Morgunblaðið - 09.04.1981, Page 32

Morgunblaðið - 09.04.1981, Page 32
3 2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 Samtök heilbrigðisstétta stofnuð í veðurofsa og loftleysi Á síðasta aðalfundi Samtaka heilbrigðisstétta lét María Pétursdóttir, hjúkrunar: fræðiniíur og skólastjóri, af störfum sem formaður að eigin ósk og við tók Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna. En María var aðalhvatamaður að stofnun samtakanna og fyrsti formaður. Samtök heilbrigðisstétta hafa nú starfað í 12 ár og komin reynsla á ágæti og nauðsyn þess samstarfs þeirra sem að heilbrigðismálum vinna. En tilgangurinn með stofnun þeirra var að efla gagnkvæm kynni milli aðildarfélaganna, og vinna að hagkvæmari lausn á sameiginlegum málum, auk þess sem stuðlað yrði að framförum á sviði heilbrigðismála með margskonar fræðslu. En Samtökum heilbrigðisstétta var ekki ætlað að fjalla um þröng sérsvið einstakra félaga, öllu heldur um hlutverk samtakanna og starfsvettvang innan heilbrigðis- þjónustunnar. Norðmenn hafa að nokkru leyti nú fetað í fótspor þeirra með „Fælles samtaleforum" frá 1977, sem 11 landsamtök heilbrigðis- stétta þar standa að, að því er María fræddi fréttamann Mbl. um, þegar okkur þótti við hæfi til að fá frekari fréttir af starfi samtakanna hjá þeirri, sem lengst af hefur haldið þar þráðum sam- an. I upphafi samtalsins sagði María-okkur frá upphafi samtak- anna og rifjaði upp stofnfundinn 15. janúar 1969, sem haidinn var í húsakynnum Hjúkrunarfélagsins. — Þar mættu 19 fulltrúar frá 10 félögum heilbrigðisstarfsmanna, sagði hún. Þennan dag var ofsa- veður og þröngt setið í þessu eina herbergi, sem hjúkrunarfélagið hafði þá til umráða. Ógerlegt var að opna glugga eða svaladyr vegna ofsans og ekki leið langur tími, þar til móðan innanvert á rúðun- um rann í stríðum straumum. Varla hefur loftið verið heilnæm- ara þar inni hjá þessum full- trúum, sem vildu setja sér starfs- reglur til að stuðla að bættri heilbrigðisþjónustu en var í gömlu baðstofunum, þar sem þessir fáu gluggar á framhlið torfbæjanna voru negldir aftur. Heimilisfólkið hélt til í baðstof- unni á hinum leiðinlegu rigningar- dögum og löngu vetrarkvöldum, borðaði oftast á rúmstokknum, segir í lýsingu prófessors Edvards Ehlers, sem hingað kom 1894, til að rannsaka orsakir holdsveikinn- ar. Þarna í skrifstofu hjúkrunar- félagsins var þröngt setið, kaffi drukkið og notið veitinganna, sem Borgarspítalinn hafði sent. En í svo góðum félagsskap leið þó tíminn fljótt. Þegar við förum að ræða um hverjir hafi verið þarna og úr hvaða stéttum, berst talið fljótt að forsögu málsins, sem er nauðsyn- leg til skýringar, enda hefur hlutverkaskipting orðið mjög ör í heilbrigðisstéttunum á undan- förnum árum og félög þeirra voru þá þegar mjög misgróin í þjóðfé- laginu. Upphafið var það að María Pétursdóttir ræddi síðla ágúst- mánaðar 1967 við Arinbjörn Kol- beinsson, formann Læknafélags Islands, og Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóra ríkisspítal- anna um að æskilegt væri að stofna bandalag heilbrigðisstétta, en Georg var líka formaður Félags forstöðumanna á sjúkrahúsum og sjálfsagt á honum brunnið þörfin á meiri tengslum milli stéttarfé- laganna, enda sótti hann fast að félag forstöðumanna tæki upg samband við heilbrigðisstéttir. í sama streng tók Haukur Bene- diktsson, framkvæmdastjóri Borgarspítalans og reyndust báðir áhugasamir og góðir liðsmenn, að sögn Maríu. Þeir Arinbjörn Kolbeinsson og Georg Lúðvíksson báðu Maríu Pétursdóttur, sem þá var formað- ur hjúkrunarfélagsins um að tala við formenn þeirra félaga sem til greina komu og athuga möguleik- ana á að boða til fundar. Og 14. september komu til fundar full- trúar frá hinum ýmsu heilbrigð- isstéttum, einn frá hverju félagi og sýndu allir áhuga á að mynda með sér einhvers konar félag eða bandalag. Var þeim Maríu, Arin- birni og Georg falið að vinna að skipulagsskrá og hefja undirbún- ingsvinnu. Og stofnfundurinn var haldinn í janúar 1%9, sem fyrr segir. Gengu öll félögin þá í samtök heilbrigðisstétta, eftir að hver hafði leitað samþykkis aðal- fundar síns félags. Þau voru 10 talsins: Félag forstöðumanna sjúkrahúsa á íslandi, félag gæslu- systra, sem nú heitir Félag þroskaþjálfa, Félag íslenzkra sjúkraþjálfara, Hjúkrunarfélag Islands, Ljósmæðrafélag íslands, Lyfjafræðingafélag íslands, Læknafélag Islands, Meinatækna- félag íslands, Sjúkraliðafélag ís- lands, og Tannlæknafélag íslands. — Sum félögin voru mjög ung og í fullu æskufjöri, önnur komin á miðjan aldur, reynslunni ríkari í félagsstarfsemi, með góðum lífs- þrótti. Fagnandi sambúðinni væntu þau öll góðs af þessu velættaða afsprengi, segir María Pétursdóttir. — Þrjú elstu félögin, læknafélagið, ljósmæðrafélagið og hjúkrunarfélagið, eru samtök þeirra heilbrigðisstarfsmanna, er Iengsta eiga sögu í heilbrigðis- þjónustu, en hlutverkaskipti hafa orðið mikil og ör á seinni tíma. Mörg þau störf, er þessar stéttir sinntu einar fyrr á tímum, eru nú í höndum annarra sérlærðra starfshópa. 16 félög heilbrigðisstétta Á stofnfundinum var rætt laga- frumvarp undirbúningsnefndar samþykkt sem lög og kosið í stjórn samtakanna. Formaður var María Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur, ritari Einar Benediktsson lyfja- fræðingur, gjaldkeri Georg Lúð- víksson framkvæmdastjóri, vara- formaður Arinbjörn Kolbeinsson læknir, vararitari Gunnar Dyrset tannlæknir og varagjaldkeri Sig- ríður Gísladóttir sjúkraþjálfari. Aðild að samtökum heilbrigð- isstétta geta átt stéttarfélög heil- brigðisstarfsmanna skv. lögum samtakanna frá 1973. En til nán- ari skilgreiningar var ákveðið síðar að átt væri við heilbrigðis- stéttir með lögvernduð starfsrétt- indi. Sex félög hafa bæst í samtök- in eftir að þau voru stofnuð: Dýralæknafélag íslands árið 1971, Félag ísl. röntgentækna 1973, Fé- lag ísl. læknaritara 1973, Lyfja- tæknafélag íslands 1976, Félag háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga 1979, Iðjuþjálfafélag ís- lands 1979. Á hvern hátt ná þá öll þessi félö0 samstöðu og samstarfi? Það útskýrir María: — Fulltrúaþing er haldið árlega og fer með æðsta vald í málum samtakanna. Full- trúafjöldi fer eftir félagatöl- áð- ildarfélaga, frá 2 fulltrúum frá minnstu félögunum til 5 í þeim, sem hafa 151 félaga eða fleiri. Því ná aðeins fjögur félög af 16. Fjölmennast er hjúkrunarfélagið, sem er yfir 60 ára gamalt, en fast á eftir kemur Sjúkrafélagið, sem stofnað var 1966, þá jafnald-arr.ir ljósmæðrafélagið og læknatelagið, sem stofnuð voru 1918, ári fyrr en hjúkrunarfélagið. Öll þessi félög hófu göngu sína fámenn og veik- byggð, en fundu fljótt að heildar- samstaða er lífsnauðsyn, líka t í við. En mörg þeirra eru virkir aðilar í norrænni og alþjóðlegri samvinnu á þeirra sérsviði. Hjúkrunarfélagið t.d. óslitið frá 1923 í SSN, Samvinnu hjúkrun- arkvenna á Norðurlöndum. Sam- tök heilbrigðisstétta eiga ekki kost á norrænni eða alþjóðlegri sam- vinnu við samskonar heildarsam- tök, því ekki er vitað um hliðstæðu þeirra annars staðar, nema hvað Norðmenn hafa að nokkru fetað þar í fótspor okkar, sem fyrr er sagt. Samtök heilbrigðisstétta voru einmitt stofnuð hér, þar sem talin var brýn þörf náinnar samvinnu heilbrigðisstétta á starfslegum og fræðilegum grundvelli, sem væri óháður kjara- og launabaráttu, útskýrir María. Til hliðsjónar og fyrirmyndar var tekið árangurs- ríkt samstarf óskyldra félaga póli- tískra, safnaðar-, líknar- og stétt- arfélaga innan Bandalags kvenna í Reykjavík og Kvenfélagasam- bands Islands, sem hafa starfað í meira en hálfa öld og komið fleiru góðu til leiðar í okkar þjóðfélagi en marga grunar. Þau félög eiga þó mismunandi, ólík og jafnvel andstæð baráttumál og markmið. Samtök heilbrigðisstétta ættu að takast vel, þar sem aðildarfélögin vinna öll að sameiginlegu marki og láta sig varða markmið og skipulag, mat og skilning á heil- brigðisþjónustu, menntun heil- brigðisstétta og framþróun heil- brigðismála. Að meðaltali hafa verið um 10 stjórnarfundir á ári og fulltrúa- fundir eða aðalfundir að hausti, skv. félagslögum. Auk þess hafa oft verið 1—2 fulltrúafundir ár- lega og almennir fundir. Öll vinna hefur verið sjálfboðavina og alveg vantar skrifstofuaðstöðu. U við kjararíg og nreppapólitík Og hver hafa þá verið verkefn- in? María segir að t.d. hafi verið leitað umsagnar SHS um flest frumvörp er snerta heilbrigðis- þjónustu, svo sem frumvarp um breytingu á lögum frá 1%9 um verslun með áfengi, tóbak og lyf, frumvarp til laga um félagsráð- gjöf, frumvarp um breytingu á lögum um fávitastofnanir, frum- varp um ráðgjöf og fræðslu varð- andi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og frjósemisað- gerðir 1973—1979 og 1981, frum- varp til laga um rekstur lyfjabúða. Þannig hafa samtökin öðlast við- urkenningu opinberra aðila sem hlutlaus umsagnaraðili, án af- skipta af -asamningum eða hreppap' — Löj. Kvæmt á SHS tvo fulltrúa í i. ..origðisráði Islands, segir Maria, en ráðið hefur verið næstum óstarfhæft vegna fjár- skorts og harma samtökin að svo skuli vera, þar sem fulltrúar frá samtökunum, auk fulltrúa frá Læknafélaginu, Tannlæknafélag- inu, Dýralæknafélaginu og Hjúkr- unarfélaginu sýndu góðan áhuga á að vinna fyrir ráðið og fannst mikil þörf fyrir slíka stofnun. Þá nefnir María ýmsa fundi, sem haldnir hafa verið og fundar- efni, sem þar hafa verið tekin til umfjöllunar, og niðurstöður oft birtar í dagblöðum. Má þar nefna E.t.v. nýkjörin stjórn og fráfarandi formaður Samtaka heilbrigðisstétta. Davíð Á. Gunnarsson, formaður, Anna Atladóttir, Magnús R. Gisiason, Arinbjórn Kolbeinsson, Svanlaug Árnadóttir og Maria Pétursdóttir, sem nú er að láta af formennsku samtakanna. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 24. mars var spilaður eins kvölds tvímenning- ur í tveimur riðlum. Bestu skor hlutu: A-riðill: Guðrún — Haukur 140 Sævin — Ragnar 121 Hjalti — Ragnar 117 Guðmundur Kr. — Gísli 114 B-riðill: Jón H. — Ragnar 132 Magnús — Þorsteinn 125 Andrés — Gunnar 120 Garðar — Guðmundur 119 Síðastliðinn þriðjudag buðu Húnvetningar til sveitakeppni. Spilað var á 22 borðum og fóru leikar þannig eftir harða og skemmtilega keppni, að Hún- vetningar fengu 111 vinningsstig en Skagfirðingar 109, jafnvel þótt þeir ynnu á 6 borðum en Húnvetningar á 5. Þriðjudaginn 14. apríl er reiknað með að spila sveita- keppni við annað bridgefélag. Bridgedeild Breiðfirðinga Þrjátíu umferðum af 41 er lokið í barómeterkeppninni og er staða efstu para þessi: Guðjón Kristjánsson — Þorv. Matthíass. 476 Böðvar Guðmundss. — Skúli Einarsson 391 Ester Jakobsdóttir — Ragna Ólafsdóttir 329 Eggert Benónýsson — Þorsteinn Þorst.ss. 319 Albert Þorsteinss. — Sigurður Emilss. 288 ólafur Gíslason — Óskar Þór Þráinss. 241 Ása Jóhannsdóttir — Sigríður' Pálsd. 179 Bragi Bjarnason — Hreinn Hjartars. 176 Hálldór Helgason — Sveinn Helgason 176 Kristján Ólafsson — Runólfur Sigurðss. 161 Næst verður spilað á fimmtu- daginn í Hreyfilshúsinu og hefst keppnin kl. 19.30. Bridgefélag kvenna Þann 6. apríl lauk parakeppni þeirri sem hefur staðið yfir undanfarin fimm kvöld hjá bridgefélagi kvenna. Þegar upp var staðið höfðu Ester og Valdi- mar afgerandi forystu í keppn- inni með 1010 stig sem er mjög góð skor. Röð efstu para var annars sem hér segir: Ester — Valdimar 1010 Steinunn — Agnar 925 Dröfn — Einar 902 Guðríður — Sveinn 894 Sigríður Guðlaugur 889 Dóra — Guðjón 885 Kristín — Guðjón 864 Ingibjörg — Sigvaldi 858 Júlíana — Örn 850 Bridge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Gunnþórunn — Þorsteinn 849 Svafa — Þorvaldur 845 Árnina — Bragi 843 Alls spiluðu 36 pör keppnina. Mánudaginn 13. apríl hefst hraðsveitarkeppni hjá félaginu, og enn á ný sýna konur gæsku sína, þar sem karlmenn fá nú tækifæri til þess að mynda par með einhverri konunni og taka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.