Morgunblaðið - 30.06.1981, Side 42

Morgunblaðið - 30.06.1981, Side 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981 Meistaramót í fjölþrautum: Elías vann í tíunda sinn ELÍAS Sveinsson, í Ármanni sÍKraði í Meistaramóti íslands i tuKþraut i tíunda sinn i röð nú um heljíina. í öðru sæti varð Steíán b. Stefánsson ÍR en hann lauk ekki keppni i siðustu grein- Björn BorK Borg enn að BJÖRN Borg, John McEnroe og Jimmy Connors cru meðal þeirra átta tennisleikara sem standa enn uppi á Wimbledon-keppninni fra'Ku i tennis, er komið er að 8-liða úrslitum. bau fara fram á þriðjudaginn. bessir þrir kappar hafa allir átt nokkuð nreiða leið til þessa. í síðustu umferðinni sigraði BorK Bandarikjamann- inn Vitas Gerulatis 3—0 í jöfnum leik. Connors burstaði Pólverj- ann Fibak 3—0 ok McEnroe tókst að merja landa sinn, Stan Smith. 3—1. Sem fyrr seKÍr fara 8-manna úrslitin fram á þriðju- daKÍnn ok mætir BorK þá tiltölu- leKa lítt þekktum tennisleikara. Peter McNamara. inni, 1500 m hlaupi. Árangur Eliasar var vægast sagt slakur eða 6341 síík, sem er tæpum 1100 stigum lakari áran^ur en hans besta þraut. Að vísu var veður ekki eins ok best var á kosið og maðurinn nýkominn frá Kali- forniu þar sem hann hefur dvalið við æfinKar i u.þ.b. þrjá mánuði. Stefán byrjaði vel og eftir fyrri dag hafði hann 112 stÍKa forskot á Elías. Hafði hann forystu þangað til eftir kringlukastið er Elías náði forystu og hélt henni til loka. Varð árangur sem hér segir: Elías: 12,0 sek. - 5,84 m - 13,54 m — 1,80 m — 54,0 sek. — 17,50 sek. — 44,44 m — 3,70 m — 52,40 m — 50:03,6 sek. Árangur Stefáns varð sem hér segir: 11,9 sek. — 6,56 m — 10,02 m — 1,96 m — 53,3 sek. 16,2 sek. — 29,36 — 2,82 m — 47,34 m. Eins og áður sagði lauk Stefán ekki keppni í síðustu greininni. Þeir Sigurður Einarsson Árm. og Óskar Thorarensen KR hættu keppni eftir fjórar greinar. Helga Halldórsdóttir frjáls- íþróttakonan knáa bar sigurorð af stöllum sínum í sjöþraut nú um helgina. Hlaut Helga 4646 stig sem er Islandsmet, en keppt var í fyrsta sinn í þessari grein hér á landi nú. í öðru sæti varð Valdís Hallgrímsdóttir KA sem hlaut 4591. Valdís og Bryndís Hólm ÍR, sem var þriðja með 4346 stig, veittu Heígu mikla keppni og munaði ekki nema 24 stigum og fyrstu og þriðju manneskju fyrir síðustu grein. Helga sýndi hins vegar mikið öryggi í síðustu grein- inni 800 m haupi og kom í mark sem öruggur sigurvegari á 2:21,5 mín. Eins og áður greinir var keppt í fyrsta flokki í þessari grein hér á landi og að sjálfsögðu sett íslensk met. Bryndís Hólm setti því ísl. meyjamet. Annars varð árangur Helgu sem hér segir: 100 m gr. 15,2 sek., kúluvarp 8,88 m, hástökk 1,50 m. 200 m hl. 26,1 sek., langst. 5,29 m, spjótkast 20,56 m og 2:21,5 mín. í 800 m. Þórdís Hrafnkelsdóttir UIA fékk 3137 stig og var fjórða en Thelma Björnsdóttir Árm. lauk ekki keppni. J.E. Helga Halldórsdóttir að aflokinni keppni í sjöþraut. íslandsmet í 400 og 4x100 m hlaupum Elías Sveinsson i kringlukasti en i þeirri grein tók hann forystu i tugþrautarkeppninni. Góður árangur í Tblisi AUSTUR-bjóðverjar sigruðu Koch, sem hljóp 400 metrana á Rússa í landskeppni i frjálsum íþróttum sem fram fór í Tblisi um helgina. Stigakeppnin endaði 189—179 bjóðverjunum í hag. Eins og vænta mátti af iþróttafólki þessara þjoða, náðist stórgóður árangur í ýmsum greinum og eitt heimsmet fauk ok hefur áður verið Kreint frá því í Mbl. Var það á föstudagskvöld- ið. er Vladimir Polyakov lyfti sér yfir 5,81 metra. Ef litið er yfir helstu afrekin á mótinu, þá sigraði Sovétmaðurinn Yury Sedikh í sleggjukasti, kastaði 80,18 metra. Valery Searde sigraði í hástökki, stökk 2,30 metra. En Austur-Þjóðverj- arnir voru sterkari, helstu afrek þeirra unnu Frank Emmelmann, sem sigraði í 100 metra hlaupi á 10,16 sekúndum í mótvindi, Marita (Frlðlsar Iþróttlr) 49,65 sekúndum, og Kersten Dedn- er, sem sigraði í hástökki með 1,96 metra stökki. TVÖ NÝ íslandsmet í frjálsum iþróttum voru sett á móti í Gelsenkirchen í Vestur-Þýska- landi á sunnudag. Sigriður Kjart- ansdóttir KA hljóp 400 metra á 55,12 sekúndum ok sveit KR hljóp 4x100 metra boðhlaup á 42,29 sekúndum, en i sveitinni voru SÍKurður T. SÍKurðsson, Oddur SÍKurðsson, Hjörtur Gisla- son »k Jón Oddsson. bar með féll 32 ára gamall met ÍR sem þeir frægu kappar, Clausen-bræður ok Finnbjörn borvaldsson, áttu, en það var 42,8 sekúndur. Skiptingar KR-sveitarinnar tókust mjög vel og piltarnir voru fyrirfram ákveðnir í að ná metinu, sem sett var löngu áður en þeir fæddust. Sigurður T. hljóp fyrsta sprett, Oddur annan sprett, Hjört- ur þriðja sprett og Jón Oddsson lokasprettinn. Hreinn Halldórsson varpaði kúlunni 19,51 metra og var lang fyrstur. Sigurður T. Sigurðsson fór létt yfir 4,90 metra og reyndi síðan við 5,10 metra. Átti hann eina ágæta tilraun, en hann er nú að reyna talsvert stífari stöng en áður og þegar hann hefur náð fullu valdi á henni má búast við því að hann fari örugglega yfir 5,10—5,20 metra. Ágúst Ásgeirsson hljóp 1500 metra á laugardag á 3:52,13 mín- útum. Sigríður Kjartansdóttir hljóp þá 200 metra hlaup á 25,57 sekúndum og Oddný Árnadóttir á 25,59 sekúndum. Jón Oddsson stökk 7 metra slétta í langstökki. Hjörtur Gíslason hljóp 110 m grindahlaup á 15,32 sekúndum og Jón Oddsson híjóp 200 metra hlaup á 23,00 sekúndum í mót- vindi, sem er hans besta í þeirri grein. Þórdís Gísladóttir stökk 1,84 í hástökki og bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína. Er þetta næst besti árangur hennar, en íslandsmetið er 1,85. Þórdís reyndi við nýtt íslandsmet, 1,86 metra en felldi naumlega. Oþekktur Bandaríkjamaður skaut Ovett aftur fyrir sig — Sprengdi sig næstum á endasprettinum FÁTT var um fína drætti á hinum árlegu Bislett-leikum í frjálsum íþróttum. þrátt fyrir að margir frægir kappar væru þar meðal keppenda. Eina metið, sem sett var, var vallarmet fyrir Bislett í kringlukasti, en það var heimsmethafinn Ben Plucknett sem þar var á ferðinni, en hann var þó nokkuð frá heimsmeti sínu, eða með 68,86 metra. Landi Plucknetts, John Powell, varð annar með 65,32 metra. Til gam- ans má taka til samanburðar, að hcimsmet Plucknetts er 71,20 metrar. Gamla Bislett-vallarmet- ið átti Norðmaðurinn Knut Iljeltnes, en það hljóðaði upp á 67,86 metra. Óvæntustu úrslitin urðu þó í 1500 metra hlaupinu, þar sem óþekktur Bandaríkjamaður að nafni Tom Byers kom öllum á óvart og sigraði ekki lakari kappa Athugasemd við athugasemd 1 TILEFNI af allfurðulegri at- hugasemd sem birtist á íþrótta- síðu Morgunblaðsins siðastliðinn föstudag við skrif mín um leik Reynis og ÍBÍ sem fram fór í Sandgerði þann 14. þessa mánað- ar. langar mig að stinga niður penna. Fimm ungir menn í Kefla- vík undirrita þessa athugasemd. en ekki eru þeir sem rætt hafa við mig um hana trúaðir frekar en ég um að þeir séu höfundar hennar. bykir smekkleysi hennar sverja sig til ákveðins faðernis. En nóg um það. I athugasemdinni segir að ég halli réttu máli er ég vitna í umsögn áhorfenda um að Harald- ur Leifsson hafi verið rangstæður er hann skoraði tiltekið mark. Þessari fullyrðingu vísa ég alger- lega til föðurhúsanna. Eg var sjálfur ekki í þannig aðstöðu á vellinum að ég treysti mér til að dæma. En ég sá viðbrögð dómar- ans, er hann virtist ekki sáttur við gildi marksins, þrátt fyrir ákveð- nar bendingar línuvarðar, heldur fór dómari til hans og eftir allnokkur orðaskipti dæmdi hann markið loks gilt. Af þessum orsökum og einnig af mótmælum Reynismanna, ræddi ég við allnokkra áhorfendur, sem voru í bestri aðstöðu við völlinn, þar af voru tveir sem ég veit að eru gjörkunnugir knattspyrnu- reglunum. Allir voru þessir aðilar sammála um rangstöðu Haraldar. Þess vegna sagði ég frá áliti þeirra í umræddri frétt. En hvar voru fimmmenningarnir? Ég tel mig hafa nokkuð góðar heimildir fyrir því að þeir hafi staðið fyrir aftan varamannabekkina, sem voru staðsettir hinum megin við mið- línu vallarins og þar af leiðandi ekki í neinni aðstöðu frekar en ég til að dæma. Einnig lýsa þessir fimm yfir undrun sinni yfir skrifum mínum um að dómarinn hafi ofnotað flautuna. En það er ennþá skoðun mín að svo hafi verið og einnig allra þeirra vallargesta sem ég hef rætt við eftir leikinn. Og margir þeirra hafa talað um flautukon- sert í því sambandi. Síðast klikkja fimmmenningarnir út með því að gefa í skyn að ég skrifi ekki af réttsýni og hlutleysi, en ég held að þeir ættu að lesa aftur fréttina um umræddan leik og bera hana saman við til dæmis frétt Dag- blaðsins af sama leik. Og ég tel að þeir muni lítinn mun sjá. I frétt Dagblaðsins segir emm að vísu að Haraldur hafi alls ekki verið rangstæður, enda ekki hægt við öðru að búast af honum þar sem emm sjálfur var fyrrnefndur línuvörður. Ég leitaði aftur á móti álits vallargesta og skýri frá því. Dómarann tel ég í fréttinni hafa ofnotað flautuna, en emm segir í Dagblaðinu að hann hafi notað hana óspart. Er mikill munur þar á? Vísa ég þessum aðdróttunum því einnig til föðurhúsanna. Að endingu vil ég svo eindregið ráðleggja þessum ungu mönnum, ef þeir sjálfir vilja halda virðingu sinni, að leiðast ekki út í það, að ráðast að samborgurum sínum með ósannindaáburð og aðdrótt- anir að ástæðulausu. Og umfram allt að forðast þessi félagslegu gleraugu sem höfundi athuga- semdarinnar virðast svo kunn þó svo að þeim kunni að vaxa í augum, eins og fleirum að því er virðist, óvænt velgengni Reynis- liðsins í sumar. Jón en Steve Ovett. Byers hljóp svo greitt í byrjun, að áhorfendur létu sig ekki dreyma um að hann myndi svo mikið sem ljúka hlaup- inu, því tóku aðrir keppendur lífinu með of mikilli ró. Þeir hófu lokaspretti sína of seint og Byers sigraði, bókstaflega datt á enda- línuna. Var hann svo úrvinda, að hann vissi varla í þennan heim eða annan drjúga stund. Tími Byers var 3:39,01, en Ovett hljóp á 3:39,53. Langt frá því að vera sérstakur tími. Þriðji varð Steve Scott frá Bandaríkjunum á 3:39,58. Norska stúlkan Grete Waitz sigraði í 3000 metra hlaupinu, en þar var tíminn ekkert sérstakur, 8:57,20 mínútur. Bandaríska stúlk- an Jan Merrel hafði forystuna allt fram í síðasta hringinn, en þá fór allur skarinn fram úr og Merril varð að gera sér 7. sætið að góðu. Danska stúlkan Dorthe Rasmus- sen varð önnur á 9:00,70 og þriðja varð Ruth Smeeth frá Bretlandi á 9:01,01. Einn frægasti íþróttamaður keppninnar, Edwin Moses frá Bandaríkjunum, átti að keppa í 400 metra grindahlaupi, en hann lét ekki sjá sig og James King frá Bandaríkjunum bar þar sigur úr býtum á 50,04 sekúndum. Garry Oakes frá Bretlandi varð annar á 51,58 sekúndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.