Morgunblaðið - 07.07.1981, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981
ísafjörður:
Guðbjörg komin
til heimahafnar
ísafirrti. fi. júli.
VIÐ sólarupprás á sunnuda«
rrnndi Ásneir Guóbjartsson skip-
stjóri nýrri og jrlæsileKri Guð-
hjórKU aó hafnarbakkanum á ísa-
firói eftir þrÍKKja sólarhrinKa ferð
frá Flekkefjord í NoreKÍ þar sem
skipió var smíðaó. Þó nokkur
mannfjöldi var á bryKKjunni til að
faKna skipi ok skipshöfn þótt
klukkan væri á fjóróa timanum aó
morKni.
GuðbjörK ÍS 46 er af minni Kerð
skuttoKara eða 490 brtn. Fátt annað
Tveir grunað-
ir u m kynferð-
isafbrot
- annar í gæslu-
varðhald
MAÐUR sem Krunaður er um
kynferðisafbrot KaKnvart börnum
var á sunnudaK úrskurðaður I'
Kæsluvarðhald til 20. júlí ok jafn-
framt Kcrt að sæta Keðrannsókn.
Maðurinn sem hér um ræðir er um
þrítuKt ok hefur áður orðið uppvis
að svipuðu athæfi.
Nú iÍKRur fyrir mál á hendur
þessum manni hjá sakadómi í Kópa-
vokí ok er þar um að ræða allmarRar
kærur veKna kynferðisafbrota.
Þá var maður á átjánda ári
Kripinn í KópavoKÍ á sunnudaKs-
kvöld, Kfunaður um tilraun til
kynferðisafbrots KaKnvart börnum.
Hefur sá áður orðið uppvís að
svipuðu athæfi, en honum var sleppt
að loknum yfirheyrslum.
en brúttórúmlestatalan ok áhafnar-
fjöldinn, 15 menn, bendir þó til að
um smáskip sé að ræða. í vélarrúmi
er stærsta vél, sem þekkist í ís-
lenzku fiskiskipi, 8 strokka 3.200
hestafla MAK-dísilvél.
Búnaður skipsins er allur hinn
fullkomnasti og sjálfvirkur mjög og
má t.d. nefna að á sjónvarpsskermi í
brú má fylgjast með störfum á
afturþilfari, við grandaravindu und-
ir bakka og í aðgerðarrúmi og ýmis
búnaður skipsins er tvöfaldur og
þrefaldur. Þrír radarar eru í skip-
inu, tveir eru yfir brú en sá þriðji í
afturgálga. Þá eru þrjú mismunandi
lórantæki í brúnni, eitt þeirra teikn-
ar lórankort. Inn á það er hægt að
tengja 8 landstöðvar samtímis og
sýnir það þá sjálfvirkt stefnuna og
fjarlægðina til staðarins.
Á heimleið var gott veður þannig
að ekki reyndi mikið á skipiö. Það
kom í ljós að við 50% álag á vél gekk
skipið 12 mílur og eyddi þá jafnmik-
illi olíu og aðalvélin í gömlu Guð-
björg gerði við sama hraða, en nú
sparast keyrsla á ljósavél og kynd-
ing á vistarverum þar sem öll orka
kemur frá aðalvél.
Kaupverð skipsins er 42 milljónir
króna. Skipstjórar á Guðbjörgu eru
Ásgeir Guðbjartsson og Guðbjartur
sonur hans, en fyrsti stýrimaður er
Flosi Jakobsson, fyrsti vélstjóri er
Steinþór Steinþórsson og matsveinn
Bæring Jónsson.
Útgerðarfélagið Hrönn hf. undir
framkvæmdastjórn Guðmundar
Guðmundssonar gerir út skipið og
er þetta 5. skipið í eigu félagsins
með þessu nafni. Gamla Guðbjörgin
er nú komin til Reyðarfjarðar og
heitir nú Snæfugl. Guðbjörg heldur
til veiða aðfaranótt þriðjudags.
Fréttaritari.
Vítur IMA byggð-
ar á misskilningi
- sejfir framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna
ÞEISSAR vítur Innkaupasambands
matvorukaupmanna cru á mis-
skilningi hyggðar og sýna að kaup-
menn eru ekki vel heima í málun-
um og fara með staðlausa stafi,
saKÓi Magnús E. Finnsson fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasamtaka
íslands. en á fundi sinum nýle^a
samþykkti IMA vitur á Kaup-
mannasamtökin.
Magnús E. Finnsson sagði að
forráðamenn Kaupmannasamtak-
anna teldu sig hafa kynnt og útskýrt
þessi mál fyrir félagsmönnum sín-
um. Hugsanlegt væri að skipa þessu
á annan veg ef Kaupmannasamtök-
in ein réðu öllum gangi mála, en hér
er um að ræða samninga við ýmsa
aðila og þess vegna varð að semja
um nokkur atriði. Það þýðir ekki
lengur að ræða um hvort þetta er
rétt eða rangt, þessi lög hafa verið
samþykkt og ef menn vilja koma í
gegn breytingum verður að gera það
á annan hátt, sagði Magnús E.
Finnsson að lokum.
Ilin nýja Guðbjörg kemur til heimahafnar í fyrsta sinn.
Ljúsm.: Olfar
Rafmagnsveitur ríkisins:
Um 88 milljóna
rekstrarhalK 1980
REKSTRARIIALLI var 88 millj-
ónir króna, en rekstrargjöld voru
16.966 milljónir króna, þar með
taldar afskriftir, en tekjur 16.878
milljónir króna, án stofnfram-
laga. sem námu 2.048 milljónum
króna. segir í nýbirtri ársskýrslu
Rafmagnsveitna ríkisins fyrir ár-
ið 1980.
í skýrslunni segir, að raforku-
sala til eigin notenda í heildsölu
og smásölu hafi verið 455 GWh, en
til bæjarveitna til endursölu 135
GWh. Þá var raforkusala til
virkjana, þ.e. Andakílsárvirkjunar
og Laxárvirkjunar um Norðurlínu,
Orkubús Vestfjarða um Vestur-
línu og Kröfluvirkjunar 39 GWh.
Heildarraforkusala á árinu var
því 629 GWh, sem er 0,9% minnk-
un frá árinu á undan. Vegið
meðalgildi söluverðs var 23,36
krónur á kWh.
Þá segir ennfremur, að unnið
hafi verið að nýbyggingum á árinu
fyrir 14.567 milljónir króna og sé
þar um 90,7% aukningu frá fyrra
ári að ræða. Hliðstæð hækkun
milli áranna 1978 og 1979 varð
hins vegar aðeins 42,7%.
Á árinu voru tengdar 289 heim-
taugar í kaupstöðum og kauptún-
um, en 136 í sveitum eða samtals
425 heimtaugar. Á árinu 1979 voru
þessar tölur 287 fyrir þéttbýli og
101 fyrir sveitir eða samtals 388.
í árslok 1980 voru helztu mann-
virki Rafmagnsveitna ríkisins
vatnsaflsvirkjanir í rekstri 14.018
kW, varmaaflstöðvar í rekstri
30.971 kW og gufuaflsstöðvar í
rekstri 30.000 kW. Þá voru há-
spennulínur 11 og 19 kV, án
innanbæjarkerfa, alls 6.065 km og
háspennulínur í rekstri, 33.66 og
132 kV, alls 1.332 km. Loks voru
háspennulínur i byggingu alls 123
km.
Jón Helgason ritstjóri
Tímans látinn
JÓN IIELGASON ritstjóri Tím
ans varð bráðkvaddur sl. laugar-
dag 67 ára að aldri. Hann var
fæddur á Akranesi 27. maí 1914
og stundaði nám í Alþýðuskólan-
um að Laugum ug i Samvinnu-
skólanum.
Árin 1937 til 1938 var Jón
Helgason blaðamaður við Nýja
dagblaðið og frá 1938 á Tímanum
og var þar ráðinn fréttaritstjóri.
Þá var hann ritstjóri Frjálsrar
SérkeraislufuUtrúi í Reykja-
vík segir upp starfi sínu
ÞORSTEINN Sigurðsson. sér-
kennslufuiltrúi F'ra'ðsluskrif-
stofu Reykjavíkur sagði
fyrirvaralaust upp starfi sínu
sem hann hefur gegnt i um
aldarfjórðung, og unnið að upp-
byggingu sérkennsluúrræða i
sitólakerfi borgarinnar. Var
bréfið lagt fram I fræðsluráði i
ga-r, en það hafði hann lagt inn
á föstudaKsmorgun. Þorsteinn
var kennari í Melaskóla frá
1953 þar til hann varð sér-
kennslufulltrúi, en auk þess að
vera sérkennslufulltrúi var
hann lengi fulltrúi Alþýðu-
handalagsins í fræðsluráði.
Ástæðuna fyrir uppsögninni
segir Þorsteinn deilur við ráð-
gjafa- og sálfræðiþjónustuna í
skóiunum síðan 1980. Segir í
upphafi uppsagnarbréfsins: „It-
rekað hafa samstarfsmenn mínir
er síst skyldi hindrað ábyrga,
faglega umræðu um sérkennslu
og ráðgjafarmál skólanna og þar
með gert kjörnum stjórnvöldum
afar erfitt um vik að taka
ákvarðanir um þessi veigamiklu
mál — þó keyrt hafi um þverbak
með afgreiðslu Kleifarvegsmáls-
ins sl. fimmtudag."
Segir hann að upphaf þessara
ódæma megi rekja til þess er
hann viðraði hugmyndir um
breytta skipan ráðgjafar- og
sálfræðiþjónustunnar snemma
árs 1980. En þá hafi starfsmenn
sálfræðideildanna, svo og fagfé-
lög sálfræðinga og félagsráð-
gjafa, brugðist við eins og um
persónulegar árásir á starfs-
menn væri að ræða, eins og
Þorsteinn orðar það. Síðar segir
Þorsteinn í bréfi sínu: „Það kom
svo í Ijós í vor, að þeir sálfræði-
deildarmenn hygðust gjalda
undirrituðum rauðan belg fyrir
gráan. Eftir að ég hafði að venju
lagt fyrir fræðsluráðið tillögur
um fyrirkomulag sérkennsl-
unnar næsta skólaár — að
Þorsteinn Sigurðsson,
kennslufulltrúi.
sér-
sjálfsögðu að höfðu samráði við
rétta aðila; þar á meðal for-
stöðumenn sálfræðideildanna —
bárust fræðsluráðinu óvænt aðr-
ar tillögur um sama efni. Þær
höfðu að sögn formælendanna
verið mótaðar sameiginlega af
öllum starfsmönnum sálfræði-
þjónustunnar — og brutu í
grundvallaratriðum í bága við
tillögur mínar.“
Loks virðast átökin um Kleif-
arvegsheimilið, sem Þorsteinn
vildi breyta í dagskóla, sem
kunnugt er, hafa rekið enda-
hnútinn á missættið, og orðið til
þess að Þorsteinn sagði upp
starfi sínu. Hann ásakar „sál-
fræðideildarmenn og handlang-
ara þeirra" um vafasamar
þrýstiaðgerðir og segir: „Árang-
ur erfiðisins liggur nú fyrir í
samþykki borgarstjórnar um
Kleifarvegsmálið 2. júlí.“ Og
ennfremur: „Niðurstöðu borgar-
stjórnar tel ég hins vegar hina
mestu vanvirðu og með öllu
óviðunandi — og vil með upp-
sögn minni mótmæla henni."
■I Í
___% . í
þjóðar árin 1953 til 1960 og árið
1961 réðst hann ritstjóri Tímans.
Auk starfa að blaðamennsku
ritaði Jón Helgason nokkrar bæk-
ur, m.a. íslenzkt mannlíf I-IV, og
ritstýrði Öldinni átjándu, sem út
kom í tveimur bindum. Einnig
þýddi hann bækur eftir A.J. Cron-
in, Peter Freuchen, Thor Heyer-
dahl og Vilhelm Moberg.
Eftirlifandi kona Jóns Helga-
sonar er Margrét Pétursdóttir og
eignuðust þau þrjá syni.
Ók á staur og
fór í felur
EKIÐ var á staur úti á Granda
aðfaranótt sunnudagsins og greip
okumaður á það ráð að hverfa af
vettvanKÍ á tveimur jafnfljótum.
Reyndi ökumaðurinn að fela sig,
en fannst við uppfyllingu á bak við
verbúðir sem þarna eru. Ekki er
kunnugt um ástæður þess að maður-
inn reyndi að fela sig, en hann var
ekki undir áhrifum áfengis.
Bíllinn skemmdist nokkuð, en
staurinn er ónýtur.