Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 1
Sunnudagur 26. júlí 1981 Bls. 33—64. GllLflBETJAKlASIHH ÞAR RÆÐUR MANNVONSKAN RÍKJÚm' Sérstæð leiðsagnarbók um „þrælkunarbúðir, fangelsi og geð- siúkrahús í Sovétríkjunum“ eftir gyöinginn Avraham Shifrin .......... Börn í þrælkunarbúðum í Orél. Gæði myndanna eru af skiljanlegum ástæðum lítil; enda aöstæður erfiöar og ef upp kemst um töku myndar, þá er viðkomandi refsað með dvöl í gúlagi. Shifrin, á meðan hann var hafður í haldi í þrælkunarbúöum, og eftir í israel. Trúfrelsi aö sovéskri fyrirmynd — ein af 200 þúsund kirkjum sem hafa veriö eyðilagðar. Einstæð mynd; einangrunarklefi í Lubyanka-fangelsinu í Moskvu. „Einsog þú getur rétt ímyndað þér, þá setti Ijósmyndarinnar sig í mikla hættu við töku þessarar myndar," skrifar Shifrin. Konur í þrælkunarbúöum í Bendery i Moldavíu. Sovéski andófsmaðurinn Alex- ander Solzhenitsyn opinberaði fyrir heiminum á eftirminni- legan hátt Gúlageyjaklasann í Sovét- ríkjunum; fangelsi, þrælkunarbúðir og geðveikrahæli um gervöll Sovét- ríkin. Heimurinn stóð agndofa yfir uppljóstrunum og sænska vísinda- akademían sæmdi hann bókmennta- verðlaunum Nóbels. Á síðastliðnu ári kom út sérstæð bók um fangelsi, þrælkunarbúðir og geðveikrahæli í Sovétríkjunum eftir gyðinginn Avra- ham Shifrin. Hér er um að ræða „fyrstu leiðsagnarbókina um fangelsi, þrælkunarbúðir og geðveikrahæli í Sovétríkjunum". Shifrin telur skilmerkilega upp fangelsi, þrælkunarbúðir og geð- veikrahæli. Greint er frá liðlega tveimur þúsund gúlögum í landinu; nákvæmar leiðbeiningar eru um stað- setningu búðanna, hvernig best sé að komast til þeirra, hvaða strætisvagn sé hentugast að taka og þannig fram eftir götunum. Shifrin dvaldi sjálfur um langt skeið í þrælkunarbúðum Kremlverja. Hann byggir bók sína á eigin reynslu og vitnisburði hundruð manna, einkum í Sovétríkjunum, manna, sem hafa lagt sig í hættu við að koma upplýsingum áleiðis. Shifrin byggir einnig á frásögn fólks, sem dvelst í þrælkunarbúðum og einnig þeirra, sem eru svo lánsamir að hafa sloppið úr prísundinni. Margar mynd- ir eru í bókinni, sem hlýtur að teljast einstæð. SJÁ BLS. 48-49

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.