Morgunblaðið - 07.07.1981, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981
21
GR-motið:
Stefán og Halldór
báru sigur úr býtum
STEFÁN Unnarsson og Halldór
Ingvarsson, báðir GR, sigruðu á
GR-mótinu i golfi sem fór fram á
Grafarholtsveiiinum um helgina,
hlutu þeir félagarnir 87 punkta.
Þorsteinn Lárusson GR og
Gunnlaugur Jóhannsson NK
Tryggvi sigraði
UJVI HELGINA var mikið um að
vera hjá golffólki á Akureyri og
voru haldin þrjú mót að Jaðri. A
laugardaginn fór fram oldunga-
keppni sem nefnist Jóhannsbik-
arinn og er mótið haldið til
minningar um Jóhann heitinn
Þorkelsson héraðslækni. Þessir
röðuðu sér í efstu sætin: 1.
Tryggvi Sæmundsson 61 hðgg
nettó, 2. Guðjón E. Jónsson 71
högg nettó, 3. Jón Guðmundsson
72 högg nettó, 4.-5. Gestur
Magnússon 74 högg nettó, 4.-5.
Sigurður Stefánsson 74 högg
nettó.
Á sunnudaginn var svo keppt í
drengjaflokki og einnig í kvenna-
flokki. í drengjakeppninni sigraði
Ólafur Gylfason á 69 höggum
nettó, 2. Héðinn Gunnarsson 71
högg nettó, 3. Örn Ólafsson 73
högg nettó og 4. Ólafur Sæ-
mundsson 92 högg nettó.
Eins og áður sagði fór einnig
fram á sunnudaginn keppni í
kvennaflokki, og var keppt um
einkar glæsileg verðlaun sem Iðn-
aðardeild Sambandsins gaf.
í öllum þessum þrem keppnum
voru leiknar 18 holur.
— jor
höfnuðu i öðru sæti á 84 punktum
og þeir félagarnir Loftur Ólafs-
son KN og Jóhann Einarsson NK,
höfnuðu i þriðja sætinu með 83
punkta. Hákon Guðmundsson
NK og Jón Haukur Guðlaugsson
fengu einnig 83 punkta, en urðu
að gera sér fjórða sætið að góðu
þar sem frammistaða þeirra á sex
síðustu holunum var lakari en
hjá Lofti og Jóhanni.
Systkinin Steinunn Sæmunds-
dóttir og Óskar Sæmundsson urðu
í fimmta sæti með 82 punkta,
síðan komu Halldór Fannar og
Knútur Björnsson, einnig með 82
punkta.
Keppt var um mörg aukaverð-
laun og gengu sum út en önnur
ekki, til dæmis bifreiðin og mál-
verkið. Gunnar Árnason nældi sér
í rúmteppi fyrir að fara næst holu
á 2. braut, Knútur Björnsson vann
fjórar hljómplötur frá Fálkanum
að eigin vali fyrir að vera næstur
holu á 6. braut, John Nolan var
næstur holu á 11. braut, en
verðlaunin þar voru pútter frá
verslun Johns Nolan! Karl Jó-
hannsson var næstur holu á 17.
brautinni, bílabrautinni, og litlu
munaði að Kalli færi heim á
nýjum bíl, því kúla hans þaut yfir
holuna og hafnaði 224 sentimetra í
burtu. Munaði hársbreidd. í stað-
inn fyrir bifreið, mátti Karl gera
sér herrajakka að góðu. Loks þarf
Sigurður Pétursson ekki að óttast
skeggvöxt á næstunni, hann
krækti nefnilega í rakvél fyrir
lengsta teighögg á 18. holu. Sló
hann 252,5 metra.
Ilalldór og Stefán með bikarinn.
Sigurvegararnir i Álafosshlaupinu.
Góðir Rússar mæta á
LJÓST ER nú, að fjórir fram-
bærilegir frjálsíþróttamenn frá
Lithaugalandi (Litháen) taka
þátt i Reykjavíkurleikunum i
byrjun ágúst.
Meðal íþróttamannanna er
Rimingus Valusis Ólympíumeist-
ari í 4x400 metra boðhlaupi frá í
fyrra, en hann á 45,4 sekúndur í
400 metra hlaupi og er jafnframt
góður í 200 metra hlaupi.
Einnig koma þeir Stuhornis,
sem varpað hefur kúlu 19,50 metra
í ár, og var í vetur í innanhússliði
Sovétríkjanna, Ubortas, sem
kastað hefur 65,72 metra í
kringlukasti og hástökkvarinn Jo-
hutausite, sem stokkið hefur 1,88
metra í hástökki í ár. Með íþrótta-
fólkinu kemur þjálfarinn Algis
Reykjavíkurleikana
Karpavitas, sem sagður er einn
fremsti frjálsíþróttaþjálfari Sov-
étríkjanna.
Ljóst er af þessari upptalningu,
að liklega stefnir í stórkeppni í
kringlukasti á Reykjavíkurleikun-
um, því finnski kringlukastarinn
Marku Tuokko mætir til leiks, en
hann hefur kastað hátt í sjötíu
metra, og einnig sjálfur heims-
methafinn, Plucknett, sem kastaði
yfir 70 metra í vor. Óskar Jakobs-
son hefði getað blandað sér í
baráttu þessara risa, en hann
verður fjarri góðu gamni, þar sem
hann hefur lagt íþróttirnar á
hilluna í sumar og heldur senn til
starfa uppi á hálendi landsins.
Tap hjá HV
STYKKISIIÓLMSLIÐIÐ Snæfell
sigraði Borgarfjarðarliðið HV í
Stykkishólmi á laugardaginn,
1:0. Leikurinn. sem var einn af
úrslitaleikjum í C-riðli íslands-
mótsins, var mikill baráttuleikur
en minna fór fyrir marktækifær-
unum í þessum leik en fyrri
leikjum IIV í mótinu til þessa.
Snæfellingar léku undan vindin-
um í fyrri hálfleik og skoruðu þeir
þá eina mark leiksins, úr víta-.
spyrnu eftir að boltinn hafði að
mati dómarans snert hönd
varnarmanns HV innan vítateigs.
Ekki voru HV menn allir sáttir við
þá ákvörðun dómarans.
Þetta eru fyrstu stigin sem
HV-menn tapa í ár og hafa þeir
enn afgerandi forystu í riðlinum.
Ólafsvíkur-Víkingur hefur tapað
þremur stigum og Snæfell fjórum
en bæði síðarnefndu liðin hafa
leikið mun færri leiki en HV. Þess
má geta að dómari leiksins er
jafnframt þjálfari Ólafsvíkinga,
vafasöm ráðstöfun það hjá KSÍ að
’ láta mann, sem hefur svo ríkra
hagsmuna að gæta, dæma þetta
þýðingarmikinn leik. jjgj
Yfirburðir
hjá
Sigurði P.
SIGURÐUR P. Sigmundsson var
hinn öruggi sigurvegari í Ála-
foss-hlaupinu sem haldið var um
helgina. Voru yfirburðir hans all
miklir, hann kum i mark 5
mínútum á undan næsta manni,
sem var Gunnar Snurrasun. Ro-
bert Wessman sigraði í tveimur
flokkum, flukki 16 ára og yngri
og flokki 17—20 ára, tími hans
var 68,27 mínútur.
Gunnar Snorrason sigraði í
flokki 31—40 ára, Árni Krist-
jánsson í flokki 41—50 ára og Páll
Guðbjörnsson í flokki 51 árs og
eldri. í kvennaflokki sigraði Rann-
veig Helgadóttir í flokki 17—20
ára, Guðbjörg Haraldsdóttir sigr-
aði í flokki 21—30 ára, Svandís
Sigurðardóttir í flokki 31—40 ára
og Lilja Þorleifsdóttir í flokki
41—50 ára og 51 árs og eldri.
Hörkukeppni a vorleikum UMSB
VORLEIKAR UMSB, en svo er
Burgarfjarðarmótið i frjálsum
íþróttum 14 ára og yngri nefnt,
voru háðir i bliðskaparveðri á
Borgarnesvelli um helgina.
Helstu úrslit urðu þessi:
í piltaflokki 13—14 ára sigraði
Aðalsteinn Símonarson í í 800 m
Þórdís reyndi við met
ÞÓRDÍS Gísladóttir frjáls-
iþróttakona úr ÍR reyndi við nýtt
lslandsmet í hástökki á móti
Dortmund i V-þýzkalandi á
sunnudag. Felldi Þórdis 1,86
metra í þremur tilraunum, en var
ekki langt frá þvi að fara yfir i
einni þeirra. Stökk Þórdis þvi
1,83 metra, cn met hennar er 1,85
metrar. Þórdis sigraði i hástökk-
inu á mótinu.
Sigríður Kjartansdóttir, KA,
keppti í 200 metra hlaupi og hljóp
á 25,3 sekúndum. Sigríður varð í
öðru sæti í hlaupinu.
Þá sigraði Hreinn Halldórsson,
KR, í kúluvarpi á móti í Hamm í
V-Þýskalandi á sunnudag. Hreinn
sigraði næsta auðveldlega í keppn-
inni, en tókst ekki of vel upp að
þessu sinni, og varpaði 19,03
metra. Hreinn er væntanlegur
heim í dag, en þær Þórdís og
Sigríður á laugardag, þar sem þær
taka þátt í móti í Koblenz á
fimmtudag.
Þórdis reyndi við met.
hlaupi (2:30,0) Kristján Theó-
dórsson SK í spjótkasti (32,82),
Björn Kristjánsson St í kúluvarpi
(9,36), Ásmundur Örnólfsson St í
stangarstökki (2,25) og Freyr
Bragason St var sigursæll sigraði
í 100 m hlaupi (13,5), hástökki
(1,60), 80 m grindahlaupi (15,1) og
langstökki (5,08). Þá sigraði sveit
Ungmennafélags Stafholtstungna
í 4x100 m boðhlaupi pilta (58,7).
í telpnaflokki 13—14 ára sigraði
Anna Björk Bjarnadóttir Sk í 800
m hlaupi (2:31,9), langstökki
(4,67), 100 m hlaupi (13,6), 80 m
grindahlaupi (13,8) og hástökki
(1,46), Jónína Arnardóttir Sk sigr-
aði í kúluvarpi (7,81), Ingunn
Reynisdóttir Brúnni í spjótkasti
(23,96) og sveit Ungmennafélags-
ins Skallagrims sigraði í 4x100 m
boðhlaupi (58,8).
Guðmundur S. Guðmundsson St
vakti sérstaka athygli í stráka-
flokki 11—12 ára fyrir fjölhæfni.
Hann sigraði í öllum greinunum. í
800 m hlaupi (2:49,1), 60 m hlaupi
(8,8), 60 m grindahlaupi (11,2),
langstökki (4,15), kúluvarpi (8,92)
og í hástökki, ásamt Jónasi Gunn-
þórssyni St, (1,20). Sveit Staf-
holtstungna sigraði i 4x100 m
boðhlaupi í strákaflokknum (63,7).
í stelpnaflokki 11—12 ára sigr-
aði Margrét Ingibergsdóttir St í 60
m hlaupi (9,1), Þorgerður Sigurð-
ardóttir Sk í 800 m hlaupi (2:54,8)
og Hafdis B. Guðmundsson Sk í
langstökki (4,00), 60 m grinda-
hlaupi (12,0), kúluvarpi (7,52), og
hástökki (1,35). í stelpnaflokknum
sigraði sveit Ungmennafélags
Stafholtstungna í 4x100 m boð-
hlaupi (64,6).
í flokki hnokka 10 ára og yngri
sigraði Skúli Bjarnason Sk í lang--
stökki og 60 m hlaupi, Borgar
Axelsson Sk í boltakasti og Björn
Einarsson í 600 m hlaupi. I flokki
hnáta 10 ára og yngri sigraði Rósa
Gunnarsdóttir Sk í langstökki og
60 m hlaupi Anna Kristín Eyjólfs-
dóttir Sk í 600 m hlaupi og
Magnhildur Magnúsdóttir St í
boltakasti.
Veitt voru verðlaun fyrir besta
afrek í hverjum flokki samkvæmt
nýrri unglingastigatöflu sem þeir
Ingimundur Ingimundarson og
Halldór Árnason hafa hannað
fyrir FRÍ. Bestu afrek unnu Freyr
Bragason St í hástökki í pilt-
aflokki, Anna Björk Bjarnadóttir
Sk í 800 m hlaupi í telpiiaflokki,
Hafdís B. Guðmundsdóttir Sk í
hástökki í telpnaflokki, Guðmund-
ur S. Guðmundsson St í kúluvarpi
í strákaflokki, Skúli Bjarnason Sk
í 60 m hlaupi í hnokkaflokki og
Rósa Gunnarsdóttir Sk í 60 m
hlaupi í hnátuflokki.
Stigakeppnin var æsispennandi
á milli Úngmennafélags Staf-
holtstungna sem sigraði, fékk
169,5 stig og Ungmennafélagsins
Skallagríms sem fékk 167,5 stig.
Ungmennafélagið íslendingur
fékk 21 stig, Brúin 17 og UMF
Egill Skallagrímsson 6 stig.
HBj.