Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981
37
Bryndís Þorsteins-
dóttir — Minning
Fædd 27. júní 1913.
Dáin 24. mars 1981.
í dag, fimmtudag, verður lögð
til hinztu hvílu í Fossvogskirkjug-
arði, frænka mín Bryndís Þorst-
einsdóttir, en bálför hennar var
gerð í New York þann 28. marz
síðastliðinn.
Hún var fædd 27. 6. 1913, næst
elzt átta barna hjónanna Þorst-
eins Guðlaugssonar og Astríðar
Oddsdóttur. Bryndís stundaði nám
við Kvennaskólann og útskrifaðist
þaðan 1931. Síðan vann hún í
Alþýðubrauðgerðinni til ársins
1945 er hún hélt til Bandaríkj-
anna. Árið 1951—1957 starfaði
hún hér heima og stýrði þá
verzlun Kron á Grímsstaðaholti.
Verðslun Kron við Fálkagötu var
þá eina verzlunin í hverfinu og
naut vezlunarstjórinn virðingar
hins sívaxandi viðskiptamanna-
hóps.
Árið 1957 hélt hún á ný til
Bandaríkjanna og bjó æ síðan í
New York. Síðustu tuttugu árin
vann hún hjá virðulegu skartgrip-
afyrirtæki Tiffany’s eða þar til í
haust er leið, er hún hafði náð
eftirlaunaaldri. Gafst nú loks tæk-
ifæri til að sinna áhugamalum og
hugðist frænka mín ferðast, en
eiga sér áfram samastað í litlu
íbúðinni í Greenwich Village. Því
miður varð minna úr því en ætlað
var, hún andaðist snögglega af
völdum hjartameins þann 24.
marz síðastliðinn.
Ég var eionn þeirra fjölmörgu,
sem heimsóttu Bryndísi í New
York og nutu leiðsagnar hennar
um stórborgina. Þessa stórborg
stórborganna sem býr yfir hvað
hrikalegustum andstæðum. AF
orðum hennar fékk maður skilið
það undarlega aðdráttarafl þessa
staðar að hrífa til sín mannverur
úr hverjum heimskrika og heilla,
þannig að upp frá því eiga þeir
hvergi annars staðar heima.
í Leroy Street 25 býr nú engin
Binna, að sýna þér Metropolitan
Opera eða Radio City Music Hall,
engin Binna frænka að temja þér
brosmildi og virðingu við utan-
garðsfólk stórborgarinnar.
Við stöndum fátækari eftir, nú
þegar Binna er öll, en þó rík af
kynnum við þessa hlýju og víð-
sýnu konu. Blessuð sé minning
hennar.
B.I.
Föðursystir mín, Bryndís Þor-
steinsdóttir lést að heimili sínu í
New York 24. mars sl.
Hún var fædd í Reykjavík þ. 27.
júní 1913. Foreldrar hennar voru
Ástríður Oddsdóttir og Þorsteinn
Guðlaugsson sjómaður. Ólst hún
upp í stórum systkinahópi, fyrst á
Ránargötunni og síðan á Hring-
braut 88. Alls áttu amma og afi 10
börn. Tvö þeirra, Margrét og
Víglundur, létust á unga aldri.
Upp komust þau Guðlaugur,
Bryndís, Guðrún, Þorsteinn, Har-
aldur, Margrét, Ásta og Steinunn.
Þeir Guðlaugur og Þorsteinn eru
báðir látnir fyrir nokkrum árum.
Ein systirin, Margrét, býr í Den-
ver, Colorado.
Binna frænka lauk námi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík vor-
ið 1931. Hún hélt alla tíð mikilli
tryggð við skólasystur sínar, og
hafði ráðgert að koma til íslands
nú í vor að halda hátíðlegt 50 ára
skólaafmæli þeirra.
Að loknu námi í Kvennaskólan-
um hóf Binna skrifstofustörf í
Reykjavík þar til hún fluttist til
Bandaríkjanna árið 1945. Aftur lá
þó leið hennar heim 1949, og
starfaði hún næstu árin sem
verslunarstjóri hjá KRON á
Fálkagötu. Eftir fimm ára dvöl á
íslandi hélt hún á ný til Banda-
ríkjanna, og þar starfaði hún
síðan og átti heimili sitt til
æviloka.
Binna frænka mín er tengd
öllum mínum fyrstu bernsku-
minningum. Ástúð hennar, gjaf-
mildi og umhyggja fyrir sínum
nánustu einkenndi alit hennar líf.
Næst foreldrum mínum hefur
enginn vakað eins yfir velferð
minni og velgengni á uppvaxtarár-
unum og hún. Tryggð hennar
hefur fylgt mér alla tíð og seinna
mínum börnum og heimili.
Binna frænka giftist aldrei né
eignaðist börn sjálf, en hag allra
systkinabarna sinna bar hún jafn-
an fyrir brjósti sem væru það
hennar eigin börn. Þótt hún byggi
í fjarlægu landi fundum við ætíð
fyrir nálægð hennar.
Margir eru þeir úr fjölskyldunni
sem hafa notið gestrisni á heimili
hennar í New York og notið
leiðsagnar hennar um stórborg-
ina.
Það er meira skarð fyrir skildi í
svo stórum fjölskylduhóp þegar
Binna frænka er horfin af sjón-
arsviðinu. I gegnum árin hefur
hún verið sameiningartákn okkar
allra. Þetta hljótum við öll að
finna á kveðjustund og þakka
henni af alhug.
Guð blessi minningu hennar.
Ásta Bryndís Þorsteinsdóttir
Minning:
Haraldur Jensson
fyrrum varðstjóri
Fæddur 12. desember 1910.
Dáinn 2. apríl 1981.
É« lyfti Jjcr hlikandi lifsins veijí.
Ijúsblómin xrlp ók af himnt'skum sveijf.
og lt'KX mér um heita hvarma.
E.B.
Það er farið að þynnast í röðum
minna góðu vina og starfsfélaga
frá því ég byrjaði sem fangavörð-
ur hjá lögreglustjóraembættinu í
Reykjavík árið 1946.
Með Haraldi er hniginn einn í
hópi traustustu og beztu vina
minna. Víst er um það, að 35 ára
straumkast hefur tekið mikið með
sér og auðvitað gefur hann nokkuð
í staðinn, og vissulega kemur
maður í manns stað. En sama
rósin sprettur aldrei aftur. Rúm
Haraldar Jenssonar verður vand-
fyllt bæði heima og að heiman.
Haraldur var einstakt prúðmenni,
sem aldrei haggaðist hvað sem á
gekk. Ég veit að þeir, sem bezt
þekktu manninn og fyígdust með
innstu hugarhræringum hans í
önn dagsins, votta með mér, að
öryggið sem hann bjó yfir bæði í
huga og starfi hafi fært okkur
sanninn um að hvar sem hann fór,
var hraust sál í sterkum likama.
Frábær starfsferill Haraldar bæði
sem landverkamanns, sjómanns,
lögreglumanns, varðstjóra og síð-
ast en ekki sízt læknabílstjóra er
að sjálfsögðu manngildi hans að
þakka og hæfileikum að laða sig
að mönnum og staðháttum hverju
sinni, hvar sem var.
Skaphöfn Haraldar var einstök.
Öll þau ár sem við unnum saman,
og hann þá oft sem varðstjóri,
varð að taka vandasamar ákvarð-
anir og ekki voru að geði þeirra,
sem hann deildi við, og urðu þeir
oft vondir. Þá brosti Haraldur
sínu venjulega brosi og sagði með
sinni alkunnu ró: „Þú sefur hjá
okkur í nótt vinur og svo þegar þú
vaknar til lífsins, þá skilur þú mig
betur." Haraldur vissi að sá sem
hrasar á göngu sinni, afmyndar
spor sín. Ég tileinka þessum látna
vini mínum þessi kunnu og fleygu
orð: „Hafðu hljótt um þig. Drag
skó þína af fótum þér, því að sá
staður,er þú stendur á, er heilög
jörð.“ Vissulega áttu þessar setn-
ingar vel við sálarlíf Haraldar og
ekki hvað sízt við síðstu störf hans
í mörg ár, þar sem hann vann og
vakti um nætur, þegar aðrir hvíld-
ust og sváfu. Það mátti ekki þeyta
bílflautuna, ekki þramma harka-
lega upp stiga eða skella hurðum.
Hans atvinna var að keyra lækn-
ana milli húsa um nætur þeirra
erinda að lina kvalir hinna sjúku,
sem áttu bágt og þoldu ekki
strákslega umgengni.
Haraldur fæddist 12. desember
1910 að Reykjanesi í Grímsnesi.
Voru foreldrar hans Jens Jónsson
trésmiður og Oddbjörg Stefáns-
dóttir. Þau giftust ekki og bjuggu
ekki saman, svo að það kom í hlut
móðurinnar að sjá drengnum fyrir
daglegum þörfum þar í sveit. Árið
1926 nánar tiltekið 16 ára gamall
flyzt hann til Reykjavíkur og
stundar þar alla þá vinnu sem föl
var og hægt var að fá og áður er
getið.
Árið 1937 kvæntist Haraldur
fyrri konu sinni Björgu Jónsdótt-
ur Barðasonar, skipstjóra frá
Siglufirði, og átti með henni
fjögur börn, tvær dætur og tvo
drengi. Elzta barn þeirra, Helga,
sem á sínum tíma var sunddrottn-
ing íslands, synti úr Harðarhólma
til lands eins og alnafna hennar
gerði forðum daga.
I Hólmfríður, er búsett norður í
Ólafsfirði, gift Barða Þórhalls-
syni, bæjarfógeta. Henni kynntist
ég fyrir tæpum tveimur árum á
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar
sem við vorum sjúklingar. Hvern
dag kom pabbi hennar í heimsókn
og gerði okkur málkunnug. Aldrei
var þessi vinljúfi sæmdarmaður
svo mikið að flýta sér, að hann
ekki miðlaði mér nokkrum mínút-
um af þeim tíma, sem dótturinni
bar.
Árið 1954 missir Haraldur konu
sína frá börnum innan og um
fermingaraldur. Þær systur, þó
ungar væru, sáu um heimilið og
bræður sína barnunga í full tvö ár.
Þá verða aftur hamingjusamlega
þáttaskil í lífi Haraldar, er hann
kvæntist ungri og glæsilegri konu,
Þórunni Stefánsdóttur frá Skip-
holti í Árnessýslu og átti með
henni þrjár dætur, sem allar eru
heima ógiftar, sú yngsta fjórtán
ára.
Ég þekkti ekki konur Haraldar
og börn þeirra nema Helgu mest
af afspurn, þar til ég kynntist frú
Hólmfríði eins og áður segir. Hún
talaði ekki mikið um sjálfa sig en
meira um stjúpu sína, sem hún
taldi í fyrstu röð kvenna bæði að
sjá og reyna og aldrei gerði hún
mun á sínum eigin börnum og
okkar, sem vorum henni ekki
skyld. Hálfsystur mínar eru allar
bæði fallegar og góðar, sagði
Hólmfríður.
Haraldur var búinn að vera frá
vinnu í full tvö ár og nokkrar
vikur á spítala, oftast sárþjáður
þar til yfir lauk. Hann verður
jarðsunginn í dag frá Fossvogs-
kapellu klukkan þrjú.
Ég votta eiginkonu, börnum og
öllum vinum Haraldar mína
dýpstu samúð.
Góða ferð inn í friðinn og
sæluna.
Bjarni M. Jónsson.
Tölvuskólinn
Borgartúni 29
sími 25400
Tölvunámskeið
★ Viltu skapa þér betri aöstööu á vinnumarkaðnum?
★ Viltu læra aö vinna meö tölvu?
★ Á námskeiöum okkar lærir þú aö færa þér í nyt
margvíslega möguleika sem smátölvur (micro-
computers) hafa upp á aö bjóöa fyrir viöskipta- og
atvinnulífið.
★ Námið fer aö mestu fram meö leiösögn tölvu og
námsefniö er aö sjálfsögu allt á íslensku. Náms-
efniö hentar auk þess vel fyrir byrjendur.
★ Á námskeiöunum er kennt forritunarmálið BASIC,
en þaö er langalgengasta tölvumáliö sem notaö er
á litlar tölvur.
Innritun í síma 25400.
STIL-LONGS
ULLARNÆRFÖT
NÆLONSTYRKT
DÖKKBLÁ FYRIR
BÖRN OG FULLORDNA
SOKKAR
MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI
ULLARLEISTAR
DÖKKBLÁIR
(LOÐNIR INNAN)
•
VINNUFATNAÐUR
LEÐURHANSKAR
GÚMMÍHANSKAR
VINNUFATNAÐUR
SJÓFATNAÐUR
REGNFATNAÐUR
VARMAPOKAR
KLOSSAR
SVARTIR OG BRÚNIR
MED OG ÁN HÆLKAPPA
•
BAUJUSTENGUR
ÁL OG PLAST
ENDURSKINSHÓLKAR
BAUJULUKTIR
LÍNUBELGIR
NÓTABELGIR
BAUJUBELGIR
TROLLASAR
DURCO-PATENTLÁSAR
%“, v«“
SALTSKOFLUR
ÍSSKÓFLUR
GRASLEPPUNET
RAUÐMAGANET
SILUNGANET
FLOT- OG BLÝTEINAR
NETAFLOT
HAKARLAÖNGLAR
SKÖTULÓÐARÖNGLAR
ÞUNGAVÖRU-
STREKKJARAR
TJÖRUHAMPUR, BIK
KALFAKTKYLFUR
KALFAKTJÁRN
FERNISOLÍA
KARBOLÍN
BLAKKFERNIS
HRÁTJARA
STORZ-
SLÖNGUTENGI
STORZ-SLÖNGUSTÚT AR
URUNASLÖNGUR
GUMMISLONGUR
ALLAR STÆRÐIR
PLASTSLÖNGUR
GLÆRAR MEÐ
OG ÁN INNLEGGS
VELATVISTUR
í 25 KG BÖLLUM
HVÍTUR OG MISL.
GRISJUR í RÚLLUM
ANANAUSTUM
SÍMI 28855
Opiö laugardaga 9—12