Morgunblaðið - 30.06.1981, Síða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1981
„ÉG BOR0AÐI SPASHETH í 6ÆR,
06 ÉG BR BKKl &ÚIK1H APMELTÁ
pAO EWW!"
*
Ast er...
... ad láta ekki trufla
sig.
TM Rag. U.S Pat Ofl.-all rtghts raawvwl
• 1980 Lot Angaías Tlnws Syixhcate
— Nei. karl minn, þú mútar
mér ekki.
Með
mor^unkaffínu
Er þetta 55555? ... Viltu ekki
hringja fyrir mijí í neyðarvakt-
ina, finKurinn á mér er fastur i
gatinu á skífunni.
HÖGNI HREKKVÍSI
Um ávarp og framkomu
við forseta íslands
Bréfritari með nafnnúmer
7122-0583 skrifar:
„Ábending um ávarp og fram-
komu“ vegna bréfs nafnnr.
7288-3640 sem birtist í Velvak-
anda þann 24. þ.m. þykir rétt að
taka fram eftirfarandi:
Meginmál bréfritara fjallar
um nauðsyn þess að sýna for-
seta vorum fyllstu virðingu og
leitast við að koma vissri hefð í
Aftur á móti ber að varast að
birta í víðlesnum blöðum
sleggjudóma og færa á verri veg
það sem í fljótu bragði, sem
myndefni, kann að sýnast mis-
tök og tilvik sem orka kunna
tvímælis.
í nefndu bréfi er vitnað til
móttöku sýslunefndar úti á
landi við komu forseta Islands.
Ekki skal lýst hér með hverjum
umgengni og framkvæmd sam-
skipta þjóðar og þjóðhöfðingja.
Landsmenn allir hljóta að vera
sammála um svo augljóst atriði.
hætti móttaka þessi fór fram, en
víst er að sýslunefndarmenn
þeir er viðstaddir voru vildu
sýna forseta sínum fyllstu virð-
Spurning til borgarlæknis
Ilalldór S. Gröndal skrifar:
„Næstum daglega geng ég til
vinnu minnar leiðina Kringlumýr-
arbraut að Miklubraut áfram að
Háaleitisbraut og til Grensás-
kirkju. Á þessari leið er hávaðinn
frá umferðinni óskaplegur og á
góðviðrisdögum er loftið mikið
mengað benzíni og olíustybbu.
Hefur verið athugað, hvort þessi
mengun er orðin svo mikil, að hún
sé hættuleg heilsu manna og að
betra væri að forðast þessa leið
fyrir gangandi? Og ég á við bæði
hávaðann og stybbuna.
P.S. Velvakanda er kunnugt um
að þeir Þorkell Jóhannesson pró-
fessor og Hörður Þorman efna-
fræðingur létu fara fram mæl-
ingar á mengun á mestu umferð-
argötu, ekki þó Grensásvegi, fyrir
fáum árum og sendu bæði borgar-
lækni og umhverfismálaráði. Þeir
mældu m.a. á Miklubrautinni, þar
sem mest umferðin er, og á
Hlemmi, þar sem þeir létu líka
mæla blóð úr strætisvagnabíl-
stjórum, sem þar sitja löngum
milli ferða, með tilliti til mengun-
arefna í blóði þeirra. Niðurstaðan,
minnir mig, að væri í örstuttu
máli sú, að í öllum sýnum væru
mengunarefni, en ekki enn í svo
ríkum mæli að hætta stafaði af.
En að með þyrfti að fylgjast, því
með aukinni umferð, gæti hún
ekki annað en aukist. Þeir tóku
þarna tvö efni, koldíoxíð og köfn-
unarefnisdíoxíð, held ég, og síðar
blýmengun við Miklatorg o.fl. að
mig minnir.
Þetta svarar að vísu ekki spurn-
ingunni um Grensásveginn, en er
til upplýsinga samt. Og fróðlegt
var að meira af mengandi efni
mældist í blóði þeirra bílstjóra
sem höfðu reykt. Svo þar verða
tveir samverkandi mengunarþætt-
ir.
ingu og höfðu stillt sér upp til að
heilsa forseta um leið og forseti
gekk í salinn.
Hvaða siðir gilda um móttöku
þjóðhöfðingja „eða þykja sjálf-
sagðir í öðrum löndum" eins og
bréfritari kemst að orði, getur
naumast ráðið öllu um smekk
íslendinga þegar þeir taka á
móti forseta sínum vítt um land,
við misjafnar aðstæður. Einatt
getur það gerst án nákvæmrar
tímasetningar eða sérhæfingu í
siðareglum, sem þorri íslend-
inga mun lítils meta.
Ástand vega, veðrátta lands
og fámenni hlýtur að valda
erfiðleikum og útiloka smá-
munasemi við móttöku þjóð-
höfðingja og slíkt sjónarspil
sem um er rætt í nefndu bréfi.
Það sem skipta á hér höfuðmáli
er að sýna embætti forseta og
þjóðhöfðingja okkar eftir mætti
þá virðingu og háttvísi, sem
honum ber, þegar við eigum þess
kost að blanda við hann geði.
Við slík tækifæri má ætla að
forn og rótgróin íslensk gest-
risni sé eins farsæl viðmiðun og
framandi siðareglur fundnar
upp af hirðgæðingum liðinna
alda.
Jafnvel það, hvar og hvernig
forseti tekur sér sæti á manna-
fundum mun best ráðast, svo
sem hann og gestgjafar ákvarða
hverju sinni. Á þann hátt mun
tíminn leiða í ljós þær venjur
sem falla best að hug og vilja
alþjóðar.
Að síðustu skal á það minnst
að núverandi forseti íslands
getur aldrei litið út sem „illa
gerður hlutur" jafnvel þótt í
horni sitji.
Sjálfsagt má lengi deila um
hvert skuli vera hefðbundið
ávarp forseta vors en einfalt og
gott verður hér talið, Forseti
Islands Vigdís Finnbogadóttir.
Hjólreiðamenn á gangbrautum
Amma í Austurbænum skrif-
ar:
Nýlega barst út sú furðufrétt,
að hjólreiðamönnum væri leyfi-
legt að hjóla á gangstéttum, en
skyldu þó reyna að valda ekki
gangandi fólki óþægindum. Það
er nú svo!
Hjólreiðar eru að sjálfsögðu
holl og góð íþrótt, en skilyrði
fyrir þeim er að hjólabrautir séu
til staðar, en þær eru yfirleitt
enn ekki til hér í borginni. Er því
fáránlegt að beina hjólreiða-
mönnum á gangstéttirnar og
bjóða beinlínis hættum heim.
Dæmi um þetta varð 25. júní
Ég var að sækja dóttur-dóttur
mína á dagheimili um fimmleyt-
ið og vorum við staddar á
gangstétt, er við vissum ekki
fyrri til en strákur kom æðandi
á skellinöðru fast fram hjá
okkur á ofsahraða, svo að lá við
stórslysi. Þetta er eitt dæmi af
fjölmörgum um það hve börn og
gamalmenni eru orðin varnar-
laus í umferðinni. Jafnvel á
griðastað gangandi fólks. Þurfa
að bætast við mörg stórslys enn
til þess að þeir, sem eiga að sjá
um umferðarmálin og vernda líf
og limi fólksins fyrir ökuföntun-
um taki við sér og komi með
varanlegar úrbætur? (T.d.
strangari viðurlög við ofsahraða
og kannski hækkun á aldurstak-
marki þeirra, sem taka bílpróf.)
Er engin leið að hafa eftirlit
með og hemil á þessum strákum,
sem margir hverjir virðast nota
bíla og skellinöðrur sem leikföng
til þess að ná sem mestum hraða
og framkalla sem mestan háv-
aða? Valda með því íbúum heilla
húsaraða, er þeir aka framhjá,
miklum óþægindum. Er ekki
ákvæði í umferðarlögum, sem
leggur bann við því að valda
fólki óþarfa hávaða í akstri? Það
hefur ekki heyrst að lögreglan
skipti sér af strákum, sem gera í
því að magna hávaða í bílum
sínum. Er ekki mál til komið?