Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981 Islenskir einleikaraj* og Sinfóníuhljómsveit Islands „Hvernig er hægt að bregðast við hlutum áður en maður fréttir af þeim?“ spyr greinarhöf- undur í sambandi við afstöðu FÍT til vals á erlendum einleikara með SÍ til Austurríkis ’Wfc, Ilér er Lárus ( GrimstunKU í miAið, i réttunum á tali við þá Halldór Pálsson fyrrum bún- aAarmálastjóra og Guðjón IlalÍKrimsson á Marðarnúpi. Myndin er tekin haustið 1976. Ævisaga Lárusar í Grímstungu væntanleg í haust BÓK um Lárus bónda Björnsson i GrimstunKU er væntanleK frá BókaforiaKÍ Odds Björnssonar á Akureyri i haust, að þvi er Geir S. Björnsson framkvæmdastjóri BókaforlaKsins saKði i sam- tali við MorKunblaðið i K»‘r. Geir sagði söguna sagða af Lárusi sjálfum, en skráð hefur Gylfi Ásmundsson. Rakið er sérstaett og tilþrifamikið lífs- hlaup Lárusar í bókinni, en Lárus er meðal annars kunnur fyrir fjallaferðir á Gríms- tunguheiði, hann er kunnur veiðimaður og þekktur fyrir að hafa um árabil verið einn gildasti bóndi landsins. Geir S. Björnsson sagði að Lárus byggi yfir óvenjulegri frásagnargáfu, og bókin væri skemmtileg af- lestrar. eftir Röpnvald Sigurjónsson í Velvakanda þann 3. þ.m. birtist grein um störf Sinfóníu- hljómsveitar Islands á sl. vetri eftir einhvern sem nefnir sig „Ein áhugasöm úr röðum hljómleika- gesta". Ég gleðst yfir þeim áhuga sem bréfritari sýnir á starfsemi SI og að sjálfsögðu tek ég heilshugar undir þá ósk hans að vegur og virðing þessarar merku stofnunar í þjóðfélagi okkar megi verða sem mestur. Sinfóníuhljómsveitin er hornsteinn alls tónlistarlífs í landinu, og ég held að bréfritari og undirritaður geti verið sam- mála um það. En í annan stað er greinin svo full af rangfærslum og rökvillum, að mér fannst ég ekki geta skorist undan að svara því að einhverju leyti. M.a. stendur þar: „Nú er SÍ nýlega komin heim úr ferð til Þýskalands og Austurríkis og hefur töluverður hávaði orðið vegna þess að norskur einleikari lék píanókonsert með hljómsveit- inni í Þýskalandi. Mér hefði að vísu fundist ánægjulegra að frétta af íslenskum einleikara þar. Hljóðfæraleikarafélagið var með hávaða út af þessu máli eftir að hljómsveitin kom heim, en ég spyr: Hvers vegna í ósköpunum gerðu þessir menn ekki hávaða og höfðu uppi mótmæli áður en farið var? Það þýðir lítið að sarga í svona löguðu eftir á. Þetta er bæði mislukkuð og ódrengileg baráttu- aðferð og getur ekki flokkast undir annað en pex. Ef þessu félagi væri alvara, þá hefðu þeir gengið fram í málinu af festu áður en farið var, því mig minnir að það væri klárt löngu áður, að þessi norsari ætti að spila." Svo mörg voru þau orð og eru vægast sagt í meira lagi grunn- hyggin. Ég spyr á móti: Hvernig er hægt að bregðast við hlutum áður en maður fréttir af þeim? Eða heldur „Ein áhugasöm" að stjórn Félags íslenskra tónlistar- manna fylgist með eða sé með nefið ofan í störfum verkefnavals- nefndar SI er hún velur sólista og prógrömm fyrir vetrarstarf- semina? Við sjáum þetta fyrst eins og hverjir aðrir þegar pró- gramm vetrarins liggur fyrir. Sjálfur frétti ég fyrst um að norskur sólisti hefði verið ráðinn til að fara i umrædda ferð með hljómsveitinni nokkru eftir að sú ráðning hafði farið fram. Það sagði mér Jón Sen, konsertmeist- ari, í óspurðum fréttum. Strax daginn eftir fór ég á fund Sigurðar Björnssonar, framkvæmdastjóra SI til þess að fá skýringu á þessari ráðningu. Það gerði ég sem for- maður FÍT en hvorki sem prívat- maður eða píanisti. Þau svör sem ég fékk frá framkvæmdastjóran- um voru svo ósvífin í garð okkar píanistanna, að það kom ekki annað til greina en að þetta mál yrði athugað nánar. Stjórn FÍT fór þess vegna á leit við stjórn SÍ að sameiginlegur fundur stjórn- anna beggja yrði haldinn. Á þess- um fundi kom skýrt fram það álit stjórnar SÍ að Sigurði Björnssyni hefði orðið illa á í messunni að ráða ekki íslenskan listamann til þess að spila með Sinfóníunni á tónleikunum í Wiesbaden. Einnig kom í ljós á þessum fundi að Sigurður Björnsson hefði gert þetta algerlega á eigin spýtur, þannig að hvorki verkefnavals- nefnd eða stjórn SÍ höfðu hug- mynd um ráðninguna fyrr en hún var búin og gerð, svo að engu var hægt að breyta. Þess vegna vísa ég heim til föðurhúsa fullyrðingum um að við hefðum getað afstýrt þessari ráðningu. Á sínum tíma samþykkti aðal- fundur FIT harða gagnrýni á framkvæmdastjóra SÍ í sambandi við konsertinn í Wiesbaden. En af tillitssemi við hljóðfæraleikara í SÍ birtum við ekki samþykktina opinberlega fyrr en að ferðinni lokinni. Okkur fannst ekki viðeig- andi að senda svona kalda kveðju áður en lagt var upp í þessa för, sem var auðvitað mjög merkur áfangi í ferli SÍ, jafnvel þótt að margt hefði mátt betur fara í undirbúningi hennar. Einnig vil ég undirstrika að umrædd sam- þykkt aðalfundar FÍT var á engan hátt beint gegn hinum erlenda píanóleikara. En það er ýmislegt annað í þessari dæmalausu grein bréfritara sem vert er að athuga nánar. Eins og vitnað er í hér að framan, þá skrifar hún m.a.: „Ef þessu félagi væri alvara, þá hefðu þeir gengið í málið af festu áður en farið var, því mig minnir (leturbreyting mín) að það væri klárt löngu áður að þessi norsari ætti að leika." Þá spyr ég aftur: Hvernig getur hana „minnt" eitt- hvað sem enginn vissi nema fram- kvæmdastjóri SÍ? Eða er hún að meina að við hefðum átt að krefjast þess að samningurinn við þennan erlenda listamann yrði gerður ógildur? Eða vissi „Ein áhugasöm" meira um þetta sér- stæða mál heldur en bæði verk- efnavalsnefnd og stjórn SI, áður en ráðningin fór fram? Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum! En þá sný ég mér að samskipt- um okkar Sigurðar Björnssonar. Raunar hefði ég kosið að geta leitt það mál hjá mér, og fyrir friðinn hefði ég vel getað unnt Sigurði Björnssyni að hafa síðasta orð í þessum umræðum bæði í útvarpi og grein sem birtist í Þjóðviljan- um undir heitinu „Nafn vikunn- ar“. Blaðamaður sá sem tók viðtal- ið við Sigurð, bauð mér að svara fyrir mig, en ég afþakkaði á þeim forsendum að stjórn Sinfóníu- hljómsveitar íslands hefði þegar viðurkennt mistök Sigurðar, og kærði ég mig því ekkert um að láta hafa nokkuð frekar eftir mér í þessu sambandi. En nú hefur „Ein áhugasöm" aftur vakið máls á þessum leiðinda atburðum í opinberum fjölmiðli, og því finnst mér ég ekki geta skorist undan að svara að einhverju leyti öllum þeim rangfærslum sem hafa ein- kennt málflutning Sigurðar Björnssonar. Útvarpsþula hans átti víst að vera svar við viðtali því sem Morgunpóstsmenn áttu við mig daginn áður. En „svarið" var raunar á þann veg að Sigurður forðaðist eins og heitan eldinn að minnast á kjarna málsins, þ.e.a.s. Wiesbaden-konsertinn og niðrandi ummæli hans um íslenska pían- ista, en kom í þess stað með fáránlegar dylgjur um að ég hafi einhvern tíma talað svo illa um einn ágætan listamann frá einu Norðurlandanna, og að hann hafi því bara verið að stríða mér með Athyglisvert ávarp eftir Árna Gunnlaugsson hrl. I Morgunblaðinu 25. júní sl. er birt ávarp til þjóðarinnar frá 49 alþingismönnum, Sigurbirni Ein- arssyni, biskupi, Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta Islands, og Ólafi Jóh. Sigurðssyni, rithöfundi. Þar segir m.a.: „íslenzka þjóðin verður að snúast gegn áfengi svo sem öðrum fíkniefnum.“ Og ennfremur: „Við hvetjum fólk til að endurskoða áfengisvenjur sín- ar og viðhorf til vínneyslu. draga úr eða hafna henni algjörlega." Þetta ávarp er bæði athyglis- vert, tímabært og sögulegt, þar sem líklega mun í fyrsta sinni, sem svo víðtæk samstaða næst meðal æðstu manna þjóðarinnar, a.m.k. á yfirborðinu, í baráttunni gegn áfenginu, mesta meinvætti þjóðarinnar. Hefjum herferð gegn drykkjutískunni Nú hljóta allir þeir, sem að ávarpinu standa, að ætlast til hins sama af sjálfum sér og öðrum í atlögunni gegn veldi Bakkusar. Þegar nú verður snúist gegn áfengi, eins og ávarpsmenn hvetja til, hlýtur öflug herferð gegn helstu kveikjunni að áfengis- drykkju, drykkjutískunni, að verða ofarlega á blaði. Þá ríður á miklu, að allir, sem vilja sýna ábyrgðartilfinningu, taki þar höndum saman. Er það ekki til lítils að hvetja þjóðina, ef góðu fordæmin koma ekki ofan frá? Við hneykslumst oft á framferði unga fólksins og vissulega er það mikið áhyggjuefni, að aldur þeirra, sem byrja að drekka áfengi, færist „Er það ekki til lítils að hvetja þjóðina, ef góðu fordæmin koma ekki ofan frá?“ segir greinarhöfundur um notkun og veitingu áfengra drykkja“ sífellt neðar. En er þá ekki hollt að hafa í huga gamlar og sígildar uppeldisaðferðir gagnvart ungl- ingum, eins og t.d. eftirfarandi, sem haft er eftir gríska heimspek- ingnum Plato: „Áminningar koma að litlu haldi, heldur hitt. að þeir sjái, að vér gerum það, sem vér vildum áminna þá um að gera.“ Það er sjálfsblekking að telja sér trú um, að ekki sé hægt að halda góð samkvæmi nema áfengi sé haft um hönd. Það sanna mörg dæmin um velheppnuð, áfengis- laus samkvæmi. Nýlega hélt t.d. biskupinn okkar glæsilega veislu á 70 ára afmæli sínu án þess að hafa áfengisveitingar. Ekki er annað vitað en gestir hans hafi þar átt hina ánægjulegustu og eftirminni- legustu samverustund. Sú hljóða fræðsla um skaðsemi áfengis, sem felst í gildi hins góða fordæmis, er áhrifaríkari en flest annað til að draga úr neyslu áfengis og því margvíslega tjóni og böli, sem henni er samfara og við sífellt erum minnt á. Mikilvægt hlut- verk kirkjunnar Annars eru áróðursbrögðin fyrir áfengið oft svo lúmsk og þeim lævíslega beitt, að fólki hættir til að falla fyrir þeim. Stundum heyrist meira að segja sá áróður, að áfengir drykkir hljóti að vera guði þóknanlegir, þar sem þeir séu veittir við altarisgöngur. Slikur áróður er til þess fallinn að geta leitt fólk á villigötur í afstöðu til áfengis. Það væri því þarft verk hjá þeim kirkjunnar þjónum, sem veita áfengan drykk við slíkar helgiathafnir að taka upp nýja siði og fara að dæmi sumra presta, sem gefa þátttakendum í altaris- göngu þann „ávöxt vínviðarins“, sem er óáfengur. Með því myndi kirkjan á áhrifaríkan hátt sinna einum þættinum í því mikilvæga hlutverki, sem hún hlýtur að verða að gegna í baráttunni við áfengis- bölið. Hvaða rök eru svo þung á metunum, að ekki sé hægt að afnema með öllu hina gömlu hefð að veita áfengt vín, þegar gengið er til altaris? Er ekki einmitt að finna í heilagri ritningu ákveðna and- stöðu við drykkjuskap í hvaða mynd sem er? Hversvegna er verið að útiloka bindindismenn og aðra, sem ekki vilja neyta áfengra drykkja frá fullri þátttöku í altar- isgöngu, þegar aðeins er boðið upp á slíkan drykk? Næst ekki sami tilgangur, þótt vínið væri óáfengt? Nú kann einhver, sem þetta les, að segja sem svo: „Frelsi hins kristna manns leyfir hóflega notk- un áfengis. Það er hvergi bannað í biblíunni að neyta áfengis.“ En þá verður sá sami að svara samvisku- spurningum sem þessum: Hvers- vegna á ég að leyfa mér meira frelsi gagnvart eiturlyfinu alkohol en ýmsum öðrum eiturefnum? Hvers krefst kristileg samábyrgð af mér í afstöðunni til áfengis, eins og þeim málum er nú komið Árni Gunnlaugsson hjá okkar þjóð? Er ekki annars að finna kjarna þessa máls í eftirfar- andi setningu úr bókinni „Alkohol frágan ur etisk synspunkt" eftir Torsten Bohlin: „Meðan áfengið er örlagarikt þjóðfélaKsböl á það ekki við. að kristnir menn áskilji sér undanþáKur i þa gindaskyni eða vegna smekksatriða.“ Vörumst villukenningar <>k tvískinnunK Frumorsök allra áfengisvanda- mála er eiturefnið alkohol og því mikilvægast að snúast gegn allri notkun þess. Nú telja sumir sig svo alvitra í áfengismálum, að þeir láta sem vind um eyru þjóta ráðleggingar færustu manna á sviði áfengisrannsókna, t.d. sér- fræðinga hjá Alþjóðaheilbrigð- isstofnuninni, um úrbætur til að minnka áfengisneysluna og það tjón, sem hún veldur. Hætt er við, að þeir láti nú til sín heyra, þegar sókn gegn áfenginu virðist hafin í landinu. En hver eru þá úrræði „hinna alvitru“ í áfengismálum? Ekki er ólíklegt, að fjölgun áfengisútsala sé eitt þeirra. Ef taka á mið af almenningsálitinu um það atriði, liggur það ljóst fyrir í síðustu kosningum um opnun áfengisútsala á Seltjarn- arnesi, Selfossi og Sauðárkróki. Á öllum stöðunum var þeim hafnað. Kennsla í meðferð áfengis er „úrræði“, sem stundum er minnst á. Hverjum mundi hún hjálpa? A.m.k. ekki áfengissjúklingum, en vissulega mörgum til þess að verða áfengissjúklingar, þegar nemendurnir komast á bragðið í fyrsta sinni eða síðar. Ekki mundi nein kennsla geta breytt eitur- áhrifum áfengis, en minnsti skammtur af því er talinn geta skemmt það, sem okkur er hvað dýrmætast, heilasellurnar. Og hver getur bætt úr því? Það má búast við að ráðist verði á bindindismenn fyrir „öfgar og frekju”. En eru það öfgar að vilja vinna gegn því, sem mest skaðar náungann og þjóðina í heild? Er það frekja að fylgja ráðum viður- kenndra rannsóknarmanna víða um heim um leiðir til að minnka áfengisneysluna? Við skulum varast villukenning- ar sumra áfengisvina, þegar þeir nú kunna að grípa til varnar í sókninni gegn áfenginu. En um- fram allt mega menn ekki láta þann tvískinnung, sem svo oft hefir gætt í afstöðu margra til áfengis, hrekja sig af réttri leið í baráttunni við bölvaldinn mikla. Tilefni þessara skrifa var það athyglisverða ávarp, sem að er vikið í upphafi greinarinnar. Þökk sé þeim, sem ávarpið hafa undir- ritað. Vonandi hefir hvatning þeirra mikil og heillavænleg áhrif. Og þökk sé forsætisráðherra fyrir hugvekjuna 17. júní sl., er hann hvatti alla til að leggjast á eitt í fyrirbyggingar- og björgunar- starfi gegn vímugjöfum og öðrum eiturefnum. Það voru orð, sem tekið var eftir. Hafnarfirði, 5. júlí ’81, Árni Gunnlaugsson. n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.