Morgunblaðið - 30.06.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981
17
um andlátsstund sína, en þá, að
eftirfarandi orð séra Hallgríms
mættu verða sér jafn skýr og
ótvíræð og þau hefðu honum
vísust verið.
— Athvarf mitt jafnan er til sanns
undir purpurakápu hans.
þar hyl ók misKJdrA mina. —
III
„Hann kemur mér æ i huK. er eK heyri
K»ös manns Ketid; hann reyndi eK svo aA
ollum hlutum.“
Jón biskup (>Kmundsson á Hólum.
Osjaldan verður mér hugsað til
þeirrar óverðskulduðu gæfu, að
hafa fengið í æsku að ganga milli
andlegra góðbúa. Óverðskuldaða
nefni ég hana hiklaust, vegna
þess, að betur hefði hún nýst mér
með meiri viljafestu, dug og vak-
andi dómgreind. Vorið 1956 kvaddi
ég Þórarin Björnsson skóla-
meistara á Akureyri. Það hafði
sannarlega ekki verið í kot vísað
að nema við Menntaskólann þar,
er var undir stjórn þess tilfinn-
ingaríka mannvinar og lista-
manns. Um haustið heilsaði ég
prófessor Sigurbirni Einarssyni í
guðfræðideild Háskóla íslands.
Þegar að er gáð, þá var margt líkt
með þessum tveim mönnum. Báðir
höfðu þeir náð snilldartökum á
íslenskri tungu. Þórarinn hafði
m.a. sýnt með þýðingu sinni á
Jean-Christophe eftir Romain
Rolland, að hann var rithöfundur
af Guðs náð. Sigurbjörn Einars-
son hafði fært Játningar Ágústín-
usar kirkjuföður í svo glæstan
búning íslensks máls, að ekki
verður betur gert. En mannleg
samskipti áttu hug þessara læri-
meistara beggja og sá áhugi rændi
þá tíma til listiðkana. Þeir voru
reiðubúnir að fórna kröftum sín-
um til uppeldis íslenskri þjóð, að
hún þyrfti ekki að glata menning-
arlegri reisn og andlegu sjálfstæði
vegna hirðuleysis eða grunn-
hyggnislegrar dýrkunar fánýtra
skurðgoða efnishyggjunnar.
Hefðu þeir verið eigingjarnari en
raun ber vitni um, og metnaðurinn
beint þeim á brautir skáldskapar,
þá er ég sannfærður um, að við
Islendingar værum tveim miklum
þjóðskáldum ríkari. En þessum
mönnum hefur hvorugum verið
lagið að hlífa sér og sá er mestur
veikleiki í fari þeirra, að þeir
kunna ekki að nota sér krafta
annarra til hlítar. Sá var helstur
munur á þeim, að annar var
heiðarlegur efasemdamaður, en
hinn er heiðarlegur trúmaður, sé
lagður á mælikvarði játninga-
bundinnar kirkju Krists ins kross-
festa og upprisna. Ekki er
óbrúanleg gjá þar á milli eða eins
og herra Sigurbjörn hefur orðað
það: „Leysingjar Jesú Krists eru
svo sem ekki fullkomnir. Það er
þeim mikil auðmýking, hvað þeir
standa hinum oft að baki að
mannkostum. En jafn mikið þakk-
arefni þar fyrir, hvar sem þeir
verða góðs varir. Guði sé lof —
hann hefur fleiri verkfæri í þess-
um heimi en þá, sem játa hann.“
Þessi orð segja mikið um víðsýnar
lífsskoðanir herra Sigurbjörns
Einarssonar. Það frjálslyndi, sem
í þeim birtist, er hins vegar ekki
fólgið í því að fara frjálslega með
staðreyndir.
Vegna þeirra og frjórrar list-
gáfu sinnar átti hann hægt með að
ná til lærisveina sinna og tendra
áhuga þeirra fyrir fræðunum, en
þó um fram allt fyrir þeirri
þjónustu við Guð og menn, sem
þeim var flestum ætlað að inna af
hendi. Hann ól ekki á vonum
þeirra um vel metna virðingar-
stöðu, heldur sýndi fram á gildi
þeirra átaka og margþættu vanda-
mála, sem henni myndu fylgja.
Hún yrði prófsteinn á manndóm
og trú. Sem vígslufaðir gaf hann
mér þau heilræði, sem ég verð
honum ævinlega þakklátur fyrir.
Kolli Gústafsson i Laufási.
Svo sagði í viðtali í tímariti einu
fyrir nokkrum árum: „Á barði
fyrir austan túnið í Kotey reisti ég
Skálholt úr hnausum og spýtum,
veglegan garð með dómkirkju og
skóla og mikilli áhöfn — völur,
kjálkar og leggir þöktu tún og
haga. Og Brynjólfur og Jón Vídal-
ín stýrðu staðnum, eða ég í umboði
‘þeirrá.“* - - ***• *■'■-*
Biskupsferill
Köllun
Maöur
á myrkrinu
mettur
glaöur
í guði
hver blettur;
lifir
í Ijósinu
léttur
- yfir
sólskiniö
settur.
Samfélag
Gleöur
þín guösbörn
glóðin;
kveöur
þú kærleiks
óðinn
þrungin
af þakklæti
þjóðin
- sungin
í sólskins
Ijóöin.
Prédikun
Orðiö á axir skarpar
og andans heggur viö.
Gungurnar verða garpar
og gjörast krossins lið.
Ljósiö á nagla langa,
og lífskross okkur vís.
Sálirnar særðar hanga,
og sólin í þeim rís.
Birtan á beitta hnífa,
á brjóstsins hlífar sker.
Hjörtun til himins svífa
meö hjartslátt guðs í sér.
Náöin á hvassar nálar,
úr nekt hún saumar flík.
Klæði úr kærleik sálar,
svo Kristi verði lík.
Okið
Bjartan
biskupsstaf
beröu
kvartan
og sálarneyð
séröu;
falslaus
hans fjársjóö
veröu
- allslaus
úr öndvegi
ferðu.
Kvaðning
Kristur
þig kirkjunni
seldi
fyrstur
í frelsunar
eldi;
kallar
þig kærleikans
veldi
- hallar
að heimfarar
kveldi.
Ingimar Erlendur Sigurðsson
Sá er þarna horfði til baka og
leit sjálfan sig að bernskuleik,
hann er sjötugur i dag, herra
Sigurbjörn Einarsson biskup. Það
virðist hafa verið sýnt harla
snemma hvert hugur hneigðist til
viðfangs og bygginga, þó að efni-
viðurinn í upphafi væri einasta
hnausar og spýtur. Ekki þarf að
draga í efa að hvergi var bældur
sá vísir, að því er verða vildi og
árla kom í ljós hjá ungum sveini,
um það liggur fyrir eigin vitnis-
burður: „Eg er alinn upp við
gamalgróna alþýðuguðrækni" ...
„Mestu varðar hvernig fyrsti
tónninn er stilltur". Víst varðar
það öllu að barnið var fóstrað í
trúarlegri næring og gefið þeim
Guði sem „ríkti ofar þekjunni" og
öllu því hæsta, sem augað nam og
kennt að treysta miskunn hans og
forsjón í hvívetna.
Árin líða, Sigurbjörn er horfinn
úr kyrrum leik í umboði biskupa,
haldinn af stað í fjölmennið þar
sem margar furður eru i augsýn,
jafnvel svo að bernskudraumar
kunna að hyljast móðu. Við tekur
ólgusjór umbrotaára, er hvassir
sveipir höfðu nær fellt og brákað
styrka stafi heimanifrá. En
„reiðalítið hugarfley" réttir þó við
að sönnu, því fyrsti tónninn hafði
verið stilltur vel. Trúin öðlast nýja
dýpt, eins og eftir eldskírn býr
hún sér stað í barmi ungs manns,
heil og tær og víkur ei framar frá.
Sigurbjörn Einarsson nemur
fræði sin um árabil, leitar grunn-
efna í lífsstarfið, er taka munu við
af vanbúnaðinum, sem byggt var
úr í bernsku. Hann skortir ekki
neitt í eðli og gerð til að ávinna
sér mæta vel víðtæka þekkingu og
kafa djúpt í hugsun og fræði
samtíðar sem liðinna daga. Til
viðbótar háskólanámi heima,
stundar hann nám við dýrmæta
leiðsögn erlendis og sýnir svo
árangur að dyr standa opnar til
fræðiiðkana og farnaðar á er-
lendri grundu. Það voru ekki ytri
efnin, sem léttu leiðina í námi,
heldur djúpur áhugi, köllun og
handleiðsla. Því var það ekki
áhorfsmál að koma heim, leið
Sigurbjarna.r var ekki tvíræð og
hiki merkt, því hann „ætlaði að
vera prestur á Islandi". Draumur-
inn sem hann átti við byggingar-
listina í túnjaðrinum í Kotey var
ekki gleymdur og sú rödd ekki
þögnuð, sem eitt sinn gætti þess
að ungur maður yrði ekki trúar-
lega úti, þegar „röstin sogaði og
seiddi" á umbrotaárum. Sigur-
björn Einarsson kemur heim á ný
og tekur við starfi í íslenskri sveit,
hann vígist til Breiðabólsstaðar á
Skógarströnd árið 1938. Það kem-
ur í ljós áður en varir að séra
Sigurbjörn ætlar sér nokkurn hlut
í sínum samtíma. Víst á hann
góðan starfsdag og vinsældir í
prestsstarfi vestra, en rödd hans
berst víðar, nýr tónn er sleginn,
hér er kominn maður sem talar af
myndugleika og djarfri kunnáttu-
semi og ritar á þann veg til varnar
og sóknar að fæstum þýðir að etja
kapp við, né komast til jafns. Svo
skipast eftir tiltölulega skamma
dvöl vestra, að séra Sigurbjörn er
kosinn prestur í nýstofnuðu
prestakalli í Reykjavík árið 1940,
Hallgrímsprestakalli. Ný og ærin
vérkefni taka við og séra Sigur-
björn leitar ekki hlés undan þeim
viðfangsefnum sem við blasa. Ef
verulega þarf átaka við, ef að tala
skal máli hugðarefna svo muni
um, þá reynist ekki á styrkari og
snjallari liðsmanni völ en séra
Sigurbirni. Þeir vita það gjörlega
sem verið hafa til að mynda í
fyrirsvari, við að reisa þann helgi-
dóm, sem á Skólavörðuholti stend-
ur. Það mál hefur staðið séra
Sigurbirni hjarta nær og notið
alla tíð hans skelegga atfylgis.
Árið 1947 hefur tímaritið Víð-
förli göngu sína og ber viðurnefni
þess manns, sem eitt. sinn tókst á
hendur að „predika Guðs erindi"
fyrir þessari þjóð. Séra Sigurbjörn
Einarsson innir af höndum það
þrekvirki að halda þessu tímariti
úti, að vísu með tilstyrk góðra
manna. Verður að telja þar ein-
stæða elju og brennandi lund að
baki, sem ýtir slíku verkefni úr
vör og heldur svo fram um árabil.
Úr hendi séra Sigurbjarnar hafði
Víðförli það erindi „að kynna
lútersk sjónarmið, viðhorf í sam-
tíma guðfræði og taka til umræðu
trúarleg og kirkjuleg dagskrár-
mál.“ Fór sem ætlað var, að
tímarit þetta hafði ríkuleg áhrif
og er enda svo enn þann dag í dag,
að ég hygg, að flestir prestar hafi
einhverntíma farið í smiðju til
Víðförla og sótt sér næring. Ætla
ég að vel hafi dugað og lengi farið
íftir sem ritstjórinn skrifaði í
upphafi að fyrir sér vakti: „Að
geta hjálpað einhverjum til þess
að hugsa sér til gagnsmuna um
hin brýnustu málefni".
Næsta mynd úr lífi og starfi
séra Sigurbjarnar Einarssonar er
vísast fjöldanum fjær að kynnum.
Hann er kallaður úr þjónustunni í
Hallgrímskirkju til kennslustarfa
við Háskóla íslands árið 1943. Þar
gefst honum tækifæri til mótunar
og áhrifa á nýjan hátt.
Mun það mál þeirra sem nutu
leiðsagnar séra Sigurbjarnar í
guðfræðideildinni að hann hafi
haft vinsældir og látið vel að
miðla af djúpsæi og næmleika og
vekja áhuga nemenda, enda
manninum létt um að tjá sig og
snerta innstu taugar viðmælenda.
Enn á ný skiptir grein til
hlutverks í lífi séra Sigurbjarnar,
hann er kjörinn biskup Islands
árið 1959. Slík var tiltrú á þessum
manni og leiftrandi tungutaki
hans, að hann sem ungur byggði
kristninni tignarsæti úr hnausum
og spýtum og stýrði draumum
sínum í umboði Brynjólfs og Jóns
Vídalín, var nú sjálfur stiginn inn
í þá raunverulegu röð manna, er
þegið höfðu hirðisstaf hver úr
annars hendi og þó allir úr sömu
helgu hönd. Hann var nú tekinn
við umboði að stjórna þeirri
kirkju sem er „ætíð kirkjan í
tvísýnu aldafarsins, kirkjan með
sína stóru margþættu fortíð,
veðrasömu nútíð og huldu fram-
tíð“.
Hvernig hefur svo kirkju ís-
lands farnast undir stjórn herra
Sigurbjarnar Einarssonar? Það
væri í senn ofdirfska og smekk-
leysa, að ætla sér í afmælisgrein
að gera úttekt á slíku. Sagan ein
mun skrá það af nokkru hlutleysi
hversu um mál var fjallað og
hvernig sú handleiðsla dugði, sem
núverandi biskup hefur gefið á
sinni veðrasömu tíð. Víst get ég
litið við og horft á myndir dag-
anna og sagt við sjálfan mig:
Skálholt er risið úr rústum, þar er
kirkja vegleg, þar er skóli,
mennta- og menningarsetur.
Æskulýðsstarf kirkjunnar hefur
styrkst á liðnum áratugum, fyrsti
æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar
kom til starfa í tíð núverandi
biskups. Hjálparstofnun Kirkj-
unnar er virt og viðurkennd í
þjóðfélaginu. Kristnisjóður er orð-
inn veruleiki, öflugur sjóður til
margra góðra hluta. Ný sálmabók
hefur séð dagsins ljós. Ný Biblíu-
þýðing er í augsýn, ný helgisiða-
bók er í burðarliðnum. Þannig
mætti að ýmsu víkja, sem festa
má fingur á og segir frá merkum
áföngum í tíð herra Sigurbjarnar
Einarssonar.
Vitaskuld mun enginn, sem ann
kristinni kirkju vera svo heillum
horfinn að telja allt á réttan veg
hafa gerst, né álíta að ekki bíði
fjölmargt framundan óleyst. Og
fáum mun detta í hug, að í
umboðstíð herra Sigurbjarnar
hafi allt leikið í hendi á hinn eina
sanna veg. Líkast til veit hann
manna best sjálfur það sem Mart-
in Niemöller orðaði svo „Hjá oss
er ekkert fullkomið, en þakka ber
oss það, sem vér eigum". Byrði
biskupsdóms mun harla þung á
margan veg, sérhver tíð er „örðug
tíð“, sem lætur engan þann sem
ábyrgðina ber grípa alla þræði,
svo sem hverjum líki, vilji hann
vera trúr og sannur eigin gerð og
köllun.
I íslenskri kirkju hefur víkkað
verksvið til muna á liðnum árum
og margt það eflst sem áður var
fyrir, en hitt er mér nær að halda
að hvað sem sagan kann að skrá
um einstök mál, sem náðu fram að
ganga í stjórnunartíð núverandi
biskups, að þá muni engu að síður
lengst lifa þau áhrif sem hann
hefur haft með töluðu máli og
rituðu um langa tíð. Þá skal ekki
einungis hugsað til þess, hversu
hann hefur mótað margan p>est
og ósjálfrátt stuðlað að efnisrök-
um og boðun, heldur einnig vikið
að því hversu biskup hefur borið
hátíð inn á íslensk heimili hvenær
sem hann hefur látið frá sér heyra
og síðast en ekki síst, hvernig
hann hefur haldið uppi vitsmuna-
legri trúvörn svo eftir var tekið af
leikum sem lærðum.
Með ólíkindum er sú náðargáfa
herra Sigurbjarnar Einarssonar
að ná sterkum tökum á fólki með
orðræðu sinni. Hann bregður
gjarnan upp líkingum, myndræn-
um andstæðum, teflir fram til
úrslita valkostum, sem áheyrand-
inn getur vart annað er tekið
afstöðu til á líkan veg og höfund-
urinn. Predikanir hans bera vitni
um víðtæka þekkingu bæði á
fornri arfleifð kirkjunnar sem og
á samtíðarhugsun. Þær eru yfir-
höfuð listileg smíð, að öllu jöfnu í
senn auðugar að máli og einfaldar
til skilnings, og skáldleg efnistök
og smekkur, setja óbrigðult mót á.
En hvað sem lagt er í málsmeð-
ferð, hvort heldur tilefnið er ávarp
eða kveðja, sem orðast í andartak-
inu, eða þá predikun sem unnin er
í smáatriðum, þá er tvennt sem
aldrei bregst, töfrar búningsins og
sá grunnur sem byggt er á: Jesús
Kristur dáinn og upprisinn mönn-
unum til hjálpræðis. Það er ekki
einkennilegt, að sá sem hefur
orðið djúpt snurtinn við að hlýða á
mál biskups svo margsinnis, leiði
hugann að orðum Jesaja spá-
manns: „Herrann Drottinn hefur
gefið mér lærisveins tungu svo að
ég hefði vit á að styrkja .. “
Maðurinn sjálfur Sigurbjörn
Einarsson er margslunginn per-
sónuleiki, með ríka vitsmuni,
djúphuguil og fjölmenntaður.
Hann er fylginn sér, einbeittur og
skapheitur, en vill þó stýra málum
með mildi og sáttarvilja ef þess er
kostur. Hann á hægt með að sýna
bæði hlýjan kyrrleika og tyftun í
máli sínu og viðbrögðum og má sá
maður hafa mjög til að bera, sem
ætlar sér að sækja sigur í orðræðu
við hann. Felast þá ekki yfirburðir
herra Sigurbjarnar einungis í vís-
dómi eða vígfimi, heldur og í
töfrum yfirbragðs og veru og þeim
seið sem býr í flutningi máls og
viðmóti.
Þrátt fyrir sjötiu ár að baki og
annasama tíð í miklum embættum
er ekki að sjá og finna af atferli og
hugblæ biskups að þar fari maður,
er senn fari að lina tak á viðfangs-
efnum. Lítur helst út fyrir að
ennþá sé verulega eftir að drengn-
um sem eitt sinn var að byggja í
túnjaðrinum heima, svo er herra
Sigurbjörn frár og kvikur og frjór
í hugsun. „Glatt hjarta gjörir
andlitið hýrlegt", segir í helgri
bók. Vísast má biskup á margan
hátt hafa til þess ástæður nokkrar
að eiga glatt hjarta og hýrlegt
bragð, þegar hann lítur yfir farinn
veg. Veldur þá fyrst að hann hefur
verið trúr köllun sinni og byggt
eins og hann fékk eigindir til að
gjöf, byggt upp í þjónustunni við
þann Drottinn sem kvað hann
ungan til fylgdar. Og þó að á
kristnihaldi landsmanna séu
margar brotalamir á veðrasamri
tíð og óteljandi verkefni blasi við
sem krefjast úrlausnar til eflingar
kristinna áhrifa, þá er samt ekki
óraunhæft mat að segja: Þjóð-
kirkja íslands stendur nú traust-
ari í samfélaginu að tiltölulegri
stærð, en í nokkru grannlandi og í
annan stað er það margra álit, að
þá hverfi hann svo frá verki að
kirkjan sé í sókn í landinu og vart
hafi í annan tíma áður verið meira
um hana talað og á hana heitið í
fullri tiltrú til vegsagnar. Ég flyt
biskupi árnaðaróskir og þakkir
SJÁ NÆSTU SÍÐU