Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 Ólafur G. Einarsson: Stjórnarfrumvarp með skatta- stefnu Alþýðubandalagsins. Atlaga að atvinnurekstrinum Stjórnarírumvarp það, sem hér er til umræðu, og fjallar um breytingar á tekju- og eignaskattslögum, felur í sér þrenns konar breytingar: 1) tæknilegar breytingar, sem auka á skýrleika laganna. og samstaða ætti að nást um, 2) breytingar varðandi skattstofna einstaklinga og atvinnurekstrar, sem skiptar skoðan- ir eru um og 3) breytingar varðandi skattálagningu, ákvörðun á skatthlutföllum og skattstigum. sem fyrst og fremst er pólitísk ákvörðun, en þar stangast á ólík sjónarmið. Þannig mælti ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna. er hann fjallaði um nýframlagt stjórnarfrumvarp á Alþingi í fyrradag. Seint fram komið ÓIGE gagnrýndi hve lengi ríkis- stjórnin hefði verið að koma sér saman um þá skattalegu stefnu- mörkun, sem í frumvarpinu fælist, sem m.a. hefði leitt til seinkunar á skilafresti framtala einstaklinga í atvinnurekstri. Síðan ætlaðist rík- isstjórnin til þess að frumvarpið væri afgreitt á örfáum dögum án nauðsynlegrar skoðunar og um- göllunar. IGE sagði frumvarp þetta endur- spegla stefnu Alþýðubandalagsins í skattamálum, sem einkum kæmi fram í ákvörðun skattstiga og útfærslu hans sem og skerðingu á fyrningum við skattlagningu at- vinnurekstrar. Skattarnir og kaupmátturinn ÓIGE sagði að sýndarmennskan í þessu frumvarpi kæmi fyrst og fremst fram í þeirri staðhæfingu, að verið væri að lækka skatta sem svaraði 1 ‘A % kaupmáttaraukn- ingu. Hér er alls ekki um skatta- lækkun frá fyrra ári að ræða, heldur hið gagnstæða. Þessi „skattalækkun" er framkölluð þann veg, að fyrst eru áætlaðir skattar 1981 hækkaðir í fjárlögum með rangri skattvísitölu, síðan slakað eilítið á frá áætluðum skatt- auka — og kallað „lækkun" — og metið til „kaupmáttaraukningar"! Hér er dæmigerð sýndarmennska á ferð og ber allt svipmót Alþýðu- bandalagsins, sem ríkjum ræður í fjármálaráðuneytinu. ÓIGE sagði orkujöfnunargjald, sem fyrst var lagt á í fyrra, og jafngilti 1 '/2 % söluskattshækkun, koma nú á allt árið — en aðeins hluta árs í fyrra. Þetta gjald eykur því verulega skattabyrði heimila á þessu ári. Annar nýr skattur, vörugjald á sælgæti og gosdrykki, kemur og til sögunnar 1981. Áformuð hækkun tekju- og eigna- skatta umfram verðlag er og aug- ljós. Þessir skattar vóru hækkaðir með breytingartillögum stjórnar- liða um 6,4 milljarða gamalkróna Fyrirspurnir: Morssendingar - björgunarlaun Morssendin>íar Pétur Sigurðsson (S) og Matt- hías Á. Mathiesen (S) hafa borið fram eftirfarandi spurningar til menntamálaráðherra, Ingvars Gíslasonar: fréttasendinga til skipa árið 1979 og 1980? 2. Hver var launakostnaður vegna þessarar þjónustu og hvernig skiptist hann milli deilda? við endanlega gerð fjárlaga 1981, — og röng ákvörðun skattvísitölu hækkar þessa skatta enn um 6,5 milljarða gamalkróna (þ.e. skatt- vísitala 145 í stað 153). Sýnt er því að loforðið um 1 'A % kaupmáttaraukningu í „skatta- lækkunum" er því hrein blekking, ef skattheimtan í heild er skoðuð. Skattaukareikningur Þessi aukaskattreikningur til ríkisins er í stórum dráttum svona, og ég nefni þetta í gömlum krón- um: I fyrsta lagi hækkun tekju- og eignarskatta einstaklinga, 17,5 milljarðar króna; í annan stað hækkun söluskatts um 2 prósentu- stig haustið 1979, 16 milljarðar, þá hækkun vörugjalds á sama tíma 6 prósentustig, 11 milljarðar, í fjórða lagi gjald á ferðalög til útlanda, nýr skattur, 2,4 milljarðar, í fimmta lagi nýtt innflutningsgjald á sælgæti 1,2 milljarðar, í sjötta lagi nýtt vörugjald á sælgæti og gosdrykki 3,6 milljarðar, í sjöunda lagi hækkun verðjöfnunargjalds og raforku 1,8 milljarðar, í áttunda lagi skattahækkun á bensín um- fram aðrar verðlagshækkanir 15 milljarðar, í níunda lagi orku- jöfnunargjald, sem er í raun 1,5% söluskattur 13 milljarðar, í tíunda lagi markaðar tekjur upptækar í ríkissjóð 6,9 milljarðar. Þetta eru samtals 93,4 milljarðar, en frá dregst lækkun óbeinna skatta og tolla upp á 22,3 milljarða og heildarraungildishækkun skatta frá 1978 er því 71 milljarður rúmlega. Fyrningarheimildir skertar um 10% ÓIGE sagði meginbreytingar frumvarpsins, varðandi atvinnu- reksturinn, felast í 14. og 17. gr. Ólafur G. Einarsson frumvarpsins. Heimild laga til sér- stakrar fyrningar á móti reiknaðri tekjufærslu vegna verðbreytinga er lækkuð úr 50% í 40%. í 17. grein eru ákvæði er skerða verulega fyrningarheimildir. Ég trúi því tæplega að allir þingmenn Fram- sóknarflokks uni þessu. Hér er í raun um almenna skerðingu fyrn- ingarreglna um 10% að ræða, því það eru fá fyrirtæki í landinu sem hafa 5% eða meiri hagnað af heildartekjum. Menn verða að muna að fyrningarhlutföll vóru verulega lækkuð 1978 frá því sem áður var — og að mínu mati er óhæft að höggva enn í þennan knérunn. Með frumvarpi þessu er ’ enn ráðist á atvinnureksturinn í land- inu eftir kokkabókum Alþýðu- bandalagsins. Önnur atriði ÓIGE vék nokkuð að 59. gr. skattalaga (heimild til áætlunar) og sagði sjálfstæðismenn sam- þykka niðurfellingu hennar, eins og hún hefði komið út í framkvæmd. Hann gagnrýndi hinsvegar, hvern veg hún hefði verið framkvæmd en þar bæri fjármálaráðuneytið, sem væri æðstaráð skattheimtunnar, höfuðábyrgð. Hann lýsti stuðningi við ýmsar tæknilegar breytingar í frumvarp- inu sem stæðu til bóta. Hann lýsti fylgi við hækkun á lágmarksfrá- drætti einstæðra foreldra, nýtingu ónýtts persónuafsláttar til greiðslu eignaskatts o.fl., en taldi nokkra sýndarmennsku felast í heimiluð- um húsaleigufrádrætti, þar sem sá, er velur 10% frádráttarleið frá tekjum í stað sérgreindra frádrátt- arpósta, geti ekki bætt þessum frádrætti við hjá sér. Olíuhöfn og birgöastöð í Helguvik: Vísað til umsagnar utanríkismálanefndar Tillögu til þingsályktunar um að hraða undirbúningi og fram- kvæmdum við oliuhöfn og birgða- stöð í Helguvik á Suðurnesjum var visað til umsagnar utanrík- ismálanefndar Sameinaðs þings eftir fjörugar umræður sl. mánu- dag. I umræðunni kom fram hjá ólafi Jóhannessyni, utanríkisráð- herra, að stefnt væri í jarðvegs- rannsóknir á Helguvíkursvæðinu 1981, undirbúning framkvæmda 1982 og framkvæmdir 1983. Miðað við þá stækkun geymarýmis, sem farið hefði verið fram á, væri framkvæmdatími áætlaður 7 ár. Ómenguð vinstri stefna: Samdráttur í f jármuna- myndun atvinnuveganna • 1. Hver var kostnaður Ríkis- útvarpsins vegna mors- MMAGI • 3. Hver er áætlaður kostnað- ur við stuttbylgjutalsend- ingar frétta á árinu 1981? Björgunarlaun varðskipa Pétur Sigurðsson (S) hefur borið fram eftirfarandi spurn- ingar til dómsmálaráðherra, Friðjóns Þórðarsonar, varðandi björgunarlaun til varðskipa ríkisins: Hver eru heildarbjörgunar- laun varðskipa ríkisins á árun- um 1979 og 1980 og hve hár hluti hefur komið í hlut eftirtalinna aðila: • A) Landhelgissjóðs? • B) Landhelgisgæslunnar sem útgerðaraðila? • C) Áhafna skipanna? • D) Annarra? „í frumvarpi til lánsfjárlaga kemur fram, eins og í gildandi fjárlögum. ómenguð vinstri stefna í ríkisfjármálum, lána- og fjárfestingarmálum og öðrum þáttum efnahagsmála,“ sagði Lárus Jónsson (S) i efri deild Alþingis er hann mælti fyrir nefndaráliti sjálfstæðismanna um lánsfjárlagafrumvarp 1981. Hann sagði megineinkenni frum- varpsins þessi: 1) Heildarfjárfesting er enn um eða yfir 26% af þjóðarfram- leiðslu, þrátt fyrir áformaðan samdrátt í virkjunar-, stór- iðju- og hitaveituframkvæmd- um. 2) Opinberar fram- kvæmdir aukast enn og eru eini meginliður fjármuna- myndunar í landinu sem eykst þannig þriðja árið í röð. Greiðslubyrði erlendra lána yfir hættumörk 3) Stórfelldur samdráttur er fyrirhugaður í fjármuna- myndun atvinnuveganna eða 12,6% að magni til og fyrir- sjáanlegur er samdráttur í íbúðarbyggingum þriðja árifS í röð. 4) Erlend lánsfjáröflun til opin- berra framkvæmda er aukin um rúmlega 1 milljarð ný- króna (100 milljarða gamal- króna) eða um 105% og heild- arlántaka til opinberra aðila um 85%. 5) Erlendar skuldir í árslok 1980 vóru tæplega 6 milljarðar nýkróna með vegnu áramóta- Eru forsendur kjarnfóðurskattsins brostnar? Mjólkurframleiðslan minni en markaðsþörfin Egill Jónsson (S) hefur bor- ið fram eftirfarandi spurn- ingar um kjarnfóðurgjald til Pálma Jónssonar, landbúnað- arráðherra: • 1) Hve hárri upphæð nemur það gjald, sem lagt er á innflutt kjarnfóður samkvæmt bráða- birgðalögum frá 23/6 árið 1980, og hver er skipting þeirrar upphæðar eftir mánuðum? • 2) Hversu mikið hefur verið innheimt af kjarnfóðurgjaldinu og hvernig skiptist það fjár- magn eftir mánuðum? • 3) Hvernig verður því fjár- magni varið, sem fengist hefur með kjamfóðurgjaldinu? Hve hárri upphæð verður ráðstafað til hvers og eins sölufélags, einstakra búgreina og til- greindra verkefna? • 4) Eru forsendur kjarnfóð- urgjaldsins ekki brostnar ef svo fer fram sem horfir, að mjólkurframleiðslan verður minni en markaðsþörfin inn- anlands? • 5) Er ekki óeðlilegt og bein- línis hættulegt að viðhalda kjarnfóðurskattinum eftir svo gjafafrekan vetur og tvísýnt útlit um fóðuröflun eftir ein- staklega óhagstæða veðráttan í vetur? gengi. Áformað er að taka um 1,5 milljarða nýkróna að láni erlendis á árinu. Þetta þýðir 71,4% hækkun erlendra skulda að raungildi á 4 árum. 6) Greiðslubyrði erlendra lána verður á næsta ári 15,7% — 16,4% af útflutningstekjum og skuldastaðan 36,6% af þjóðar- framleiðslu í árslok 1981. Greiðslubyrði í hundraðshluta af útflutningstekjum var til samanburðar 13,7% 1977 og skuldastaðan 31,6% af þjóðar- framleiðslu. Hér er farið yfir hættumörk. 7) Haldið er áfram niðurskurði á framlögum ríkissjóðs af sam- tíma skatttekjum til fram- kvæmda, eins og gert hefur verið síðustu ár, en lána aflað að hluta til þess að halda uppi framkvæmdum. Þetta er í raun nýtt form á hallarekstri ríkissjóðs. Verðbólgan Lárus Jónsson (S) vitnaði til spár Þjóðhagsstofnunar, dagsettr- ar 5. janúar 1981, eftir útgáfu bráðabirgðalaganna, þar sem gert er ráð fyrir 50% verðbólgu 1981, frá ársbyrjun til loka árs, ef engar nýjar verðbólguhömlur koma til. Það er með öðrum orðum „hjakk- að í sama farinu", þrátt fyrir sýndaraðgerðir stjórnvalda. Innflutningsverð á föstu gengi hækkaði 1979 um 20%, 1980 um 13% og 1981 er spáð 7-8%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.