Morgunblaðið - 28.06.1981, Side 32

Morgunblaðið - 28.06.1981, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1981 Viðbygging Hótels Borgarness langt komin liorKarnosi. 26. júní. Á aAalfundi í Hótel Borx- arnes hf. sem haldinn var nýlega var lögð fram skýrsla stjórnar hótelsins. í henni kemur fam að stjórnin hefur undanfarið laxt mikið kapp á að sjá fyrir endann á nýbyxx- inxunni við hótelið. Áætlaður kostnaður við að Ijúka byxx- inxunni ásamt innbúi <>x að xanxa frá h>ð er um fjórar milljónir nýkróna að meðtöld- um vöxtum á hyxxinxartíma. Byggingin hefur verið fjár- mögnuð að mestu leyti með lánsfé úr Ferðamálasjóði og nýju hlutafé. Hefur fjármögn- un byggingarinnar til loka ver- ið tryggð með sama hætti. Stjórn hótelsins stefnir að því að ljúka framkvæmdum í mars á næsta ári og koma þá allri viðbyggingunni í notkun. Þriðja hæð, sem í eru tíu gistiherbergi, var tekin í notk- un fyrir um ári og er hún hin vistlegasta, gestir þar hafa verið mjög ánægðir með allan aðbúnað þar. Miðað er við að önnur hæðin, sem er innréttuð eins og sú þriðja, verði tekin í notkun nú í byrjun júlí. í sumar verður frágangi húss að utan og framkvæmdum við lóð m.a. með malbikuðum bíla- stæðum lokið og einnig frá- gangi á eldhúsi. Fyrstu hæð- inni verður siðan væntanlega lokið í mars á næsta ári en á fyrstu hæðinni er eldhúsið, veitinga- og samkomusalur og fleira. Verður þá aðstaða til sam- komuhalds hér í bæ orðin til mikillar fyrirmyndar og í við- byggingunni verður aðstaða til móttöku ferðafólks mjög góð. Stjórn hótelsins hefur tekið þátt í undirbúningi að bygg- ingu verslunar- og þjónustu- miðstöðvar á Gíslatúni við Hótel Borgarnes, eins og það verður fullsmiðað. landtöku Borgarfjarðarbrúar- innar, en þar er gert ráð fyrir að hótelið fái aðstöðu til að þjóna þeirri umferð sem betur hentar að afgreiða þar en að beina niður í bæinn að hótelinu sjálfu. Jóhannes B. Sigurðsson er hótelstjóri Hótels Borgarness og rekur hann það með miklum myndarbrag sem leigutaki hót- elsins, en eigandi er Hótel Borgarnes hf. sem er í eigu Borgarneshrepps, sýslusjóða Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Kaupfélags Borgfirðinga og nokkurra annarra félaga og einstaklinga. Stjórn Hótels Borgarness hf. skipa Húnbogi Þorsteinsson sem er formaður, Gísli Kjartansson og Guð- mundur Ingimundarson. í byggingarnefnd, sem hefur með höndum byggingarfram- kvæmdirnar, eru Guðjón Ingvi Stefánsson sem er formaður, Björn Arason og Daníel Krist- jánsson. HBj. Gas 09 grillvörur Skeljungsbúðin Suöaiandsbraut 4 sini 38125 íþróttamót Hestamanna- félagsins Dreyra Akranesi 24. júni. Hestamannafélagið Dreyri á Akranesi <>« nærsvcitum hélt sitt árlega iþróttamót þann 23.5. siðastliðinn. Þátttaka var fjölmenn, i mjög góðu veðri. Úrslit urðu sem hér segir: TÖLT UNGLINGA: stig 1. sæti: Stefán Ármannsson, Silfri, 57 2. sæti: Helga Sigurðardóttir, Glanni, 49 3.-4. sæti: Guðný Helgadóttir, Blesi, 36 3.-4. sæti: Ragnheiður Helgadóttir, Barón, 36 4 GANGTEGUNDIR UNGLINGA: stig 1. sæti: Guðný Helgadóttir, Blesi, 43,35 2. sæti: Helga Sigurðardóttir, Glanni, 39,01 3. sæti: Stefán Ármannsson, Silfri, 35,07 Stigahæstur knapa í flokki unglinga var Stefán Ármannsson. í flokki fullorðinna urðu úrslit sem hér segir: 4 GANGTEGUNDIR: stig 1. sæti: Einar G. Hreinsson, Spari-Blesi, 50,15 2. sæti: Þórður Jónsson, Hrímfaxi, 47,06 3. sæti: Ingibergur Jónsson, Valur, 49,03 5 GANGTEGUNDIR: stig 1. sæti: Jón Árnason, Hrafn 64,0 2. sæti: Einar G. Hreinsson, Feykir, 50,0 3. sæti: Þórður Jónsson, Glæsir, 37,0 TÖLT: stig 1. sæti: Hrefna Halldórsdóttir, Lýsingur, 79,0 2. sæti: Þórður Jónsson, Hrímfaxi, 78,0 3. sæti: Einar G. Hreinsson, Spari-Blesi, 85,0 G/EÐINGASKEIÐ: stig 1. sæti: Jón Árnason, Hrafn, 75,0 2. sæti: Einar G. Hreinsson, Hrönn, 56,5 3. sæti: Þórður Jónsson, Glæsir, 47,0 Stigahæsti knapi mótsins var Einar G. Hreinsson. - O - Firmakeppni Dreyra var haldin 20.5. á íþróttavellinum við Jaðarsbakka. Keppnin var haldin í blíðskaparveðri og tókst í alla staði mjög vel. Keppt var í flokki unglinga og flokki fuilorðinna, urðu úrslit sem hér segir: UNGLINGAKEPPNI: 1. verðl: Nótastöðin. Keppandi: Jarpur, 7v. Eig. og knapi: Hrafnhildur Jónsd. 2. verðl: Raftækjavinnustofa Ármanns Ármannssonar. Keppandi: Lúsý, 6v. Eig. og knapi: Gunnar Gunnarsson. 3. verðl: Islenska Járnblendifélagið. Keppandi: Stjörnufaxi, 7v. Eig. og knapi: Baugur Guðmundss. FLOKKUR FULLORÐINNA: 1. verðl: Útgerðarfélag Runólfs Hallfreðssonar. Keppandi: Hrímfaxi, 7v. Eig. og knapi: Samúel Ólafsson. 2. verðl: Þórður Óskarsson. Keppandi: Gáfa, 5.v. Eig. og knapi: Hreinn Elíasson. 3. verðl: Akrasport. Keppandi: Klampi, lOv. Eig. og knapi: Jón Sigurðsson. Knapaverðlaun keppninnar hlaut Baugur Guðmundsson. - O - Hestamenn Dreyra fjölmenntu í skrúðgöngu 17. júní og riðu þeir fyrir göngunni, sem hófst við kirkju bæjarins og endaði á íþróttavellinum við Jaðarsbakka. Þar sýndu hestamenn dressur og gangskiptingar í lok dagskrár. Síðan var yngri íbúum hæjarins lofað á bak hestunum og gerði það mikla lukku. - O - Hið árlega Hestaþing Dreyra í Ölveri verður haldið dagana 28. og 29. júní 1981. - O - Áætluð er vallar- og mótsstaðargerð í landi félagsins að Barðanesi. Skipulagsvinna er komin af stað. Áætlaö er að þar verði 600 metra hlaupabraut, sýningagerði og löglegur Evrópuhringvöllur. Júllus.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.