Morgunblaðið - 07.07.1981, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 07.07.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981 3 Fréttatilkynning frá Byggingarnefnd Reykjavikur: Um hvað er deilt á Bernhöftstorfu? UNDANFARNA daga hafa komið í fjölmiAlunt tilkynn- ingar um afgrciAslu BygK- ingarncfndar Rcykjavikur á cndurbyggingu á Bcrnhöfts- torfu. Bankastræti 2. Vegna þcss hve máiinu hafa verið gcrð slæm skil og sjónarmið rangtúlkuð og að þvi er virðist að mcnn forðist að taka á málinu. vill Byggingarnefnd taka eftirfarandi fram. t Bankastræti 2 er gert ráð fyrir tveim smásnyrtingum (ca. 1,00x1,75) og gerði nefnd- in strax athugasemdir við þær og hað um að önnur snyrting- in væri breikkuð um 50 cm. inn í eldhúsgeymslu. Sjá með- fylgjandi teikningu. Nefndin fór ekki fram á sérbúna snyrtingu fyrir fatlað fólk, en vildi tryggja það, að maður í hjóiastól kæmist þar inn. Eldhúsgeymslan þarf því að minnka um 50x175 cm. eða 0,88 fm. Gert er ráð fyrir því, að í húsinu verði rekin kaffi- stofa yfir daginn, en matstofa að kvöldinu. Þess vegna er líklegt að stór hópur viðskipta- vina verði fjölskyldur. í þeim snyrtingum, sem setja á í húsið, væri erfitt fyrir foreldri að snyrta barn sitt svo ekki sé minnst á, ef aðstoða þyrfti gamalmenni. í umræðum hefur komið fram, að Byggingarnefnd hafi samþykkt atriði í vissum til- fellum, en hafnað þeim í öðrum. Þetta er rétt og vandi bygg- ingarnefndarmanna er að meta aðstöðu hverju sinni á sann- gjarnan og heiðarlegan hátt. Torfusamtökin hafa gefið fyrirheit um að byggja þjón- ustuhús á Torfunni. Enn hefur hvorki sést stafkrókur né strik að þeirri framkvæmd. Það hef- ur ekki verið háttur Byggingar- nefndar að gefa heimildir um frávik frá byggingarsamþykkt gegn slíkum fyrirheitum, en þegar þau bera að á réttan hátt, mun nefndin að sjálfsögðu taka málið til umfjöllunar. Ummæli formanns Bygg- ingarnefndar, Magnúsar Skúla- sonar, í Útvarpi að kvöldi þess 5. júlí sl. um afgreiðslu Bygg- ingarnefndar á þessu máli, valda furðu og sýna einungis það, hvað formaðurinn er illa að sér í þessu máli öllu. Eða hvernig væri að formaðurinn læsi sér betur til í nýrri byggingarreglugerð, sem tók gildi á miðju ári 1979, en þar er meðal annars kveðið á um þarfir fatlaðra. Að lokum skal það tekið fram, að það mat Byggingar- nefndar Reykjavíkur, að það sé viðhaldi gömlu byggðarinnar til framdráttar, að reynt sé svo sem kostur er að styðjast við þær byggingarreglur, sem ætl- að er að tryggja nútímafólki gott og hollt umhverfi, allar dylgjur um annað eru ekki svaraverðar. Ileimildarmenn: IleÍKÍ lljálmarsson. arkitekt. (•issur Símonarson. húsasmiðameistari. Ililmar (>uölauKs.son. múrari.- Gunnar Hanson. arkitekt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.