Morgunblaðið - 12.09.1981, Side 19

Morgunblaðið - 12.09.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 19 Er tilefni til ofsafrétta af atvinnuástandi á Akureyri? - Eftir Ingvar Gísla- son, menntamálaráð- herra Morgunblaðið hefur gert að umtalsefni viðtal mitt við Dag á Akureyri varðandi vandamál út- flutningsiðnaðarins, einkum verk- smiðja Sambands ísl. samvinnufé- laga á Akureyri. I þessu viðtali benti ég á þann mikla vanda, sem útflutningsiðn- aður á við að búa og nauðsyn þess að úr vandanum verði bætt. Lagði ég áherslu á að ríkisstjórnin yrði að fjalla um þennan vanda og upplýsti lesendur Dags um það að þessi mál væru til úrlausnar innan ríkisstjórnarinnar. Síðan taldi ég upp ýmsar aðgerðir sem rikis- stjórnin hefði staðið að til þess að létta vandann að undanförnu, þ.á m. niðurgreiðslur á ullarverði og gengisaðlögun, og greindi frá því að viðræður ættu sér stað við Seðlabankann um viðurkennt gengistap útflutningsiðnaðarins síðan um áramót. Einnig fór ég orðum um það, að sú almenna stefna ríkisstjórnar- innar að draga úr verðbólgu væri útflutningsiðnaði til hagsbóta, enda má á það minna að forystu- menn iðnaðarins hafa lagt á það ríka áherslu að verðbólgan sé mesti ógnvaldur þessarar atvinnu- greinar. Tek ég heilshugar undir þá skoðun. Ekkert er eðlilegra en að for- ystumenn atvinnuvega geri grein fyrir ástandi mála í einstökum fyrirtækjum eða innan atvinnu- lífsins í heild. Slíkar umræður eru daglegt brauð í þjóðmálum hér sem annars staðar. Það var því sjálfsagður hlutur að forystumenn verksmiðja SÍS á Akureyri kynntu málefni fyrirtækja sinna þing- mönnum, bæjarfulltrúum og fleiri ráðamönnum á sérstökum fundi. En fundarfyrirkomulag og kynn- ingaraðferð skiptir máli í slíku tilfelli ekki síður en öðrum. I viðtalinu við Dag gagnrýndi ég það, hvaða aðferðir forystumenn samvinnuiðnaðarins kusu að við- hafa í kynningu sinni á tíma- bundnum erfiðleikum fyrirtækja SÍS. Kynningaraðferðin (fundur þar sem almennar umræður voru ekki leyfðar) hafði þann ann- marka að hún hlaut að leiða til ofsafrétta, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr eða hvort menn ætluðust til þess eða ekki. Préttir af kynningarfundi SÍS á Akureyri fæddu þvi miður af sér þá trú hjá blaðalesendum, út- í viðtalinu við Dag gagnrýndi ég það, hvaða aðferðir forystu- menn samvinnuiðnaðar- ins kusu að viðhafa í kynningu sinni á tíma- bundnum erfiðleikum fyrirtækja SÍS. Kynn- ingaraðferðin (fundur þar sem almennar um- ræður voru ekki leyfð- ar) hafði þann ann- marka að hún hlaut að leiða til ofsafrétta, hvort sem mönnum lík- aði betur eða verr, eða hvort menn ætluðust til þess eða ekki.“ varpshlustendum og sjónvarps- áhorfendum að 500 — 900 manns væru að missa atvinnuna. Ef frétt af þessu tagi ætti við rök að styðjast myndi það verða slíkt stóráfall í atvinnumálum að varla verður við neitt jafnað. Hér var alltof hátt reitt til höggs. Þetta var í sannleika sagt „varhugaverð- ur“ málflutningur, eins og ég leyfði mér að orða það í viðtalinu við Dag. Ég tel að það sé ábyrgð- arhluti, þegar forystumenn at- vinnulífsins boða verkafólki fjöldauppsagnir og atvinnuleysi af engu tilefni. Slíkar aðferðir heita ekki að „vara fólk við“ heldur að vekja ótta hjá verkamönnum, sem eiga allt sitt undir fyrirtækjunum, sem þeir vinna hjá. Mér þykir fyrir því að þetta fréttaslys skyldi henda forystumenn Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Þeir hafa jafnan verið þekktir fyrir að vera gætnir menn og umfram allt ábyrgir orða sinna og gerða. En öllum getur yfirsést, satt er það. í viðtali mínu við Dag kvað ég skýrt upp úr með það, að umrædd kynningaraðferð Sambandsmanna hefði einnig verið til þess fallin að gefa ranga hugmynd um afstöðu ríkisstjórnarinnar til vandamála iðnaðarins. Það er að vísu talsvert annað mál heldur en sú hin fyrri villan að vekja ótta hjá verkafóiki við fjöldauppsagnir og innræta landslýð þá skoðun að atvinnulífið sé að hruni komið á Akureyri, — en þó hlýt ég að leggja á það áherslu, hr. ritstjóri, að ríkis- stjórnin gerir sér fulla grein fyrir við hvaða vanda er að stríða hjá útflutningsiðnaðinum og mun leit- ast við að koma til móts við réttmætar kröfur í því samhandi. Hins vegar er ólíklegt að málsvar- ar ríkisstjórnarinnar sitji þegj- andi undir hvaða málflutningi sem er. Ég áskil mér a.m.k. rétt til að finna að því sem aðfinnsluvert er, hvort sem um er að ræða efni máls eða aðferðir við að koma málefnum á framfæri. Ég veit ekki til að ágreiningur sé milli mín og forystumanna SÍS um eðli þess vanda, sem iðnaðurinn á við að stríða. Hins vegar sætti ég mig ekki við þá kynningaraðferð, sem ágætir skoðanabræður mínir og góðkunningjar beittu í þessu sér- staka tilfelli. Að henni beinist gagnrýni mín. Með þökk fyrir birtinguna. Ingvar Gíslason Garðurinn að Melabraut, sem veitt var verðlaun fyrir fegurð. V erðlaunagarður á Seltjarnarnesi Á Seltjarnarnesi hafa verið veitt verðlaun fyrir garð ársins 1981. Að þessu sinni var sá háttur hafður á, að leitað var til íbúa bæjarins og þeir beðnir að benda á fallega garða, sem til greina gætu komið. Mæltist þessi að- gerð prýðilega vel fyrir og barst fjöldi ábendinga, sem unnið var úr. Fyrir valinu varð garðurinn að Melabraut 78 og eru eigendur hans hjónin Valborg Bjarnadótt- ir og Sigurður Friðriksson. 3901 skráður atvinnu- leysisdagur í ágúst SKRÁÐIR atvinnulcysisdagar i ágústmánuði voru 3901, en það samsvarar þvi að 180 íslend- ingar hafi verið skráðir at- vinnulausir allan mánuðinn. Það er um 0,2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaðinum, að því er segir i skýrslu frá félagsmálaráðuncytinu. Samkvæmt þessum tölum er ástandið í þessum málum nánast óbreytt frá fyrra mánuði, en þá voru skráðir atvinnuleysisdagar 3936. Miðað við ágústmánuð í fyrra, en þá voru skráðir at- vinnuleysisdagar 9215, er um 5313 atvinnuleysisdaga fækkun að ræða, en á þessum tíma í fyrra lá starfræksla margra frystihúsa niðri. Miðað við landshluta eru skráðir atvinnuleysisdagar á höfuðborgarsvæðinu 1999, á Vesturlandi 59, enginn á Vest- fjörðum, 470 á Norðurlandi vestra, á Norðurlandi eystra 867, 10 á Áusturlandi, 260 á Suður- landi og 236 á Reykjanesi. Tfatkf -ri»<k HITACHI Hitachi Denshi,Ltd. VIDEO UPPTÖKUVÉLAR OG MYNDSEGULBÖND FP40S Th»w SATICON' tub«s, Pn«r* optícv Hitachi Denshi býður mikið úrval video upptökuvéla, bæði fyrir almenning og atvinnumenn sem gera kröfur. Hitachi Denshi myndsegulböndin eru fyrir 3/4” U matic snældur. Höfum bæði beranleg- og studio tæki. Við bjóðum 16 gerðir upptökuvéla, með einum lampa og þrem lömpum. Leitið nánari upplysinga Einkaumboð á íslandi. Cfr) Radíóstofan hf. Þórsgötu 14, símar 28377 - 11314 - 14131 FP3060A trí electtodé SATtCON* tulre fP 1020A Thrée SATICON* tubt» GP7 Single iii-electroöe vitficon tube FP20S Three SATICON* tub«*, IPC

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.