Morgunblaðið - 07.07.1981, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981
r,
• HamaganKur á Hóli gæti þessi mynd GB frá viðureiftn Hauka og IBI í 2. deild heitið. Réttara nafn væri
þó hamagangur á Hvaleyri, því þar fór leikurinn fram. ÍBÍ sækir þarna að marki Hauka og gengur mikið
á.
Jóhann tryggði ÍBÍ jafntefli
JÓHANN Torfason tryggði Is-
firðingum annað stigið gegn
Haukum í 2. deild íslandsmótsins
í knattspyrnu á Hvaleyrarholt-
inu um helgina með þvi að jafna
leikinn, 1:1, úr tvitekinni vfta-
spyrnu á lokamínútum leiksins.
Ilaukar voru sterkari aðilinn
lengst af og hefðu átt skilið að
hljóta ba-ói stigin. enda léku þeir
nú sinn bezta leik i sumar.
ísfirðingar voru á hinn hóginn
óvenju slakir og virtust jafnvel
ekki hafa áhuga á að hafa stig
með sér heim, en sennilega hefur
það stafað af vanmati á andstæð-
ingnum.
Fyrri háifleikur var fremur
tíðindalítill og fátt um góð færi,
leikurinn fór að mestu fram á
vallarmiðjunni og reyndu bæði
liðin síðan að stinga knettinum
fram á hina fljótu framherja sína
án verulegs árangurs. Þegar um
stundarfjórðungur var liðinn af
leiktímanum skoruðu Haukar svo
sitt eina mark. Isfirðingum mis-
tókst þá að hreinsa frá markinu
eftir háa sendingu inn í vítateig
þeirra og boltinn hrökk fyrir
Haukar:
IBI
fætur Þórs Hinrikssonar, sem
skoraði örugglega af stuttu færi.
Við markið sóttu Haukarnir í sig
veðrið og sóttu nokkuð stíft og
nokkru síðar komst Loftur einn
inn fyrir vörn Isfirðinganna, en
skot hans geigaði. Jón Oddsson
komst litlu síðar einn í gegn um
vörn Haukanna, en markvörður
þeirra var vel á verði og hirti
boltann af tám Jóns.
I seinni hálfleik sóttu bæði liðin
á víxl og ógnaði Jón Oddsson
marki Haukanna talsvert með
hraða sínum, en fyrsta góða færið
féll í skaut Haukamanninum Ein-
ari Einarssyni, er Sigurður Jóns-
son, markvörður Isfirðinga, varði
frá honum af stuttu færi. ísfirð-
ingar sóttu síðan í sig veðrið og
um miðjan hálfleikinn varði Guð-
mundur hörkuskot þeirra í horn
og litlu síðar komst Haraldur
Leifsson í gegn en aftur var
Guðmundur vel á verði og bjarg-
aði með úthlaupi. Er 2 mínútur
voru til leiksloka skallaði Jón
Oddsson að marki Haukanna og
sáu varnarmenn þeirra ekki annað
ráð vænna en að verja með
höndum og dæmdi góður dómari
leiksins, Ragnar Örn Pétursson,
umsvifalaust vítaspyrnu. Það kom
í hlut Jóhanns Torfasonar að taka
spyrnuna, en Guðmundur varði
hana laglega. Eftir að hafa ráð-
fært sig við línuvörðinn lét Ragn-
ar endurtaka spyrnuna og skoraði
Jóhann þá örugglega og tryggði
liði sínu þar með annað stigið.
Haukar léku að þessu sinni einn
sinn bezta leik í sumar og hefðu
verðskuldað bæði stigin. Af leik-
mönnum þeirra bar mest á Guð-
mundi Hreiðarssyni, Einari Ein-
arssyni og Lofti Eyjólfssyni.
ísfirðingar voru slakir að þessu
sinni og heppnir að hljóta annað
stigið, en þeir Haraldur Stefáns-
son, Jón Oddsson, Jóhann Torfa-
son, Örnólfur Oddsson og Sigurð-
ur Jónsson voru mest áberandi að
þessu sinni. — HG.
Reykjavíkurliðið sigraði þá 3—0,
og i 2. deildar-keppninni um
helgina lék liðið aftur sama
leikinn, sigraði öðru sinni, 3—0,
og var það sanngjarn sigur eins
og i fyrra tilvikinu.
Gestirnir voru þó nokkuð frískir
í fyrri hálfleiknum, eða að
minnsta kosti framan af honum.
Það fór þó þegar í stað að syrta í
álinn, er heimaliðið skoraði fyrsta
mark sitt. Það var á 35. mínútu
leiksins og gamla brýnið, Sverrir
Brynjólfsson, að verki. Sverrir var
frískur í leiknum og á 3. mínútu
síðari hálfleiks færði hann sér í
nyt mistök í vörn Norðfjarðarliðs-
ins og skoraði örugglega annað
markið. Þar með var björninn
unninn og Þróttu N. gaf ekki frá
sér múkk eftir það. Arnar Frið-
riksson bætti þriðja markinu við á
64. mínútu, ódýrt mark svo ekki sé
meira sagt, skallaði knöttinn í
fallegum boga aftur fyrir sig og
yfir markvörð Þróttar eftir langt
innkast Páls Ólafssonar. Varn-
armenn og markvörður horfðu í
rólegheitum á knöttinn sniglast
inn fyrir marklinuna.
— KK
ÞRÓTTUR frá Reykjavik mætti
nafna sínum frá Neskaupstað á
laugardaginn í annað skiptið á
fáeinum dögum. Fyrr i vikunni
höfðu liðin mæst á Laugardals-
vellinum i bikarkeppni KSÍ.
ÞrótturR.: Q.n
Þróttur N.
• Sverrir Brynjólfsson skorar annað marka sinna. i Ljá«i.. xb.
Endurtekið efni hjá
Þrótti og Þrótti
Einstefna ÍBK gaf
enga uppskeru
ÍBK og Reynir mættust í 2. deild
íslandsmótsins í knattspyrnu í
gærkvöldi og mættust þar tvö
efstu lið 2. deiidar. Áhorfendur
voru milii 1100 og 1200 talsins,
sem er það mesta sem fylgst
hefur með leik þar syðra í sumar.
Leikurinn var ekkert sérstakur,
of mikil einstefna heimaliðsins til
þess að hafa mætti gaman af. Til
að kóróna allt, tókst liði ÍBK
ekki að Ijúka sóknarlotum sinum
á sæmandi hátt þrátt fyrir mý-
mörg tækifæri.
Leikurinn var reyndar ekki sér-
lega ójafn í fyrri hálfleik, reyndar
sóttu heimamenn meira, en færin
komu ekki eins ört og í þeim
síðari. Reynismenn voru reyndar
tvívegis nálægt því að skorá í fyrri
hálfleik, upp úr hornspyrnu á 7.
mínútu og upp úr aukaspyrnu á
35. mínútu. Steinar fékk bestu
færi ÍBK í fyrri hálfleik, en tókst
ekki að skora.
Sókn ÍBK þyngdist til muna í
síðari hálfleik og um tíma rak
hvert færið annað. Ragnar Mar-
geirsson, sem lék með IBK á ný,
einlék í gegn og brenndi af, hann
skallaði naumlega fram hjá og Jón
ÍBK:
Reynir
Örvar varði tvívegis hörkuskalla
hans. Sigurjón Sveinsson Reynis-
maður bjargaði af línu, mjög
glæsilega, á 83. mínútu og Jón
Örvar varði snilldarlega þrumu-
skot Óla Þórs, auk þess sem
„mörk“ Einars Ásbjörns og Óla
Þórs voru dæmd af vegna rang-
stöðu. Herslumuninn vantaði hjá
ÍBK, en staða Reynis er býsna
sterk í deildinni.
Jón Örvar var besti maðurinn á
vellinum, Sandgerðismarkvörður-
inn bjargaði hvað eftir annað
glæsilega og hélt um tíma liði sínu
á floti. Einnig átti Sigurjón
Sveinsson mjög góðan leik. Bestir
hjá IBK voru Gísli Eyjólfsson og
Óskar Færseth. Tveir menn voru
bókaðir í leiknum, Jón G. B.
Jónsson og Óskar Magnússon hjá
Reyni. Vig./gg.
Dýrmætur sigur
Selfyssinga
SELFYSSINGAR sóttu óvænt
tvö dýrmæt stig til Borgarness
um helgina en þeir sigruðu lið
Skallagríms 1—0 í leik liðanna í
2. deild ísiandsmótsins. Mark
sitt, sem jafnframt var eina mark
ieiksins, skoruðu Selfyssingar úr
vítaspyrnu, eftir að einn leik-
manna þeirra hafði verið felldur
við mark Borgnesinga. Leikur-
inn var annars nokkuð jafn og
fór hann fram í blíðskaparveðri á
mölinni í Borgarnesi.
Fyrri hálfleikur þróaðist þannig
að heimamenn sóttu mun meira
fyrstu 30 mínúturnar án þess að
veruleg hætta skapaðist við mark
aðkomuliðsins, á meðan völlurinn
dugði Selfyssingum tæplega því
útafspyrnur virtist þeirra sér-
grein. Garðar Jónsson skallaði að
marki Selfyssinga eftir langt inn-
kast Sigurgeirs á 10 mín en Anton
í markinu varði auðveldlega laus-
an boltann og á 21. mínútu átti
Garðar aftur möguleika eftir fal-
legan stungubolta Helga Ásgeirs-
sonar innfyrir vörn Selfyssinga,
en skaut framhjá.
Síðustu 15 mínútur hálfleiksins
snerist taflið alveg við. Allt fór í
pat í Borgarnesvörninni og Sel-
fyssingar sköpuðu sér hættuleg
tækifæri t.d. þegar Ámundi skaut
í stöng á 34. mínútu og þegar
Júlíus varði hörkuskot frá einum
Selfyssinganna á 37. mínútu.
Síðari hálfleikur byrjaði með
mikilli baráttu en litlum árangri
hjá báðum liðum. Sóknarmönnun-
um gekk illa þegar þeir nálguðust
mark andstæðinganna, en ágætir
samleikskaflar sáust þó hjá báð-
um liðum. Þegar á leikinn leið
STAÐAN
Staðan i 1.
Víkingur
UBK
Akranes
Valur
Fram
ÍBV
KA
Þór
KR
FH
10
10
10
10
10
9
9
10
10
10
14:5
11:4
10:5
19:10
10:12
13:11
9:10
6:17
6:13
11:20
Skallagr.
— Selfoss
virtust Skallagrímsmenn frekar
vera að ná tökum á leiknum en
allt stefndi þó í markalaust jafn-
tefli, en þá, þegar 7 mínútur voru
eftir, kom það hjá Selfyssingum
sem allt þetta snýst um, þ.e. mark.
Einn Selfyssingur slapp innfyrir
varnarmúr Skallagrímsmanna en
átti eftir markmanninn sem virt-
ist vera búinn að loka markinu, en
þá kom einn varnarmanna Skalla-
gríms aðvífandi og skellti Sel-
fyssingnum og dómarinn dæmdi
umsvifalaust víti sem Þórarinn
skoraði örugglega úr. Einstaklega
klaufalegt hjá Borgnesingum.
Selfyssingar virðast vera að fá
kjarkinn aftur eftir háðuglegt
gengi til þessa og er ekki ólíklegt
að þessi sigur gefi þeim þann byr
sem þeir þurfa í erfiðu botnbasli.
Skallagrímsmenn byrjuðu mót-
ið vel, fengu 5 stig af fyrstu 6
mögulegum, en af síðustu 10
mögulegum hafa þeir aðeins feng-
ið 1 og tap núna á heimavelli fyrir
langneðsta liði deildarinnar segir
sína sögu. Mörkin láta á sér
standa, sóknarmennirnir hafa alls
ekki verið nægjanlega ákveðnir
við mark andstæðinganna og hlýt-
ur þjálfari þeirra að fara að huga
að breytingum á uppstillingu liðs-
ins.
Tveir Selfyssingar fengu að sjá
gula spjaldið fyrir kjafthátt og
einn Skallagrímsmaður fyrir
hrindingu.
STAÐAN
Staðan i 2. deiid er nú:
Keflavík 8 621 14-5 12
Reynir 8 4 40 8-2 12
Þróttur R. 8 43 1 10-2 11
ÍBÍ 8 43 1 13-8 11
Vöisungur 8 4 22 12-8 10
Skallagr. 8 224 5-7 6
Fylkir 8 224 6-10 6
Haukar 8 134 5-14 5
Þróttur N. 8 125 6-12 4
k ” VIUUU 8 116 2-13 3
1