Morgunblaðið - 28.06.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.06.1981, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1981 Siglt undir fölsku flaggi i kjaramálum Rætt við Hrafnkel Jónsson sem varð að segja sig úr bæjarstjórn Eskifjarðar IIRAFNKELL Jónsson, annar bæj- arf ulltrúi Alþýóuhandalatfsins á Kskifirói, saKÖi sík úr bæjarstjórn- inni á fundi síöastliöinn fimmtu- daK- BæjarmálaráÓ flokksins hafði eindreKÍð farið þess á leit við Hrafnkel. að hann endurskoðaöi afstöðu sina til setu i hæjarstjórn eftir, að hann saKÖi sík úr Alþýðu- handalaKÍnu 14. mai sl. veKna áKreininKs um stefnu flokksins i orkumálum ok fleiri málum. Guð- jón Bjornsson. kennari. tók sæti Hrafnkels í bæjarstjórn. „Ástæðan fyrir því, að ég varð víð beiðni bæjarmálaráðsins er sú, að ég hafði vitneskju um, að hótað hefði verið skæruhernaði ef ég hætti ekki í bæjarstjórn og einhverjir munu hafa hótað að hætta að mæta á nefndafundum," sagði Hrafnkell. „Af persónulegum ástæðum hef ég ekki löngun til að standa í illdeilum við þessa fyrrum ágætu félaga mína í hæjarmálaráðinu og í öðru lagi tel ég, að það sé málefnum bæjarins til lítils góðs ef bæjarfulltrúar þurfa að standa í svona stríði. Ég hefði gjarnan viljað gera grein fyrir minni afstöðu á fundi Alþýðu- bandalagsfélagsins, en fundur hefur ekki verið haldinn í því í tvö ár og ég var ekki boðaður á fund bæjarmála- ráðs þegar rætt var um afstöðu ráðsins til minna mála. Sá fundur var haldinn í byrjun mánaðarins og um svipað leyti voru Hjörleifur Guttormsson og Helgi Seljan á almennum fundi hér á Eskifirði. Þar gerði ég grein fyrir minni afstöðu og engum andmælum var hreyft. Hvort Hjörleifur og Helgi hafa lagt á ráðin um að þess yrði farið á leit við mig, að ég segði mig úr bæjarstjórn skal ósagt látið. Hins vegar finnst mér þetta sér- kennileg tilviljun þar sem nægur tími hafði verið til að ræða málin áður en þá bar að garði. Af því sem ég hef gagnrýnt Alþýðubandalagið fyrir hafa orku- málin mest verið rædd, en það er ýmislegt fleira, sem ég hef við stefnu flokksins að athuga. Til dæmis kjaramálastefnu flokksins. Alþýðu- bandalagið vann sinn stærsta kosn- ingasigur árið 1978 undir kjörorðinu „samningana í gildi". Það er orðið Ijóst, eftir þriggja ára stjórnarsetu, að einhverra hluta vegna hefur flokkurinn ekki framkvæmt þetta kosningaloforð. Ég tel þetta stað- festa, að 1978 var barizt undir merki, sem ekki var framkvæmanlegt og ég hef talið að flokkurinn hefði átt að viðurkenna það, en ekki að sigla áfram undir fölsku flaggi. Gott dæmi um blekkingar í kjara- málum er túlkun flokksins á bráða- birgðalögunum frá síðustu áramót- um, en með þeim lögum voru laun- þegar sviptir 7 vísitölustigum 1. marz síðastliðinn. Að vísu voru vipskiptakjaraákvæði Ólafslaga felld niður og eitthvað fleira kom á móti. Formaður Alþýðubandalagsins lét sér og Þjóðviljanum síðan sæma að básúna slétt skipti, sem að sjálfsögðu er ekki annað en ósvífin tilraun til að blekkja fólk. Þetta eru hlutir sem ég sætti mig alls ekki við af stjórnmálaflokki. Ég geri þá kröfu að talað sé við kjósendur eins og þeir hafi meðalgreind, en séu ekki ómálga börn,“ sagði Hrafnkell Jónsson. SÁA í nýtt húsnæði SÁÁ. samtök áhugamanna um áfengismálið. munu á morgun taka í notkun nýtt húsnæði, að Siðumúla 3 í Reykjavík, þangað sem starf- semi sú er verið hefur í Lágmúla 9 flyst nú. Einnig verður Áfengisvarnardeild Reykjavíkur til húsa á sama stað, en hún hefur unnið í samstarfi við SÁÁ. Öllum félagsmönnum samtak- anna og öðrum vinum og velunnur- um, er boðið að skoða húsnæðið á morgun, í móttöku milli kl. 17 og 20. Kötlufellsmálið til saksóknara Rannsóknarlögregla ríkisins hefur sent ríkissaksóknara. Þórði Björnssyni, Kötlufellsmál- ið svonefnda til ákvörðunar. Málið fjallar um unga konu, Björgu Benjamínsdóttur, 27 ára, sem varð eiginmanni sínum, Sig- fúsi Steingrímssyni, 37 ára, Kötlu- felli 11, að bana hinn 25. janúar í vetur. Hún hellti yfir hann benzíni og kveikti í með þeim afleiðingum að hann lézt. Björg hefur verið í gæzluvarð- haldi síðan atburðurinn varð. Áframhaldandi aðgerðir við verslanir í Reykjavik: Óánægðir með að þurfa að hafa afskipti á þennan hátt - segir Bjarki Elías- son yfirlögregluþjónn LÖGREGLAN 1 Reykjavik hélt í gær áfram aðgerðum gegn þeim kaupmönnum, scm hafa verslan- ir sinar opnar á laugardags- morgnum, i trássi við gildandi reKluKerðir, sem mæla fyrir um lukun búða á laugardögum á tímabilinu 1. júni til 1. septem- ber ár hvert. Bjarki Eliasson yfirlöKregluþjónn sagði i samtali við Morgunblaðið i K»r, að versl- anir þær er logrcglan hefði haft afskipti af i gær væru liklega milli 20 og 30 talsins, langflcstar matvöruverslanir. Bjarki sagði, að sá háttur væri hafður á, að lögreglan kæmi að máli við kaupmenn þá eru hefðu opið, bentu þeim á reglugerðar- ákvæðin, og óskuðu þess að þeir lokuðu. Sumir yrðu við þeim tilmælum lögreglunnar, en aðrir harðneituðu. í síðarnefndu tilvik- unum sagði Bjarki að lögreglu- menn væru settir við dyr verslan- anna, til að koma í veg fyrir að fleiri viðskiptavinir komist inn. Ekki hefði á hinn bóginn verið farið út í að vísa þeim viðskipta- vinum, en þegar væru komnir inn, á dyr. Allt sagði Bjarki þetta vera erfitt í meðförum, verslanirnar væru margar, óánægja væri mikil jafnt hjá kaupmönnum sem viðskiptavinum, og margir opnuðu búðir sínar jafnskjótt og lögreglan væri horfin úr augsýn. Ekki hefur verið gripið til þess að kalla út aukalið lögreglunnar vegna þessa, ekki enn sem komið er að minnsta kosti, enda eru laugardagsmorgnar alla jafna rólegur tími hjá lögreglumönnum. Bjarki sagði, að lögreglumenn væru mjög óánægðir með að þurfa að hafa afskipti af þessum málum á þennan hátt. Æskilegast væri að þeir aðilar sem hér um ræddi, vers .narmenn og kaupmenn, leystu þessi mál sín á milli, enda óæskilegt að lögreglumenn þyrftu að eiga í útistöðum við samborg- ara sína vegna máls af þessu tagi. Abendingar um þær verslanir sem hafa opið sagði Bjarki að kæmu einkum frá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur og Kaupmannasamtökunum, og reyndi lögreglan að sinna eins mörgum ábendingum og frekast væri unnt. Ekki sagði Bjarki að komið hefði til neinna átaka af þessum sökum, allt hefði farið friðsamlega fram, þrátt fyrir skiptar skoðanir. Þjóðviljinn styð- ur Davíð gegn Tómasi Átök í ríkisstjórn- inni um aðlögun- argjaldið: DEILUR Tómasar Árnasonar viðskiptaráðherra og Davíðs Sch. Thorsteinssonar. formanns Félags ísl. iðnrekenda. um aðlögunar- gjald á innfluttar iðnaðarvörur hefur leitt til átaka milli Fram- sóknarflokks og Alþýðubandalags innan ríkisstjórnarinnar. Þjóðviljinn leiðir í gær Inga R. Helgason, nýskipaðan forstjóra Brunabótafélagsins, fram til vitnis um það, að Davíð Sch. Thorsteins- son hafi rétt fyrir sér. „Þetta er allt rétt hjá Davíð," segir í fyrirsögn Þjóðviljans og síðan skýrir Ingi R. Helgason frá ferðalögum sínum til Efnahagsbandalagsins og EFTA í viðskiptaráðherratíð Svavars Gestssonar. Segir Ingi R. Helgason, að Svavar Gestsson hafi hafnað því áliti embættismanna í ráðuneyti sínu, að aðlögunargjaldið myndi spilla sambandi íslands við EBE og EFTA. Telur Ingi R. Helgason, að Tómas Árnason hefði átt að senda sérstaka nefnd til EFTA og Efna- hagsbandalagsins nú til að ræða um niðurfellingu aðlögunargjalds- ins í áföngum. í forystugrein Þjóðviljans í gær segir: „Engum blöðum er um það að fletta að full þörf er á aðlögunar- gjaldinu til að styrkja samkeppnis- stöðu íslensks iðnaðar gagnvart innfluttum iðnaðarvörum. Alþýðu- bandalagið er nú sem fyrr hlynnt aðlögunargjaldinu og Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, hefur látið þá skoðun í ljós, að aðlögunargjaldið myndi mæta skilningi hjá mótaðilum erlendis ef á það yrði látið reyna." í forystugrein Tímans er hins vegar sagt, að Davíð Sch. Thor- steinsson hafi „farið út fyrir öll velsæmismörk" þegar hann skýrði frá því, að ekki væri rétt með farið hjá Tómasi Árnasyni viðskiptaráð- herra, þegar hann hélt því fram, „að fram hefði komið af hálfu ráðamanna hjá Efnahagsbandalag- inu andstaða við hugmyndir íslend- inga um að sett yrði á sérstakt aðlögunargjald fyrir iðnaðinn". Ótrúlegt? Samt dagsatt! 2 skyndiferðir. Beint í hjartastað meginlandsins. 24.-28. júlí 4 nætur í tvíbýlisherb. með litsjónvarpi í Hótel Aerogolf—Sheraton fyrir kr. 2.613 per mann. 17,—22. ágúst 5 nætur í tvíbýlisherb. með litsjónvarpi í Hótel Aerogolf—Sheraton fyrir kr. 2.915 per mann. Algjör ró og afslöppun eöa líf og fjör að eigin vaii. í Luxembourg má rangla um skemmtileg þorp í andrúmi liðinna alda eða fjölfarnar verzlunargötu þar sem vörur þykja glæsilegri en víða annarsstaðar. Allsstaðar eru útiveitingastaðir „a la Parisienne" svo sem á Place d’Armes og Place Guillaume. Örstutt er (ca. 15 km) austur að Mósel ánni með öllum sínum skemmtilegu veitingastöðum á fljótsbakkanum s.s. í Remich og Grevenmacher eða þá til Trier í Þýzkalandi (ca. 40 km) til að verzla. Það er aðeins stutt dagsferð um fögur héruð að skreppa að ármótum Mósel og Rínar. Auk þess eiga þátttakendur í þessum ferðum Útsýnar kost á leigubílum með sérstökum kjörum. Austurstræti 17. Símar 20100 og 26611.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.