Morgunblaðið - 30.06.1981, Side 16

Morgunblaðið - 30.06.1981, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981 Herra Sigurbjöm Einars- son, biskup — sjötugur í dag er herra biskupinn Sigur- björn Einarsson sjötugur. Ekki er það fátítt, að menn nái þeim aldri en af eðlilegum ástæðum ber sjötugsafmæli biskups sjaldan að og það kemur öllum við af því að það leiðir til nálægra biskupa- skipta og þau eru jafnan við- kvæmt mál. Sérhver fráfarandi biskup hefir um árabil sett svip á stórhátíðir kirkju og þjóðar og verður strax þjóðkunnur. Hann hefir mótað hefðir sem orðnar eru greiptar í vitund almennings og honum kær- ar og sjálfsagðar. Sú tilhugsun, að annar komi með aðrar hefðir hlýtur því að vera viðkvæmt mál og ekki sízt nú þar sem biskup vor er gæddur hæfileikum, sem lengi verður jafnað til. Sá sem tekst á hendur biskups- embættinu gengur undir ok, vissu- lega veglegt ok en einnig þungt ok. Þjónustan tekur allan tíma hans og alla krafta hans en gefur honum engan tíma til að sinna neinum öðrum hugðarefnum. Mik- ið af tíma hans fer í að leysa vandamál sem oft eru erfið og ósjaldan leiðinleg. Lausnir eru oft gagnrýndar, misskildar og van- þakkaðar. Það er um þetta háa embætti líkt og tinda háfjallanna, að þar næða oft naprir vindar úr ýmsum áttum. Trúlegt er að flestir mundu fegnir hverfa fljótt frá þessu starfi aftur ef ekki kæmi til að þetta er ok Krists og því fylgir sú náð, sem gerir það indælt og létt þeim, sem fúslega ber það. Um leið og biskupi er þakkað langt og farsælt starf, samfögnum vér honum að geta horfið frá því með ófölnuðum andlegum glæsi- leik sínum og verulegu starfs- þreki. Vér biðjum Guð að gefa honum heilsu, þrek og lífsfögnuð méðan ævin endist. Sigurður Pálsson. Selfossi. Vetur í Súgandafirði árið 1974. Bílar og grindverk horfið undir snjóinn og finnst ekki aftur fyrr en með vorinu. En mannlífið er hlýtt, kirkjustarfið skemmtilegt og kirkjufólk á skilið umhyggju og uppörvun. Nývígður presturinn er með hugann fullan af áformum, enda alvara starfsins lögð prest- um þungt á hjarta á vígsludegi og í samtölum við biskup. En stund- um vantar ráð. Seinni hluta kvölds hringir síminn á prestsetr- inu. Sigurbjörn biskup er að grennslast fyrir um prest sinn, hvort hún standi upp úr snjónum. Það yljar um hjartarætur, gefur tækifæri til að spyrja ráðanna, sem vantar. Þau reynast haldgóð. Það hafði sannast sagna ekki gengið átakalaust fyrir kvenprest- inn í Súgandafirði að fá vígslu. En á kyrrlátum degi lagði ég það fyrir biskup að söfnuðurinn í Súganda- firði vildi að ég vígðist þangað. I ró og alvöru ræddum við málið heima hjá biskupi. Akvörðunin var tekin. Fyrsta konan skyldi vígð til preststarfa í kirkju Is- lands. Biskup kannaði afstöðu forystufólks í kirkjunni, lærðra og leikra, mótmæli komu ekki þaðan. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup varð fyrstur biskupa til að vígja konu prestvígslu í íslenskri kirkju. Nú hefur hann vígt tvær konur, hina fyrri árið 1974 og hina síðari nú í vor. Það er von okkar að brautin sé rudd og fleiri konur komi til preststarfa. Kvenprest- arnir tveir eru sammála um að biskup þeirra sé skörungur meðal presta sinna, skörungur og jafn- ingi í senn og það er mikil tilhlökkunarefni að sitja presta- stefnu undir stjórn hans. Á slíkum fundum minnist ég kennslu hans í guðfræðideild. Ég var meðal hinna síðustu, sem nutu kennslu hans áður en hann varð .: ' ) . i 1 i i. i \ \ 11 biskup. Þar fór saman skýr guð- fræði, trúarleg boðun og útskýring nýrra orða og hugtaka, jafn hratt og þau komu fyrir. Mér þótti sem hann hefði þessa þrjá þætti í hendi sér og léti þá renna til okkar samfléttaða án þess að nokkur yrði útundan. Ég er þess fullviss að íslensk kirkja fær ekki fullþakkað þá skýru prédikun fagnaðarerindis- ins, sem hann hefur flutt henni. Þráfaldlega hef ég fagnað því að vita sóknarbörn mín hevra bisk- upinn sjálfan flytja það fagnaðar- erindi, sem prest þeirra langaði svo að þau heyrðu og skildu. Svo var einn sumardag í Rang- árþingi. Við bjuggumst til kirkju- vígslu í Kálfholti. Undirbúningur- inn var mikill, söfnuður og prestur litu til dagsins með tilhlökkun en líka ofurlitlum ótta um að eitt- hvað færi úr böndum hjá okkur. Á ákveðnum tíma aka biskupshjónin í hlað. Þau heilsa af alúð og hlýju, biskup tekur hemputösku sína í aðra hönd og leiðir lítið telpukorn úr söfnuðinum við hina heim að húsi. Frú Magnea ræðir við hús- freyju. Við heimafólk í söfnuðin- um brosum hvert til annars, óþarfa hátíðleiki má víkja fyrir alþýðlegri ró. Við óttumst ekki lengur þótt eitthvað kunni að fara úrskeiðis hjá okkur. Kæru biskupshjón, hjartanlegar afmælisóskir og þakkir. Auður Eir Vilhjálmsdóttir I .Ok er hann gckk fram meA Galileu- vatninu. sá hann Símon ok Andrós. hrtWiur Símonar. er þeir voru aA leKKja draKnet I vatninu. því ad þeir voru fiskimonn. Jesús saifdi vid þá: KomiA ofc fyliciA mér. ox mun ck láta yrtur verda mannaveiAara.M (Mark. I. 16-17.) Fyrir nokkrum árum var ég gestkomandi hjá skáldinu Ólafi Jóhanni Sigurðssyni. Það var að áliðnu sumri, mild birta hnígandi sólar yfir Vesturbænum og kyrr- látt í stofu skáldsins við Suður- götu. Hún er þó aðeins örskots- lengd frá miðborginni, þar sem hjarta Reykjavíkur slær ört, svo oft kveður hátt við. En nú sátum við þarna tveir í kyrrð og skorti ekki umræðuefni. Um þær mundir naut Ólafur að vísu lítils næðis. í kjölfar bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs bárust ótal tilboð um þýð- ingar á skáldverkum hans. Af hnyttinni gamansemi greindi hann frá viðskiptum sínum við misjafnlega álitlega þýðendur af ýmsu þjóðerni. I framhaldi af þeim frásögnum sveigðist talið að íslenskum þýðingum, að snilidar- verkum manna á borð við Magnús Ásgeirsson og Helga Hálfdanar- son. Þá rétti Ólafur skyndilega úr sér, þar sem hann sat gegnt glugganum og birtunni, og sagði íbyRginn: „Aðeins einum manni hefur þó tekist að þýða ljóð eftir Hjalmar Gullberg án þess að það glataði þeim sérstæða tóni, sem einkennir þetta frábæra, sænska skáld.“ Ég horfði spyrjandi á hann, en Ólafur kímdi og þagði um hríð, til þess að auka á forvitni mína. „Ég er ekki viss um, að þér takist að geta upp á þeim snillingi, þótt þú þekkir hann mætavel. Ólíklega hefur hann haft mikið næði til þess að sinna ljóðagerð og þýðingum og sennilega er helst hægt að kenna þér og kollegum þínum um það.“ Ég þagði sem fastast, staðráð- inn í að koma ekki með fráleita tilgátu. Þegar skáldið sá fram á, að svars var ekki að vænta, hélt hann áfram: „Fyrir nokkrum ár- um rakst ég á þýðingu eftir Sigurbjörn Éinarsson biskup í Lesbók Morgunblaðsins, sem vakti þegar athygli mína. Ljóðið heitir „Og ég mun láta yður verða mannaveiðara" og á rætur að rekja til tveggja versa í 1. kapítula Markúsarguðspjalls. Þarna fann ég loks íslenska þýðingu á ljóði eftir Hjalmar Gullberg, þar sem ekkert fór forgörðum. Og nú skal ég meira að segja leyfa þér að heyra það, því ég lærði ljóðið þegar í stað.“ Þetta var ógleymanleg stund. Skáldið fór með ljóðið án þess að hika nokkurn tíma. Hlý og hógvær röddin féll vel að efni þess og tilfinningaþungi jók á áhrifin: — Við hættum þesNU. verðum vlst að hlýóa. hann vlll vió komum strax ok fylgjum sér. Vid kveAjum bát ok net oic vatniA viAa. já. vertíóipni okkar lýkur hér. Við fórum aldrei fyrri neitt ad héti. rétt fram á miA, eitt dæjcur lenxst í senn. Nú vill hann láta varpa (Wiru neti. viAsfjarri. á þurru landi. fyrir menn. Aó veióa fólk mun fráleitt okkur metta. Vió finnum þessu raunar entcan staó. I>aó hoóar ekkert icott að >cera þetta. en gesturinn. sem kom hér. heimtar þaó. Við þögðum um hríð eins og við biðum þess að mynd hyrfi af tjaldi eða kvíðasár lokatónn dæi út. — „Það boðar ekkert gott að gera þetta, en gesturinn, sem kom hér, heimtar það.“ — Ólafur Jóhann rauf þögnina: „Þessi þýðing nær einmitt að tjá sérstæða alvöru Gullbergs, sem aldrei er of hátíðleg, en þó hvílir yfir henni þessi undarlega seyð- andi mystik, sem einkennir skáldskap hans. Já, vonandi fær biskupinn næði til þess að helga sig bókmenntastörfum, áður en verður um seinan. Ég hef sannar- lega miklar mætur á honum og vænti mikils af honum á þeim vettvangi." Löngu síðar innti ég Ólaf eftir því, hvort ég mætti vitna til þessara ummæla. Hann hugsaði sig ekki um, heldur svaraði að bragði: „Að sjálfsögðu. Ég hvika ekki frá þessari skoðun." Siðdegisstundin við Suðurgöt- una er mér ofarlega i huga á merkum tímamótum á æviferli kirkjuhöfðingjans, herra Sigur- björns Einarssonar. Hún er raun- ar til nokkurrar huggunar, þegar haft er í huga, að til þess er ætlast, að hann sleppi styrkri hendi af stjórnveli þeirrar heilögu stofnunar, sem hann hefur stýrt með fágætri reisn í rúma tvo áratugi. Ungur hlýddi hann þeim gesti, sem kom á afdrifaríkri stund andlegra átaka, og heimt- aði, að hann varpaði neti fyrir menn. Upp frá því helgaði hann líf sitt þeirri skipun, í prestsþjónustu í afskekktri sveit og í erilsömu borgarprestakalli, á kennarastóli og að lokum á biskupsstóli. II „Ék á mÍK ekki hér i veroldinni. Drottinn. éx ei«n þin er a( miskunn þinni.* IlalÍKr. Pétursson. Fyrstu kynni hafði ég af herra Sigurbirni Einarssyni í gegnum þýðingar hans á prédikunum. Á unglingsaldri eignaðist ég bókina Við Babylonsfljót, ræður danska prestsins Kai Munks. Þar kvað við sérstæðan tón, einmitt þá djúpu alvöru, sem aldrei var of hátíðleg, eða líkt og skýrt kemur fram í upphafi prédikunar hans um al- vöru Guðs: — Ef öllu væri nú borgið með því að halla undir flatt, verða blíður í máli og heilsa hjartanlega, þá væri ekki vandinn mikill. En Guð er svo hryllilega lítið uppnæmur fyrir öllu guð- ræknistildri. Hann lítur ekki á vörumerkið. Hann veit, hvað á boðstólum er. Hann sættir sig ekki við annað en ófalsaðan varn- ing. — Þetta var nýr ræðutónn, að vísu Kai Munks, en þýðandanum hafði tekist að koma honum til skila með svo glæsilegum hætti, að hann hafði veruleg áhrif hér á landi, ekki síst á ýmsa þá, er stóðu í prédikunarstóli á helgum og hátíðum. En óneitanlega þurfti ærna hæfileika, til þess að tala svo djarft, án þess að allt færi úr böndum; að láta söfnuðinn hrökkva við með því að rífa hégómann niður með offorsi. Oft vildi þá brenna við, að menn gæfust upp við að byggja upp af rústunum, en skildu þá söfnuðinn eftir ráðvilltan. Það var erfitt að tileinka sér þennan óvenjulega ræðustíl og alls ekki á hvers manns færi. Hann hentaði einung- is þeim sem byggðu á traustun evangeliskum grunni, á þeim máttarstólpum kristindómsins, sem séra Jón lærði á Möðrufelli nefndi Jesú — guðdóm og frið- þægingu. Sjálfur þurfti séra Sig- urbjörn Einarsson ekki að fara í smiðju til annarra, og þótt hann þýddi tvö ræðusöfn eftir Kai Munk (það, sem fyrr var getið, og Með orðsins brandi, sem kom út ári síðar, 1945), þá hefur það verk ekki sett mót á ræðugerð hans, sem er gædd sterkum persónu- legum og listrænum stíl, stundum eins og órímað ljóð. Þegar hann prédikar á annan sunnudag í aðventu, sér hann Jesúm koma aftur. „Hvernig færi, ef hann kæmi aftur með svipuðu móti og forðum?“ spyr hann söfnuðinn. Og áður en séra Sigurbjörn veit af, hefur hann ort ljóð. Éf til vill veit hann það ekki ennþá, en það má taka það út úr prédikuninni og setja það upp á þennan veg: — Ilann Kenici um K«tur ok tonc ojc enicinn kæmist undan honum. Allt í einu á Hótel Bor»c ofC jazzinn þajcnar, jclasió stóðvast á miÓri leiö aó vorunum — hann horfir svo djúpt, allt opiö fyrir aufcum hans, bert ojc nakió inn úr. Allt í einu í mióri þrónjcinni i hankanum. Hann spyr einskis, en veit allt ojc vafasami seÓillinn eóa blaóió fer aö svíóa jcreipina. veröur bruni. veróur lojcandi brennimark inn úr, sem jcetur aldrei horfiö. nema aujcun hans slokkni eóa hondin hans afmái þaó. — Þannig er stíll Sigurbjörns Ein- arssonar; áður en hann veit af er hann farinn að yrkja, án þess að ætla sér það. Hann er talandi skáld, en leyfir skáldinu aldrei að þagga niður i prédikaranum. Sér- hver ræða hans hyggist á traust- um og lifandi grundvelli, á Kristi krossfestum og upprisnum. Allt frá því hann lifði afturhvarf til trúar, hefur hann aldrei brugðist hinum evangelisk-lúterska grundvelli. „Enn hafa engar dul- málgar bókmenntir komist nálægt innblásnum verkum kristins rétttrúnaðar í því að bjóða dauð- anum byrginn — ég nefni ekki Nýja testamentið, bendi aðeins á niðurlag sálmsins „Allt eins og blómstrið eina“, ...“ Þessar setn- ingar úr ritgerðinni „Mér er kunn- ugt um mann ...“, sem herra Sigurbjörn birti á safnritinu Játn- ingar (1948), leiða hugann að því andlega og trúarlega umhverfi og andrúmslofti, sem hann hefur lifað og starfað í. Þar hefur óttinn við dauðann ræktað frumskóg undarlegustu kenninga, sem skyggja á tæran boðskap Krists. En herra Sigurbjörn hefur haft djörfung til þess að rífa upp þennan villigróður með rótum, þær slepjulegu flækjur, sem hafa ógnað kristinni trú í landinu og reynt að villa um fyrir þeim, sem kvaddir eru til að prédika Guðs orð hreint og ómengað. Er fram líða stundir munu menn gera sér ljóst, að herra Sigurbjörn Ein- arsson kom fram á réttum tíma, studdur af heilögum anda að leiða þjóð sína út úr myrkviði. Sú villumörk spratt af mistökum velviljaðra manna, sem fæsta skorti gáfur, en þoldu alls ekki þá ógn dauðans, sem „er hin daglega og stundlega vitund kristins manns að vera veginn og léttvæg- ur fundinn", eins og herra Sigur- björn benti á í fyrrnefndri ritgerð. Kvaðst hann ekki eiga aðra ósk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.