Morgunblaðið - 30.06.1981, Síða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1981
SPRENGINGIN í ÍRAN
Aðalstöðvar Islamska
lýðveldisflokksins
sprengdar í loft upp
Líkami er urafinn upp úr rústum aðalstöðva Islamska lýðvoldis-
flokksins.
ókvæðisorð um Bandaríkin og
gagnbyltingarmenn. Meðlimir úr
Hezbollahi, flokki Guðs, sem
Beheshti stofnaði, fóru um borg-
ina á mótorhjólum sveiflandi
kylfum og leituðu stuðnings-
manna Bani-Sadr.
Þjóðarsorg var lýst yfir í íran,
fánar voru dregnir í hálfa stöng
og útvarpið lék sálma úr Kóran-
inum. Þriðjudagur og miðviku-
dagur verða almennir frídagar,
en lögreglan og herinn fá ekki
frí. Yfirstjórn hersins sagði, að
herinn myndi sýna hluttekningu
sína með því að herða átökin við
íraka.
Beheshti: „Einfaldur
þjónn kirkjunnar“
Beheshti var forseti hæsta-
réttar og formaður Islamska
lýðveldisflokksins. Hann var
valdamesti maður Iran að
Khomeini sjálfum undanskild-
um. Hann bjó í fimm ár í
Hamborg í Þýzkalandi á árum
keisarans, en 1978 gerðist hann
einn helzti ráðgjafi Khomeinis í
útlegð. Hann þótti mjög klókur
stjórnmálamaður. Þegar Bani-
Sadr vann mikinn kosningasigur
í forsetakosningunum í janúar
hafði Beheshti þegar haslað sér
völl innan flokksins og í dóms-
kerfinu. Hann beitti sér hart
gegn Bani-Sadr, en með hann úr
vegi var völdum hans varla
nokkur takmörk sett.
Beheshti lét lítið yfir sér
opinberlega og sagði nýlega í
útvarpsviðtali: „Ég er ósköp ein-
faldur þjónn kirkjunnar." Hann
var bókstafstrúar og fylgjandi
„auga fyrir auga, tönn fyrir
tönn“-lagabókstaf. Hann studdi
frumvarp um hegningarlög, sem
liggur fyrir þinginu, þar sem
lagt er til, að dauðarefsing verði
við morðum og hjúskaparbrot-
um, húðstrýking við drykkju-
skap og fórnardýr líkamsárása
fái að svara árásarmönnum í
sömu mynt.
Beheshti hafði mjög föst tök á
Islamska lýðveldisflokknum. Nú
mun koma í ljós, hvort leiðtogar,
sem lifa hann, geti haldið
flokknum saman. Rafsanjani og
Rajai eru þar áhrifamestir, en
hvorugur þeirra hefur sýnt sömu
kænsku eða stjórnarhæfileika og
Beheshti fram til þessa.
Þeir Rafsanjani, Rajai og Beh-
eshti útnefndu Hussein Musavi í
embætti utanríkisráðherra á
laugardag. Enginn hefur gegnt
því embætti síðan í fyrrasumar,
en Bani-Sadr beitti ávallt neit-
unarvaldi forseta, þegar emb-
ættisveitinguna bar á góma.
ÁSTANDIÐ í íran er talið alvarlegra nú en það hefur verið síðan fyrir
byltinguna 1979. Sprengingin í höfuðstöðvum Islamska lýðveldisflokksins
hefur lamað stjórnina og minnt á hinn djúpa klofning sem ríkir í landinu.
Ilætt er við að borgarastyrjöld breiðist út og átökin á landamærum íran og
írak aukist.
Alls er talið að 69 hafi látizt í
sprengingunni, sem varð á
sunnudag á fundi flokksleiðtoga
um efnahagsmál. Ayatollah dr.
Seyyed Mohammad Hussein
Beheshti, forseti hæstaréttar,
var meðal þeirra, sem létust, en
auk hans fórust 4 ráðherrar, 6
aðstoðarráðherrar, 20 þingmenn
og almennir starfsmenn flokks-
ins. Júgóslavneska fréttastofan,
Tanjug, sagði, að Muhammad
Ali Rajai, forsætisráðherra, og
Ali Akbar Hashemi Rafsanjani,
þingforseti, hefðu verið nýfarnir
af fundinum, þegar sprengjan
sprakk klukkan 16:50 að íslenzk-
um tíma. Þeir áttu sæti með
Beheshti í þriggja manna ráð-
inu, sem tók við völdum Abol-
hassan Bani-Sadr, þegar hann
var sviptur forsetaembætti.
Behzad Nabavi, talsmaður rík-
isstjórnarinnar, sagði frétta-
mönnum á mánudag, að 30 kg
þungri sprengju hefði verið kom-
ið fyrir í ruslatunnu í næsta húsi
við höfuðstöðvar flokksins. Beh-
eshti var í ræðustól, þegar
sprengingin varð, en 90 manns
sátu fundinn. Höfuðstöðvarnar
gjöreyðilögðust. Á laugardag
Unnið var að hreinsun í aðalstöðvunum allan daginn eftir
sprenginguna.
Ayatollah Beheshti
særðist Hojatoleslam Seyyed Ali
Khamenei, einn helzti aðstoðar-
maður Ayatollah Khomeinis, al-
varlega, þegar sprengja sprakk í
bænahúsi, þar sem hann talaði.
Nokkru seinna sprakk sprengja
á skrifstofum svissneska flugfé-
lagsins í Teheran, en engir
særðust í henni.
Útvarpið í Teheran kenndi
„málaliðum Bandaríkjamanna"
um sprenginguna, og Pars-
fréttastofan sagði, að „gagnbylt-
ingarmenn", sem er heiti stjórn-
arinnar á stuðningsmönnum
Bani-Sadr, hefðu staðið að baki
hennar. í yfirlýsingu frá Rajai
og Rafsanjani sagði, að gagn-
byltingarmönnum yrði hegnt
rækilega. Rafsanjani kenndi
Bandaríkjamönnum um, en
Rajai beindi spjótum sínum
gegn Saddam Hussein íraksfor-
seta og sagði í útvarpsræðu: „Við
munum halda áfram að verjast
Saddam, þeim trúlausa þrjóti,
hvað sem gagnbyltingarmenn
aðhafast hér innanlands. Ekkert
mun koma í veg fyrir, að við
stöndum vörð um föðurlandið,
byltinguna eða heiður okkar.
Hinn trúlausi, sem hefur ráðizt
á land okkar, á heima í rusla-
kistu mannkynssögunnar."
Strax og heyrðist um spreng-
inguna þustu byltingarsinnar út
á götur Teheran og hrópuðu