Morgunblaðið - 07.07.1981, Side 47

Morgunblaðið - 07.07.1981, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981 47 Fjármálaráðuneyti: Kjaraávinning lækna má meta að meðaltali 19% Fjármálaráðunoytinu, reiknast til. að meta mogi kjaraávinning lækna. vejína nýgerðs samkumu- lags þeirra við ráðuneytið á bilinu 11 — 23%, en að meðaltali um 19%. ojí er þá miðað við að matcn aukavinnu o|{ vakta verði óbreytt ok ckki tekið tillit til þeirrar tekjurýrnunar, sem lækn- ar urðu fyrir í maí og júní. í frétt frá ráðuneytinu segir ennfremur, að mjög erfitt sé að reikna út heildartekjuhækkun lækna, sem af samningum leiði vegna þess hve einstök samnings- ákvæði snerti einstaklinga mis- mikið, bæði hvað varði starfsald- ur, menntun og vaktir. Þá segir: „Þann 24. júní sl. var gengið frá samkomulagi milli fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs og Læknafé- lags íslands f.h. sjúkrahúslækna í Reykjavík um breytingar á gild- andi kjarasamningi o.fl. Samningur þessi fól ekki í sér almennar grunnkaupshækkanir til lækna. Þess í stað var reynt að leiðrétta og lagfæra ýmis önnur kjaraatriði, sem þegar eru fyrir hendi í samningum annarra laun- þegahópa. A undanförnum árum hafa engar umtalsverðar breyt- ingar verið gerðar á framan- greindum samningi við lækna umfram þær almennu grunn- kaupshækkanir sem Kjaradómur hefur dæmt þeim, en annað launa- fólk hefur fengið. Á sama tíma hafa aðrir viðsemjendur ríkisins fengið umtalsverðar kjarabætur í formi ákvæða sem ekki fólu í sér grunnkaupshækkanir. Þannig voru læknar orðnir á eftir öðrum stéttum að þessu leyti. Nýgerðir samningar við lækna, sem gerðir voru við erfiðar að- stæður, fólu í sér leiðréttingu á framangreindum atriðum." Bræðurnir Jón og ómar Ragnarssynir á Renault Alpine. Enn vinníj. bræðurn- ir Jón og Ómar rallý BRÆÐURNIR Jón og Ómar Ragnarssynir unnu Ilúsavik- urrallýið sem haldið var um hclgina. Óku þeir á Renault Alpine. í öðru sæti lentu aðrir bra-ður. Gunnlaugur og Ragnar Bjarnasynir. en þeir óku á Ford Escort og í þriðja sæti voru þeir Eggert Þór Sveinbjörnsson og Magnús Jónasson á Mazda RX-7 25 bílar lögðu af stað frá Hótel Húsavík klukkan sex á laugar- dagsmorgun en aðeins tæpur helmingur, eða 12 bílar, náði að Ijúka keppni. Ekið var fram í Aðaldal, að Brúum og út Hvammsheiði til Húsavíkur og svo út Tjörnes um Kelduhverfi og austur í Öxarfjörð og komið aftur til Húsavíkur á hádegi. Síðan var ekið fram Aðaldal, Reykjadal, um Mývatnssveit, niður Laxárdal, út Hvammsheiði og upp í Reykjahverfi og upp á Reykjaheiði og síðan komið til Hótels Húsavíkur klukkan sex að kvöldi eftir um 450 kílómetra akstur. Vegna snjóa var ekki hægt að aka austur yfir Reykja- heiði eins og áður hefur verið gert. Það gekk ýmislegt á í þessu fjórða Húsavíkurrallýi, enda ómar Ragnarsson á Ilúsavík. hafa afföll sjaldan verið meiri. Það helsta sem kom fyrir var að Hafsteinn Hauksson og Kári Gunnarsson á Ford Escort veltu bílnum sem þeir voru á, þannig að hann er talinn ónýtur en sjálfir hlutu þeir aðeins smá- vægilegar skrámur. Hellissandur: Ungur maður beit nefið af sam- borgara sínum FJÖRTÍU og sex ára gamall maður varð fyrir hrottafenginni árás á heimili sínu á Hellissandi aðfaranótt laugardagsins 27. júní sl. Tveir menn brutust inn i húsið, sem hann býr í, og er maðurinn reyndi að koma þeim út réðist annar þeirra, 23 ára gamall Hellissandsbúi, á hann og beit af honum stóran hluta af nefi hans. Afbitni hlutinn hékk aðeins á smátaug og maðurinn missti mikið blóð. Ilann komst til læknis sem saumaði nefið á, en óvist er hvort hann heldur þvi, þar sem mannsbit eru mjög hættuleg vegna sýkingarhættu og hefst sárið nú illa við. Tildrög málsins voru þau, að sögn lögreglunnar í Ólafsvík, að mennirnir höfðu rifist fyrr um kvöldið. Það jafnaði sig þó, og kvöddust þeir sáttir síðla kvölds og maðurinn sem varð fyrir bitinu gekk til sængur. Síðar um nóttina kom ungi maðurinn ásamt félaga sínum í húsið á ný, eins og fyrr segir, og er maðurinn reyndi að koma þeim út gerði hann sér lítið fyrir, réðst á hann og beit af honum hluta af nefinu með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Ólafsvík er málið enn í rannsókn. Sárið hefst illa við og verður ekki ljóst fyrr en eftir 10—12 daga hvort hann heldur nefinu. Bakkus mun hafa átt hér hlut að máli. Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins. Dr. Þór Jakobsson: Veðurstofu kunnugt um langtíma- spár bandarísku veðurstofunnar Hestamanna- mótið á Ilellu: Of mikið gert úr vandræðum VEGNA fréttar Mbl. á sunnudag um ólæti á hestamannamóti við Ilellu um helgina hafði Svcinn Ísleifsson lögreglumaður samband við Mbl. og taldi fréttina vera ýkta. nokkuð hefði að vísu verið um drykkjuskap, en hann hefði ekki verið til vandræða. Sveinn Isleifsson sagði 3 menn hafa verið tekna úr umferð um stund vegna drykkjuláta og einn maður hefði skorist á augabrún af glerbroti og hann hefði áfram verið á staðn- um, en hann hefði ekki fengið glerbrot í auga og verið fluttur burt eins og í fréttinni stóð. Þá sagði hann lögregluna hafa gert allt sem í hennar valdi stóð til að öll skipu- lagning væri sem bezt og sagði hann hestamenn hafa verið ánægða með hlut lögreglunnar. Taldi Sveinn heimildamann blaðsins hafa gert of mikið úr vandræðum, sem voru ekki stórvægileg. BANDARÍSKA veðurstofan hef- ur látið fara frá sér langtímaspá um veðurfar í Norður-Evrópu, þ.m.t. ba-ði ísland og Noregur. Eins og áður hefur komið fram i fréttum Morgunblaðsins gerir spáin ráð fyrir slæmum júlímán- uði með hitafari undir meðallagi og meiri rigningu en vant er. I þessu sambandi sneri Mbl. sér til dr. Þórs Jakobssonar deildar- stjóra hafísrannsóknadeildar Veð- urstofu íslands. Sagði hann að þótt það mætti eiginlega teljast hálfgert ríkisleyndarmál, væri svo mál með vexti, að fylgst væri með þessum spám við Veðurstofu Is- lands. „Sannleikurinn er bara sá, að spárnar eru á tilraunastigi og er því alls ekki tímabært að tilkynna þær almenningi, t.d. með sama hætti og hinar fullkomnari spár um veður næstu daga. Borgþór H. Jónsson deildar- stjóri veðurstofunnar á Keflavík- urflugvelli fær spárnar á veður- stofu flotans þar syðra og veður- fræðingar hafísrannsóknadeildar Veðurstofu íslands athuga þær síðan einnig og kanna eftir því sem þurfa þykir. Hægt er að gerast áskrifandi að spánum og munum við bráðlega fá þær beint frá Bandaríkjunum." Að sögn dr. Þórs fylgja þessum langtímaspám varnaðarorð og er varað við að gleypa við þeim án gagnrýni. „Er það til vitnis um þekkingu manna á þessu rann- sóknasviði, að ekki skuli vera mark takandi á spám, eða öllu heldur ágiskunum, fullkomnustu veðurstofu í heimi. Mér hefur lengi verið kunnugt um þessar spátilraunir eða frá því er ég vann við svipuð verkefni á Veðurstofu Kanada í Toronto. Við buðum þangað einu sinni deildar- stjóra bandarísku langtímaspá- deildarinnar til skrafs og ráða- gerða. Við spár þessar eru notaðar ýmsar aðferðir, ekki allar jafn virðulegar satt að segja, og sumt jafnvel útkljáð með formlegri at- kvæðagreiðslu þriggja veðurfræð- inga sem vinna saman að næstu spá. Hins vegar fara fram miklar rannsóknir á þessu sviði um allan heim, ekki síst í sambandi við svonefnt „World Climate Pro- gram“, sem er allsherjarskoðun á veðurfari jarðarinnar og árstíða- sveiflum í veðurfari. Rannsókn þessi á að styðjast við athuganir um gervallan hnöttinn í tvo ára- tugi og verður áður en yfir lýkur umfangsmesta framtak vísinda- sögunnar. Tillaga hvers lands í þessari áætlun um veðurfar jarð- arinnar eru yfirleitt verkefni sem teljast brýn heima fyrir hvort sem er. Að tilstuðlan Hlyns Sig- tryggssonar veðurstofustjóra tek- ur Island þátt í þessu samstarfi." I tengslum við langtímaspárnar sagðist dr. Þór hafa í hyggju að kanna, hvort tengja mætti fyrri tilraunir sínar í Kanada við stað- setningu hafísjaðars í Norður- Atlantshafi. „I þessum tilraunum var reynt með tölfræðilegum að- ferðum að spá um breytingar í hinni almennu hringrás and- rúmsloftsins yfir norðurhveli jarðar. Rannsókn þessi verður í samvinnu við kanadíska vísinda- menn.“ Dr. Þór sagði ennfremur að í ágúst yrði alþjóðleg ráðstefna um langtímaspár haldin í Hamborg í Þýskalandi. „Var stungið upp á því við þá, sem fengist höfðu við rannsóknir á þessu sviði, að hitt- ast og bera saman bækur sínar. Þar verða fulltrúar stórveldanna í þessum rannsóknum, en auk Bandaríkjanna verða þar til dæm- is Rússar og Japanir. Það verður fróðlegt að kynnast þar nýjustu framförum og vindhöggum í þess- ari forvitnilegu grein veðurfræð- innar. Langtímaspár Bandaríkjanna hafa sem sagt um árabil verið kunnar á Veðurstofu Islands, og áður fyrr munu þær reyndar hafa borist þangað beint öðru hverju. Samanburður við veður á íslandi og nágrenni hefur verið gerður, eða reyndar könnun á því hvernig spárnar hafa ræst. Veðurfræð- ingarnir Markús Einarsson og Eiríkur Sigurðsson hafa báðir fengið neikvæða útkomu úr þeim samanburði. En hvað um það, hver veit nema veðurfræðingar með áframhaldandi rannsóknum taki framförum í því að sjá fyrir veðrið næstu þrjá mánuði, en slíkt er reyndar mjög flókið rannsókn- arefni,“ sagði dr. Þór Jakobsson að lokum. Leiðrétting ÞAU MISTÖK urðu í frétt um sumarferð Frikirkjusafnaðarins í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnu- dag að rangt var farið með dagsetn- ingu. Hið rétta er að sumarferð Fríkirkjusafnaðarins verður farin næstkomandi sunnudag, 12. júlí. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.