Morgunblaðið - 07.07.1981, Qupperneq 17
M0RGUNJ8LAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981 17
„Til þess að vera hlutverki
sínu vaxnir þurfa allir sjálf-
stæðismenn að eiga samleið“
Ágætu ferðafélagar.
Enn einu sinni hittumst við í
Varðarferð. Brátt eru liðnir þrír
áratugir frá því að sá dugmikli
og hugmyndaríki forustumaður
okkar, Birgir Kjaran, gekkst
fyrir fyrstu Varðarferðinni, þeg-
ar hann var formaður Varðar.
Síðan hefur Varðarferð verið
nær árlegur viðburður, sem við
höfum hlakkað til og notið vel.
Ég veit ég mæli fyrir hönd
okkar allra ferðafélaganna, þeg-
ar ég þakka ferðanefnd Varðar
og aðalleiðsögumanninum Ein-
ari Guðjohnsen og leiðsögu-
mönnum öllum fyrir undirbún-
ing að og stjórn í þessari Varð-
arferð. Slík ferð sem þessi, þar
sem þátttakendur skipta hundr-
uðum krefst mikils undirbúnings
og skipulags, svo að þátttakend-
ur njóti ferðarinnar eins og vera
ber og raun hefur orðið í þessari
ferð sem í fyrri ferðum.
Slíkar ferðir eru okkur sjálf-
stæðisfólki og þeim sem vilja
eiga með okkur samleið, ómetan-
legar. Við kynnumst landinu
okkar betur en ella. Við heim-
sækjum sögustaði sem opna
augu okkar og auka skilning
okkar á sambúð þjóðar og lands
og lífsbaráttu genginna kyn-
slóða. Við skoðum verklegar
framkvæmdir og ýmis mann-
virki, sem til þess eru fallin að
bæta lífskjör fólksins í landinu í
framtíðinni. Og síðast en ekki
sízt kynnast samherjar og efla
vináttubönd, sem verða til að
styrkja menn í baráttunni fyrir
sigri sameiginlegra hugsjóna.
- O -
Þetta er ekki í fyrsta skipti,
sem áð er í Húsafellsskógi í
Varðarferð. Hér fer vel um
ferðamenn, enda hafa búsráð-
endur að Húsafelli með einstakl-
ingsframtaki staðið fyrir fram-
kvæmdum og brotið nýjar leiðir
til þess að ferðamenn mættu hér
njóta landsins, náttúrufegurðar
og útivistar til að sækja sér
Ræða Geirs
Hallgrímsson-
ar formanns
Sjálfstæðis-
flokksins í
Varðarferð
síðastliðinn
sunnudag
nýjan þrótt í amstri dagsins.
Margir hafa í aldanna rás
farið hér um. Einn þeirra merku
íslendinga, sem tóku ástfóstri
við Húsafell var Ásgrímur
Jónsson listmálari. I bókinni
„Myndir og minningar", sem
Tómas Guðmundsson skáld,
færði í letur, segir Ásgrímur „þá
er og þarna Eiríksjökull, sem er
allra jökla einkennilegastur,
nosturlega hlaðinn upp að neð-
anverðu, en hvítur hið efra,“ og
síðan „Húsafellsskógur er einnig
harla sérkennilegur að svip og
náttúru. Þar er ekkert líkt því,
sem er í öðrum skógum. Hann er
óvíða hávaxinn, en skógarsvörð-
urinn er ákaflega fallegur og
merkilegur, og víða er þar jöfn-
um höndum gras og mold, rauð-
græn og gul að lit. En umfram
allt eru trén þarna með geysi-
sterkum persónueinkennum og
mörg þeirra bera með sér að
hafa háð langa og harða lífsbar-
áttu, sem sveigt hefur stofnana á
undarlegustu vegu. Sum af þeim
komu fyrir sjónir sem væru þau
að láta yfirbugast af þjáningu,
hrópuðu jafnvel á hjálp, og var
þá oft heilmikið rauðleitt í
stofninum, eða því líkt sem blætt
hefði úr þeim. Önnur tré, ef ti!
vill á næstu grösum, teygðu
mjúklega úr öllum greinum og
breiddu sig móti sól og birtu.
Þetta minnti mig iðulega á
hlutskipti fordæmdra og út-
valdra. í skógarjöðrunum, þar
sem lífsbaráttu trjánna gat að
líta í einna skörpustu ljósi, mátti
einmitt sjá mörg fallegustu trén.
Það var eins og ágengni sands og
storma hefðu stælt stofnana og
gætt yfirbragð þeirra persónu-
legri reisn og myndugleik. Og
fjölbreytnin var líka ótrúlega
mikil. Það var engu líkara en að
allar hugsanlegar „manngerðir"
ættu sér fulltrúa í þessum kostu-
lega skógi og þess vegna var
hægt að sækja þangað óþrjót-
andi fyrirmyndir. Mér fannst ég
þekkja sum þessi tré betur en
sjálfan mig, en satt er það, að
þau voru ákaflega kenjótt í
viðmóti."
- O -
Já, þeir listamennirnir Ás-
grímur og Tómas segja það engu
likara en að allar hugsanlegar
„manngerðir" eigi sér fulltrúa í
þessum kostulega skógi.
Við leiðum hér í senn hugann
að skógrækt og mannrækt.
Markmiðið er hið sama að skapa
öllum skilyrði til þroska. Það er
einmitt vilji og stefna okkar
sjálfstæðismanna að allar hugs-
anlegar manngerðir fái að njóta
sín, mismunandi hæfileika sinna
og kosta, að hlúð sé að hinum
veikasta gróðri án þess skorið sé
af hinum sterkvaxna og há-
vaxna, að enginn sé fordæmdur,
og enginn heldur útvalinn, nema
fyrir eigin verðleika og framlags
í annarra þágu.
- O -
Á þessu ári hefur athyglin
beinzt að málefnum fatlaðra og
umræðan snúizt um kjör þeirra
og aðstöðu í því samfélagi, sem
við búum í.
Meginþáttur sjálfstæðisstefn-
unnar er trúin á manninn, að
sinna verka njóti hver, að fram-
tak einstaklingsins muni færa
heildinni mestan afrakstur. Það
er þjóðfélaginu til framdráttar,
að hver og einn, hver, sem staða
hans er, fatlaðir sem ófatlaðir,
eldri sem yngri, fái að njóta
hæfileika sinna og getu og nýta
sjálfum sér til góðs og öðrum því
um leið. Það er þjóðfélaginu ekki
til framdráttar að koma í veg
fyrir það með afskiptaleysi eða
aðgerðarleysi eða beinum og
óbeinum ákvæðum, og hindra
menn í því að lifa á þann hátt, að
bezt nýtist það, sem þeim er
gefið.
Hér má ckki koma málum svo
fyrir, að þeir sem á einn eða
annan hátt þurfa aðstoðar við,
verði að biðjast ölmusu í gervi
beiningamanns, sem leiti auð-
mjúklega aðstoðar hins almátt-
uga ríkisvalds, og komi þannig
fyrir sjónir sem væru þeir að
„látast yfirbugast af þjáningum,
hrópuðu jafnvel á hjálp“. Við
ætlumst til þess, að fólki séu
búin skilyrði til að lifa með reisn
sem sjálfstæðir einstaklingar.
Við eigum að greiða fyrir fólki
aö búa sér skjól í eigin húsnæði
eins lengi og það getur. Við
eigum ekki að skattleggja hús-
næði fullorðins fólks, sem búið
er að leggja samfélaginu sitt á
langri starfsævi. Við eigum ekki
með skattlagningu að koma í veg
fyrir að öryrkjar eða fullorðið
fólk vilji vinna og fái þá ánægju
og tekjur sem vinnunni fylgja.
Sjálfstæðismenn vilja hjálpa
mönnum til sjálfshjálpar, örva
sjálfsbjargarviðleitni fólks eftir
því, sem hægt er að koma því
við.
Við viljum gera öllum kleift að
verða sinnar gæfu smiðir. ,
- O -
Ásgrímur Jónsson og Tómas
Guðmundsson eru góð dæmi
hvernig einstaklingar geta með
starfi sínu og lífsferli lyft þjóð
sinni í æðra veldi. Fordæmi
slíkra manna sýnir, að framlag
einstaklingsins er ekki honum
einum til fullnægingar og frægð-
ar heldur og heildinni fyrst og
fremst til upplyftingar.
Fáir draga slíkt í efa hér á
landi þegar listamenn og lista-
verk eiga í hlut, en víða annars
staðar, þar sem allt á að lúta
einum vilja, boði og banni yfir-
valda, gegnir öðru máli. Þar sem
sósíalistar eða kommúnistar
ráða ríkjum verður listamaður
tæki valdhafanna, peð á tafl-
borði þeirra.
Á sama hátt er einstaklingur-
inn drepinn þar í dróma á öðrum
sviðum. Hann fær ekki að tjá
sig, hann sér ekki hugviti sínu
eða framtaki farveg til gagns
fyrir sig eða meðbræður sína,
vegna þess að stóri bróðir vill
hafa hönd í bagga og gæta þess
að ekkert haggi valdi hans.
En sköpunargáfa mannsins er
sama eðlis í atvinnurekstri og
sem í listum og vísindum. Menn
eins og Thor Jensen, Einar
Guðfinnsson og Ingvar Vil-
hjálmsson, svo að dæmi séu
tekin, hafa gert þjóðinni meira
gagn en þeir sjálfir hafa hagn-
ast. Það er þó ekki vegna afreks-
manna, sem sjálfstæðismenn
setja einstaklinginn í öndvegið,
heldur vegna fjöldans og þeirrar
sannfæringar, að frjálsir ein-
staklingar njóti sín bezt sjálfum
sér og heildinni til heilla.
- O -
Þegar einræðisriki, sem boða
sósíalisma og kommúnisma,
ógna frelsi og friði, ber okkur
Islendingum að vera á verði.
En hættan getur líka komið
innan frá, það er hægt að læðast
inn um bakdyrnar hvað þá
heldur ef kommúnistum er
hleypt inn um aðaldyr og leyft
að auka áhrif sín svo að ríkis-
forsjá sitji þannig yfir hlut
manna, að þeir megi ekki neyta
hæfileika sinna eða hug\its
nema með leyfi eða fyrifram
gerðri áætlun stjórnvalda.
Kynni þá svo að fara, að um
menn fari eins og trén í Húsa-
fellsskógi “og var þá oft heilmik-
ið rauðleitt í stofninum eða því
líkt sem blætt hefði úr þeim".
Það er hlutverk sjálfstæð-
ismanna að koma í veg fyrir, að
slíkt, sem annars staðar hefur
skeð, geti átt sér stað hér.
Það er hlutverk sjálfstæðis-
manna að skapa skilyrði fyrir
því, að mannlífið líkt og grózku-
mestu trén teygi mjúklega úr
öllum greinum sínum og breiði
sig á móti sól og birtu.
Til þess að vera þessu mikil-
væga hlutverki sínu vaxnir
þurfa allir sjálfstæðismenn að
eiga samleið eins og við í dag.
Með þetta í huga óska ég
okkur öllum góðrar ferðar.
Á þeim mæddi undirhúningur og framkvæmd ferðarinnar. Frá hægri: Sigfrið óiafsson. Einar Þ.
Guðjohnsen, aðalleiðsögumaður, Guðmundur Jónsson, formaður ferðanefndar, Halldór Friðriksson, Gisli
Jóhannsson, Gunnar Hauksson og Ottó örn Pétursson.
Friðjón Þórðarson, dómsmála- Þórir Lárusson, formaður Varð-
ráðherra. ávarpar ferðaiangana í ar, kvaddi menn á siðasta án-
Húsafeili. ingarstaðnum i Brynjudal.
Hér sjást þau hjónin Erna Ragnarsdóttir og Gestur ólafsson.
Wffl