Morgunblaðið - 30.06.1981, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.06.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1981 19 nokkrum söknuði frá sínum fáu sóknarbörnum á Skógarströnd til hins fjölmenna, kirkjuvana safn- aðar í höfuðborginni. Og sam- komusalurinn í Austurbæjarskóla reyndist frá upphafi alltof lítill. Hallgrímskirkja, sem nú nálgast það að fá þak yfir langskipið, en á enn langt eftir til að verða fúllgert guðshús, mun þá varla hafa verið komin á pappírinn. En ég hygg að ekkert það guðshús, sem nú er fullbyggt í höfuðborg vorri hefði gert betur en að hýsa þann söfnuð, sem vildi sækja guðsþjónustur sr. Sigurbjörns. Það var vakning í Reykjavík og raunar meðal þjóð- arinnar fyrir útvarpssendingar, öfgalaus, heilbrigð trúarvakning. Um kennslustörf S.E. sem dós- ents og prófessors í HI ræði ég ekki hér. Það munu vafalaust nemendur hans gera. En það mun flestum ljóst, sem fylgst hafa með guðfræði kirkjunnar á þeim árum og síðar, að þáttaskil munu hafa átt sér stað á starfsárum hans við þá merku stofnun. í þessum orð- um felst ekki gagnrýni á aðra kennara Guðfræðideildar, sem voru samtíma og þar næst á undan honum. Þá þekkti ég alla, sem samviskusama menn og af- burða kennara, prófessorana Ásmund Guðmundsson síðar bisk- up og Magnús Jónsson og Sigurð Einarsson dósent. I biskupskosningum hefur hingað til ekki verið um nein framboð að ræða. Allir þjónandi prestar eru kjörgengir. En til þess að úrslit kosninga væru bindandi fyrir veitingarvaldið hefur ein- hver þeirra, sem atkvæði hljóta orðið að hafa mikið fylgi, ekki minna en tvo þriðju hluta at- kvæða. í síðasta biskupskjöri féllu atkvæði á tvo presta og hlaut sr. S.E. tvo þriðju hluta atkvæða og var hann þar með kjörinn lög- mætri kosningu. Þess þarf ekki að geta, að sá prestur, sem hlaut þriðja hvert atkvæði, var af kjós- endum sínum talinn einn hinn hæfasti og líklegasti i prestastétt landsins til að hljóta kosningu, enda kunnur gáfumaður og merk- ur prestur. Ég var staddur fyrir forvitnis sakir uppi í kirkjumálaráðuneyti, þegar talning atkvæða fór fram. Gústaf heitinn Jónasson, ráðu- neytisstjóri, kom brosandi fram úr skrifstofu sinni að talningu lokinni og sagði mér tíðindin. Mér þótti líklegt, að Sigurbjörn, pró- fessor, væri við kennslu í Háskól- anum og skundaði þangað. Það reyndist rétt til getið og kom hann til mín úr kennslustofu fram í ganginn. Ég vildi verða sjónar- vottur að þvi, hvernig hann tæki þessari frétt — og það varð ég. Við horfðumst í augu og ég sagði: „Þú ert kosinn biskup Isiands — lög- mætri kosningu." — Ég leyfi mér að opinbera hér einkamál annars manns, ef það skyldi geta orðið einhverjum til lærdóms í nútíð og næstu framtíð. Biskupsefnið sagði ekki orð. En hann laut höfði og það var því líkast að ofurþung byrði hefði verið lögð honum á herðar. Við tókumst þétt í hendur til kveðju og augu okkar mættust. Skömmu síðar gerði hann mér Ijóst, að hann gæti husgað sér að hafa mig sem aðstoðarmann í Biskupsstofu, og varð það úr, að ég tók að mér störf biskupsritara og hafði þau með höndum í 8 ár. Þá sótti ég í annað sinn um mitt fyrra prestakall, Mosfell í Grímsnesi. Þetta þótti tíðindum sæta, og ég varð þess var, að ýmsum þótti ótrúlegt, að mig tæki svo sárt að hverfa frá prestsþjónustu og vita prestakall mitt í vanrækslu, þar sem enginn prestur settist þar að, prestsetrið í hörmulegri niður- níðslu, kallinu þjónað frá Selfossi eða Reykjavík eða Torfastöðum. Enginn vildi líta við því lengur eins og húsakynnin voru. Menn virtust ekki trúa þvi, að ég vildi hverfa þangað aftur, og ég hafði ástæðu til að ætla — af óljósum dylgjum — að orðrómur væri um missætti milli biskups og mín. — Því fór víðs fjarri, að svo væri. Aldrei kom það fýrir. Traust mitt á honum og virðing og aðdáun hafa aldrei breyst. Þegar prestastéttin stóð svo einhuga að kjöri biskups, var hún að velja sjálfri sér og þjóðinni andlegan leiðtoga. Á því sviði treystu kjósendur hans honum tvímælalaust, og létu það ráða úrslitum. Hversu hann myndi reynast í hinum veraldlegu fram- kvæmdum, og fjármálum kirkj- unnar gat enginn vitað með vissu. Á slíkt hafði ekki reynt í lífsstarfi hans. En þau svið embættisins eru auðvitað einnig mjög mikilvæg, en oft við ramman reip að draga, þar sem kirkjan er ríkisvaldinu háð í fjármálum og lagasetningu. En á þeim sviðum sem öðrum hefur biskup reynst sigursæll. — Það má t.d. teljast til afreksverka, að biskup gerði Skálholt að skóla- setri að nýju og einnig prestsetri, svo að Skálholt er ekki lengur annexía frá Torfastöðum. Þá má nefna hið mikla bókasafn, sem hann fékk fyrir Skálholtsstað, og hann hefur á mörgum sviðum reynst mikill framkvæmdamaður. Ný lög um skipun prestakalla og prófastdæma. Skólastarf hefur kirkjan rekið á Löngumýri. Hjálp- arstofnun kirkjunnar hefur unnið mikilvæga líknarþjónustu. Kirkjulegt starf meðal ungs fólks og barna hefur stórlega aukist. Komið hefur verið á kirkjulegu starfi meðal sjómanna. Ný sálma- bók hefur komið í hans tíð og endurskoðuð þýðing nýja testa- mentisins. Og leiðréttingar á text- um Gamla testamentisins munu nú vera gjörðar. Ný handbók presta hefur verið samin og sam- þykkt á sýnódus. Kirkjusöngur hefur aldrei fyrr verið í slíkum vexti sem nú. Fæst af þessu hefði getað gerst, ef biskup hefði ekki reynst hvort tveggja mikill at- hafnamaður og áhrifamikill tals- maður kirkjunnar við valdamenn í stjórnmálum. Viðreisn Skálholts hófst með vakningu, er þeir biskuparnir dr. Sigurbjörn og dr. Sigurður Páls- son stóðu að sem ungir prestar. Sú vakning leiddi af sér byggingu Skálholtskirkju. Athyglisvert, að kirkjan kom fyrst. Með fyrstu verkum biskupsins var að koma upp sumarbúðum fyrir börn í Skálholti. Biskupi vorum hefur verið borið á brýn, að hann skorti frjálslyndi, og það hafa einkum nokkrir prest- ar gjört. Frjálslyndi er næstum eyðilagt orð fyrir ofnotkun í rangri merkingu. En við þekkjum annað orð, sem heldur fullu gildi: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. Vonandi getum vér allir sameinast um það, að því aðeins sé það lofsvert að vera frjálslyndur, að það merki þetta: Að vera sannleikanum trúr. Ekkert annað veitir oss hið sanna frelsi í lífi voru. Ég get sagt það um biskup vorn, sem hefur verið náinn vinur minn í nær hálfa öld, að hann er einn þeirra fáu manna, sem mér hefur orðið ljóst, að ástunduðu í hugar- fari og dagfari þessa miklu lífs- reglu: Að vera sannleikanum trúr í kærleika. Og það er sannleikur- inn, sem gerir yður frjálsa. Biskup vor er víðsýnn maður og frjáls í anda, og þröngsýni er honum víðs fjarri. Én frjálslyndi sínu hefur hann aldrei teflt á móti öðrum mönnum sem yfirburðum sínum yfir þá menn, sem feila sér ekki við að saka hann um þröng- sýni og bera saman við sitt eigið rómaða frjálslyndi. Varla mun sá maður finnast, sem ekki viður- kennir hvílíkur afburða prédikari biskupinn er. En hvers vegna leyfir sér enginn að draga úr því? Vegna þess, að öll hin íslenska þjóð veit það af eigin raun, að biskup vor er slíkur afburða boð- beri Guðs orðs, að enginn maður í vorri samtíð kæmi til greina til samanburðar. Hann mun vera og verða talinn einn mesti prédikari kristninnar í sinni samtíð. En þegar menn geta ekki neitað þeirri staðreynd, sem öll þjóðin þekkir, til hvaða ráða skal þá taka til að smækka afreksmanninn? — Það er enginn vandi. Mestur hluti vinnu hans eru embættisstörf á skrifstofu, og engir aðrir en nán- ustu samstarfsmenn hans vita, hve mikil sú vinna er. — Um þau störf hefur einhver, sem ekkert veit hvað hann er að segja, viðhaft þessi orð opinberlega: „Embættis- mennskan er nú ekki hans sterka hlið.“ — Slíkar dylgjur eru mjög óviðfelldnar. Þær minna nokkuð mikið á klassiskar lýsingar séra Árna Þórarinssonar á málflutn- ingi sem heitir ljótu nafni. Ég þekki vinnubrögð dr. Sigur- björns biskups flestum öðrum betur og veit að í embættisstörf- um sínum, jafnt innan skrifstofu- dyra sinna sem utan hefur hann reynst með afbrigðum mikilvirkur starfsmaður. Dr. Sigurbjörn hefur verið af- kastamikill rithöfundur. í hjá- verkum með sínum mikla verka- hring í prestsstöðu, prófessors- störfum og biskupsembætti. Mér telst svo til, að frá hans hendi hafi komið út 19 bækur, 13 frumsamdar. Þar á meðal fræðirit um Opinberun Jóhannesar. Sex bækur þýddar úr erlendum málum hafa komið út. Meðal þeirra má nefna: Helstu trúarbrögð mann- kyns, sem liklega er ekki síður sjálfs hans verk en þýðing. Hann á 27 sálma í nýju sálmabókinni, fimm af þeim eru frumsamdir. Tímaritið Víðförla gaf hann út í nokkur ár. Hann hefur einnig séð um útgáfu merkisbóka. Ég minn- ist Passíusálma í viðhafnarútgáfu með formála biskups. Ég minnist þess, að það var Sigurbjörn Einarsson, þá ungur maður, sem innleiddi passíu- sálmalestur í útvarp. Hann las þá sjálfur, framsögn afburða fögur. Biskup vor er mikils metinn sem kirkjuhöfðingi og guðfræðingur meðal erlendra kirkjuleiðtoga og guðfræðinga. Það var hans vegna, sem stjórnarnefnd Lúterska heimssambandsins hélt aðalfund sinn hér á landi. Hann hefur verið fenginn til prédikunar á öllum Norðurlöndum og boðinn til Grænlands til pré- dikunar þar. Ennfremur hefur hann þegið boð til Þýskalands til fyrirlestra þar í nokkrum borgum. Þangað fór hann 1974. Hann hefur einnig þegið boð til fyrirlestra- halds í enskum háskólum — og naut jafnframt heimboðs erkibiskupsins í Kantaraborg. — Hann hefur þegið heimboð til Grimsby. Hann hefur verið boðinn til Kanada og flutti þar fyrirlestra við tvo háskóla. Var kjörinn heið- ursdoktor við háskólann í Winni- peg- Siðast en ekki síst minni ég á boð biskups vors í páfagarð, hann tók þar þátt í hinu mikla kirkju- þingi, sem þar var haldið fyrir nokkrum árum. Hann var þar áheyrnarfulltrúi. Þessi þurra upptalning verður, rúmsins vegna að nægja, en æði- mikið starf biskups liggur bak við þessar ferðir, sem hann hefur tekist á hendur sem fulltrúi þjóð- kirkju vorrar, og þjóðin fagnar því, að eiga slíkan fulltrúa, hvar sem hann kemur um lönd. Það má ekki undan draga, þegar biskups vors er minnst á slíkum tímamót- um, að hann hefur aldrei verið einn á ferð frá námsárum í Uppsala og fram á þennan dag. Hann hefur átt styrka og trausta konu sér við hlið, sem á sinn þátt í lifsgæfu hans. Biskupsfrú Magnea Þorkels- dóttir kann að vera álíka mikill afkastamaður til verka og eigin- maður hennar. Og þau hafa ávallt átt yndislegt heimiii. Á fyrri árum var húsrúm ekki mikið, en hjarta- rúm var þar samt og göfugur andblær þess. Friður og fögnuður kristinnar trúar ríkti þar. Gestum var fagnað þá eins og nú. Og í því góða andrúmslofti þessa trausta heimilis lifðu börnin þeirra átta bernsku sína og æsku og þroskuð- ust að visku og vexti. Innilegar kveðjur og blessunar- óskir frá okkur hjónum og fjöl- skyldu — og Mosfelli. Ingólfur Ástmarsson I Á glaðri stundu í hópi góðra vina fljúga oft spaugsyrði, þótt oftast sé í þeim einhver sann- leikskjarni. Við vorum eitt sinn stödd nokk- ur saman heima i stofunni á biskupssetrinu að Bergstaðastræti 75 í tilefni þess, að einn sona biskups hafði lokið námi í guð- fræði. Glatt var á hjalla og margar ræður fluttar, mæltar af munni fram án vendilegs undir- búnings. Litið var um öxl og minnzt námsára í guðfræðideild, jafnframt því sem horft var fram á leið. Biskupinn kvaddi sér hljóðs og hélt tölu, þar sem hann vék að námi í deildinni og guðfræði almennt. Hann leit kankvís í áttina til min og sagði eitthvað sem svo, að kirkjusaga og reyndar öll saga væri harla lítil vísindi, því næsta óvíst væri, hvort allt væri rétt hermt, sem á spjöld hennar væri skráð! II Víst má vera, að þetta sé rétt, því að erfitt er og reyndar gagns- laust að takmarka söguna við „staðreyndir" einar, sem svo eru nefndar. Þar kemur ekki síður til mat þess, er ritar, á mönnum og málefnum, auk þess sem miklu ræður auðvitað það, sem á pappír hefur verið fest hverju sinni, þegar til fortíðar er horft. En hverja afstöðu sem menn kunna að hafa til sanngildis rit- aðrar sögu er hitt ómótmælanleg staðreynd, að allir menn, sem á jörðu lifa, skrá sína sögu, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt, þótt auðvitað komist fæst af því á blöð hinnar rituðu, opinberu sögu. Þangað komast þeir einir, sem láta þannig að sér kveða á opin- berum vettvangi, að eftir er tekið, tímamótum valda að einhverju leyti eða marka spor, er lifa þá sjálfa. Löngum hefur það þótt vís vegur til þess að skapa sér sögu- legan sess að gegna háu embætti, því að oft þótti íslenzk saga vera saga embættismanna og höfð- ingja. Þetta mun nú vera að breytast. Þó er það staðreynd, að virðuleg embætti ein hafa aldrei nægt til þess að tryggja nokkrum manni háan sess í sögunni. Þar veldur meir manngjörð þess og umsvif, sem í embættinu situr. III Því rifja ég þetta upp, að á tímamótum í lífi og starfi biskups íslands, síra Sigurbjarnar Ein- arssonar, leitar sú spurning á hug minn, hvern sess hann muni skipa í íslenzkri sögu. Engin kynslóð er sjálf fær um að meta endanlega samtímamenn og viðburði. Um það höfum við órækar sannanir. Sumt það, sem menn héldu klassískt, hvarf von bráðar, en annað stækkaði, sem samtíðinni hafði ef til vill yfirsézt. Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að staðsetja biskupinn í sögu íslenzkrar kirkju á þessari stundu. Margt mætti nefna þar. En í mínum huga verður hann alltaf tengdur Orðinu, sem ég rita hér með stórum staf að gamalli hefð. Öllum samtímamönnum mun ljóst, hvílíkur snillingur hann er í meðferð orðsins, bæði í ræðu og riti. Þó rís hann hæst í mínum huga sem boðberi og túlk- andi Orðsins, sem okkur er opin- berað í Heilagri ritningu. I mínum huga rís hann hæst sem prédikari. Vart mun nokkur annar samtíma- manna okkar eiga sama aðgang að eyrum alþjóðar og hann. Þegar biskup íslands talar, hlustar þjóð- in. Tæplega mun nokkur maður lá mér, þótt í hugann komi nafn þess forvera hans, sem einna hæst hefur borið sem prédikara Orðsins á þessu landi, meistara Jóns. Vona ég, að lengi lifi með íslenzkri þjóð sá vitnisburður, sem biskup hefur borið fram úr heil- ögu orði Guðs um Drottin Jesúm Krist. IV Biskupinn hefur í krafti emb- ættis síns verið forseti Hins ís- lenzka Bibliufélags um rúmlega tveggja áratuga skeið. Hann hefur látið sér einkar annt um, að ytri búningur Heilagrar ritningar væri slíkur, að hvorstveggja væri gætt, að hann hæfði svo háleitum boðskap, en næði jafnframt eyra hins almenna bibliulesara. Það er gaman, að einmitt á þessum tímamótum í lífi hans, er embættisferli hans lýkur og þá um leið forsetastörfum Biblíufélags- ins, kemur út ný útgáfa íslenzku Biblíunnar í endurskoðaðri og að hluta til nýrri þýðingu. Við sem sitjum með honum í stjórn Hins íslenzka Biblíufélags þökkum for- ystu hans í þessu verki og sam- gleðjumst honum með þennan merka áfanga, um leið og við lýsum þeirri von okkar, að þessi endurbætta útgáfa verði til þess að auðvelda almenningi aðgang- inn að Guðs orði á íslenzkri tungu. Ég veit, að sjálfur á biskup íslands áreiðanlega enga aðra ósk heitari á þessum heiðursdegi sín- um. Jónas Gíslason Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, er sjötugur í dag og kona hans biskupsfrúin Magnea Þorkelsdóttir varð sjötug 1. mars sl. Bæði eru þau hjónin Skaftfell- ingar að ætt og uppruna. Voru foreldrar Sigurbjörns, Einar Sig- urfinnsson bóndi í Háukotey í Meðallandi, síðar bóndi í Iðu í Biskupstungum. Hann var ágæt- SJÁ BLS. 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.