Morgunblaðið - 07.07.1981, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.07.1981, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981 Fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna á Rangárbökkum: Kirkjubæjarhrossin slógn í gegn r Það voru Kirkjuhvjarhrossin sem komu. sáu og sijfruðu á þessu móti. Hér sést Bergur Jónsson ríóa einu Kirkjubæjargerseminu, Brynju 5093, í dóm á fyrsta degi mótsins. ófeigur 882 frá Flugumýri stóð efstur í flokki sex vetra stóðhesta og eldri. Hann hlaut í einkunn fyrir byggingu 7,80 og 8,32 fyrir hæfileika sem gera 8,06 i aðaleinkunn. Efstur í A-flokki gæðinga var Glæsir frá Glæsibæ, hlaut hann í einkunn 8,55. Knapi á Glæsi er Gunnar Arnarson. Glæsir er lcngst til vinstri á myndinni. Næst honum er Eriing Sigurðsson á Frama sem varð annar. Þá kemur Sigurður Sæmundsson á Þór. Bragi Andrésson er næstur Sigurði á Kveik. Eyjólfur ísólfsson á Hofstaða-Brún, Skúli Steinsson á Rauða-Núp, Ágúst Sigurðsson á Stefni og síðast Eyþór Öskarsson á Hofnar. -N Sjó af átta efstu gæðingum i B-flokki eru frá vinstri talið: Hrimnir varð i áttunda sæti, knapi er Jóhann B. Guðmundsson, Huginn i sjöunda sæti, knapi er Margrét Jónsdóttir, þá er næstur Skuggi, knapi er Sigurður Sæmundsson, þá Steinunn, knapi á henni er Skúli Steinsson, þá Muggur og knapi á honum er Sigurbjörn Bárðarson, og þá Haki. knapi á honum er Maja Loebell, lengst til hægri er svo Vængur sem Jóhann Friðriksson á og situr. Vængur hlaut í einkunn 8.57. Á myndina vantar Krumma, en hann varð i fimmta sæti. EINS og venja er beinast augu manna, sem fylgjast með kynbótastarfi í hrossarækt, hvað mest að afkvæmasýningum á fjórð- ungs- og landsmótum. Af- kvæmadómur er hinn eini og sanni dómur sem kyn- bótahross fá. Að þessu sinni voru sjö hross afkvæmasýnd, fimm stóðhestar og tvær hryssur. Efstur af stóðhest- um var Kolbakur 730 frá Gufu- nesi. Er þetta í annað sinn sem hann er afkvæmasýndur, en hann var sýndur á síðasta fjórðungs- móti sem haldið var á Hellu 1976. Hlaut hann þá önnur verðlaun. í umsögn dómnefndar um afkvæmi Kolbaks segir m.a.: Afkvæmin skiptast í tvö horn, sum þung og grófgerð, önnur skaplegri á vöxt, fá eru fríð. Fætur eru sterklegir, einkum að framan, en liðskekkjur finnast og eru þau full nágeng að aftan. Hófar eru sterkir og efnis- góðir. Reiðhestskostir eru miklir, brokkið og skeiðið vel rúmt og afkastamikið, en töltið síst. Vilj- inn er nægur, lundin er gæf og traust en þung. Einkunn fyrir byggingu 7,87 og fyrir hæfileika 8,03. Aðaleinkunn 7,93. Kolbakur hiýtur 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Það væsti ckki um áhorfendur á fjórðungsmótinu þar sem þeir flat- möguðu á áhorfendastæðunum og sleiktu sólskinið. Og í þetta sinn lét Hekla það kyrrt liggja að reyna að stela senunni frá hesta- mönnum, eins og hún gerði i fyrra. Efstur f jögurra vetra stóðhesta var Röðull frá Hvoii í Ölfusi. Röðull er undan Ófeigi 818 og Möðru 3993 frá Árbæ. Hann hlaut í einkunn 7,66. Aðrir hestar á afkvæmasýningu voru Sveipur 874 frá Rauðsbakka sem fékk í aðaleinkunn 7,75 og hlaut önnur verðiaun. Kolbakur 826 frá Egilsstöðum fékk í ein- kunn 7,72 og hlaut önnur verðlaun. Hrafnkell 858 frá Ólafsvöllum fékk einkunnina 7,69 og önnur verðlaun. Mósi 773 frá Prestshús- um hlaut í einkunn 7,62 og hlaut önnur verðlaun. Hryssurnar tvær er voru sýndar hlutu báðar önnur verðlaun, en þær eru Hrönn 3013 frá Hæli með 7,66 í einkunn og Skjóna 5069 frá Ystabæli og hlaut hún 7,61 í einkunn. Af stóðhestum í sex vetra flokki og eldri stóð efstur Ófeigur 882 frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.