Morgunblaðið - 28.06.1981, Side 44
Síminn á afgreiöslunni er
83033
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981
Hraðskákmót á
heimskautsbaug
(irímsoy 27. júní.
IIRAÐSKÁKMÓT á heimskauts-
hauK var haldiA á miðnætti siðast-
liðnu í tenKslum við 10. hekar-
skákmótið. sem að þessu sinni er
haldið hér í Grímsey. TilhöKun þess
var þannÍK að sá hafði svart, sem
sat norðan bauKsins en sunnan-
maðurinn hvítt. Mótið var útslátt-
armót ok sÍKurveKari varð Friðrik
Ólafsson. stórmeistari, en jafnir í
2. ok 3. sæti urðu þeir Jón L.
Árnason ok IlelKÍ Ólafsson.
Tvær umferðir á mótinu voru
tefldar í gær ok í seinni umferðinni
urðu helztu úrslit þau að Friðrik
Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson,
Helgi Ólafsson og Jóhann Hjart-
arsson unnu skákir sínar en Jón L.
Árnason gerði jafntefli.
Þriðja umferðin var svo tefld í
morgun og þá urðu helztu úrslit að
Friðrik Ólafsson vann Hilmar
Karlsson, Helgi Ólafsson vann Jó-
hann Ragnarsson, Jón L. Árnason
vann Birgi Örn Steingrímsson, Jó-
hann Hjartarson vann Ásgeir Ever-
by, Ásgeir Þ. Árnason vann Guð-
mund G. Þórarinsson, Ólöf Þráins-
dóttir vann Kristján Mikaelsson,
Halldór Blöndal vann Sturlu Pét-
ursson og nú fyrir skömmu stóðyfir
æsispennandi skák þeirra Guð-
mundar Sigurjónssonar og Gunnars
Gunnarssonar.
Fréttaritari
Nú er hafinn undirbúningur fyrir útitaflið á Bernhöftstorfunni og stórvirkar vinnuvélar byrjaðar á nauðsynlegum jarðvegsskiptum
vegna þess. Taflið verður rúmur fimm og hálfur metri i þvermál og girt höggnu grjóti og gangstétt. Þar fyrir utan munu svo verða
gróðursettir runnar og blóm. Taflið sjáift verður i lægð, i svipaðri hæð og Lækjargata og hægt verður að komast að þvi frá Lækjargötu,
Bankastræti og frá stéttinni framan við Gimlé. Þá verður lítið jarðhýsi til geymsiu taflmannanna grafið inn i brekkuna.
Ljósmynd Mbl. Emilía HjorK.
íslenzka álfélagið hf.:
Fulltrúar Alusuisse vildu
ekki sleppa Inga úr stjórn
Afþökkuðu matarboð iðnaðarráðherra
FULLTRÚAR Alusuisse í stjórn
íslenzka Álfélagsins hf. ákváðu að
fresta aðalfundi félagsins á föstu-
daginn. en Ingi R. Ilelgason mætti
á fundinn með skipunarbréf ráð-
herra til handa eftirmanni sínum
Fógetaembætti og
bifreiðaeftirlitið
tengd við tölvur
UNNIÐ er að því að tengja
fógetaembætti og bifreiðaeftirlit
á Akureyri, Keflavík, Hafnar-
firði og Kópavogi við tölvu
Skýrsluvéla ríkisins og Reykja-
vikurborgar. Er fyrirhugað að i
fyrsta áfanga komist fyrrnefnd
embætti á Akureyri i samband
við SKÝRR. Á þá að vera hægt að
kalla upplýsingar um þinggjöld
ok skrásetninKU bifreiða sam-
stundis fram á tölvuskjá fyrir
norðan samkva mt upplýsinKum,
sem fyrir lÍKgja í mMurtölvunni i
Reykjavík.
Jón Þór Þórhallsson, forstjóri
SKYRR, sagði að helzti kostnaður
við þennan búnað væri fólginn í
leigu á símalínum, en upplýsingar
eru fluttar á milli eftir þeim. Hins
vegar er reynt að nota sömu
línuna til sem flestra verka.
Tölvuskermar og prentarar á stöð-
unum eru notaðir til að senda
fyrirspurnir og taka við upplýs-
ingum. Sagði Jón, að kostnaður við
þennan þátt væri ekki hlutfalls-
lega mikill og færi minnkandi.
Útboð fór fram í tölvuskerma og
prentara og var lægsta tilboði
tekið frá fyrirtækinu Örtölvu-
tækni sf. í Reykjavík.
Bifreiðaeftirlitið í Reykjavík
var tölvuvætt fyrir nokkrum árum
og verið er að endurnýja kerfi
Gjaldheimtunnar í Reykjavík svo
hægt sé að nýta það í þessi nýju
verkefni. Hjá SKÝRR eru upplýs-
ingar um bifreiðaeign landsmanna
og embættin úti á landi fá aðgang
að þeim upplýsingum. Svipað
verður uppi á teningnum með
þinggjöldin.
Aðspurður um frekari útfærslu
á þessu kerfi, sagði Jón Þór, að
unnið væri að forkönnun á teng-
ingu borgarfógetaembættisins í
Reykjavík til skrásetningar á veð-
böndum. Hann sagði, að einnig
væri stefnt að því, að önnur
embætti tengdust kerfinu, en það
væri háð því hvernig gengi að
setja upp línunet til gagnaöflunar
um landið, en það væri einn af
dýrustu póstunum.
1 stiórninni. Samkvæmt þeim
heimildum, sem Mbl. hefur, telja
fulltrúar Alusuisse, að fyrirtækið
standi vel að víkí í „súrálsverðs-
málinu“ og vilja ekki sleppa Inga
R. Helgasyni úr stjórn álfélagsins
fyrr en punkturinn hefur verið
settur aftan við það mál, en Ingi
R. Ilelgason hefur sem kunnugt er
haft ýmiss afskipti af því máli á
vegum iðnaðarráðherra. Þá höfn-
uðu fulltrúar Alusuisse í stjórn
ÍSAL, dr. Paul II. Muller og
Wolfgang Capitaine, matarboði
iðnaðarráðherra, Hjörleifs Gutt-
ormssonar, en iðnaðarráðherra
sagði í samtali við Mbl. í gær, að
formaður stjórnar ÍSAL, Halldór
II. Jónsson, hefði verið búinn að
þiggja boðið fyrir hönd stjórnar-
innar.
„Ég óskaði eftir því við ráðherra
að sitja ekki lengur í stjórn Is-
lenzka álfélagsins, þar sem ég tel
það ekki samrýmast starfi mínu
sem forstjóri Brunabótafélags ís-
lands og hafði ráðherra fallizt á
það,“ sagði Ingi R. Helgason í
samtali við Mbl. í gær. „En aðal-
fundinum var frestað og því hefur
enn ekki komið til skipunar ann-
ars.“
Ingi sagði ástæðu frestunar aðal-
fundarins vera ákvörðun fulltrúa
Alusuisse, að fundinum skyldi ekki
ljúka áður en búið væri að fjalla
um súrálsskýrsluna, sem brezka
endurskoðunarfyrirtækið Cooper &
Lybrand vinnur að. Ingi sagði, að
hann hefði á aðalfundinum á föstu-
daginn haft tilbúið skipunarbréf
eftirmanns síns í stjórninni, en það
hafi ekki verið lagt fram, þar sem
fundinum var frestað áður en til
stjórnarkjörsins kom. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins átti
Ragnar Árnason, lektor, að taka
við af Inga sem stjórnarmaður
ÍSAL.
„Það varð ekkert af þessum
málsverði, sem gert var ráð fyrir í
sambandi við stjórnarfundinn.
Halldór H. Jónsson, stjórnarfor-
maður, hafði þegið það boð, en þeir
voru eitthvað lystarlausir þeir sem
komu frá Sviss,“ sagði Hjörleifur
Guttormsson, iðnaðarráðherra, í
samtali við Mbl. í gær. Hjörleifur
sagði, að hann hefði ekki boðið til
málsverða í sambandi við fyrri
aðalfundi ÍSAL, en hann hefði setið
boð, sem fulltrúum Alusuisse hefðu
verið haldin. „Ég hef alltaf átt
kurteisleg samskipti við fulltrúa
þessa fyrirtækis og matarboðið var
hugsað sem vettvangur slíkra sam-
skipta. Ég vil ekki gefa því neina
einkunn, að þeir skyldu telja sér
þetta henta nú,“ sagði Hjörleifur.
Iðnaðarráðherra sagði, að frest-
un aðalfundarins hefði „út af fyrir
sig“ komið honum á óvart. „Ég
vissi ekki að slík frestun stæði til.
Mér skilst að þeir tengi hana
endurskoðuninni, en ég fæ nú ekki
séð samhengið þarna í milli,“ sagði
Hjörleifur. Hann sagðist eftir ferð
fulltrúa Cooper & Lybrand hingað
til lands á dögunum eiga von á
lokaskýrslu fyrirtækisins um súr-
álsverðið „í júlímánuði".
Verðhækkanir á kísiljárni
Áhrif þeirra á afkomu íslenzka járnblendi-
félagsins óljós vegna misgengis gjaldmiðla
AÐ UNDANFÖRNU hafa orðið
lítiisháttar verðhækkanir á kfsil-
járni, bæði um áramótin síðustu, 1.
apríl og væntanlega aftur 1. júlí,
en vegna misjafns genKÍs erlendra
Kjaldmiðla eru áhrif þeirra óljós.
Að sögn Jóns Sigurðssonar, fram-
kvæmdastjóra íslenzka Járnblendi-
félagsins, er það mjög óljóst hvaða
áhrif þessar hækkanir muni hafa á
afkomu fyrirtækisins vegna mis-
gengis gjaldmiðla. Dollar hafi
hækkað, en pundið og þýzka markið
hafi lækkað og því skiptir það máli
hvert kísiljárnið er selt, og vegna
þessarar gengisþróunar megi ætla
að sumar þessara hækkana étist
alveg upp.
Jón sagði ennfremur að þó að
nokkur ávinningur væri af því að
selja fyrir dollara, væri sá ávinn-
ingur nokkuð óljós vegna þess að
íslenzka Járnblendifélagið seldi
sem hluti af Elkem-sölukerfinu og
það væri í raun og veru ekki fyrr en
í árslok, sem gert væri upp þannig
að allir fengju sama verð án tillits
til þess hvert þeir hefðu selt sína
framleiðslu. „Þannig að við fáum
ekki fullan ávinning af því þó að við
seljum mest í dollurum, heldur
jafnast það út á milli verksmiðj-
anna eftir magni þegar upp er
staðið," sagði Jón.
Jón sagði ennfremur að stefnan
væri að halda verðinu uppi á
kostnað magnsins og að allar meiri-
háttar verksmiðjur í heiminum
væru því reknar með takmörkuðum
afköstum.
Kvikmynd nm
Stephan G.
UNNIÐ er að gerð heimilda-
kvikmyndar um ævi Stephans
G. Stephanssonar og á myndin
að fjalla um líf og störf skálds-
ins á íslandi og i Vesturheimi.
Það er kanadíska fyrirtækið
National Film Board of Kan-
ada. sem vinnur að gerð mynd-
arinnar.
Kvikmyndataka hófst vestra
fyrir nokkru, en í ágústmánuði
eru Kanadamennirnir væntan-
legir hingað til lands. Ferða-
málaráð og menntamála-
ráðuneytið hafa aðstoðað við
■undirbúning, en væntanlega
munu íslenzkir kvikmyndagerð-
armenn taka að sér verkefni
hérlendis. Meðal annars er fyrir-
hugað að taka talsverðan hluta
myndarinnar í Skagafirði.