Morgunblaðið - 12.09.1981, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.09.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 25 Ungir sem aldnir á skólabekk Nú eru skólarnir að byrja og það er ekki aðeins yngri kynslóðin, sem sest á skólabekk heldur einnig sú eldri, því í okkar flókna nútímaþjóðfélagi verður fólk sífellt að vera að endurmennta sig til að mæta kröfum breyttra tíma. Viðskiptaviðræðum við Sovétmenn lokið: Höfuðáherzla lögð á við- bótarsamning fyrir freð- fisk, saltsíld og lagmeti - segir í frétt frá viðskiptaráðuneytinu ÁRLEGAR viðskiptaviðræður við Sovétmenn fóru íram í Moskvu vikuna 7. —11. septem- ber sl. Var þar rætt um fram- kvæmd viðsk'ptasamning.s, sem gildir 1981 tii 1985, að báðum árum meðtöldum, og þá sér- staklega leiðir til að auka sölu íslenzkra afurða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu við- skiptaráðuneytisins. — Frá því að núgildandi samningur tók gildi um síðustu áramót hefur útflutningur til Sovétríkjanna aukizt verulega, einkum vegna aukinnar sölu á saltsíld og freðfiski. Á fyrra misseri ársins var útflutningur- inn til Sovétríkjanna meiri að verðmæti heldur en innflutning- ur þaðan. Hins vegar verður verulegur vöruskiptahalli á öllu árinu, þar eð búið er að afgreiða mest af þeim vörum, sem búið var að semja um, og innflutning- ur á olíuvörum frá Sovétríkjun- um verður meiri á seinna misseri en því fyrra. I viðræðunum var af íslands hálfu lögð höfuðáherzla á nauð- syn þess, að gera viðbótarsamn- inga fyrir freðfisk, saltsíld og lagmeti. Sá árangur náðist, að Síldarútvegsnefnd gerði samning um sölu á 50.000 tunnum af saltsíld til viðbótar þeim 100.000 tunnum, sem áður hafði verið samið um. Ennfremur seldi Sölustofnun lagmetis 10.000 kassa af gaffal- bitum og Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurðadeild Sambands íslenzkra samvinnufé- laga 500 tonn af frystum flökum. Um leið var ákveðið að viðræð- ur um nýja samninga fyrir freð- fisk og lagmeti skyldu fara fram í nóvemberlok. Einnig ræddu íslenzku og sov- ézku viðskiptanefndirnar um drög að samskonar samningi um efnahagssamvinnu og flest önnur Vestur-Evrópulönd hafa gert við Sovétríkin. Þeim samningavið- ræðum lauk ekki, enda ekki gert ráð fyrir því, og verður þeim haldið áfram síðar, segir loks í fréttatilkynningu viðskiptaráðu- neytisins. Borun gengur vel við 18. Kröfluholuna BORUN gengur vel við KróHu. en þar er nú verið að bora holu númer 18. Sú hola er staðsett í suðurhlíðum Kröflu og er fjórða holan á þvi svæði. Búið er að bora um 1850 metra. en fyrirhugað er að holan verði rúmlega 2 þúsund metrar. Samkvæmt upplýsingum Mbl. _ virðist hola 17 á svæðinu ætla að verða mjög góð og líkur eru á, að hún gefi yfir 5 megawött. Hola 16, sem einnig var boruð í sumar, er hins vegar léleg og gefur um 2 megawött. Nú er verið að skipta um spaða í rafli virkjunarinnar, m.a. vegna tæringar, en eftir þessa viðgerð er búist við betri orkunýtingu í Kröfluvirkjun. Fyrstu rétt- ir á morgun FYRSTU réttir á haustinu verða á morgun er réttað verður á þremur stöðum norðanlands, þ.e. í Hraunsrétt í Aðaldal, Hrútatungu í Hrútafirði og Laufskálarétt í Hjaltadal. Á mánudag verður réttað í Brekkurétt í Norðurárdal. Lenging á skólatíma sex ára barna athuguð TILLAGA frá Fræðsluráði um að kennslumagn til 6 ára skóla- barna yrði aukið á skólaárinu 1981—82 var lögð fyrir borgar- ráð sl. þriðjudag. Var þar sam- þykkt eftirfarandi: Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að gera kostnaðar- áætlun um aukið kennslumagn 6 ára barna, er nema 18 og 22 kennslustundum í viku. Jafnframt felur borgarrráð borgarstjóra að taka upp viðræður við mennta- málaráðuneytið um málið. Þingmenn heimsækja Færeyjar Þórshöfn. 11. scptember. SJÖ íslenzkir þingmenn. ásamt Jóni Helgasyni forseta Sameinaðs þings, eru staddir í Færeyjum um þessar mundir í boði Lögþingsins. Þingmannanefndin átti i dag við- ræður við leiðtoga færeysku stjórn- málaflokkanna og voru þar einkum rædd mál er snerta sameiginlega hagsmuni íslendinga og Færeyinga. svo sem fiskveiðimál og norræna samvinnu. Þingmennirnir islenzku skoðuðu hið nýja útvarpshús Færeyja, en fyrsta hæð hússins var tekin í notkun í sumar. Útvarpshúsið verður að fullu tilbúið í febrúar. Jafnframt skoðuðu þingmennirnir framkvæmd- ir við Norræna húsið í Þórshöfn, sem valinn hefur verið staður við hlið útvarpshússins. I ráði var að þingmennirnir færu til Suðureyjar í dag, en vegna slæms veðurs varð að aflýsa heimsókn þeirra þangað. Á morgun, laugardag, fara þingmennirnir til Austureyja, Klaksvíkur og Vidareidi. Þingmennirnir sjö eru: Jón Helga- son, Sverrir Hermannsson, Helgi F. Seljan, Karl Steinar Guðnason, Sal- óme Þorkelsdóttir, Stefán Guð- mundsson og Guðrún Helgadóttir. — Arge.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.