Morgunblaðið - 30.06.1981, Síða 39

Morgunblaðið - 30.06.1981, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1981 47 Ítalía: Repúblikani í sæti forsætisráðherra RómaborK. 29. júni. AP. GIOVANNI Spandolini, þingmað- ur Repúblikanaflokksins. myndaði nýja samsteypustjórn á ítaliu í gær. Er það 41. stjórnin þar i landi frá lokum seinni heimsstyrjaldar- innar. Síðastliðin 36 ár hafa allir for- sætisráðherrar Ítalíu verið úr Kristilega demókrataflokknum. sem er stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins. Hann hefur nú misst bæði forseta- og forsætisráðherraemb- ættið til repúblikana. Allir helstu stjórnmálaflokkar landsins eiga aðild að samsteypu- stjórn Spandolinis. Þeir sem standa fyrir utan eru Kommúnistaflokkur- inn og flokkur nýfasista. Kristilegir demókratar fengu flest ráðherra- embættin, 15 af 28. Stjórnin hefur meirihluta þingmanna á bak við sig. Handtekinn með heima- tilbúna sprengju í troð- fullri St. Péturskirkju Giovanni Spandolini. forsætisráð- herra ftaliu. Gromyko í „stutta vináttu- heimsókn“ til Póllands Moskvu. 29. júní. AP. SOVÉSKI utanrikisráðherrann. Andrei A. Gromyko, heimsækir Pólland í byrjun júli nk.. aðeins nokkrum dögum áður en þing pólska kommúnistaflokksins hefst, að sögn sovésku fréttastofunnar Tass. Tass dagsetti ekki heimsóknina en sagði hana vera „stutta vináttu- heimsókn" í boði miðnefndar pólska kommúnistaflokksins og pólsku rík- isstjórnarinnar. Vestrænir stjórnmálaskýrendur telja að sú ákvörðun sovésku stjórn- arinnar að senda Gromyko til Pól- lands svo stuttu fyrir flokksþingið sé liður í að vara Pólverja við því að taka þar ákvarðanir sem séu í blóra við vilja ráðamanna í Moskvu. Sumir telja jafnvel að Sovétmenn muni ráðast inn í Pólland áður en þingið hefst til að koma í veg fyrir slíkt. Aðrir segja að heimsókn Gromykos sé aðeins til að sýna samstöðu með Pólverjum. Einn pólskur embættismaður segir að heimsókn Gromykos sé ef til vill til þess ætluð að vara Pólverja við en hann „hefði aldrei verið valinn tii að bera Pólverjum hugmyndafræðileg skilaboð sovésku stjórnarinnar". Pólskar og sovéskar hersveitir hafa verið á heræfingum í Norð- vestur-Póllandi undanfarna daga, að sögn pólska sjónvarpsins. í sl. viku fréttist um heræfingar sömu landa í suðurhluta Póllands. Stefan Olszowski, harðlínumaður í stjórnmálaráðinu og fyrrum utan- ríkisráðherra Póllands, var í dag naumlega kosinn fulltrúi á flokks- þing pólska kommúnistaflokksins á átakamiklum kosningafundi. Pólsk- ir fjölmiðlar segja að Olszowski hafi hlotið 246 atkvæði af 440 möguleg- Teknir fyrir njósn- ir i þágu Pólverja WashinKton. 29. júni. AP. BANDARÍKJAMAÐUR og Pól- verji voru handteknir nærri Los Angeles og sakaðir um að hafa selt pólsku leyniþjónustunni Veður víða um heim Akureyri 10 alskýjað Amsterdam 18 rigning Aþena 36 heióskírt Barcelona 18 alskýjaó Berlín 25 heióskírt Brússel 17 rigning Chicago 31 rigning Denpasar 32 skýjaó Dublin 15 skýjað Feneyjar 26 þokumóóa Frankfurt 25 skýjaóó Færeyjar 10 alskýjaó Genf 19 rigning Helsinki 17 heiðskírt Hong Kong 30 skýjaó Jerusalem 31 heióskírt Jóhannesarborg 17 heiðskírt Kairó 40 heiðskirt Kaupmannahöfn 18 skýjaó Las Palmas 30 skýjað Lissabon 25 heióskírt London 18 heióskírt Los Angeles 28 skýjað Madrid 21 skýjað Malaga 23 léttskýjaó Mallorka 25 lóttskýjaó Mexicoborg 23 heióskírt Miami 31 skýjað Moskva 32 heióskírt Nýja Dehlí 40 skýjaó New York 29 heióskirt Osló vantar París 12 rigning Perth 16 rigníng Reykjavík 8 alskýjaó Ríó de Janeiro 31 heióskírt Rómaborg 32 heióskírt San Francisco 17 heióskírt Stokkhólmur 19 skýjaó Sydney 20 heiðskírt Tel Aviv 30 heióskirt Tókýó 32 heiðskírt Vancouver 20 skýjaó Vinarborg 28 heióskírt leynileg skjöl varðandi vopn. að sögn bandarisku alrikislögregl- unnar í gær. Mennirnir tveir heita William Holden Bell, 61 árs, fyrrum starfs- maður flugvéiaverksmiðju í Kali- forníu og Marian W. Zacharski, 29 ára yfirmaður Bandaríkjadeildar pólsk-bandarískrar vélaverk- smiðju í Iliinois. Þeir eru báðir búsettir í Kaliforníu. Lögreglan telur að þeir hafi fengið meira en 110.000 dollara fyrir skjölin. Ekki var tiltekið nánar hvert efni skjalanna væri en flugvélaverk- smiðjan, sem Bell starfaði hjá, gegnir mikilvægu hlutverki við framleiðslu radarkerfa og flug- skeyta. Denktash endurkjörinn Nicosia. 29. júni. RAOULF Denktash. forseti sjálf- stjórnarríkis Tyrkja á Kýpur, var i ga'r endurkjörinn forseti til næstu fimm ára. Denktash var kosinn forseti árið 1976 með 76% atkvæða. í gær fékk hann hins vegar einungis 53% atkvæðanna en alls voru 5 manns í framboði. Harðasti keppinautur Denktash var Ziya Riziki. Hann er hægrisinnaður eins og Denktash. um og þar með naumlega hlotið þau 50% sem til þarf. Um 150.000 manns, þar á meðal Lech Walesa leiðtogi Samstöðu, óháðu verkalýðssamtakanna, minntust þess í bænum Poznan í gær að 25 ár voru liðin frá því að þar kom til blóðugra átaka. Upptök átakanna voru kröfur verkamanna varðandi skattamál og mánaðarlöng bið þeirra eftir endurbótum í þeim efnum. Þegar yfirvöld neituðu að verða við óskum verkamannanna brutust út óeirðir, 28. júní 1956. Nokkrir létu lífið og var í gær reist minnismerki um þá á Adam Micki- ewicz-torginu í Poznan. Minnis- merkið samanstendur af tveimur stórum krossum. Það er 75 feta hátt. Vatikaninu. 29. júni. AP. Öryggisverðir Vatikansins vfir- buguðu rúmlega fimmtugan ltala er hann var í þann veginn að kveikja í heimatilbúinni sprengju í troðfullri St. Péturskirkju í dag. Að sögn lögreglunnar hefði sprengjan getað orðið fjölda manns að bana og skemmt kirkjubygging- una verulega. í St. Péturskirkju eru verk eftir m.a. Michelangelo og Raphael, verk sem ekki er hægt að meta til fjár. Maðurinn, sem var handtekinn, heitir Guiseppe Santangelo. Hann sagði við yfirheyrslur að hann hefði ekki ætlað að verða neinum að bana. Hann hefði ætlað að fórna sjálfum sér. „Ég hellti olíu yfir skyrtuna mína, er það ekki næg sönnun?" sagði hann eftir að hafa verið færður þeirri deild lögreglunnar sem berst gegn hryðjuverka- mönnum. Lögreglan segir að Santangelo hafi í öllu hegðað sér eins og „vitskertur maður". Hann baðaði út höndum og heilsaði kirkjugestum hæðnislega. Santangelo var handtekinn stuttu áður en messa átti að hefjast í St. Péturskirkjunni í minningu postulanna Péturs og Páls. Strax eftir að Santangelo hafði verið leiddur út úr kirkjunni hófst guðs- þjónustan eins og ekkert hefði í skorist. Agostino Casaroli kardin- áli, annar æðsti maður Vatikansins, annaðist guðsþjónustuna ásamt 180 prestum víðs vegar að úr heiminum. Gestir við messuna voru alls 20.000. Sovézkur stór- meistari styð- ur Korchnoi Moskva. 29. juni. AP. ÞEKKTUR sovéskur stór- meistari. Boris Gulko. sem hefur verið að reyna að fá leyfi til að flytjast til fsraels síðan 1977, sagði að hann hefði farið þess á leit við sovézka skáksambandið að það styddi ósk Korchnoi- fjölskyldunnar um að fá að hittast á ný. Gulko sendi bréf til skák- sambandsins, þar sem hann gagnrýndi það fyrir að veita Korchnoi-fjölskyldunni ekki stuðning. Hann skýrði frá þessu í gær á fundi 60 skák- manna og embættismanna í aðalskákklúbbi Moskvu, þar sem hann fékk fyrstu verðlaun fyrir að bera sigur úr býtum á opna skákmótinu í Moskvu. Ymsir viðstaddra gagnrýndu Gulko fyrir að bera fram þessa áskorun og sögðu að Korch- noi-deilan væri pólitísk. En Gulko sagði að fleiri hefðu komið til sín og látið í ljós ánægju sína. Sjö börn létust í sprengingu Manilla. Filippsryjum. 29. júnl. AP. SJÖ BÖRN létust þegar hand- sprengja, sem þau voru að leika sér með, sprakk í höndum þeirra í Cebu-borg á Mið-Filippseyjum, að því er hin opinbera fréttastofa landsins kunngerði í morgun. Eitt barn slapp lifandi, en nokkuð skaddað. Börnin voru á aldrinum 6—12 ára og ekki er ljóst hvernig þau komu höndum yfir hand- sprengjuna. FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 3, 5, 10, og 12 gíra reiðhjól. Heimsfræg gæðavara. Varahluta-og viðgerðarþjónusta á staðnum. Reiðhjólahandbók Fálkans með leiðbeiningum um notkun og viðhald fylgir öllum Raleigh reiðhjólum. Utsölustaðir og þjónusta víða um land. FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.