun, að þeir geti ekki unnið sigur einir sam- an,“ segir einn þeirra vestrænu stjórnarerindreka, sem fylgjast náið með störfum frelsissveit- anna. „Þeir eru á þeirri skoðun, að ef þeir haldi áfram að berjast og Vesturlönd haldi áfram að beita pólitískum þrýstingi, muni Rússar ef til vill fara frá Afganistan."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.