Morgunblaðið - 28.06.1981, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981
39
Þorsteinn Björg-
ólfsson -
Fæddur 21. júli 1950.
Dáinn 20. mars 1981.
Þorsteinn Björgólfsson, sem hér
verður minnst með fáum orðum,
var ættaður frá Vopnafirði og
Húsavík í Borgarfirði eystra. Móð-
ir hans er Þórhalla Þorsteinsdótt-
ir og faðir hans Björgólfur Jóns-
son.
Þorsteini kynntist ég sem barni
og átti við hann vináttu svo lengi
sem líf hans entist. Fyrstu minn-
ingar um hann og eftirlifandi
bræður hans eru þær, að þeir voru
mjög vaskir drengir. Ég tengdist
Þorsteini og fylgdist með honum
hans uppvaxtarár.
Minmng
Þegar hann var 16 ára vildi
hann leita sér frægðar og frama
með því að fara að heiman og
vinna í verstöð á Suðurlandi.
Sonur minn sem var vinur hans
réði hann þá til verka hjá Útgerð-
arstöðinni Sjóla Reykjavík. Jón
Akureyri:
Námskeið fyrir
norræna hús-
stjórnarkennara
ÁTTATÍU norrænir hússtjórn-
arkennarar verða á námskeiði í
húsakynnum Menntaskólans á
Akureyri 29. júní til 3. júli nk.
Aðalleiðbeinandi á námskeið-
inu verður Hans Rask Jensen.
lektor við háskólann i Árósum
og aðalfulltrúi Danmerkur i
umhverfis- og neytendamála-
nefnd Gfnahagsbandalagsins.
Auk hans flytja sérfræðingar
frá öllum Norðurlöndunum er-
indi og fulltrúar íslenzkra at-
vinnurekenda og félagasamtaka
flytja einnig erindi og taka þátt í
umræðum, en meginefni nám-
skeiðsins er neytendafræðsla í
skólum.
Það er norræna samstarfs-
nefndin um hússtjórnarfræðslu,
sem gengst fyrir þessu nám-
skeiði, en hún hefur unnið að
eflingu Norræna hússtjórnar-
háskólans, sem starfar í Osló og
Gautaborg og vísir að þriðju
deildinni er kominn við háskól-
ann í Árósum.
Cand merc. Hans
Ra.sk Jensen
Frá lögreglunni:
Yitni vantar
Slysarannsóknadeild lög-
reglunnar í Reykjavík hefur
beðið Morgunblaðið að auglýsa
eftir vitnum að eftirtöldum
ákeyrslum i borginni að und-
anförnu. Vitni eru vinsamlega
beðin að hringja i sima deildar-
innar 10200 hið allra fyrsta
svo og tjónvaldarnir:
Laugardaginn 20. sl. frá kl.
08.00—21.00 var ekið á bifreið-
ina R-36789, sem er af Volks-
wagen gerð rauð á lit, þar sem
henni hafði verið lagt við Rauð-
arárstíg 13.
Mánudaginn 22. sl. frá kl
14.40—15.25 var ekið á bifreið-
ina R-32754, sem er af Renault 5
gerð orange á lit, þar sem henni
hafði verið lagt á bifreiðastæði
norðan Oddfellowshússins í
Vonarstræti.
Þriðjudaginn 23. sl. frá kl.
16.20—17.20 var ekið á bifreið-
ina Y-9203, sem er af Mazda 323
gerð grá á lit, þar sem henni
hafði verið lagt við Suðurlands-
braut 8.
Þriðjudaginn 23. sl. frá kl.
20.30—23.05 var ekið á bifreið-
ina Y-4299, sem er af Chevette
gerð, rauð að lit, þar sem henni
hafði verið lagt í bifreiðastæði
norðan Iðnaðarbankans í Lækj-
argötu.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
\l GLVSIM.A-
SIMINN KR:
22480
Guðmundsson forstjóri og meðeig-
andi þess fyrirtækis sagði mér að
ekki hefði sér þótt þessi ungi
Austfirðingur til mikilla stór-
ræða, en svo hefði farið að þegar
þrjár vikur voru liðnar á vertíðina
og maður á bát þeirra Sjólamanna
forfallaðist, hefði hann fengið það
álit á drengnum að þess var óskað
að hann hlypi í skarðið. Þetta
skarð fyllti Þorsteinn þannig að
hann var sjómaður frá því að
hann fór í þetta skipsrúm með
þekktum dugnaðar- og aflamanni,
Friðrik Ásmundssyni frá Kverná.
Þorsteinn giftist 30. maí 1971
Regínu Guðjónsdóttur frá Eyrar-
bakka og stofnuðu þau heimili i
Reykjavík. En þegar hann lauk
prófi frá Stýrimannaskólanum
fluttust þau nokkru síðar í heima-
byggð hans, Vopnafjörð. Þar
byggði hann sér hús og keypti af
föður sínum og föðurbróður bát
þann sem hann fórst á. Sagði
Þorsteinn mér að hann vildi eign-
ast stærra skip því hann teldi sér
meiri framavon sunnanlands en
austan og ákváðu þau hjónin því á
síðastliðnu hausti að flytja til
Eyrarbakka. Á nýliðnum vetri
réði hann með sér, tvo unga menn.
Ætlaði hann sér að þetta yrði sín
síðasta vertíð á þessum bát, en
margt fer öðruvísi en ætlað er.
Annað skip og annað föruneyti
varð ekki hlutskipti Þorsteins í
þessu lífi. Annar ungu mannanna,
Víðir Þór Ragnarsson, 16 ára,
fylgdi Þorsteini ferðina löngu og
votta ég fjölskyldu hans samúð
mína.
En Gunnsteini Sigurðssyni, 17
ára, tókst á giftusamlegan hátt að
bjarga og allir gleðjast yfir því,
megi gæfan fylgja honum.
Ég og fjölskylda mín sendum
eiginkonu Þorsteins, Regínu,
börnum, fóstursyni, foreldrum,
systkinum og öðrum ættingjum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Karl ó. Jónsson fv. út-
gerðarmaður.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
í Orðskviðunum 17,19 segir: „Sá. sem háar gjörir dyr
sínar, sækist eftir hruni.“ Hvað þýðir að gjöra dyr sinar
háar?
Biblían er rituð á sextán hundruð ára tímabili.
Höfundarnir eru sextíu og sex. Vissulega var hún
innblásin af Guði, og samt miðast margar líkingar og
myndir í henni við mannlíf og aldarhátt í Austur-
löndum nær.
Dæmi: Sá, sem reyndi að sýna við hlið sín, hversu
auðugur hann væri, kallaði yfir sig tvenns konar
hættu. Annars vegar gat miskunnarlaus tollheimtu-
maðurinn hækkað skattana. Bæri það hins vegar til,
að óvinaher réðist inn í bæinn, mundu þeir eyðileggja
beztu húsin í þeirri von, að þeir ynnu þannig bug á
áhrifamestu íbúunum.
Þá er einnig sagt, að forðum daga hafi íbúar Rama
'ekki haft húsdyr sínar nema í hálfri hæð, af því að
arabar hafi haft það fyrir sið að koma ríðandi inn í
húsin og heimta peninga.
Þannig bregður Biblían upp mynd úr daglegu lífi til
þess að kenna, að sjálfshrós eyðileggur sálina.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
'einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði,
handbragð eða hönnun, er Völund í sérflokki,
enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð
til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu
markaða veraldar.
Volund
danskar þvottavélar
í hæsta gæðaflokki.
Frjálst val hitastlgs með hvaða
kerfi sem er veitir fleiri mögu-
leika en almennt eru notaðir, en
þannig er komið til móts við
séróskir og hugsanlegar kröfur
framtíðarinnar.
Hæg kæling hreinþvottarvatns
og forvinding í stigmögnuðum
lotum koma í veg fyrir
krumpur og leyfa vindingu á
straufríu taui.
En valið er þó frjálst:
flotstöðvun, væg eða kröftug
vinding.
Trefjasían er í sjálfu
vatnskerinu. t>ar er hún
virkari og handhægari,
varin fyrir barnafikti
og sápusparandi svo um
munar
Traust fellilok. sem lokað er
til prýði, en opið myndar bakka
úr ryðfríu stáli til þæginda
við fyllingu og losun.
Sparnaðarstilling tryggir
góðan þvott á litlu magni
og sparar tíma, sápu
og rafmagn.
Fjaðurmagnaðir demparar
í stað gormaupphengju
tryggja þýðan gang.
Fullkominn öryggisbúnaður
hindrar skyssur og óhöpp.
3ja hólfa sápuskúffa
og alsjálfvirk sápu-
og skolefnisgjöf.
Fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt, brúnt.
Tromla og vatnsker
úr ekta 18/8 króm-
nikkelstáli, því
besta sem völ er á.
Lúgan er á sjálfu
vatnskerinu, fylgir
því hreyfingum þess
og hefur varanlega
pakkningu.
Lúguramminn
er úr ryðfríum
málmi og
rúðan úr
hertu pyrex-
gleri.
Annað eftir
því.
Strax við fyrstu sýn vekur glæsileiki Völund athygli þína.
En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stillingar,
möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu
hvers vegna sala á vönduðum vélum hefur á ný stóraukist
í nágrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ fleiri að
raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en
verði og gera sér Ijóst, að gæðin borga sig: strax vegna
meira notagildis, síðar vegna færri bilana, loks vegna lengri
endingar.
Volund\f
þvottavélar-þurrkarar-strauvélar
FYRSTA FLOKKS FRÁ|
Traust þjónusta
Afborgunarskilmálar I
JFOrax
HÁTÚNI 6A # SÍMI 24420