Morgunblaðið - 30.06.1981, Side 29

Morgunblaðið - 30.06.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1981 37 meðan Sveinn var enn á unglings- aldri, eða innan við tvítugt, féll Jón einnig frá, og þá fluttist ekkjan með börn sín að Fagur- hólsmýri, en þá voru systkinin orðin sjö. Þá varð Sveinn, sem var elstur systkina sinna, einn af bændunum í öræfasveit, fyrir- vinna heimilisins, nítján ára gam- all. Á Fagurhólsmýri var fjölskyld- an í tuttugu ár og þar hófst félagsbúskapur systkinanna. Frá Fagurhólsmýri fluttust systkinin ásamt móður sinni að Skaftafelli og bjuggu þar í Selinu í tuttugu ár (þar voru þrír bæir sem nefndir voru Hæðir, Bölti og Sel). Þá var Guðmundur, bróðir Sveins, kvæntur Sigríði Gísladóttur, en Bjarni, sá sem fæðst hafði um leið og faðir þeirra dó, fór ungur austur að Höfn í Hornafirði og gerðist þar verslunarmaður. Guð- mundur fluttist til Reykjavíkur með konu sína og börn árið 1939, en þá fór Sveinn að Sandfelli og var þar hjá systur sinni, Katrínu, og manni hennar í nokkur ár, fluttist síðan til Reykjavíkur um sextugt og var næstu tuttugu árin verkamaður við höfnina hér í höfuðstaðnum. Skömmu eftir að hann kom til Reykjavíkur settist hann að í húsi sem bræður hans, Bjarni og Guð- mundur, höfðu keypt í byrjun stríðs að Ljósvallagötu 32, og þar kynntumst við hjónin honum í litla herberginu uppi á lofti, þegar hann var kominn á tíræðisaldur- inn, sat lengst af í herbergi sínu, en hafði gaman af að fá heimsókn- ir og bjóða gestum sínum staup af víni, tala síðan um mikilmenni íslandssögunnar eða rifja upp gamlar minningar. Hann hafði aldrei kvænst, þótt hann muni hafa verið álitlegur maður, þegar hann var í fullu fjöri, ekki heldur hafði hann safnað veraldlegum auði. En hitt hafði hann gert, að standa fyrir búi móður sinnar og systkina sinna, þegar hann var ungur að árum og nema í hjáverk- um sínum frá daglegu striti sögu þjóðar sinnar. Hann hafði ekki hlotið neina menntun í uppvexti sínum, einungis lært að lesa og skrifa. Samt vissi hann, þegar fram liðu stundir, meira um sögu íslensku þjóðarinnar en flestir þeir sem nú útskrifast úr mennta- skólum eða fjölbrautaskólum landsins. Hann var trúmaður, og það var ekki út í bláinn, að hann hafði sérstaklega kynnt sér sögu biskupa og presta. En hann hafði einnig sínar hugmyndir um kosti þeirra og galla. Hann hafði lengi verið meðhjálpari í Hofskirkju og varð einnig meðhjálpari hér í Háskólakapellunni, eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. Hann var söngmaður góður og var forsöngv- ari í sveitinni sinni áður en orgel kom þar til sögunnar, en hlutverk forsöngvara var að hefja sönginn og hitta á hæfilegan tón fyrir kirkjugesti, vandasamt hlutverk sem krafðist þess að maðurinn hefði góða tónheyrn. Þegar við hjónin höfðum kynnst Sveini náið, fórum við að ræða það okkar á milli, að gaman væri að sjá hann í sjónvarpinu og heyra hann segja frá undir þáttarheit- inu „Maður er nefndur". Varð sá þáttur að veruleika, þegar Sveinn var níutíu og sex ára gamall, og höfðu margir á orði hversu lifandi hann hefði verið í þættinum og kynslóð sinni til sóma. Þegar Sveinn varð hundrað ára, voru blaðamenn og sjónvarps- menn látnir vita, hve andlega hress hann væri, því enn var hann ekki vitund farinn að kalka, þrátt fyrir allt stritið um ævidagana og þrátt fyrir allt það feitmeti sem hann hafði í sig látið og ekki þykir holl fæða samkvæmt læknavisind- um nútímans. Það sýnir andlegt þrek Sveins, að dagana fyrir afmæli sitt hafði hann þrjú löng blaðaviðtöl, sum þeirra tóku fleiri klukkutima, og hefði Sveinn þó getað haldið lengur áfram, úr því hann fékk tækifæri til að segja frá. Hefði þá verið gaman að sjá hann í sjónvarpinu minnast á stjórnmálamenn sem hann taldi sig hafa gleymt að nefna í þættin- um fyrrnefnda, en til þess bauðst honum ekki tækifæri. Sveinn Bjarnason var ekki einn af mektarbokkum þjóðfélagsins, heldur verkamaður af eyrinni. En hann var einnig verkamaður í víngarði Drottins eins og þar stendur. Með því orðalagi á ég ekki við meðhjálparastörf hans eða áhuga hans á biskupum og prestum, heldur andlegan kraft hans. Allt fram til þess að hann varð að fara á sjúkrahús, eftir að hann hafði dottið í herbergi sínu á miðhæðinni (því hann var nú kominn ofan af loftinu) og meiðst illilegar en séð varð í fyrstu, las hann sálma (sem hann kunni flesta utan að) og hugvekjur. En hann las einnig Morgunblaðið, sem hann var kaupandi að, og þó hann væri hættur að lesa langar greinar, las hann þó helstu frétt- SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM í Biblíunni segir: „Heilsið bræðrunum með heilögum kossi.“ Við viljum lifa i samræmi við fyrirmæli Biblíunnar. Vinsamlegast útskýrið. hvað þetta þýðir. Á ég konan. að kyssa alla karlmenn i söfnuðinum? Kossinn hefur ekki sömu merkingu í Evrópu og meðal fólks í Austurlöndum nær eins og hjá okkur í Vesturheimi. Karlmenn faðmast oft innilega og kyssa jafnvel hver annan á kinnina, þegar þeir hafa ekki hitzt í langan tíma. Slíkur koss er sýnilegur vottur um hlýju, og þegar Biblían segir: „Heilsið hver öðrum með heilögum kossi,“ á hún raunverulega við: „Heilsið hver öðrum með ástúð og hlýju." Þar sem venjur okkar eru aðrar en tíðkast í Evrópu, þýða orðin ekki, að kristið fólk eigi allt að kyssast á trúarlegum samkomum. En þau merkja vissulega, að kristnir menn eiga að elska hver annan. Við getum kysstst og faðmazt með köldu hjarta. Sagt var um kristna menn til forna: „Sjá, hve þeir elska hver annan.“ Ég held ekki, að þetta sýni, að þeir hafi sífellt verið í faðmlögum, heldur að einlæg, heilbrigð ástúð hafi ríkt á meðal þeirra — annars eðlis en sú, sem þeir sýna, er ekki trúa á Krist. Jesús sagði: „Elskið hver annan eins og ég hef elskað yður.“ Ein ástæðan til þess, að heimurinn laðast ekki meira að kristinni trú en raun ber vitni, er sú, að margir kristnir menn eru snauðir að kærleika. irnar. Hann var gamall framsókn- armaður og hafði fylgst af áhuga með stjórnmálunum, Jónasi Jónssyni, Jóni í Stóradal, Haraldi Guðmundssyni, Jóni Baldvinssyni, Ólafi Thors og mörgum öðrum, hlustaði á stjórnmálaumræður í útvarpinu fram á síðasta ár sitt, kunni vel að meta ýmsa aðra en framsóknarmenn, var til dæmis mjög hrifinn af því, að Magnús Kjartansson bætti kjör lífeyris- þega meðan hann var ráðherra, og hafði Sveinn alla tíð siðan mikið álit á þeim manni og taldi hann eflaust á meðal hinna stóru frá gamla tímanum. Það liggur í augum uppi að Sveinn hefði orðið háskólalærður maður, ef hann hefði verið ungur nú á tímum. Hvort hann hefði orðið meiri eða betri maður fyrir það, veit ég ekki. Hann kunni að segja frá á betri íslensku en margur háskólalærður maður nú á dögum. Hann hafði yndi af hverskonar sögulegum fróðleik. Hann talaði ekki tæpitungu og gat verið óvæginn í orðum um þá sem honum féll ekki við, en hann var fljótur að breyta afstöðu sinni, ef honum sýndist að hann hefði haft rangt fyrir sér. Hann var góðvilj- aður og ósínkur að láta fé sitt af höndum öðrum til hjálpar, ef hann hafði eitthvað handa á milli. Hann var snauður að veraldar- gæðum, að afloknu löngu ævi- starfi, en hann gaf ýmsum af andlegri auðlegð sinni, því margir komu að rabba við hann og njóta hjá honum fróðleiks og skemmt- unar. Á hundrað ára afmælinu barst honum fjöldi skeyta hvað- anæva að, indælis blómvendir og fagrar blómakörfur. Hann var hress og fjörugur þann dag og sat allan daginn á tali við fólk, glaður eins og barn, og þó var það ef til vill hámark gleðinnar, þegar sjálf- ur biskupinn steig inn í herbergið til hans og rabbaði við hann um stund, en þar að auki kom gamall prestur að árna honum heilla, og þá gat nú Sveinn litið til fyrri daga, þegar hann söng ungur maður austur í Hofskirkju. Svo andlega hress var Sveinn um ævina, að tæplega hundrað ára lærði hann kvæði eftir Davíð Stefánsson, en kvæðið þótti hon- um eiga sérstaklega vel við sig og fór oft með það fyrir vini og kunningja, meðal annars fyrir hjúkrunarkonurnar sem komu vikulega að annast hann síðasta árið og honum þótti mikið í varið. Hann fór einnig með það á afmælisdaginn sinn, þegar hann varð hundrað ára, og þykir mér vel við eiga að enda þessi orð á þvi kvæði: K> ck rúnir risti i stcin. þaó ráAiú cntcu Kctur. ByÍKjuhljóAiA hoóar mcin. BltWiin fjúka af skÓKarKrcin. Scnn kcmur vctur. Scnn kcmur lanKur vctur. Fyrsti snjórinn fcll i Karr. Aó fjallahaki cr sólin. Átti ck konur cina ok tvær; út i myrkrió hurfu þa‘r. Fýkur í skjólin. Fýkur i K«>mlu skjólin. Sú. cr vcrmdi hrjóst mitt bcst ok har af hinum öllum. kyssti mÍK. cr sól var scst, cn svo var hún öórum manni fcst. Dimmir á fjöllum. Dimmir á íslandsfjóllum. Kaldar hárur hylta scr ok hrotna út viö Stapa. Kvcóju þaöan hla'rínn bcr. ok bráóum ... Drottinn hjálpi mcr. Stjörnurnar hrapa. Stjörnurnar mínar hrapa. Sveinn Bjarnason, fyrrverandi bóndi og verkamaður, búinn að lifa heila öld, fór með kvæðið af snilld. Jón Óskar Birting afmœlis- og minningar- greina ATIIYGLI skal vakin á því, að afmadis- og minningargreinar verða að herast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Stoftíöindi fyrir húsbyggjendur Með nýrri aðferð við að setja upp milliveggi og klæðningu á loft og útveggi má vinna verkið á helmingi skemmri tíma og þriðjungi ódýrara en með hefðbundnum hætti. Hver hefur efni á að láta hjá líða að kynna sér kosti MÁT-kerfisins? - Hvernig efni í grindur sparast um allt að helming og gerekti og efni kringum hurðirað fullu. - Hvernig vinna sparast bæði við uppsetningu og málun, lagningu á rafrörum og ísetningu á hurðum. - Hvernig líming og negling verður að mestu ónauðsynleg og sparast því efnið og auðvelt verður að breyta og nota viðinn að nýju. - Hvernig hljóðeinangrun verður betri og auðveldari. Þar skiptir líka máli að enginn eining í MÁT-kerfinu vegur meira en 14 kg. og að auðvelt er fyrir einn að setja einingarnar saman. Láttu ekki hjá líða að koma og kynna þér hvað hér er að gerast. Gerum tilboð í uppsetningu. Framleióandi: MÓTi Selvogsbraut 4 Þorlákshöfn Sími 99-3620 BYKO w AÐALSÖLUUMBOÐ BYGGINGAVÖRUVERSLUN KÓPAVOGS SKEMMUVEGI 2 SIMI 41000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.