Morgunblaðið - 26.07.1981, Page 6

Morgunblaðið - 26.07.1981, Page 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981 VERÍfLD RETTARFARI T Næstum tvær milljónir liggja undir lás og slá 1.8 MILUÐNIR Oí fáir dómarar og varðhaldsvistin getur varað i nokkur ár! Nær tvær milljónir manna eru á bak við lás og slá í Colombíu og bíða þess að réttar- höld hefjist i málum þeirra. Hins vegar get- ur biðin orðið ærið löng þvi að einungis 1.000 dómarar eru i landinu. Algengt er að fólk þurfi að biða þess í heilan áratug að mál þess komi fyrir dóm- stóla. Fyrir tveimur árum lauk réttarhöldum í máli manns, sem beðið hafði í fangelsi í 10 ár. Dómurinn hljóðaði þannig, að hann var sýxnaður af öllum ákærum! Santiago Diago, að- stoðardómsmálaráð- herra Colombíu, skýrði frá því opinberlega fyrr á þessu ári, að í janúar sl. hefði um 1,8 milljón manns af þjóð, sem telur um 30 milljónir íbúa, setið í fangelsum og beðið eftir ákæru eða réttarhöldum. Fyrir skömmu beind- ist athygli manna mjög að þessu ástandi, er birt var opið bréf frá föngum í fangelsi í Bog- ota. Kváðust þeir frem- ur kjósa dauðadóm en þær aðstæður, sem þeim væru búnar. Eins og fyrr segir eru dómarar í landinu að- eins eitt þúsund talsins. Samkvæmt því hefur hver þeirra að meðal- tali 1.800 mál á sinni könnu og þar með er ógjörningur að tryggja „skjótt og öruggt" rétt- læti, eins og stjórn- arskrá landsins kveður á um. Réttarfarið í Col- ombíu, sem og í flestum öðrum löndum Róm- önsku-Ameríku, gerir ráð fyrir, að grunaður maður sé talinn sekur, þar til sakleysi hans er sannað. Ef ökumaður þykir á einhvern hátt geta átt þátt í bana- slysi, sem orðið hefur í umferðinni, er mjög al- gengt að hann sé hnepptur í fangelsi án tillits til aðstæðna. Lögreglu og þeim sem frumrannsókn málsins annast kemur það ekk- ert við, þótt viðkomandi maður hafi ekkert saknæmt aðhafzt. Samkvæmt réttar- kerfinu í Colombíu hef- ur dómari 6 mánuði til að ákveða, hvort kæra á mann eða ekki. Sumir lögfræðingar hafa látið þau orð falla í einkavið- ræðum og án þess að láta nafns síns getið, að dómararnir láti þessi tímatakmörk sig einu gilda. Lögfræðingarnir eru þó varir um sig, því að þeir vilja ekki reita dómara til reiði með slíkum ásökunum. Hafi maður verið formlega ákærður, tek- ur við annar biðtími í fangelsi og ef til vill nokkur ár. Að honum loknum fjallar þriggja manna dómur um mál- ið. Eins og sakir standa er ekki unnt að láta menn lausa gegn trygg- ingu í Colombíu. A næsta ári tekur þó gildi ný refsilöggjöf, sem heimilar slíkt, en lög- fræðingar eru uggandi um að það verði aðeins til hagsbóta fyrir þá fáu, sem hafa úr ein- hverju að spila. Eins og fyrr segir, var nýlega birt opið bréf frá föngum í Mod- elo-fangelsinu í Bogota. Var það undirritað af rúmlega hundrað föng- um. Fangelsi þetta hef- ur slæmt orð á sér. Það er sagt yfirfullt og óhreint. Þá hefur sumu starfsfólki þess verið borið á brýn að hafa sýnt föngunum hrotta- skap. í bréfinu segir meðal annars: „I þessu fang- elsi er fólk niðurlægt á hinn hryllilegasta hátt. Níu af hverjum tíu þeirra, sem hér dvelj- ast, hafa ekki verið yfirheyrðir. Skárra væri að taka einfald- lega upp dauðarefsingu til að binda endi á þetta kvalræði." Laun dómara í Col- ombíu eru lág, eða um kr. 4.000 á mánuði að jafnaði. Á síðasta ári voru sex dómarar vegn- ir í landinu. Voru þar að verki glæpamenn, og svo virðist sem þeir hafi verið að refsa dóm- urunum fyrir að taka of hart á ólöglegri eitur- lyfjasölu. Mikið af marihuana og kókaíni hefur borizt frá Col- ombíu til Bandaríkj- anna. - TOM WELLS Ef það er eitt fremur öðru, sem greinir Vestur- landabúa frá fólki í öðrum heimshlutum, er það ofátið og offitan og skvapið, sem af því leiðir. Tveir enskir fegrunarlæknar segjast nú hafa fundið út hvernig ráða megi bót á þessu mikla meini og það án þess að fara í megrun eða nota nokkur lyf. Læknarnir, Phillip Leb- on, sem vinnur hjá samtök- um feits fólks í Bretlandi, og Devinder Basra, byggja aðferð sina á rannsóknum franskra og brasilískra kollega sinna og ef henni er beitt er hægt að létta mann um tvö eða þrjú kíló á einni nóttu. dælan sett i gang... FITA Tappaðu af mér tveimur kilóum Aðferðin er í stuttu máli sú, að sjúklingurinn er svæfður og mjóum stút, sem tengdur er við öfluga soggrein, stungið undir skinnið. Síðan er sogdælan sett í gang og sjá: tvö—þrjú kíló af óæskilegri fitu hverfa eins og dögg fyrir sólu. „Best er að sjúklingurinn sé ekki eldri en 35 ára,“ segir Lebon, „vegna þess, að fram að þeim aldrei er skinnið mjög teygjanlegt og lagar sig vel að hvilftinni, sem kemur þegar fit- an er tekin. Aðferðinni má þó beita við eldra fólk og sá elsti, sem við höfum meðhöndlað fram að þessu, var fimmtugur." Læknarnir segja, að mikill kostur sé við þessa aðferð, að engin ör eru sjáanleg eftir að- gerðina vegna þess hve stúturinn í soggreininni er mjór. Við að- gerðina er fyrst sprautað salt- upplausn inn í fituvefinn til að leysa upp fituna, sem síðan er sogin burt. Þeir félagarnir, Leb- on og Basra, höfðu lengi leitað að hentugu tæki til þessara hluta áður en þeir duttu ofan á það rétta, en það er raunar sams konar útbúnaður og notaður er við fóstureyðingar. „Við nörtum í fituna," segir Lebon, „þar til við höfum náð saman þessum tveimur eða þremur kílóum. Ekki má taka meira í einu því að annars er hætta á, að sjúklingurinn fái lost.“ En hverjir skyldu það nú vera, sem vilja láta sjúga sig á burt á þennan hátt í stað þess að fara í megrun eða dvelja á skemmti- legu heilsuhæli i stuttan tíma? „Sumt fólk getur verið í megr- un þar til það er orðið svarblátt í framan án þess að það breyti nokkru um ástand þess,“ segir Lebron. „Og í raun er megrun ákaflega erfið og oft árangurs- laus fyrir fólk, sem þjáist af staðbundinni fitu, þ.e. þegar fita safnast fyrir í vefjum á maga, lendum, ökklum og hálsi. Þetta á t.d. einkum við um konur eftir barnsburð. Okkar aðferð á einkum vel við manneskjum sem hafa þessa dæmigerðu perulögun, tiltölu- lega grannar ofan mittis en lendar og fætur þeim mun sver- ari.“ - PHILIP HODSON DÓMAR „Bykkjan44 lagði sig fram um að sparka í f angana Hildegard Laechert, „Blóðuga Brigida,“ var dæmd i 12 ára fangelsi. Hermine Ryan, fyrrum Braunsteiner, „Bykkjan“ eins og hún var kölluð i útrýmingarbúð- unum í Maidanek i Póllandi, var dæmd i lifstiðarfangelsi i lok réttarhaldanna i Dússeldorf, sem staðið hafa í fimm og hálft ár. Þegar sovéski herinn náði á sitt vald fangabúðum nasista i Maidanek nálægt Lublin i Pól- landi 23. júlí 1944 var þar enga lifandi sálu að sjá, aðeins 800.000 skópor, skó fyrrverandi fanga, sem látið höfðu lífið i dauðabúð- unum. verið drepnir i gasklefun- um, skotnir, kyrktir, drekkt eða barðir til dauða. Maidanek var með smærri búð- unum í útrýmingavél nasista. Töl- ur um fólk, sem þar var drepið, eru mjög á reiki, sumir nefna fjórðung milljónar en aðrir giska á rúma milljón manna, kvenna og barna, einkum gyðinga. Búðunum í Maidanek var komið upp 1941 fyrir stríðsfanga en tveimur árum síðar voru þær gerðar að útrýmingarbúðum. Þeg- ar Rússar náðu þeim á sitt vald voru þar sjö gasklefar og 120 timburskálar þar sem aldrei voru færri en 100.000 fangar í einu. Búðanna gættu 1.000 SS-menn, em langflestir létu sig hverfa í stríðs- lok og hefur tekist að dyljast allt til þessa dags. í Diisseldorf í Vestur-Þýska- landi, hafa undanfarið fimm og hálft ár staðið yfir réttarhöld yfir nokkrum fyrrverandi fangavörð- um í Maidanek, einhver þau um- fangsmestu stríðsglæparéttar- höld, sem haldin hafa verið og að sumra áliti þau síðustu, sem efnt verður til í Vestur-Þýskalandi. 250 vitni hafa verið leidd fram og talið er, að kostnaðurinn sé kominn vel yfir 20 milljónir þýskra marka. Þessum réttarhöldum lauk loks um síðust mánaðarmót þegar kveðnir voru upp dómar yfir átta manns. Upphaflega voru sakborn- ingarnir fimmtán talsins, en ákærur á hendur sumra þeirra voru látnar niður falla vegna þess, að vitnunum tókst ekki að bera kennsl á þá svo óvefengjanlegt væri. Þegar dómurinn var kveðinn upp varð mikill hávaði i réttar- salnum og hróp og voru dómar- arnir sakaðir um að sýna fanga- vörðunum fyrrverandi allt of mikla linkind. Einn fangavarðanna átta var sýknaður og aðeins var kveðinn upp lifstíðardomur yfir einum, Hermine Ryan, 61 árs gamalli konu, sem kölluð var „Bykkjan" meðal fanganna í Maidanek. Það viðurnefni fékk hún vegna þess, að hún lét aldrei neitt tækifæri ónotað til að sparka í fangana og ganga jafnvel af þeim dauðum á þann hátt. Árið 1949 var Hermine Braunsteiner, eins og hun hét þá, dæmd í þriggja ára fangelsi í Vín en átta árum síðar fluttist hún til Bandaríkjanna þar sem hún gift- ist flugvirkja að nafni Ryan. 1973 var hun framseld til Vestur- Þýskalands eftir að „nasistaveið- arinn“ alkunni, Simon Wiesen- thal, hafði haft uppi á henni. Önnur kona var í hópi sakborn- inganna, Hildegard Laechert, jafnaldra „Bykkjunnar" og kölluð „Blóðuga Brigida" í Maidanek. Laechert hefur áður setið inni í 10 ár fyrir stríðsglæpi en þó að 90 fyrrverandi fangar bæru vitni gegn henni við réttahöldin nú neitaði hún stöðugt að hafa að- hafst nokkuð saknæmt. Af hálfu ákæruvaldsins var því haldið fram, að hn hefði murkað lífið úr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.