Morgunblaðið - 30.06.1981, Qupperneq 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981
t Eiginmaður minn og faöir okkar KARLHELGASON Fyrrv. póst- og símstjóri Melabraut 2, Seltjarnarnesi lést á Borgarspítalanum. föstudaginn 26. júní. Ásta Sighvatsdóttir, Sigrún Karlsdóttir, Sighvatur Karlsson.
t Móöir okkar, SVANFRÍOUR HERMANNSDOTTIR fré Hellissandi, andaöist i Landakotsspítala þann 28. júní. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir mína hönd og systkina minna. Bjarnveig Valdímarsdóttir.
t Faöir okkar, afi og tengdafaðir, GUOMUNDUR GUOMUNDSSON, andaöist aö Sólvangi 26. júni. F.h. okkar. Guörún Guðmundsdóttir, Péll Guómundsson, Gunnar Guðmundsson.
t Eiginmaöur minn, BJARNI JÓNSSON, Skólavörðustíg 40, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 1. júlí kl. 11.30. Fyrir hönd vandamanna. Ragnheiöur Hóseasdóttir.
t Hjartkær móöir okkar og amma, MARTA S. H. KOLBEINSDÓTTIR, andaöist í Landspítalanum 28. júní. Rannveig Axelsdóttir, Guörún Axelsdóttir, Marta S. H. Kristjánsdóttir.
t Maöurinn minn, DADI EYLEIFSSON, andaöist 27. júní á heimili sínu Njaröargötu 5. Guölaug Guómundsdóttir.
t Hjartkær móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUDRUN ÓLAFSDÓTTIR, Suöurgötu 56, Hafnarfirói, andaöist aö kvöldi 27. júní í Landspítalanum. Jarðarförin auglýst síöar. Börn, tengdabörn og barnabörn.
Maöurinn minn, INGVARJÓNSSON fré Laxárnesi, til heimilís að Tröllagili 2, Mosfellssveit, lézt aö Reykjalundi laugardaginn 27. júní. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd barna. tengdabarna og barnabarna. Úrsúla Þorkelsdóttir.
t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGURVEIG SIGURÐARDÓTTIR fré Keflavík, Neshaga 7, Reykjavík, andaöist föstudaginn 26. júní. Ragnar Friöriksson, Þorsteinn Friöriksson, Björg Erna Friöriksdóttir, Friörik Fríöriksson, Siguröur Friðriksson, Birgir Friöriksson, tengdadætur og barnabörn.
Sigurður Þ. Söebech
kaupmaður - Minning
Fæddur 26. ágúst 1936.
Dáinn 22. júni 1981.
í dag, 30. júní, verður til moldar
borinn vinur minn, Sigurður Þ.
Söebech, kaupmaður. Hann lést á
Borgarspítalanum 22. júní sl. eftir
stutta sjúkdómslegu, af sjúkdómi,
er enginn mannlegur máttur fær
ráðið við. Siggi Söebech, eins og
hann var jafnan kallaður, fæddist
26. ágúst 1936 og var því aðeins
fjörutíu og fimm ára er hann lést.
Allan sinn tíma var Siggi við
hina ágætustu heilsu, og kenndi
sér afar sjaldan nokkurs meins.
Það kom okkur öllum, er hann
þekktu, því mjög á óvart, er hann
skyndilega var lagður inn á
sjúkrahús, þar sem heilsu hans
hrakaði ört, og á skömmum tíma
var hann allur, langt fyrir aldur
fram. Siggi var borinn og barn-
fæddur Reykvíkingur. Hann ólst
upp í vesturbænum í foreldrahús-
um, ásamt Friðriki bróður sínum,
við heldur þröngan kost, en mikla
umhyggju móður sinnar, er lést
fyrir nokkrum árum, en til hennar
bar hann mikla ást og traust.
Að loknu skyldunámi hóf hann
nám í búfræðum við Bændaskól-
ann að Hólum í Hjaltadal og lauk
þaðan burtfararprófi 1954. Kann
þessi áætlan hans að segja nokkuð
um hvert hugur hans stefndi á
þessum tíma, enda átti hann síðar
á lífsleiðinni eftir að standa fyrir
myndarlegum búskap í Reykja-
firði í Strandasýslu og byggði þar
góð híbýli handa ábúendum, sem
enn stunda þar búskap.
Árið 1958 kvæntist Siggi eftir-
lifandi konu sinni, Ólöfu Guð-
mundsdóttur, hinni mestu ágæt-
iskonu, og áttu þau hið myndar-
legasta heimili í Garðabæ, þar
sem þau höfðu byggt sér fallegt
einbýlishús, en þar nutu sín öll
einkenni snyrtimennsku hinnar
dugmiklu eiginkonu hans. Var oft
gestkvæmt hjá þeim hjónum, enda
kunningjahópurinn stór og vel
tekið á móti vinum, er þá bar að
garði. Þau eignuðust sex dætur,
Emilíu 22 ára, Kristjönu 21 árs,
Sigurbjörgu 19 ára, Karólínu 17
ára, Sigríði 15 ára og Þórarinnu 8
ára. Fyrir átti Siggi eina dóttur,
Helgu Margréti, er ólst upp hjá
móðursystur sinni.
Kynni okkar Sigga hófust fyrir
um það bil 20 árum, er við
störfuðum báðir hjá Silla og
Valda, hann sem verslunarstjóri
að Laugavegi 82, og ég sem sendill,
með skólanum. Varð mér fljótt
ljóst, að þar fór maður, sem ekki
alltaf fylgdi þeim hegðunarregl-
um, er oft eru svo hvimleiðar
þeim, sem eftir þeim fara, og
stundum lítt skiljanlegar hinum.
Hins vegar var háttvísi hans
algjör í alvöru lífsins.
Þessi ungi verslunarstjóri var
svo samviskusamur og einlægur í
starfi, að verslun hans bar af
öðrum hjá Silla og Valda. Það eitt
er ekki svo lítið, er haft er í huga,
að á þeim tíma voru það aðeins
miklir skörungar sem komust til
verslunarstjórastarfa hjá Silla og
Valda, og þótti það mikil upphefð.
Hann hafði óskipt traust vinnu-
veitenda sinna, og lýsti Silli hon-
um með þeim orðum, eftir að hann
hætti störfum há þeim, „að verk
hans segðu meira en nokkur orð“.
Sigurður Söebech var stórbrot-
inn maður, maður, sem skar sig úr
hópnum, hvar sem hann fór um,
yfirleitt glaður og reifur. Hann
skar ekki atfylgi sitt við nögl,
þegar hann mátti og honum þótti
þurfa. Fáa þekki ég, er með meiri
krafti og áhuga hafa gengið til
starfsins, með því hugarfari að
Ijúka því á sem skemmstum tíma.
Honum lá hátt rómur og hann
hafði gott lag á að stjórna fólki, og
fékk ótrúlegustu menn til að sýna
sannan starfsvilja. Þessir kostir
hans komu glögglega í ljós er
hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki,
Söebechsverslun hf., 1966, en það
fyrirtæki rak hann til dauðadags
af hinum mesta myndarskap. Hún
var ein fyrsta matvöruverslunin
hérlendis með kjörbúðarsniði, og
syndi glöggt áræði hans og þrek til
að takast á við stórbrotin verk-
efni. Hann skilaði, svo lengi sem
ég man, löngum vinnudegi, 12, 14
jafnvel 16 tímar á dag skiptu ekki
máli, aðeins það eitt að ljúka
verkefninu. Þetta átti jafnt við
meðan hann var í þjónustu ann-
arra og eftir að hann hóf sjálf-
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar 09 sonur,
PÁLMI ÞORÐARSON,
Harrisbourg, Bandaríkjunum,
lóst á sjúkrahúsi Boston 27. júní.
Jaröarförin auglýst síöar.
Erna Armannsdóttir og börn,
Geirlaug Jónsdóttir,
Þórður Pálmason.
t
Maður minn og faöir okkar,
BJÖRGVIN ÓLAFUR STEFÁNSSON,
andaöist 26. júní, í sjúkrahúsi Akraness.
Rannveig Árnadóttir og börn.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
JÓN INGI KRISTINSSON,
Mávahrauni 5, Hafnarfiröi,
lést í Landspítalanum 28. júnt.
Ásta Eyþórsdóttir og börn.
t
Faöir okkar, tengdafaöir, bróöir og afl,
MARINÓ H. PETURSSON,
Noróurgötu 11, Akureyri,
andaðist aö heimili sínu, aöfaranótt 28. júní.
Sverrir Marinósson, Kolbrún Pálsdóttir,
Drífa Björg Marinósdóttir, Þröstur Pétursson,
Friðþjófur Pétursson og barnabörn.
Jaröarförin veröur ákveöin síöar.
stæðan atvinnurekstur. í starfi
gustaði af honum og honum unn-
ust verkin vel.
Ætla mætti að slíkur garpur
hefði litlu haft að miðla til handa
fjölskyldu sinni. En þannig var
þessu ekki farið með Sigga.
Áhugamál hans voru starfið og
fjölskyldan. Fjölskyldu sinni
sýndi hann ást og umhyggju.
Siggi var sannur vinur vina
sinna. Til hans var gott að leita ef
menn þurftu hjálpar við og félög-
um sínum reyndist hann í hví-
vetna trúr.
Mér finnst að flestir af minni
kynslóð og eldri kannist við Sigga
Söebech. Hann var maður mikill á
velli, laglegur með skarplegt yfir-
bragð og augun snör og lifandi.
Mér þótti sem einhver verndar-
hönd fleytti honum furðanlega
gegnum brim og boða. Því er bágt
að trúa því að hann sé nú kominn
yfir móðuna miklu, þangað, sem
alveg er víst, að allir munu fara,
fyrr eða síðar. En jafnvel þó
margir hafi kannast við Sigga, er
ég ekki jafnviss um að þeir hafi
verið margir, sem þekktu þann
dreng sem hann hafði að geyma.
Um Sigurð Söebech mætti rita
heila bók. Það er af nógu að taka,
frá mörgu að segja. Hann er dæmi
um íslenska afreksmanninn, sem
með vinnu og aftur vinnu tókst úr
fátækt að komast til þokkalegra
efna, rífa sig út úr meðalmennsk-
unni og hefja sjálfstæðan atvinnu-
rekstur, sæta á stundum mótlæti
og öfund, en standa sífellt jafn-
réttur eftir. Lífið var honum gott
og gjöfult, hann var gæfumaður í
sínu einkalífi.
Konu hans, börnum og öðrum
ástvinum votta ég og fjölskylda
mín innilegustu samúðarkveðju,
og bið allar góðar vættir að standa
með og styrkja Lollý, konu hans,
sem gengið hefur í gegnum mikinn
erfiðleikatíma með einskærum
dugnaði og stillingu.
óniar Kristjánsson
Mig setti hljóðan er mér barst
sú fregn að vinur minn Sigurður
Þ. Söebech, kaupmaður, Hauka-
nesi 12 í Garðabæ, væri látinn, en
hann andaðist á Borgarspítalan-
um þann 22. þ.m. eftir strangar
aðgerðir og tveggja mánaða þunga
sjúkdómslegu á sjúkrahúsi.
Það er ætíð sjónarsviptir að
dugmiklum athafnamönnum er
þeir falla í valinn langt um aldur
fram, og Sigurður var einmitt einn
af þeim, mjög sérstakur og eftir-
minnilegur persónuleiki, sem gott
var að kynnast, og því betra sem
kynnin urðu lengri og nánari. Og
þegar ég nú læt hugann reika til
liðinna ára og þeirra stunda sem
við áttum saman er mér efst í
huga hve hann var ríkulega búinn
þeim eðliskostum sem gera menn
stórhuga og framsýna, þessir
kostir nutu sín vel í störfum hans
og uppbyggingu þeirra fyrirtækja
sem hann stofnsetti og rak af
fyrirhyggju og með myndarbrag.
Honum voru verslunarstörfin
hugleikin og stefndi hann því
snemma að eigin atvinnurekstri,
og sá fljótt á, að þar fór áhuga-
samur og harðduglegur maður við
allt sem hann tók sér fyrir hendur,
og árangur fyrirhyggju og árvekni
lét heldur ekki á sér standa því
allt bar sig vel og blómgaðist
undir handleiðslu hans. „En eng-
inn má sköpum renna.“ Lífshlaup
okkar er ekki alltaf á okkar valdi,
fyrr en varir grípa örlögin inn í
störf okkar og og ákvarðanir og
kallið kemur fyrr en nokkurn
varir, kallið sem enginn getur
umflúið, kallið sem ber okkur út í
óvissuna sem trúin ein og kærleik-
urinn geta kennt okkur að enginn
þurfi að hræðast, heldur muni
færa okkur nær meiri fullkomnun,
eins og hver heilbrigð mannssál
stefnir að, og þráir að ná.
Sigurður Þ. Söebech var fæddur
í Reykjavík þann 26. ágúst 1936 og
var því aðeins 44 ára þegar hann
lést. Foreldrar hans voru hjónin
Þórarinn Söebech fyrrum bóndi á
Reykjarfirði í Strandasýslu og
kona hans Emilía Þórðardóttir úr
Vestmannaeyjum. Hann kvæntist
eftirlifandi eiginkonu sinni, ólöfu
Guðmundsdóttur, þann 26. ágúst
1958 og eignuðust þau hjónin 6