Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 + Móöir okkar, JARÞRUÐUR JÓNASDÓTTIR, lést að Elliheimilinu Qrund 8. apríl. Ragnheiöur Erla Sveinbjörnadóttir, Svana Sveinbjörnsdóttir, Inga Sveinbjörnsdóttir Kindel, Daöi Sveinbjörnsson. t Eiginkona mín og móöir okkar, GUDRUN RUNÓLFSDÓTTIR, Lokastíg 24 A, lést á hjúkrunardeild Landspítalans Hátúni 10B, 8 þ.m. Þorgeir P. Eyjólfsson, Erna Þorgeirsdóttir, Guórún Þorgeirsdóttir, Runólfur Ó. Þorgeirsson. + Útför ÞORSTEINS K.S.H. ÞORSTEINSSONAR, sem lézt á Elliheimilinu Grund 5. apríl, veröur gerö frá Fossvogskirkju, föstudaginn 10. aprfl kl. 10.30. Vinir hina létna. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, KRISTJÁN EYFJORO GUDMUNDSSON, Merkurgötu 13, Hafnarfirði, andaöist í Landspítalanum 3. apríl. Útför hans fer fram frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 10. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaö, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Klara Kristjánsdóttir, Páll Þorkelsson, Guömundur Skúli Kristjánsson, Áslaug Magnúsdóttir, Rakel Kristjánsdóttir, Stemþór Diljar Kristjánsson, Guöfinna Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Gömul kona hefur kvatt þetta líf, þrotin að kröftum, og það er lífsins gangur. Hún kveið ekki dauðanum, var trúuð kona og átti sér von um góða heimkomu. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast þessarar konu, því þetta var hún Dedda mín. Frá því ég man eftir mér hefur Dedda verið stór hluti af mínu lífi, og mikið var hún mér góð, þegar hún móðir mín dó. Dedda giftist ekki og eignaðist ekki börn, en þau eru ótalin börnin sem hún gladdi og veitti skjól á langri ævi. Hún átti stórt, viðkvæmt hjarta og hlýjar hendur og hugur fylgdi máli í öllum hennar gjörðum. Guðríður fæddist á Bjarna- stöðum í Grímsnesi 11. júlí 1894. Foreldrar hennar voru hjónin Katrín Kristjánsdóttir Schram, systir Ellerts skipstjóra í Reykja- vík, og Ingvar Guðbrandsson bóndi þar. Börn þeirra, er upp komust, voru þessi: Hallbjörg, Guðríður, Árni, dó um tvítugt, Jóna, Frímann og Sigurbjörn. Eft- ir lifa nú Hallbjörg, Sigurbjörn og uppeldissystir þeirra systkina, Margrét Þórðardóttir. Guðríður ólst upp á heimili foreldra sinna og fluttist árið 1914 með þeim að Þóroddsstöðum. Upp- komin gerðist hún aðstoðarstúlka á Mosfelli hjá séra Þorsteini Briem í veikindaforföllum hús- freyju. Dvöl hennar á Mosfelli varð henni góður skóli og hún minntist ætíð veru sinnar þar með + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför bróöur okkar, BERGSTEINS SIGURÐAR BJÖRNSSONAR. Ragnheiöur Björnsdóttir, Guórún Björnsdóttir, Elín Björnsdóttir. Guðríður Ingvars- dóttir — Minning Fædd 11. júlí 1894. Dáin 30. marz 1981. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, GUOBJÖRN JAKOBSSON, bóndi, Lindarhvoli, Þverárhlíö, andaöist í sjúkrahúsinu á Akranesi 6. apríl. Útför hans fer fram frá Norötungukirkju laugardaginn 11. apríl kl. 14.00. Jarösett veröur í Hjarðarholtskirkjugaröi. Ferö veröur frá Umferöarmiöstöðinni kl. 11 þann dag. Cecilía Helgason, Jón G. Guöbjörnsson, Sigurbjörg G. Jóhannesdóttir, Óskar Guðbjörnsson, Fjóla Guöbjörnsdóttir, Hulda Guöbjörnsdóttir. + Móöir okkar, ÁSGERÐUR SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR frá Hellissandi, Skólabraut 35, Seltjarnarnesi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. apríl kl. 15. Börnin. + Útför bróöur okkar, KJARTANS ÞÓROARSONAR, loftskeytamanns, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 10. apríl kl. 13.30. Erlendur Þóröarson, Ragnheiöur Lilja Lennon, Halldór Þóröarson. + Útför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÍOAR HALLBJÖRNSDÓTTUR frá Einarslóni, Þverholti 2, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 11. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Styrktarfélag sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraös. Guðbjörg Þorvaldsdóttir, Auöunn Guömundsson, Þóra Steina Þóróardóttir, Geir Ssedal Einarsson, Gunnar Sigurbjörn Auöunsson, Anna Auöunsdóttir, Þorvaldur Helgí Auöunsson, Sigríóur Ásta Geirsdóttir. + Þökkum innilega samúö og vináttu viö andlát og útför systur okkar, KRISTÍNAR GISSURARDOTTUR. Svanhildur Gissurardóttir, Jónína Gissurardóttir, Guörún Gissurardóttir, Guómundur Gíssurarson. + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, SIGUROAR S. SÆMUNDSSONAR frá Landakoti. Fyrir hönd vandamanna. Ragnhildur Jónsdóttir. + Hugheilar þakkir færum viö öllu því marga fólki sem auösýndi okkur samúö viö andlát dóttur okkar, systur og dótturdóttur, NÍNU LEE HUTCINS. Guö blessi ykkur öll. Jóna Kristín Hutcins, Charles Hutcins, Katrín Steinunn Hutcins, Steinunn Jónsdóttir, Guðmundur Kristmundsson. + Hjartans þakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur samúö og hlýhug vegna andláts ODDS JÓNSSONAR, Fagurhólsmýri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Borgarspítalans í Reykjavík fyrir góöa umönnun. Guö blessi ykkur öll. Nanna Siguröardóttir, Halldóra Oddsdóttir, Helga Oddsdóttir, Sigríöur Oddsdóttir, Hróbjartur Ágústsson, Guömunda Jónsdóttir og fjölskylda, Sigurjón Jónsson og fjölskylda. ánægju. Síðar lá leiðin til Reykja- víkur, en þangað fóru þær systur til skiptis í vistir á góðum heimil- um, svo sem þá var siður, bæði til að læra og vikka sjóndeildarhring- inn. Milli þess var hún heima hjá foreldrum sínum uns hún flutti til Reykjavíkur haustið 1934. Næsta vor réðst hún svo til Mjólkursam- sölunnar sem þá var nýstofnuð og þar vann hún allan sinn starfsald- ur, þangað til hún varð að hætta sökum aldurs, árið 1970. Eftir það vann hún þó í stöðinni við afleys- ingar, síðast sumarið 1974, er hún stóð á áttræðu. Hún var heiðruð ásamt 13 öðrum samstarfsmönn- um á 30 ára afmæli samsölunnar og fékk gullúr í heiðursskyni fyrir trúmennsku í störfum. Guðríður vildi vera sjálfstæð og fór sinna eigin ferða. Kannski var það útþrá, sem réð því að hún dreif sig i siglingu strax og hún hafði tækifæri til eftir seinna stríð, þá komin yfir miðjan aldur. Hún hafði gaman af að ferðast. Ferðalögin urðu fleiri bæði inn- anlands og utan. Hún heimsótti Katrínu bróðurdóttur sína til Danmerkur og gaf sér það í afmælisgjöf, þegar hún varð átt- ræð, að fara til Ameríku og sækja okkur hjónin og synina heim, sem varð okkur öilum til mikillar ánægju. Árið 1942 varð að samkomulagi, að Guðríður fengi herbergi á heimili foreldra minna gegn því að hjálpa móður minni við heimil- isstörfin. Það samkomulag varð heilladrjúgt og varð að ævilangri gagnkvæmri vináttu. Starfsfúsar hendur hennar fengu nóg að vinna á barnmörgu heimili eftir að við yngri systkinin fæddumst. Hún reyndist okkur góð fóstra. Hún tók þátt í gleði okkar og sorgum jafnt sem hversdagslegu amstri eins og hún gat. Minning móður okkar var henni afar kær. Guðríður var fremur lágvaxin og samsvaraði sér vel. Hún hlaut í vögKugjöf góða lund og engri manneskju hef ég kynnst, sem var eins bóngóð og hún. Hún var létt á fæti, óvenju heilsuhraust og ung- leg og hélt starfsorku fram í háa elli. Guðríður var alþýðukona, ólst upp við mikla vinnu og kjör, sem minni kynslóð eru óskiljanleg. Samt vannst henni tími til að læra sauma og hannyrðir og allt sem hún snerti á bar vott meðfæddrar vandvirkni og smekkvísi. Henni tókst líka að setja svip á umhverfi sitt og var verðugur fulltrúi þeirra kvenna, sem hlutu að vinna öðrum allt sitt líf og mættu mismiklum skilningi samferðamanna sinna eins og gengur. Guðríður eignaðist með tíman- um vistlegt heimili, sem henni þótti vænt um og þar leið henni vel. I hennar hús kom enginn án þess að þiggja veitingar. Hún veitti gestum sínum af eðlislægri rausn, sem átti rætur í gamalli íslenskri bændamenningu. Svo var talað um gamla daga og þá var stutt í bros og gert að gamni sínu. Fyrir tveimur árum varð Guð- ríður fyrir því slysi að lærbrotna. Brotið greri vel og hún sýndi mikla hörku og dugnað við að þjálfa sig og var á góðum bata- vegi. Þá tókst svo slysalega til að hún datt heima hjá sér og tognaði illa í mjöðminni. Eftir það átti hún erfitt um gang og varð það henni þungt áfall að komast ekki allra sinna ferða eins og hún var vön. Þá gerðust dagarnir stundum langir hjá gamalli konu. Henni tókst þó að halda heimili, þar til hún fékk heilablóðfall í júní sl. og lamaðist að mestu. Hún var flutt á Landakotsspítala og þar fékk hún frábæra aðhlynningu og alla hjálp, sem læknar og hjúkr- unarlið gátu veitt. Það breytti litlu um það, að við vissum í rauninni litið hvað henni leið, þótt þær stundir kæmu, að hún fylgd- ist eða virtist fylgjast með öllu. Svo þurru kraftar hennar smátt og smátt. Nú er Dedda dáin. Hún skildi svo við heimili sitt, að hver hlutur var á sínum stað og allt tandur- hreint. Þannig var öll hennar gerð. Blessuð sé minning hennar. Kristin Lárusdóttir Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.