Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981
Steinefna-
verksmiðja í
I>orlákshöfn
„Arðbær og þjóðhagslega hagkvæm44
Nefnd sú, sem iðnaðarráð-
herra skipaði á sl. ári til að
gera tillögur um staðarval
steinullarverksmiðju, hefur
skilað áliti og ráðherra gert
grein fyrir niðurstöðum henn-
ar.
Enda þótt meirihluti nefnd-
arinnar hafi ekki gert tillögur
um endanlegt staðarval, þá
tala ýmsar staðreyndir sem
fram komu í skýrslunni,
ásamt þeim umræðum sem
fram hafa farið í fjölmiðlum
síðustu daga, svo skýru máli
að ekki er lengur hægt að
draga í efa að sjálfsagt sé að
reisa verksmiðjuna í Þorláks-
höfn.
Þegar nefndin tók til starfa
hafði Jarðefnaiðnaður hf. unn-
ið allt frá árinu 1976 að
undirbúningi að byggingu
steinullarverksmiðju í Þor-
lákshöfn. í samstarfi við
norska fyrirtækið Elkem í
Osló og Jungers í Gautaborg
var gerð áætlun um byggingu
og rekstur ca. 15.000 tonna
verksmiðju sem framleiddi
fyrir innanlandsmarkað og til
útflutnings. Þessar áætlanir,
sem gerðar voru árið 1979,
bentu til þess að rekstur
slíkrar verksmiðju yrði arð-
bær. Athyglisvert er að stofn-
og rekstraráætlanir ráðuneyt-
isnefndarinnar eru nánast
samhljóða þessum áætlunum
JEI.
Og niðurstöður nefndarinn-
ar eru þessar:
1. Athuganir nefndarinnar
benda til að steinullar-
framleiðsla á íslandi, til
notkunar innanlands og til
útflutnings, geti orðið arð-
bær og þjóðhagslega hag-
kvæm. Nauðsynlegt er þó
að ganga frá viðskipta-
samningum um útflutning
áður en tekin er ákvörðun
um byggingu verksmiðju.
2. Hagkvæm stærð verk-
smiðju er talin svara til
14.000—15.000 tonna árs-
framleiðslu. Arðsemi verk-
smiðju sem miðuð væri
einvörðungu við innlendan
markað yrði verulega lak-
ari.
3. Stofnkostnaður 14.000—
15.000 tonna steinullarverk-
smiðju yrði um 106,8 m.kr.
og framleiðsluverðmæti um
55—60 m.kr. á ári miðað við
full afköst. Starfslið yrði 68
manns samtals. Aflþörf
slíkrar verksmiðju yrði um
5,5MW.
4. Arðsemi fjárfestingar hef-
ur verið reiknuð með ýms-
um hætti og eru aðalnið-
urstöður þær að innri raun-
vextir af heildarfjárfest-
ingu eftir skatta yrði 8,5%
á föstu verðlagi en 4% í
60% verðbólgu. Sjóðsstaða
fyrirtækisins yrði jákvæð
eftir 4 ár og ekki horfur á
j?reiðsluerfiðleikum.“
I fjölmiðlum hafa undan-
farna daga birst yfirlýsingar
frá Steinullarfélaginu hf. þar
sem því er haldið fram að
ekkert vit sé að reisa slíka
14—15.000 tonna verksmiðju,
þrátt fyrir það að nefndin telji
að framleiðslan „geti orðið
arðbær og þjóðhagslega hag-
kvæm“. Það vill hins vegar
reisa litla verksmiðju sem
framleiddi fyrir innanlands-
markað eingöngu.
Um þetta segir m.a. í
skýrslu ráðuneytisnefndarinn-
ar:
„Að beiðni Steinullarfélags-
ins hf. hefur sérstaklega verið
metin hagkvæmni þess að
reisa og reka steinullarverk-
smiðju, er nær einvörðungu
framleiddi fyrir innlendan
Þorbjörn Broddason:
Skipulagsstofa höfuðborgar-
svæðisins og pólitískar blöðrur
í Morgunblaðinu birtist, föstu-
daginn 3. þ.m., grein eftir Júlíus
Sólnes, formann framkvæmda-
stjórnar Skipulagsstofu höfuð-
borgarsvæðisins, og nefndi hann
greinina „Sprungumyndun af
völdum Skipulagsstofu höfuðborg-
arsvæðisins?"
Óhjákvæmilegt er fyrir mig að
gera athugasemd við þessa grein
vegna setu minnar í framkvæmda-
stjórninni. Júlíus Sólnes segir á
þessa leið: „Fyrir hönd fram-
kvæmdastjórnar Skipulagsstofu
höfuðborgarsvæðisins vil ég koma
á framfæri eftirfarandi upplýs-
ingum ...“ Hér er gefið til kynna
að framkvæmdastjórnin öll standi
að baki greininni, eða sé henni
sammála. Það er hins vegar rangt.
Eg hafði enga hugmynd um þessi
ritstörf formannsins fyrr en ég las
grein hans í blaðinu. Og hefði
hann borið hana undir mig hefði
ég hafnað innihaldi hennar í
veigamiklum atriðum. Skoðana-
munur okkar snýst um vinnubrögð
Skipulagsstofunnar í tilteknu
máli. Föstudaginn 27. f.m. sendi
forstöðumaður stofunnar hrað-
boða til Borgarskipulags Reykja-
víkur með skýrslubút eftir Jón
Jónsson, jarðfræðing, um
sprungukerfið í austurjaðri
Reykjavíkur. Skýrslubútur þessi
er hluti af sýnu stærra yfirlits-
verki sem Jón Jónsson er að vinna
fyrir skipulagsstofuna og er hið
þarfasta verk. Á hinn bóginn er
þar ekkert að finna sem skipu-
leggjendur austursvæða vissu ekki
þegar (sbr. greinargerð Borgar-
skipulags um austursvæði, bls. 27
og 28, og bréf Halldórs Torfason-
ar, jarðfræðings, dags. 30.03/81,
þar sem segir: „Undirritaður telur
því að þær upplýsingar sem fram
koma í úrdrætti Jóns Jónssonar og
bréfi frá Skipulagsstofnun (sic)
höfuðborgarsvæðisins séu ekki
nýjar af nálinni"). Það vekur því
nokkra furðu að skipulagsstofan
skuli senda þennan gamla fróðleik
út með slíkum flýti, en tortryggi-
leg verða vinnubrögðin þá fyrst er
í ljós kemur að vitneskju um
farangur hraðboðans er lekið um-
svifalaust í Morgunblaðið með
þeim afleiðingum að pólitísk frétt
um málið er þanin nærfellt yfir
þvera baksíðu blaðsins morguninn
eftir. Pólitísk slagsíða fréttarinn-
ar felst ekki í beinum rangfærsl-
um, enda mun reyndur maður
hafa setið þar við ritvél, heldur í
því að birta einungis lítinn hluta
þeirra upplýsinga sem máli
skipta. Til dæmis er hvergi tekið
fram, að vandamálið er löngu
þekkt. Ekki er „fréttin" heldur
borin undir forstöðumann Borg-
arskipulags, sem hlaut þó augljós-
lega að búa yfir mikilsverðum
upplýsingum. Verður þó ekki ann-
að sagt en fréttamaðurinn hafi
verið iðinn við símann þennan
dag.
Mér er ekki að skapi að stunda
orðaskak við samstarfsmann
minn í framkvæmdastjórn Skipu-
lagsstofunnar á síðum dagblaðs,
enda er mér ljúft að staðfesta það
sem hann segir í lok greinar
sinnar, að samstarfið í fram-
kvæmdastjórninni hefur verið
mjög gott. Hins vegar er mér
nauðugur einn kostur að gera
athugasemd á sama vettvangi
eftir að formaðurinn hefur komið
af stað misskilningi með grein-
arskrifum í Morgunblaðið í stað
þess að taka málið fyrst til
umfjöllunar í framkvæmdastjórn-
inni, og forstöðumaðurinn hefur,
án vitundar framkvæmdastjórn-
arinnar, sent út efni sem ekki
hefur gegnt öðru hlutverki, að séð
verði, en að vera pólitísk blaðra
sprungin á baksíðu Morgunblaðs-
ins.
Aðstandendur Skipulagsstofu
höfuðborgarsvæðisins mega vissu-
lega vera þakklátir fyrir áhuga og
umhyggju fjölmiðla í garð stof-
unnar og ég treysti því að árvekni
Morgunblaðsins minnki í engu
þótt ég tjái þá frómu ósk að
framkvæmdastjórnarfundir megi
nú að nýju flytjast af síðum þessa
sómablaðs og á sinn eðlilega
vettvang.
Með þakklæti fyrir birtinguna.
4. apríl 1981.
Þorbjörn Broddason.