Morgunblaðið - 07.07.1981, Side 19

Morgunblaðið - 07.07.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981 19 Loftmynd aí byKgingu National Westminster-bankans í Textoth-hverfi í gærmorgun, er óeirðunum í hverfinu slotaði. Kveikt var í bankanum og nærliggjandi byggingum í óeirðunum í Liverpool um helgina, en í Textoth-hverfi er mikill meirihluti íbúa innflytjendur frá gömlum nýlendum Breta. Símamynd — AP. „Vonleysi undir- rót óeirðanna“ l.undúnum. 6. júlt. AP. ÓEIRÐIRNAR í Lundúnum og Liverpool um helgina hafa komið miklu hugarróti á Breta. „Ilvað er að gerast í landi okkar,“ spurði Lundúnablaðið The Sun á forsfðu í dag. Margrét Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands sagði i dag: „Flest okkar héldu, að hlutir sem þcssir gætu ekki gerst i landi okkar.“ í óeirðunum í Toxteth- hverfinu í Liverpool slösuðust 225 lögreglumenn og 70 manns voru handteknir. Ilverfið var eins og vígvöllur þegar birti i morgun og af viðbrögðum i Bretlandi má marka, að óeirðirnar hafi veru- lega fengið á almenning i land- inu. Hvað er að gerast spyrja margir. en einnig hvers vegna? Eins og í Brixton, þar sem miklar óeirðir urðu í apríl, þá er mikið atvinnuleysi í Toxteth- hverfinu í Liverpool. Grunnt er á kynþóttafordómum og fólk, eink- um ungt fólk, hefur megnustu óbeit á lögreglu. En munurinn á Brixton og Toxteth er sá, að í Toxteth fylktu hvítir og svartir liði. „Það er eitt að vera atvinnu- laus. En, eins og þetta unga fólk, að eiga yfir höfði sér atvinnuleysi um ókomin ár er annað. Það veldur vonleysi. Vonleysið er undirrót ócirðanna," sagði Dick Crawshaw, þingmaður fyrir Toxteth við fréttamann AP. Óeirðirnar í Toxteth eru senni- lega hinar verstu á Bretlandseyj- um. I hverfinu býr einkum þel- dökkt fólk. Þar búa um 30 þúsund manns, sem eiga uppruna sinn í Afríku og Asíu. Óeirðirnar þar á laugardag og sunnudag fylgdu í kjölfar kynþáttaóeirða sem urðu í Southall-hverfinu í Lundúnum. Þar ruddust svokallaðir „Skallar“ inn á tónleika þeldökkra og hófu að Blóði drifinn lögregluþjónn, einn þeirra tæplega tvöhundruð lög- regluþjóna er slösuðust í óeirðun- um í Liverpool um helgina. Símamynd — AP. hrópa slagorð gegn þeldökku fólki jafnframt því að dreifa bækling- um. Til átaka kom milli hvítra og þeldökkra. Allt annað var uppi á tengingn- um í Toxteth í Liverpool. Þar fylktu hvítir og þeldökkir ungl- ingar liði og hófu að kasta grjóti og benzínsprengjum að lögreglu. „I Toxteth voru það ekki svartir sem risu upp gegn lögregiu. Það voru íbúar hverfisins, það var fólkið, sem reis upp gegn yfirvöldunum," sagði Ken Oxford, yfirmaður lög- reglunnar á Merseyside. Þeldökkt fólk á sér mun lengri sögu í Liverpool en í öðrum borgum Bretlands. Svertingjar og þeldökkir flykktust til Liverpool á blómaskeiði borgarinnar á 19. öld og í upphafi þessarar aldar. Straumur þeldökks fólks til ann- arra borga Bretlands er tiltölulega nýhafinn. Það var á sjötta ára- tugnum að þeldökkt fólk tók að streyma til annarra borga Bret- lands. Nú hins vegar hafa brezk stjórnvöld gripið til margs konar aðgerða til að hefta innflutning þeldökks fólks til landsins. I kjölfar óeirðanna í Toxteth hafa margir orðið til að lýsa þeirri skoðun sinni, að eina ráðið til að koma í veg fyrir óeirðir í framtíð- inni sé að ráðast af hörku gegn draug atvinnuleysisins. I Toxteth er atvinnuleysi meðal íbúanna talið um 37% og að sögn óstað- festra heimilda, þá er atvinnuleysi meðal þeldökkra íbúa hverfisins talið allt að 60%. Nú eru um 2,6 milljónir Breta atvinnulausir, eða 11,1% vinnufærra manna. Talið er að tala atvinnulausra muni nema um 3 milljónum í árslok. Brezka blaðið Guardian sagði í dag í leiðara að efnahagslegur samdráttur sé undirrót hatursins, sem brotist hefur út í borgum Bretlands. „Óeirðirnar í Toxteth og Southall eru um margt ólíkar en þær eiga rætur að rekja til sama þjóöfélagsmeinsins; mikils at- vinnuleysis, þjóðfélagslegrar hnignunar, sem magnar upp kyn- þáttahatur." Þá hafa margir hvatt til, að lögæzla verði styrkt til muna. Eldon Griffiths, þingmaður íhaldsflokksins gekk eina lengst þegar hann lagði til, að sérstakar óeirðasveitir yrðu stofnaðar. Lög- reglumenn með „hjálma, í eld- traustum klæðnaði, lögreglumenn vopnaða byssum ef þörf krefur og herbíla". Bandaríkjamenn á móti hvalveiðum WashinKton. fi. júli. AP. BANDARÍKJAMENN munu leggja til við Alþjóðahvalveiðiráðið, sem kemur saman í þessum mánuði. að hvalveiðar verði bannaðar í heiminum. Þeir eru þó sannfærðir um, að tillaga þeirra nái ekki fram að ganga. Hvalveiðiráðið kemur saman í Brighton í Englandi 20. júlí. Bandaríkjamenn segja, að hvalv- eiðiþjóðirnar séu nægilega margar til að feila tillögu þeirra. Náttúruverndarmenn eru óánægðir með afstöðu stjórnar- innar til þessa máls. Þeim þykir hún ekki ganga nógu hart fram í því og benda á, að enginn hefur enn verið settur í embætti hval- veiðiráðgjafa ríkisins. Þeir segja, að stjórnin sé ekki tilbúin að reita Japani til reiði, en Japanir eru mesta hvalveiðiþjóð heims. Full- trúar Japana hafa sagt, að ákveð- in andstaða Bandaríkjamanna gegn hvalveiðum gæti haft slæm áhrif á samskipti þjóðanna, en þau hafa ekki gengið sem best undanfarið. Kaldasti júní í Frakk- landi og á Bretlandi JÚNÍMÁNUÐUR var hinn kald asti frá því madingar hófust á Bretlandi og í Frakklandi. Sam- tök brezkra bifreiðaeigenda hafa ráðlagt bileigendum að haía frustlög á bílum sinum vegna kulda. Á Ascot-veðreiðunum frægu vakti það helst athygli. að i stað glæsilegs sumarkla'ðnaðar kvenna. þar sem fyrirkonur brezka heimsveldisins hafa jafnan skartað sinu fegursta, voru konur kappklæddar; dúðaðar loðfeldum og öðrum ámóta hlýjum flíkum. Þar var ekki sumarlegt um að litast. Hitastig í júnímánuði hefur ver- ið undir meðallagi í N-Evrópu og óvenju úrkomusamt hefur verið í N-Þýzkalandi og á Norðurlöndum. Þrátt fyrir að meðalhiti hafi verið undir meðallagi síðustu vikurnar, þá er ekki búist við, að uppskera muni verða minni en í meðalári. Á meðan íbúar N-Evrópu hafa mátt kappklæða sig vegna kulda, hefur hitabylgja gengið yfir S-Evr- ópu. Veðurfræðingar þar suður frá segja, að hitabylgjan sé hin versta sem þar hefur komið í heila öld. Hitinn komst upp í 44 gráður á celsíus á Spáni. Skógareldar hafa kviknað og fjölmargir hafa fengið sólsting og orðið að dvelja á sjúkrahúsi. Á afmörkuðum svæð- um hefur uppskeran eyðilagst vegna hitanna og þurrka, sem hafa fylgt í kjölfarið. Sömu sögu er að segja á Grikklandi. Miklir hitar hafa þjáð ferðamenn frá norður- hluta Evrópu og er vitað um nokkur tilfelli þar sem gamalt og veikburða fólk hefur látist vegna hitanna. Þá segja heilbrigðisyfir- völd í Grikklandi, að 150 nautgripir hafi drepist þegar verið var að flytja þá með lest. Þeir þoldu ekki hitann. Hiti á Ítalíu hefur hins vegar verið eins og í meðalári. I A-Evrópu hefur fólk einnig mátt þola mikla hita. Leonid Brez- hnev, forseti Sovétríkjanna, skýrði nýlega frá því í ræðu, að búist væri við uppskerubresti á svæðum í suðurhluta Sovétríkjanna vegna mikillar hitabylgju þar í júnímán- uði. Norsk yfirvöld eltast við Fritz Krú (réttaritara MorKunhlaftsins í Oslú. fi. júlí. ÞÝZKllR köttur lék sér um helgina að tugum veiðimanna I vörugeymslu Gcneral Motors í Osló. Hann kom til landsins mcð þýzkri lest á föstudag og slapp inn í vörugeymsluna. sem er um 60.000 fermetrar og hefur um 35.000 skúffur og skápa. Yfir- völd óttuðust. að kötturinn væri með hundaa'ði og þvi eltust þau við hann i þrjá sólarhringa. Vörugeymslunni var lokað, og reynt var að lokka köttinn fram með mjólkursopa og ferskum fiski. Það var ekki fyrr en á aðfaranótt mánudags, að veiði- mennirnir komust á spor kattar- ins. Þegar hann skaust yfir gólfið, urðu þeir fljótir til og skutu hann haglaskotum. Kettinum var gefið nafnið Fritz. Norska þjóðin fylgdist með afdrifum hans af miklum áhuga í blöðum og útvarpi alla helgina. Hann mun verða krufinn og gengið úr skugga um, hvort hann var felldur saklaus eða hvort hann í raun og veru þjáðist af hundaæði. Sovésk ballerína biður um hæli í Bandaríkiunum Istanbúl, 6. júli. AP. SOVÉSKA ballerinan Galina Chursina, sem var á ferð með Bolshoi-ballettinum i Tyrklandi, baðst hælis i bandariska sendiráðinu i Istanbúl á laugardag. Tyrkneska lögreglan sagði, að hún hefði notað tækifærið og flúið, þegar hún var i búðarferð með dansflokknum. Aðstoðarstjórnandi ballett- flokksins, Alexei Ustin, sagði á mánudag, að sovéskum fulltrúum hefði verið meinað að hitta stúlk- una í þrjá daga. Hann sagði, að bréf, sem hún hefur skrifað tyrkn- eskum yfirvöldum, sé augljóslega falsað og skrifað til að villa um fyrir sovéskum og tyrkneskum almenningi. „Með hliðsjón af viðurstyggi- legri framkomu fulltrúa Banda- ríkjanna við Galina Chursina mótmælum við í ballettinum harð- lega þessum svikráðum," sagði í yfirlýsingu Ustins. Háttsettur starfsmaður bandaríska sendi- ráðsins, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði, að Chursina myndi fara til Bandaríkjanna „einhvern næstu daga“. Tvö tyrknesk dagblöð sögðu í dag, að Chursina hefði orðið ást- fangin af tyrkneska leikaranum Faruk Peker, þegar þau léku saman í aukahlutverkum í kvik- myndinni Ferhat og Sirin, sem var tekin í Moskvu fyrir þremur árum. Blöðin sögðu, að Peker hefði þó ekki átt neinn þátt í flótta baller- ínunnar. Sovéski sendiherrann í Ankara átti fund með tyrkneskum emb- ættismönnum á mánudag. Sovét- menn munu væntanlega mótmæla aðgerðarleysi tyrkneskra ráða- manna formlega á þriðjudag. Bandaríkjamenn hafa ekkert vilj- að segja um málið opinberlega. Chursina er sjötti dansari Bols- hoi-ballettsins, sem biður sér hæl- is á ferð erlendis síðan 1979. Rudoif Nureyev, dansari í Kirov- ballettinum, reið á vaðið í Frakk- landi 1961.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.