Morgunblaðið - 30.06.1981, Page 2

Morgunblaðið - 30.06.1981, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981 Karpov gagnrýnir Friðrik _ÉG ÁSKIL mér allan rétt til að huKsa næsta loik.“ sauOi Anatoli Karpov heimsmeistari i skák i viðtali við jÚKÓslavnesku frétta- stofuna um heÍKÍna. Ilann «ai;n- rýndi Friðrik ólafsson forseta FIDG harðleKa ok sagði að hann hefði brotið ríkjandi hefð um að heimsmeistari réði keppnisstað (>K vaiið þann stað sem áskorand- anum huKnaðist betur. _Síðan kom þessi skyndilexa ákvörðun forseta FIDE að fresta einviginu um mánuð i viðbót — af stjórn- málaástæðum að þessu sinni — ekki af neinum tæknileKum ástalðum,“ sagði Karpov. Ummæli hans hafa vakið þær spurningar með mörgum hvort Karpov kunni að neita að mæta til einvígisins. Þá fór Karpov hörðum orðum um mótherja sinn, Korch- noi, og sagði að hann hefði yfirgef- ið fjölskyldu sína fyrir fimm árum, og hann hefði ekki geð í sér til að ræða karakter hans né einkamál en hann fengi ekki séð hvað þau kæmu taflmennsku við. Karpov sagði að ekkert svar hefði borizt við opinberri mót- mælaorðsendingu sovézka skák- sambandsins sem send var FIDE varðandi frestunina. Karpov vís- aði á bug sem firru hugmyndum um að Korchnoi kynni að vera honum fremri en hann viður- kenndi þó að hann byggi yfir styrkleika og tækni við taflborðið. Mbl. tókst ekki að ná í Friðrik Ólafsson forseta FIDE til að fá álit hans á ummælum Karpovs. Heljíarskákmótið í Grímsey: Friðrik og Jón L. efstir og jafnir GrimHey. 29. júni 1981. FRIÐRIK ólafsson stórmeist- ari sigraði á 10. heigarskák- mótinu. sem fram fór norður i Grímsey um helgina. Hlaut Friðrik 5 vinninga af 6 mögu- legum. jafnmarga og Jón L. Árnason, sem varð í öðru sæti. vegna þeirrar aðferðar er not- uð er til að meta vægi vinninga á mótunum. í þriðja til sjötta sæti urðu þeir Helgi Ólafsson, Guðmund- ur Sigurjónsson stórmeistari, Gunnar Gunnarsson og Guð- mundur Pálmarsson, en þeir hlutu 4,5 vinninga. — Helgi Ólafsson fékk einnig á mótinu sérstök verðlaun, aukaverðlaun að upphæð 10 þúsund krónur, fyrir besta árangur á fimm síðustu helgarskákmótum. í kvennaflokki var Ólöf Þrá- insdóttir hlutskörpust, hlaut 3 vinninga. Mótið þótti takast hið besta, og vakti allmikla athygli í Grímsey. Meðal keppenda voru alþingismennirnir, Halldór Blöndal og Guðmundur G. Þór- arinsson. Fréttaritari. Byggingarvísitala hækkar um 8,4% HAGSTOFA íslands hefur reikn- að út vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hluta júní- mánaðar og reyndizt hún vera 739 stig, hafði hækkað úr 682 stigum frá síðasta útreikningi, eða um tæplega 8,4%, sem þýðir um 498% hækkun á ársgrundvelli. Þessi vísitala gildir á tímabilinu júlí — september nk. Vísitala byggingarkostnaðar hefur á einu ári hækkað úr 490 stigum í 739 stig, eða um ríflega 50,82%. SÍÐASTLIÐINN sunnudag birtist i Morgunblaðinu grein eftir Halldór Laxness sem nefn- ist _Þegar hún Skálholtskirkja hrann“ og segir Laxness í greininni m.a. að kaþólska kirkjan eigi með réttu Skálhoit. Ef endurreisa eigi Skálholt verði það að gerast á réttum forsendum. Þetta sé gjöf Gissur- ar biskups ísleifssonar til róm- versk-kaþólsku kirkjunnar á íslandi. Hlaðamaður hafði samband við dóms- og kirkjumálaráð- herra. Friðjón Þórðarson, bisk- upinn. herra Sigurbjörn Ein- arsson. og kaþólska biskupinn, Henrik Frihen, og leitaði álits þeirra á grein þessari. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup: „Ég finn litlar röksemdir í greininni“ _ÉG ER undrandi á blaðinu að vera að prenta þetta upp. 25 ára gamalt rugl sem er I engu hafandi. Með allri virðingu fyrir Nóbelsskáldinu. þá verð ég að segja það að þegar hann fer út í kirkjusögu, þá er lítið á honum að græða.“ sagði herra Sigurbjörn Einarsson biskup þegar blaðamaður Morgun- blaðsins hafði samband við hann i gær og leitaði álits hans á grein Halldórs Laxness um endurreisn Skálhultskirkju er birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. í grein Laxness segir m.a.: „Varðstaða í Skálholti verður ekki endurreist af lúterskum prótestöntum nema í gríni, ekki einu sinni þó þeir kaupi sér rómverskan kraga eins og fást í búðunum... Hver gaf hverjum Skálholt? Ef endurreisa á Skálholt verður það að gerast á réttum forsend- um. Því þetta er gjöf Gissurar biskups ísleifssonar til róm- versk-kaþólsku kirkjunnar á ís- landi.“ Þá var biskup spurður um þær röksemdir sem Laxness færir fram í greininni. Srcr'- |W*rBunblftbtb »«-» ifcgtbr I£<mwc „Þegar hún Skáiholtskirkja branif „Ég finn litlar röksemdir í greininni en ef eitthvert viðhorf er í þessu, sem hægt er að festa hendur á, þá er það mjög ólíkt viðhorfum kaþólskra manna nú á dögum. Mér finnst þessi skrif vera út í hött, ákaflega grunnþæg grein- ing á siðbótinni hér, og því sem þá gerðist. Vitaskuld voru þetta byltingartímar og byltingum fylgir alltaf ýmislegt sem ekki er æskilegt. Það þekkjr Halldór Laxness vel en það eru engin rök fyrir því að mála það í svörtum litum algjörlega og þessar marg- tuggnu tuggur hans um lágþýska greifa sem hafi staðið fyrir þessu öllu, það er nú fjarskalega lítið púður í því.“ Kaþólski biskupinn Hinrik Frihen: „Ekki ríkis- kirkjan sem ætti að vera þar“ BLAÐAMAÐUR hafði einnig samband við kaþólska biskupinn, Hinrik Frihen, og innti hann álits á greinarskrifum Ilalldórs Lax- ness. „Þetta er gömul hugmynd Hall- dórs Laxness. Ég held að sögulega séð hafi hann á réttu að standa. Það hafði aldrei verið meiningin hjá stofnendum Skálholts að aðrir en kaþólskir tækju við Skálholti. Auðvitað gátu þeir ekki séð fyrir siðaskiptin og afleiðingar þeirra. Gissur ætlaðist til þess að Skálholt yrði sæti kaþólska biskupsins þar sem sonur hans var kaþólskur biskup. Þetta er alveg augljóst. Ef við höldum við hans ætlun um stöðu Skálholts, þá er það ekki ríkiskirkjan sem ætti að vera þar. Þetta er nú satt og þá meina ég sögulega séð. Lögfræðilega séð, er ég ekki vel að mér hvorki í alþjóðalögum né íslenskum lögum. Það er venja í kirkjulögunum að eftir 100 ár fyrnist lög og réttur, ef engin krafa hefur komið fram á eignina. En þetta segi ég með fyrirvara, þar sem ég er ekki lögfróður maður. Ég get ekki sagt að svo komnu máli, hvað ætti að gera núna eins og andinn er innan kirkjunnar í dag, þ.e.a.s. kaþólska og lútherska kirkjan eru farnar að ræðast við. Það gæti því verið auðveldara að leysa þennan vanda með Skálholt." Friðjón Þórðarson kirkjumálaráðherra: „Tel að sjálfsögðu að þjóðkirkjan eigi Skálholt“ _Það er nú annað að vera skáld en sagnfræðingur kannski,“ sagði Friðjón Þórðarson dóms- og kirkjumálaráðherra, þegar blaða- maður Mbl. spurði Friðjón um greinarskrif Laxness i Morgun- blaðinu á sunnudag. Gissur biskup gefur þjóðkirkj- unni í hans tíð jörðina, og ég býst við að jafn hygginn maður og hann var, andlegur og veraldlegur höfð- ingi í landinu, hafi ekki haldið að kirkjan stæði óbreytt um aldur og ævi, heldur tæki eðlilegum breyt- ingum í aldanna rás. Þess vegna tel ég að sjálfsögðu að þjóðkirkjan í dag eigi Skálholt samanber lög númer 32 frá 1963 en þar er ríkisstjórninni heimilað að af- henda þjóðkirkju íslands endur- gjaldslaust til eignar og umsjár jörðina Skálholt í Biskupstung- um ... Þó að segja megi að eignin hafi verið gefin kirkjunni í kaþ- ólskum sið þá tel ég að það breyti engu þó að siðbótin yrði, hvað sem segja má svo um hana. Hún var umdeild og er kannski enn, en ég held að það sé ekki hægt að deila um það að þessi staður sé eign þjóðkirkju íslands og hafi alltaf verið. Ég held að Gissur hafi verið hyggnari maður en svo að hann hafi talið sig geta ákveðið í eitt skipti fyrir öll, að engar breytingar yrðu á eignarhaldi á Skálholti.“ „Ekki í fyrsta skipti sem sambands laust er þegar á þarf að halda“ Umfangsmikil leit að 10 ára stúlku í Þórsmörk: — segir Valgeir Guðmundsson lögregluþjónn á Hvolsvelli _ÞAÐ VAR búið að svipast um eftir stúlkunni þarna innfrá í nokkurn tíma en það var ekki fýrr en kl. 23 á laugardagskvöldið sem byrjað var að leita fyrir alvöru.“ sagði Valgeir Guðmundsson. lögregluþjónn á Hvolsvelli, er Mbl. spurðist fyrir um leitina sem gerð var að tiu ára stúlku. Evu Vilhjálmsdóttur. er villtist i Þórsmörk á laugardags- kvöld en fannst um 10 leytið á sunnudagsmorgun eftir að hafa verið á gangi alla nóttina." „Um miðnættið var byrjað að kalla í talstöð í sæluhúsi Ferðafélagsins, Skagfjörðsskála, bæði í Gufunes og Vestmannaeyjaradíó til að fá hjálp héðan frá Hvolsvelli, en það tókst ekki að ná sambandi. Um síðir fóru nokkrir menn á rútu niðureftir og þeir komu hingað um tvöleytið um nóttina. Nei, talstöðin var alls ekki biluð. Fjarskiptatækin þarna eru léleg og þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem sambandslaust er þegar á þarf að halda. Sambandið rofnar einmitt gjarnan á kvöldin og nóttunni, ein- mitt á þeim tíma sem mestar líkur eru á að alvarlegir atburði: eigi sér stað og fólk sem dvelur í Þórsmörk þurfi hjálpar við. Það tókst ákaflega vel að skipu- leggja þessa leit eftir að okkur hafði verið gert viðvart. Björgunarsveitin hér lagði þegar af stað inn i Þórs- mörk og síðan ein björgunarsveit af annarri. Um það leyti sem stúlkan fannst, voru komnar upp eftir björg- unarsveitir af öllu Suðurlandi, allt austan frá Eyjafjöllum, og hafa líklega á annað hundrað manns tekið þátt í leitinni. Þá tók þyrla Land- helgisgæslunnar einnig þátt í leitinni en hún komst ekki í Þórsmörk fyrr en á sunnudagsmorguninn vegna þoku. Það er annars ekki mikið um þetta að segja, nema þessi litla stúlka sem týndist, hagaði sér afskaplega skyn- samlega eftir að hún var orðin villt. Hún hlóð t.d. vörðu uppi á hábrún fyrir ofan Búðarháls og setti þar sokkinn sinn á spýtu í vörðunni. Þetta hjálpaði mjög mikið til og varð til þess að sporhundur, sem Hjálpar- sveit skáta í Hafnarfirði kom með, komst á sporið,“ sagði Valgeir. „Það er afskaplega oft erfitt að ná sambandi í Þórsmörk og fer mikið eftir veðri,“ sagði Þórunn Lárusdótt- ir, framkvæmdastjóri Ferðafélgs ís- lands, er Mbl. innti hana eftir hvernig á því stæði að ekki náðist samband frá Skagfjörðsskála á laug- ardagskvöldið. „Það var þungbúið veður og rigning þarna um nóttina og við þau skilyrði er mjög erfitt að ná sambandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ekki næst samband frá Þórsmörk þegar á þarf að halda og verður sjálfsagt því miður ekki það síðasta heldur. Málið er einfaldlega að talstöðin þarna er löngu orðin úrelt. Það væri sjálfsagt full þörf á að hafa þarna góð tæki en ég sé enga lausn á því vandamáli. Við leigjum þessi tæki á okurverði hjá símanum en samt eru þau svo úrelt að varla er hægt að nota þau. Ég hef fengið þau svör hjá símanum, þegar ég hef verið að spyrjast fyrir um þetta, að það eigi að fara að hætta að nota þessi tæki og önnur betri að koma í staðinn, en hvenær það verður veit ég ekki.“ Að lokum hafði Mbl. samband við móður Evu Vilhjálmsdóttur, og fór fram á það að fá viðtal við stúlkuna um reynslu hennar á sunnudagsnótt- ina, en því var hafnað. Kvað hún stúlkuna hafa náð sér vel eftir vosbúðina um nóttina og sagði að þau hjónin væru mjög þakklát öilum er tóku þátt í leitinni eða lögðu á sig fyrirhöfn í tengslum við hana. Valþjófsstaðahurðin rýrnað um 3 mm síðustu 30 árin Síðastliðinn sunnudag birtist f blaðinu grein eftir Halídór Lax- ness þar sem segir að Valþjófs- staðahurð sé að sögn á góðri leið með að skemmast. Höfðum við samband við Þór Magnússon þjóð- minjavörð og inntum hann eftir áliti á þessu. „Ég veit ekki hvaðan það er upprunnið að Valþjófsstaðahurðin sé að skemmast. Þetta hefur nú áður sést í bláðagreinum og þykir nú hverjum gott að geta étið ósómann úr einhverjum öðrum. En einmitt þegar þetta kom upp í blaði í hitteðfyrra athuguðum við hana sérstaklega af þessu tilefni. Það gerðu Gísli Gestsson og dóttir hans Margrét. Þau mældu hurðina nákvæmlega og báru hana saman við gömul mál af henni og gamlar ljósmyndir og þau komust að því að líklega myndi hún hafa rýrnað um þrjá millimetra frá því að hún kom í safnið 1952.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.