Morgunblaðið - 28.06.1981, Síða 23

Morgunblaðið - 28.06.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1981 23 THE OBSEKVER Verður Sovétmönnum vikið úr Alþjóðasamtökum geðlækna? TALIÐ er fullvíst, að mis- notkun Sovétmanna á geð- lækningum verði harðlega fordæmd á ýmsum alþjóð- legum læknaráðstefnum, sem haldnar verða í sumar og seinna á þessu ári. Það er ekki síst fangelsun sov- éska sálfræðingsins dr. Anatoly Koryagins, sem veldur því, að nú er mönnum loksins nóg boðið, og er búist við því, að þetta mál verði fyrst tekið fyrir í Stokkhólmi 28. júní en þar verður haldið alþjóðaþing geðlækna, þeirra sem leita líffræðilegra skýringa á sál- rænum erfiðleikum. Dr. Anatoly Koryagin, 42ja ára gamall sálfræðing- ur, var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrr í þessum mán- uði fyrir að hafa starfað með nokkrum rússneskum vís- indamönnum, sem hafa fylgst með og veitt upplýs- ingar um þær „geðlækn- ingar", sem farið er að kenna við KGB, rússnesku leyni- lögregluna. Tveir aðrir úr þessum hópi hafa einnig verið handteknir, sakaðir um „andsovéskan áróður", og er gert ráð fyrir réttar- höldum yfir þeim nú á næst- unni. Læknar halda sitt alþjóða- þing á hausti komanda og nú þegar hafa verið lagðar fram tillögur þar sem sovésk stjórnvöld eru harðlega vítt fyrir að úrskurða menn geð- veika fyrir það eitt að þora að segja hug sinn allan. Margir læknar á Vestur- löndum krefjast þess einnig, að Alþjóðasamband sálfræð- inga reki Sovétmenn úr sam- bandinu fyrir pólitíska mis- notkun á þessari grein lækn- isfræðinnar. Augljóst er, að mjög muni skipta í tvö horn á þinginu í Stokkhólmi en formaður sovésku sendinefndarinnar verður Marat Vartanyan prófessor, sem síðasta ára- tug virðist hafa haft það helst á sinni könnu að þver- taka fyrir alla misnotkun KGB á geðlækningum. Raunar hefur Vartanyan orðið opinberlega uppvís að því oftar en einu sinni að reyna að fá Alþjóðasam- bandið til að leggja blessun sína yfir þær aðferðir, sem rússneskum stjórnvöldum þykir við hæfi að beita þá þegna sína, sem taka ákvæð- in um málfrelsi full bók- staflega. Forseti þingsins í Stokk- hólmi verður sænski sál- fræðingurinn Carlo Perris, kunningi Vartanyans og annar tveggja vestrænna sálfræðinga, sem jafnan hafa lagt sig í líma við að bera í bætifláka fyrir Rússa þegar þessi mál hefur borið á góma. Það verða þó ekki aðeins læknar, sem munu láta til sín heyra í Stokk- hólmi því að fyrir skömmu voru stofnuð alþjóðleg sam- tök til að berjast gegn póli- tískri misnotkun geðlækn- inga og þau ætla sér að vekja rækilega athygli á hlutskipti dr. Koryagins, Moskvu- hópsins og annarra fórnar- lamba KGB-geðlæknanna. Annað, sem einnig mun verða til að sýna KGB-geð- lækningarnar í réttu ljósi, er mál námumannsins Alexei Nikitins og nýútkomin bók, sem gefur lifandi og um leið skelfilega lýsingu á sjúkra- húsinu þar sem hann er hafður í haldi. Nikitin var handtekinn í desember sl. eftir að hann hafði farið þess á leit við bresk verkalýðsfélög, að þau hjálpuðu honum og félögum hans við að stofna frjálst verkalýðsfélag, og eftir að dr. Koryagin hafði skoðað hann og komist að þeirri niðurstöðu, að hann væri fullkomlega heill á geðsmun- um. Nikitin er nú á Dnepro- petrovsk-geðsjúkrahúsinu þar sem neydd eru ofan í hann einhver kynstur af lyfjum. Frá því segir Alex- ander Shatravka, sem um tíma var með Nikitin á sjúkrahúsinu. Shatravka er 31 árs gam- all sjómaður, sem árið 1974 flúði yfir til Finnlands en var handtekinn og fluttur aftur til Rússlands. Þegar þangað kom var hann úr- skurðaður „geðklofi" og haldið á Dnepropetrovsk- geðsjúkrahúsinu í fimm ár. Síðan KGB komst yfir ein- tak af bók hans á síðasta ári hefur hann tvisvar sinnum verið „lagður inn“ í stuttan tíma. Shatravka er utan veggja sjúkrahússins nú sem stendur og býr í Krivoj Rog í Úkraínu. I febrúar sl. kann- aði dr. Koryagin andlegt heilsufar hans og fann ekk- ert athugavert við það. I bók sinni segir Shatr- avka frá grimmd og mann- úðarleysi starfsfólksins á Dnepropetrovsk-geðsj úkra- húsinu, sem hann segir að sé miklu meiri en á öðrum stofnunum, sem hann hefur verið settur inn á. Einnig greinir hann frá lyfjagjöfun- um, sem notaðar eru til að „lækna" andófsmenn og trú- að fólk. í skjali frá Moskvu- hópnum, sem borist hefur til Vesturlanda, lætur fólkið í ljós áhyggjur sínar vegna fangelsunar dr. Koryagins og tveggja annarra úr hópn- um og telur, að nú séu í undirbúningi enn víðtækari „geðlækningar" á vegum KGB en verið hefur. * 4 . m 4 aratkvæðagreiðslu, þar sem meiri- hluti Svía samþykkti að halda áfram smíði kjarnorkuvera. Þá máttu sín meira efnahagsleg rök en umhyggja fyrir umhverfinu. í stjórnmálum eins og lífinu al- mennt er það svo, að pyngjan vegur oftast þyngra en háleitar hugsjónir, þegar nauðsynlegt er að velja þar á milli. Nú er svo komið, að Svíar framleiða mest rafmagn með kjarnorku miðað við íbúafjölda af ölium þjóðum heims eða um 3000 kílówattstundir á íbúa á árinu 1980. Eftir um það bil 5 ár verður um helmingur af heildarraforku Svía framleiddur í kjarnorkuverum og sömu sögu er að segja um Belga og Frakka. I vikublaði danskra verkfræð- inga birtist nýlega grein eftir F. List verfræðing undir fyrirsögn- inni: Slysið á Þriggja-mílna-eyju hefur aukið trú manna á kjarn- orkuverum. Vísar höfundurinn þar til kjarnorkuslyssins, sem varð á þessari bandarísku eyju 1979. í grein sinni segir hann: „Þótt undarlegt sér hefur slysið á Þriggja-mílna-eyju aukið trú manna á að unnt sé að gera kjarnorkuver þannig úr garði, að þau séu mjög örugg, og slysið hefur meðal annars sýnt, að miklu minna af geislavirku efni berst út frá kjarnorkuverum verði bilun í ofnum þeirra en líklegt var talið vegna sérstakra eðlisfræðilegra aðstæðna í vatnskældum ofnum, sem áður hafði ekki verið hugað a ð. Enn hefur enginn maður orðið illa úti vegna geislavirkni frá venjulegum kjarnorkuverum til raforkuframleiðslu, þótt rekstr- , artími ofnanna í þeim sé nú orðinn 2200 ár. Nokkrir menn hafa á hinn bóginn týnt lífi við til- raunaofna á þeim 40 árum, sem við þá hefur verið unnið. Reynslan til þessa og ítarlegar rannsóknir, sem meðal annars hafa verið framkvæmdar af Intemational Institute for Applied Systems An- alysis sýna, að þegar til alls er litið, geti reynst erfitt að bera gæði nokkurrar annarrar orku- framleiðsiugreinar saman við kjarnorkuverin, þegar rætt er um öryggi og umhverfisvernd." Leigjendasam- tök í vanda Ekki er von, að margir hafi lagt á minnið allt fjasið í Þjóðviljanum á sínum tíma, þegar nokkrir Reykvíkingar tóku sig til og stofn- uðu Leigjendasamtök, síðan létu þeir Þjóðviljamenn og aðrir stuðn- ingsmenn ríkisforsjárinnar eins og allur vandi leigjenda væri leystur, þegar Alþingi samþykkti lög um leiguhúsnæði og rétt leigj- enda. Voru lagasmiðir Alþýðu- bandalagsráðherranna þar á ferð- inni undir forystu Alþýðuflokks- manna. Nú er komið í ljós, að hið versta, sem forvígismenn leigj- enda gátu gert var að binda trúss við Alþýðubandalagið. Svavar Gestsson er nú félagsmálaráð- herra og fer eins að gagnvart leigjendum og heilbrigðisstéttun- um, þegar á herðir, hann hleypur í felur, hvort sem það er nú í útlöndum eða annars staðar. Sömu sögu er að segja um fjár- málaráðherra, Ragnar Arnalds, ef marka má ályktun aðalfundar Leigjendasamtakanna, sem hald- inn var 11. júní síðastliðinn. Þar segir meðal annars: „Hækkun húsaleigu um 44% (frá 1. maí sl. samkvæmt sam- þykkt ríkisstjórnarinnar innsk.) er nær tvöfalt hærri en kaup- gjaldshækkanir frá 1. október 1980 til 1. maí 1981. Fyrirheit fjármála- og félagsmálaráðherra við forsvarsmenn leigjendasam- takanna í vor, þess efnis að ríkisstjórnin myndi halda húsa- leiguhækkunum jöfnum á við kaupgjaldshækkanir hafa reynst orðin tóm.“ Hagur leigjenda mun síður en svo vænkast, þegar fram líða stundir, því að ríkisforsjármenn- irnir í núverandi ríkisstjórn hafa ákveðið að gera atlögu að fram- taki einstaklingsins í húsbygging- um. Lög, sem gera þeim þetta kleift, voru samþykkt á síðasta þingi og hafa þeir, sem gleggst þekkja til aðstæðna á bygginga- markaðinum, félagar í Landssam- bandi iðnaðarmanna og samband- ið sjálft, vakið máls á því, að nýju lögin muni einungis leiða til sam- dráttar og opinberrar íhlutunar. Málstaður leigjenda á annað og betra skilið en hann sé notaður í flokkspólitískum tilgangi. Þeim fjölgar, sem eygja ekki úrlausn í húsnæðismálum, þegar óeðlileg spenna myndast á ibúðamarkaði og þá verða ungt fólk, sem er að hefja búskap, og námsmenn verst úti. Vegna vitlausrar stefnu ríkis- forsjármanna í ráðherrastólum og óhönduglegra vinnubragða í skipulagsmálum Reykjavíkur, er til dæmis að myndast öngþveiti í húsnæðismálum í höfuðborginni. Reynslan í Hollandi í yfirlýsingu aðalfundar Leigj- endasamtakanna kemur fram, að þeir, sem hana samþykktu, trúa því enn, að hið opinbera geti leyst allan þeirra vanda. í lok yfirlýs- ingarinnar segir: „... og því hlýtur að vera brýn skylda samfé- lagsins að tryggja öllum þann sjálfsagða rétt að fá inni fyrir sig og sína. I öllum nálægum löndum hafa þessi mál löngu tekið á sig fast form, þar sem leiguhúsnæði þykir sjálfsagður kostur og tryggt er að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við önnur kjör. Koma þarf á slíku fyrirkomulagi hér, enda eðlilegt að okkar þjóðfélag stefni í svipaðan farveg og samfé- lög annarra landa." Æskilegt hefði verið, að yfirlýs- ing Leigjendasamtakanna hefði ekki verið byggð á slíkum alhæf- ingum. Hvaða lönd eru það, sem við er átt? í seinni tíð hafa vinstrisinnar hér á landi oft beint sjónum sínum til Hollands, þegar þeir hafa leitað að fyrirmyndum. Eru Leigjendasamtökin að vísa til ástandsins í húsnæðismálum þar? 15. júní birtist frásögn í blaðinu Intemational Herald Tribune um stöðu húsnæðislausra í Hollandi, sem eiga þar í stöðugum átökum við lögregluna og hefur oftar en einu sinni komið til blóðugra handalögmála af því tilefni, eins og fram hefur komið í fréttum. Vegna ófremdarástandsins hafa húsnæðislausir Hollendingar gripið til þess ráðs að leggja undir sig tómar íbúðir, einbýlishús, verksmiðjur, sjúkrahús, verslanir og leikhús. Eftir 26 ára hollensk- um forystumanni í samtökum húsnæðislausra er haft: „Til að komast hjá götuóeirðum verða ríkisstjórnir að kaupa nógu mikið af byggingum og innrétta nægi- lega margar ódýrar íbúðir fyrir okkur öll. „Hollenska lögreglan og öryggissveitir þar í landi hafa varað við því, að öfgamenn til vinstri með sambönd við borg- arskæruliða á Ítalíu og í Vestur- Þýskalandi beiti húsnæðisleys- ingjunum fyrir sig og færi út i kvíarnar í skjóli þeirra. Húsnæðisleysingjarnir segja, að í Amsterdam einni séu yfir 20 þúsund manns, sem búi ólöglega, það er að segja hafi lagt undir sig eignir annarra, þeir segja einnig, að í Amsterdam séu um 5 þúsund virkir félagar í samtökum sinum. Sagt er, að almenningur í Hol- landi hafi samúð með hinum húsnæðislausu en öngþveitið sé orðið svo mikið, að enginn fái við það ráðið. Vonandi verður unnt að aftra því, að ríkisforsjármönnum hér á landi takist að skapa jafn mikinn húsnæðisvanda og Hol- lendingar glíma við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.