Morgunblaðið - 07.07.1981, Page 15

Morgunblaðið - 07.07.1981, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981 Rögnvaldur Sitrurjónsson ummælum sínum. (Þetta voru einnig „rök“ hans á fundinum með stjórnum FÍT og SÍ.) En svo skömmu seinna í þessu eintali sínu í útvarpinu varð honum illa á í messunni, því að þá neitar hann allt í einu að hann hafi nokkurn tíma sagt neitt niðrandi um títt- nefnda píanista. Hvar er þá öll stríðnin? Mér er spurn: Heitir þetta ekki á íslensku máli að verða tvísaga? Nú er mér ómögulegt að sjá, hvað ummæli mín um einn eða annan listamann úti í heimi, þótt sönn væru, koma Wiesbad- en-konsertinum við, enda breytir það engu um kjarna málsins. Verkin tala: Það var ekki íslensk- ur píanisti sem lék með Sinfóníu- hljómsveit íslands í Þýskalandi. Þetta er kjarni málsins. Þau ummæli mín í útvarpsvið- talinu, að fyrirrennarar S.B. í starfi, hafi haft vakandi auga á tónlistarlífinu í landinu, fór mjög fyrir brjóstið á S.B., og kemur hann með þá fullyrðingu, að aldrei hafi komið fram fleiri íslenskir sólistar með hljómsveit SÍ en einmitt síðastliðinn vetur. Hann telur upp átján sólista. Eftir því að dæma hefðu íslenskir sólistar átt að koma fram á sautján til átján tónleikum af þeim tuttugu sem haldnir voru sl. vetur. Þetta er ég ansi hræddur um að tón- leikagestir muni ekki kannast við. Og þetta væri heldur ekki æski- legt, en það er önnur saga. En þegar S.B. telur upp 18 sólista, þá telur hann alla með sem tóku þátt í óperuuppfærslum, eingöngu til þess að slá ryki í augu hlustenda, að þvi er virðist. Sannleikurinn er sá, að 6 íslenskir sólistar komu fram á fimm tónleikum, en þar að auki er rétt að telja stóru hlut- verkin í óperuuppfærslunum, svo sem hlutverk Sieglinde Kahman og Guðmundar Jónssonar í Othello. En annars voru það 3 hljóðfæraleikarar og 3 einsöngv- arar. Talan 18 er því fjarri öllu lagi. Aður en ég lýk máli mínu, vil ég taka fram, að þótt mér hafi orðið tíðrætt um íslenska píanista, og það að gefnu tilefni, þá fer því eigi að síður fjarri að ég hafi endilega viljað — sem formaður FÍT — að íslenskur píanisti veldist sem ein- leikari í þessa fyrstu stóru hljóm- leikaferð Sinfóníunnar; ekki endi- lega píanisti, heldur hitt að ein- leikarinn sé íslenskur. Ég tel að betur hefði verið að málum staðið — og til meiri sóma fyrir land og þjóð —* ef einhverjum góðum íslenskum einleikara — eða ein- söngvara — hefði verið gefinn kostur á að koma fram með Sinfóníuhljómsveitinni í Þýska- landi. Og ég vil undirstrika að gagnrýni mín og félaga minna í FÍT beindist eingöngu gegn vali á einleikara á Wiesbaden-tónleikun- um, en alls ekki gegn ferðinni til Austurríkis, enda kemur það skýrt fram í samþykkt aðalfundar FÍT, sem birtist í fjölmiðlum. Og til að taka af allan vafa, leyfi ég mér að vitna í samþykktina, þar sem segir m.a.: Óþarfi er að taka fram, að fundurinn gleðst yfir persónulegu boði til Manuelu Wiesler og Páls P. Pálssonar, að vera leiðtogi og einleikari hljómsveitarinnar á ferð hennar um Austurríki. Til- vitnun lýkur. Svo læt ég lokið að fullu og öllu af minni hálfu skrifum um þetta mál, ég vona að þessar umræður geti orðið, þrátt fyrir allt, til góðs í framtíðinni og megi margt af þeim læra. Jeppi ónýtur eftir veltu BorKarnesi. 6. júli. UM KLUKKAN sex á laugar- dagsmorgun var bifreið velt í Húsafelli. Bifreiðin, sem er jeppabifreið, er talin ónýt en tvennt sem í henni var slapp án meiðsla og þykir það mesta mildi. Að sögn lögregl- unnar í Borgarnesi, leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður. Mikil umferð var um héraðið í góða veðrinu um helgina og að sögn lögreglunnar var mik- ið um útköll en ekki alvarleg. Tveir ökumenn óku útaf vegin- um nálægt Langá á Mýrum og einn enn hitti ekki á veginn hjá Munaðarnesi. Þá voru tveir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur. - IIBj. Leiðrétting ÞAU LEIÐU mistök urðu í grein um þróun heyrnleysingjafræðslu á íslandi í Morgunblaðinu síðastlið- inn sunnudag að rangt var farið með nöfn. Þar stóð eftirfarandi: „Fyrir tilstilli séra Ólafs var komið á skólaskyldu heyrnar- og mállausra barna ..." en átti að standa: „Fyrir tilstilli séra Páls hafði áður verið komið á skóla- skyldu heyrnar- og mállausra barna ...“. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Því má bæta við að séra Páll Pálsson var þingmaður Vestur-Skaftfellinga í átta ár, eða frá 1869 til 1873 og 1875 til 1879. Meðal þeirra mála sem hann náði fram á þingi var lögleiðing skólaskyldu fyrir heyrnar- og mállausa á íslandi, en það var árið 1872, eins og fram kemur í greininni. Karlmanna- og kvenbuxur, pils o.fl. Komiö, geriö góö kaup Verksm.-salan Skeifan 13, suðurdyr. LAUGAVEGI 47 SIMI17575

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.