Morgunblaðið - 07.07.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981
31
skemmtuninni, komu og tóku þátt
í gleöskapnum.
En höldum áfram aö segja frá
skemmtuninni. Þegar lambakjötiö
og pulsurnar voru loks tilbúnar
rööuöu krakkarnir sér í fallega röö
og biöu eftir matnum. Tveir hópar
voru ennþá aó leika sér í spenn-
andi leikjum. Þetta var skynsam-
legt fyrirkomulag, þar eö öll börnin
gátu ekki komist aö matnum i
einu. Það voru ekki nærri allir
krakkarnir, sem vildu boröa kinda-
kjöt, vildu bara pulsu. Þau viöur-
kenndu aó þau væru svolítiö
matvönd.
Krakkarnir undu sér vel þennan
blíðviðrisdag og öllum fannst mjög
gaman.
Þegar leiö aö því aö
klukkan yröi þrjú fóru krakkarnir á
bak hjólum sínum og brunuöu
heim á leiö. Hinir fóru í rútunni eins
og fyrr segir.
Þegar Vinnuskóla Hafnarfjaröar
lýkur þann 26. júlí næstkomandi
ætla forsvarsmenn skólans aö
efna til kassabílarallýs, eins og
gert var síöastliöiö sumar. Kepp-
endurnir eiga aö smíöa bíla sína
sjálfir og mála þá í einhverjum
fallegum litum. Síöastliöiö sumar
var rallkappanum og sjónvarps-
manninum Ómari Ragnarssyni
boöió til kassabílarallýsins og
geröi hann þaö gott í keppninni
eins og hans var von og vísa.
Ætlunin er aó bjóöa honum eöa
bróöur hans, Jóni Ragnarssyni, til
keppni í sumar og má búast viö
geysispennandi keppni.
Gífurleg keppni var á milli Víöisstaða og Höfðavalla í boðhlaupinu.
Þessir hressilegur strákar voru búnir að vera á íþrótta-leikjanámskeiði hjá vinnuskólanum, sögðu þeir
fótboltann skemmtilegastan af því sem þeir læröu.
Gætiö öryggis -
notiö björgunarvesti
I Hdly-Hanscn
björgunarvesti eru meö kraga.
‘unnai Sfyzemon kf.
Suðurlandsbraut 16, Reykjavík, sími 35200.
Helly-Hansen
Klappstóll
verö kr. 125-
LÉTTUR, STERKUR OG VANDAÐUR.
EFNIÐ ER BRENNI. •
VALINN VIÐUR.
SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU
VALHÚSGÖGN
ÁRMÚLI4 SÍMI82275