Morgunblaðið - 12.09.1981, Page 23

Morgunblaðið - 12.09.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 23 Bandarískir herflutningabílar aka yfir bráðabirgðabrú yfir Main i þorpinu Kleinwelzheim skammt frá Aschaffenburg i Vestur-Þýzkalandi. Um 1300 bílar fóru yfir brúna áleiðis til heræfingasvæðis sunnan við Frankfurt þar sem herlið tekur þátt í NATO-heræfingunum „Certain Encounter“ er hefjast 14. sept. Um 71.000 hermenn frá Bandarfkjunum, Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi taka þátt i æfingunum. 400.000 hermenn taka þátt í æfingum NATO BrUsscl. 10. srptcmbcr. AP. NATO efnir til víðtækra heræf- inga i þessum mánuði i skugga vaxandi máttar sovézka sjó- hersins og niðurskurðar á her- útgjöldum i aðildarrikjunum. Rúmlega 400.000 hermenn, sjóliðar og flugliðar taka þátt í æfingunum og 17.000 bandarísk- ir hermenn verða fluttir flug- leiðis til Evrópu frá bandarísk- um herstöðvum. Æfingarnar ná hámarki um miðjan þennan mánuð og í þeim á að prófa hve vel hersveitir bandamanna vinna saman og hve fljótt Bandaríkjamenn geta komið Vestur-Evrópu til hjálpar ef til sovézkrar árásar kemur á landi og sjó. „Á örfáum árum höfum við fylgzt með því hvernig sovézki sjóherinn hefur vaxið og breytzt úr strandgæzlu í úthafsflota, sem veruleg hætta getur stafað frá á siglingaleiðum," sagði tals- maður æfingaliðsins. „Nú er meiri ástæða en nokkru sinni áður að sannreyna hvort við getum staðizt þess konar ógnun." Þetta sést á yfirstandandi flotaæfingum Rússa á Eystra- salti með þátttöku átta landgönguskipa, flugvélamóð- urskipsins „Kiev“ (30.000 lestir) og rúmlega 50 annarra skipa. Skipin styðja landgönguæfingar, einhverjar hinar mestu sem Rússar hafa haldið síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk. „Yfirmaður Atlantshafsflot- ans verður að sýna fram á að hann geti ráðið yfir svæðum og haldið siglingaleiðum opnum hvarvetna á Atlantshafi," sagði talsmaðurinn. Ein flotaæfingin kallast „Oce- an Safari" og 90.000 sjóliðar munu taka þátt í henni á Biskayaflóa undan ströndum Frakklands og Spánar og á Austur-Atlantshafi. I æfingunum „Magic Sword“, sem er nýlokið, tóku þátt deildir bandariskra flugvélamóðurskipa í Norðursjó og á hafinu á milli Islands og Noregs. Bandarískar æfingar með þátttöku 120.000 manna hafa staðið yfir á Suður-Atlantshafi síðan í ágústbyrjun. Lokaflotaæfingin fer fram á Eystrasalti 29. sept. til 15. okt. með þátttöku bandaríska Atl- antshafsflotans og flotadeilda frá Danmörku, Vestur-Þýzka- landi og Hollandi. Ekkert skip í þeim æfingum verður notað til að fylgjast með Eystrasaltsæfingum sovétblakk- arinnar. Sérstök skip sjá venju- lega um það starf. Haig ætlar að styðja við bakið á Helmut Schmidt Stjórnin heldur velli í Finnlandi Frá Harrv (íranherK i IIclsinKfors. STJÓRNARKREPPU hefur verið afstýrt í Finnlandi og samkomu- lag hefur náðst i aðalatriðum i deilunni um fjárlög fyrir næsta ár. Miðflokkurinn vildi draga sig í hlé þegar hinir stjórnarflokkarnir þrír vildu ekki rétta við fyrir- sjáanlegan halla á fjárlögunum. Það sem virtist búa undir hjá Miðflokknum var að slíta stjórn- arsamvinnunni, en Mauno Koiv- isto forsætisráðherra hikaði við að segja af sér. Einingarflokkurinn krafðist þess að þing yrði kallað saman, en Johannes Virolainen þingforseti sagði nei. Þing kemur saman 25. september. Sósíaldemókratar gáfu í skyn að sá möguleiki væri fyrir hendi að taka í stjórnina ráðherra úr Frjálslynda þjóðarflokknum ef Miðflokkurinn lamaði ríkisstjórn- ina. Stjórnir flokkanna komu saman til funda og lýstu yfir fullum stuðningi við ráðherra sína í tilraunum þeirra til að semja um lausn á deilunni. Það er því ljóst að stjórnin mun halda velli, hvað sem gerist þegar þingið fjallar um fjárlagafrumvarpið. Steel vill formlegt bandalag Lundúnum. 11. scptombor. AP. DAVID Steel, leiðtogi Frjáls- lynda flokksins á Bretlandi, sagði i útvarpsviðtali i dag, að bandalag frjálslyndra og sósial- demókrata gæti orðið til þess að vinna meirihluta á þingi. „Ég hefði ekki sagt þetta fyrir sex mánuðum. þá var þetta bara draumur,“ sagði Steel í útvarps- viðtali. David Steel lýsti stuðningi við formlegt bandalag frjálslyndra og sósíaldemókrata. Skoðanir eru skiptar meðal frjálslyndra og hafa margir lýst andstöðu við formlegt bandalag. Þing Frjálslynda flokksins hefst í Llandudno í Wales í næstu viku og verður þá gengið til atkvæða um hvort mynda skuli formlegt bandalag. Sósíaldemókratar stofnuðu flokkinn þann 26. marz síðastlið- inn. Leiðtogar flokksins eru Roy Jenkins, Shirley Williams, David Owen og William Rogers. Síðan flokkurinn var stofnaður hafa 16 þingmenn gengið til liðs við sósí- aldemókrata. Frjálslyndir hafa 11 þingsæti. „Allar skoðanakannanir benda til, að ef okkur tekst að mynda bandalag muni þriðja aflið rísa upp í brezkum stjórnmálum. Þetta hefur orðið til að gefa hugmynd- inni um bandalag byr undir báða vængi," sagði Steel. En ýmsir meðal frjálslyndra eru ekki jafn hrifnir og þegar hefur komið til árekstra. Shirley Willi- ams hugðist bjóða sig fram í Croydon-kjördæmi en hætti við þegar William Pitt, þingmaður frjálslyndra neitaði að draga framboð sitt til baka. „Báðir aðilar verða að taka hinu vonda með því góða,“ sagði Steel. Þann 20. „g.ist var birt Gallup- skoðanakönnun. Samkvæmt henni var fylgi frjálslyndra og sósíal- demókrata 41,5%, Verkamanna- flokksins 33,5% og thaldsflokksins 24%. Þingkosningar eru fyrirhug- aðar í maí 1984. ALEXANDER IIAIG, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. mun i ferð sinni til Vestur-Þýzkalands reyna að veita Ilelmut Schmidt kanzlara siðferðilegan stuðning vegna þeirrar ólgu, sem hefur skapazt sökum andúðar i garð Bandarikjamanna og á kjarnorkuvopnum. að sögn emb- ættismanna i Washington i gær. Verið getur að Haig verði sjálf- ur fyrir barðinu á þessari ólgu þar sem mótmæli er fyrirhuguð í Berlín þegar hann kemur þangað á sunnudaginn. Haig ætlaði að leggja upp í ferðina seint í gær og fara fyrst til Spánar og Júgó- slavíu, en hann verður í Vestur- Þýzkalandi á sunnudaginn og mánudaginn. Tilgangurinn með heimsókninni til Vestur-Þýzkalands er sumpart sá að samræma stefnu bandarisku og vestur-þýzku ríkisstjórnanna fyrir fund Haigs um vopnatak- markanir með Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Rússa, síðar í þessum mánuði. „Þjóðverjar hafa áhuga á öllu sem við tölum um við Rússa," sagði bandarískur emb- ættismaður. Haig og Gromyko munu reyna að móta fyrirætlanir um formleg- ar samningaviðræður síðar á þessu ári í því skyni að takmarka staðsetningu meðaldrægra kjarn- orkueldflauga beggja landa í Evr- ópu. Vestur-Þjóðverjar hafa sam- þykkt að taka við meðaldrægum bandarískum eldflaugum, en fast er lagt að Schmidt, jafnvel innan flokks sósíaldemókrata, að slíta samkomulaginu. Hann hefur stað- fastlega neitað að gera það, en þarf að fá fullvissanir um að samningaviðræður Bandaríkja- manna og Rússa muni fara fram. Schmidt í hættu Þótt aðeins tæpt ár sé liðið síðan Schmidt var endurkjörinn velta Vestur-Þjóðverjar því fyrir sér hvort hann muni sitja út kjörtímabilið, en almennt er talið að hann haldist ekki svo lengi við völd, skrifar fréttaritari AP í Bonn. Vaxandi atvinnuleysi, stöðnun í efnahagsmálum og þrýstingur frá Bandaríkjamönnum, sem vilja aukin herútgjöld, hefur afhjúpað djúpstæðan klofning sósíaldemó- krata og hins stjórnarflokksins, frjálsra demókrata (FDP). Tal um að stjórnarsamvinnan muni fara út um þúfur er orðið svo útbreitt að Schmidt sjálfur hefur hvatt flokksmenn til að forðast slík ummæli. Bæði Schmidt og formaður FDP, Hans-Dietrich Genscher, halda því ákveðið fram að stjórnin muni sitja fram að kosningum 1984 þrátt fyrir ágreiningsmál. Heimildir í flokkunum herma að sáttayfirlýsingar geti ekki falið miklar umræður flokksleiðtoga að tjaldabaki um þær leiðir er skuli fara ef stjórnarsamvinnan rennur út í sandinn. —AP. Óeirðir er Sadat vann með 99,45% Kairó. 11. scptcmbcr. AP. ÓEIRÐALÖGREGLA bældi niður mótma'laaðgerðir herskárra Mú- hameðstrúarmanna á tveimur stöðum í Kairó í dag er frétta- stofa ríkisstjórnarinnar tilkynnti að 99,45% hefðu greitt „já- atkvæði“ 1 þjóðaratkva'ða- greiðslu, sem Anwar Sadat efndi til vegna baráttu sinnar gegn deilum trúflokka. Um 300—400 múhameðstrúar- menn söngluðu „Guð er mikill" og gengu fylktu liði út á göturnar umhverfis bænahúsið El-Nur. Þar réðust á þá um 1.000 menn úr óeirðalögreglunni, sem beitti bar- eflum og táragasi og dreifði hópn- um á stuttum tíma. Nokkrir mót- mælendur voru lamdir og hand- teknir. Svipaður atburður gerðist við bænahúsið El-Haya skammt frá. Um 200 sönglandi heittrúar- mönnum var dreift af lögreglu, sem sveiflaði bareflum. Engu tára- gasi var beitt og engann sakaði, en nokkrir voru handteknir. Þótt Sadat fengi 99,45% at- kvæða í þjóðaratkvæðinu hafði hann sagt að hann byggist við að „99,9 af hundraði" kjósenda myndu samþykkja tillögur hans um að binda endi á deilur múhameðskra heittrúarmanna og minnihluta kristinna Kopta, svo að árangur- inn var ekki alveg eins góður og hann bjóst við. Spurningin, sem kjósendur áttu að svara með „jái“ eða „neii“ á atkvæðisseðlinum, var á þá leið hvort þeir „samþykktu fram- gangsmáta og meginreglur þjóðar- einingar og samfélagslegs friðar“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.