Morgunblaðið - 28.06.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981
17
Á blaðamannafundi, er „Bókin um hamingjuna'4, sem Iðunn gefur út, var kynnt. F.v. Valdimar
Jóhannsson, forstjóri Iðunnar, Pétur Guðjónsson, höfundur bókarinnar, Ingimar óskarsson en hann þýddi
„Bókina um hamingjuna“, og Sigurður Lindal, prófessor, sem hafði hönd i bagga við útgáfuna.
sem annars staðar. En ... „Ég er
bjartsýnn og þess fullviss að
næstu tíu árin verða einhver þau
merkilegustu og dásamlegustu í
sögu þjóðarinnar," sagði Pétur
Guðjónsson, „... vegna þess að
innra með okkur býr ævagömul
viska, sem bendir okkur á að nú sé
kominn tími til að ríða á vaðið og
gera það í fullri alvöru."
Pétur Guðjónsson hefur undan-
farin ár haldið námskeið á vegum
Stjórnunarfélags íslands, fyrir þá
sem vilja losna við streitu, en
hann starfar í tengslum við „Sam-
hygð“, sem eru alþjóðleg samtök
fólks sem vill reyna nýjar leiðir til
að lifa fyllra og hamingjuríkara
lífi með það að leiðarljósi að
ofbeldið, sem færist sífellt í vöxt í
heiminum, endurspegli það
ofbeldi, sem er innra með mannin-
um sjálfum og að leiðin til að
stöðva þessa hringrás sé að stunda
„innri vinnu", sem er manninum
jafn nauðsynleg og aðrar nauð-
þurftir.
„Bókin um hamingjuna" er 184
bls. að stærð, myndskreytt af
Argentínumanninum R. Edwards.
Rokkabillý-hljómsveitin
Sú hljómsveit sem
er hvaö heitust í
dag er tvímæla-
laust rokkabillý-
tríóiö Stray Cats.
Hljómsveitin
hefur þegar átt þrjú
top 10 „hit“ í Bretlandi af
þessari fyrstu LP-plötu sinni, sem
eru lögin Runnaway Boys, Rock This
Town og nú síðast Stray Cut Strut. Kynntu
þér Stay Cats strax því þeir eru ein þeirra hljómsveita,
sem skipta miklu máli.
FÁLKIN N
® Suöurlandsbraut 8 — Sími 84670.
Laugavegi 24 — Sími18670.
Austurveri — Sími 33360.
„Bókin um hamingj-
una44 er komin út
Þrítug ensk húsmóðir, sem hef-
ur áhuga á ferðalögum, tónlist,
sögu og tungumálum, auk þess
sem hún safnar póstkortum, frí-
merkjum og minjagripum alls
konar, óskar eftir pennavinum:
Mrs. Jill Hilford,
31 Rant Meadow,
Hemel Hampstead,
Herts. HP3, 8QE,
England.
Pólsk kona, húsmóðir að öllum
líkindum, getur hvorki um aldur
né áhugamál, en hefur mikinn
áhuga á að eignast íslenzka
pennavini:
Mrs. Wirginia Tomasik,
Box 4,
00-961 Warzawa 42,
Polska,
Poland.
Bandarísk 32 ára húsmóðir, sem
safnar minjagripum allskonar og
uppskriftum að öllum mat og les
mikið:
Mrs. Nora C. Davenport,
1824 East 23rd St.,
Des Moines,
Iowa 50317,
U.S.A.
Sextán ára japönsk skólastúlka
óskar eftir pennavinum. Safnar
m.a. frímerkjum og hefur ýmis
áhugamál:
Yoshino Fukimbara,
3-7-2 Akitsu, 3 chome,
Narashino City,
Chiba Prefecture,
275 Japan.
Fjórtán ára japönsk skólastúlka
með margvísleg áhugamál:
Satoe Imaeda,
33-1 Rokujizo Umayose,
Imaise-cho Ichinomiya-shi,
Aichi,
491 Japan.
Tvítugur piltur frá Ghana með
með bóklestur, tónlist, íþróttir og
frímerkjasöfnun sem áhugamál:
Jude Otoo,
c/o Robert Bimpong,
P.O. Box 370,
Cape Coast,
Ghana.
Fimmtán ára piltur frá Ghana
með íþróttir og minjagripasöfnun
sem áhugamál:
Peter Yeboah,
P.O. Box 155,
Cape Coast,
Ghana,
W-Africa.
einn stundað, með því skilyrði að
menn vilji breyta til og hafi réttar
aðferðir til að vinna eftir."
„Bókin um hamingjuna" er ekki
skrifuð af sérfræðingi fyrir sér-
fræðinga, heldur er grundvöllur
hennar reynsla höfundar síðustu
tíu árin og hún er ætluð öllum
almenningi. Höfundur, Pétur Guð-
jónsson, nam félagsvísindi við
Harvard-háskóla í Bandaríkjun-
um, en hélt að því búnu til Chile
og dvaldist þar á hinum miklu
umrótstímum í stjórnmálum
landsins. Hann hefur starfað sem
háskólakennari og kennt stjórn-
málafræði í Kaliforníu og sálar-
fræði í New York. Hann starfar
nú sem rekstrarráðgjafi í New
York. Bókin um hamingjuna
skiptist í sjö aðalkafla. Ferðin;
Hvernig á að losna við tauga-
spennu og streitu?; Skyndinám-
skeið í slökun; Lífsákvörðunin;
Lífsreglurnar; Hver er ég? og
Umhverfi sem örvar til sjálfs-
þroskunar. Auk þess er formáli
sérstaklega helgaður íslenskum
aðstæðum, sem höfundur kvað
vera hagstæðar, miðað við önnur
lönd þótt þróunin vísi i neikvæða
átt, að því leyti að mannleg
samskipti færu minnkandi hér
KOMIN er út hjá forlaginu Ið-
unni „Bókin um hamingjuna”
eftir Pétur Guðjónsson. Bókin er
upphaflega samin á ensku en
óskar Ingimarsson hefur þýtt
hana á islensku.
Á blaðamannafundi, sem hald-
inn var í tilefni útkomu bókarinn-
ar, sagði höfundur m.a.: „Á síð-
ustu árum hefur verið gerð sú
sálfræðilega villa að rugla saman
ánægju og hamingju og leggja
þetta tvennt að jöfnu. En ánægja
er aðeins viss spennulosun meðan
hamingja er tilfinning um vöxt,
um það að hugurinn starfi.
Til þess að öðlast þá tilfinningu
þarf að inna af hendi vissa „innri
vinnu“. Þessa vinnu getur hver og
enna-
vinir